Rumi

Stíll vikunnar er Rumi, 24 ára gömul stelpa frá San Diego. Rumi verslar mikið vintage og í ódýrum verslunarkeðjum, einnig eyðir hún einstöku sinnum í hönnunarmerki í töskum og skóm, en það tvennt getur gefið gæfumuninn.

Það sem gerir stíl hennar kannski einna mest sérstakan er samsetningin. Henni líkar þegar fólk er ekkert endilega í öllu flottu en samsetningin lætur það virka og gerir það smart, sem er góð lýsing á hennar eigin stíl. Hún poppar útlitið oft upp með litum, munstrum eða flottum skóm og töskum.

Eitt gott ráð frá henni sem hún notar til að fríska upp á lúkkið án þess að kaupa eitthvað nýtt, er að draga fram eitthvað sem hún hefur ekki klæðst í einhvern tíma og svo ‘neyðir’ hún sig til að stílisera það öðruvísi en hún hafði áður gert og þar af leiðandi verður það ferskt aftur. Það er því í raun samsetningin sem skiptir öllu máli.

Hún er með verslun á Ebay sem kallast
Treasure Chest Vintage þar sem hún selur allar vintage vörur sem hún hefur keypt en eru ekki í hennar númeri. Það er hægt að finna margt frá 7., 8. og 9.áratugnum og að mínu mati er margt flott að sjá. Hún sendir til annara landa ef einhverjir eru áhugasamir.

stillrumi1
 
stillrumi2

stillrumi3
stillrumi4

Sjáið fleiri myndir á blogginu hennar Fashion Toast


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband