Færsluflokkur: Skór

Louboutin hannar fyrir Barbie

christianlouboutinSkópar frá Christian Louboutin er væntanlega ofarlega á lista flestra kvenna yfir bestu afmælisgjafirnar. Barbie er heppin kona, en fimmtugsafmæli dúkkunnar er á næsta ári, og mun hinn dáði skóhönnuður hanna á hana par fyrir sérstaka tískusýningu á tískuvikunni í New York í febrúar. 50 fyrirsætur munu ganga í skónum í klæðnaði innblásnum af Barbie.

"Barbie þarf að klæðast flottum skóm af því allar stelpur þurfa að klæðast flottum skóm," sagði Louboutin í viðtali við Women’s Wear Daily. "Ætli ég hafi ekki alltaf haft ‘stelpulega’ hlið í mér sem líkaði við Barbie"


Skótíska vetrarins

Skótískan fyrir veturinn var eins margbrotin og hægt er. Trendin spanna ýmist tær, hæla eða áferð skónna.

Tær

Tvær gerðir táa voru hvað vinsælastar, en það eru annars vegar oddmjóar tær og svo kassalaga. Oddmjóu tærnar eru ekki líkt og þær voru, heldur eru þeir frekar framtíðarlegir og hönnunin fersk. Kassalaga tær er svolítið nýtt og djarft, en kærkomin viðbót við oddmjóar og rúnnaðar tær. Kassalaga birtust þær oft með hælum í þykkara lagi, á meðan oddmjóu tærnar voru á skóm með pinnahæla.

taer

Hælar

Hælarnir voru ekkert allt of frábrugðnir því sem hefur verið. Pinnahællinn er ennþá jafn vinsæll og var oftast mjög hár. Þessir örmjóu hælar eru kynþokkafullir og því hærri því betri. Hér er stuðningur við fótinn í lágmarki, en hann vantar aftur á móti ekki þegar þykkir hælar eru annars vegar. Þeir voru bæði kassalaga og sívalningslaga en áttu það sameiginlegt að vera hálfklunnalegir. Keilulagahælar er eitthvað sem brúar bilið á milli tveggja fyrstu hælagerðanna, en þeir eru þykkir að ofan en mjókka þegar neðar dregur. Bogi að utanverðum hælnum er frekar algengur af þessari tegund hæla. Þessir eru nútímalegir en gætu verið fjarandi trend – þó þeir séu góð nýjung í hælaflóruna.

haell

Áferð

Ýmis skinn af skriðdýrum sást á skóm fyrir veturinn. Skinnin voru á stígvélum, opnum hælum, ökklahælum og í raun hverju sem er. Þau voru af krókódílum, eðlum og snákum og í ýmsum litum. Skriðdýraskinn gefa framandi fíling og bera yfir sér lúxus. Önnur áferð sem hefur fengið mikla athygli er rússkinskögur á skóm. Það birtist aðallega hjá Gucci og Balmain í svörtu. Kögur er í etnískum og bohemian stíl sem ber jafnan yfir sér kæruleysisbrag en skórnir hafa þó verið paraðir saman við goth, grunge og aðra hráa og dökka stíla fyrir andstæður.

aferd


Pönkað drama

punkrihannaÞað var tekinn nýr póll á hæðina í aukahlutum; skóm og skarti, fyrir haust og vetur. Grófar keðjur, gaddar, metal, leður og götóttar sokkabuxur verða í forgrunni pönk tískunnar. Þetta eru mjög dramatískir aukahlutir og ættu að klæðast við svart til að leyfa þeim að vera algjör miðpunktur. Skórnir voru sérstaklega grófir; úr leðri með sylgjum, grófum rennilásum, keðjum og hvaðeina aðskotahlutum.

Gaddar eru ein vinsælasta skreytingin af þessu trendi og eru þeir allskonar. Oftast með gull eða silfur áferð en þeir eru ýmist oddhvassir eins og armbandið frá Burberry Prorsum eða hálfhringalaga líkt og frá Gucci. Gullgaddar eru aðeins meiri lúxusútgáfa af þeim silfruðu sem eru hrárri. Auðveldast er að verða sér úti um mjótt leðurbelti með gylltum göddum, eða silfurgadda armbandi (Rokk og rósir eru t.d. með ódýra útgáfu).

punk1

punk2


Ökklastígvél

Þetta blogg hefur verið alvarlega vanrækt uppá síðkastið og biðst ég afsökunar á því! Maður er alltof upptekinn, því miður. Ég ætla þó að reyna mitt besta að koma inn nokkrum bloggum í viku. Ég mun verða með minna af löngum færslum og reyna frekar að hafa þetta styttra og skemmtilegt. Síðan langar mig að koma með meira íslenskt, segja frá einhverju flottu í búðunum o.s.frv.

Ég hef verið að leita að flottum ökklastígvélum, í hærra laginu, s.s. ná aðeins fyrir ofan ökklann. Skóhönnuðurinn Christian Louboutin, kom með flotta rússkins ökklaskó fyrir einhverju síðan sem stjörnurnar sáust mikið í. Ég fann einmitt svipaða skó í Kaupfélaginu, skóbúð í Kringlunni og Smáralind nýlega. Verðið er nokkuð raunsætt, 6.995 kr. Skórnir eru með smá platform, og eru þeir með stabílum hæl - alls ekki of mjóum eða háum. Þeir eru úr rússkinni og eru allavega til í svörtu og að mínu mati passa þeir einstaklega vel við svartar sokkabuxur (eða blúndusokkabuxur en blúndan er mjög heit um þessar mundir).

christian-louboutin-boots

Designer vs Topshop

Topshop er að mínu mati (og margra annarra býst ég við), ein besta ódýra verslunarkeðja sem hefur litið dagsins ljós síðustu árin. Þeir eru ávallt skrefi á undan mörgum öðrum keðjum og ná að koma með eftirlíkingar af hönnunarflíkum en samt sem áður með sínu ívafi. Ég hef verið að skoða síðuna þeirra mikið nýlega þar sem mér finnst spennandi að sjá hvað þeir koma með fyrir haustið. Enda er ég að fara í verslunarferð erlendis í vikunni og ágætt að undirbúa sig fyrir úrvalið. Ég hef hér tekið saman tíu flíkur sem eru keimlíkar hönnunarflíkum af sýningarpöllum.

designervstopshop

Frá efsta til neðsta   Yves Saint Laurent > Bandeau Dress by Boutique; Viktor&Rolf > PEPE Premium Pom Pom Sandal; Lanvin > One Shoulder Dress by Boutique; Luella > Ditsy Sheer Dress; Lanvin > Zip Trim Dress by Boutique; Maison Martin Margiela > Fantasy Horse Tee by Boutique; Proenza Schouler > Short Cotton Prom Skirt; Prada > Lace Bolero; Marni > SIGGY Layered Mule; 3.1 Phillip Lim > Jersey Fan Dress.


Bakers Shoes

Ég rakst nýverið á alveg geggjaða skóverslun á netinu. Killer hælar, eftirlíkingar af hátískumerkjum eins og YSL, og nánast eins skór og Sarah Jessica Parker klæddist í Sex and The City myndinni. Og þetta er það besta; þeir eru á viðráðanlegu verði! Við erum að tala um undir 100 dollara fyrir skó sem líta út fyrir að vera margfalt dýrari. Ég ætla ekkert að hafa þetta langt í dag. Allir að kíkja á BakersShoes.com og panta sér eitt stykki súper hæla fyrir veturinn!

bakers

Ungir, danskir hönnuðir

Þótt reyndir hönnuðir í Danmörku njóti mikilla vinsælda, er það ný kynslóð af hönnuðum sem eru hvað áhugaverðastir um þessar mundir. Ég ætla að fjalla um nokkra ferska og upprennandi hönnuði af mörgum og sýna hversu framarlega Danir eru að verða á þessu sviði.

Camilla Skovgaard

Camilla Skovgaard er ferskur skóhönnuður og hefur meira að segja hlotist sá heiður að vera kölluð eftirfari Manolo Blahnik. Eftir útskrift árið 2006 tók ítalskt hátísku skófyrirtæki að framleiða hönnun hennar og var stórverslunin Saks í New York fyrstu kaupendurnir á línunni. Hún hefur unnið mörg verðlaun á sínu sviði og kemur það ekki á óvart, enda miklir hæfileikar þar á ferð. Hún notar mikið ýmsar áferðir á leðri og spilar með sterka og fallega liti á móti svörtum. Skórnir eru fágaðir en að sama skapi edgy. Snið skapa stóran sess í línunni og bera margir skórnir framúrstefnuleg og öðruvísi snið. The Times hafa jafnvel komist svo að orði að skórnir séu hátískuútgáfa af hönnun Arne Jacobsen.

Hubert

Hubert er nýlegt merki, hannað af Rikke Hubert. Merkið er ekki skapað af metnaðinum að ná heimsvinsældum heldur af ástríðu hönnuðarins af hönnun. "Ég hanna því ég fæ hugmyndir sem þurfa að komast út – úr höfðinu og höndunum." segir Rikke. Merkið hefur nú vaxið fram úr öllum vonum og hefur hún lokað lítilli verslun sinni til að einbeita sér alfarið að útbreiðslu merkisins. "Ég hef alltaf látið hugmyndir augnabliksins verða að veruleika og gert hluti án mikillar íhugunar." segir hún um opnun verslunarinnar strax eftir hönnunarskóla. "Ég sá skilti ‘til leigu’ og hugsaði með mér að með þessu móti myndi fólk sjá hönnunina mína," en hún vill frekar að fólk uppgötvi merkið af sjálfsdáðum. Stíll Hubert er kvenlegur, einfaldur og listrænn, og er Rikke ekki hrædd við að fara ótroðnar slóðir. "Hvert stykki þarf að geta staðið eitt og sér." segir hönnuðurinn sem vinnur mikið með svartan og lítið með liti. Að hennar sögn stendur svartur fyrir ró og einfaldleika. Rikke stendur ein að fyrirtækinu sínu, "Ég hef mikið á minni könnu og það getur verið erfitt en það er einnig þægilegt að vera með umsjón yfir öllu og gera allt sjálf."

Louise Amstrup

Louise Amstrup er upprennandi danskur hönnuður sem hannar fatnað í dönskum stíl en í alþjóðlegum klassa. Hún er nú þegar orðin stórt nafn, bæði í heimalandinu og erlendis. Áður en hún hóf sitt eigið fyrirtæki fyrir tveimur árum, starfaði Louise m.a. fyrir hönnuðina Alexander McQueen, Sophia Kokosalaki og Jonathan Saunders. Hún hefur notið mikillar velgengni og meðal annars hefur verið fjallað um hönnun hennar í Vogue. Sjálf segir hún fatnaðinn vera listrænan með samansafn af fleiri stílum. "Ég ólst upp í Þýskalandi, Danmörku og Englandi. Öll þrjú löndin hafa haft áhrif á minn stíl og tilganginn í hönnuninni. Línurnar mínar eru stílhreinar og byggðar á miklum gæðum, sem skandinavísk hönnun er allajafna, en þær hafa samt hráan fíling sem ég hef fengið frá veru minni í London. Að sama skapi hef ég lagt mikla áherslu á tæknilegan bakgrunn, sem ég hef frá hönnunarskólanum í Düsseldorf." Útkoman er lína full af hreinum, einföldum og kvenlegum sniðum með mikið af hráum undirtónum.

Ole Yde

Hinn 29 ára gamli Ole Yde vann hönnunarverðlaun Illum árið 2005. Stuttu eftir það byrjaði hann að hanna kjóla fyrir einstaka kúnna. Síðasta haust sýndi hann í fyrsta sinn línu undir nafninu Yde. Einkennismerki hönnun hans eru vafalaust kjólar. "Mér líkar vel við kvöldfatnað, því ég elska fínar konur. Ég vil undirstrika kvenleika, af því hann getur fært konunni mikinn styrk. Einnig líkar mér hvað kjóll getur verið áhrifamikill, hann er meira um fagurfræði en praktík." segir Ole Yde. Lína síðasta veturs samanstóð af 25 kjólum, sem flestir voru stuttir kokkteilkjólar. "Það á að hafa gaman og drekka kampavín í kjólunum mínum." Hann notaði mikið efni eins og silkichiffon, "silki er mitt uppáhalds efni, af því það sýnir lúxus og það er falleg hreyfing í því." Línan var öll svört og hvít, "svartur hefur mikla möguleika og svartur kjóll getur t.d. borið fleiri pífur en rauður kjóll án þess að það verði of villt." Í sumarlínunni voru einnig pils og blússur þótt kjólarnir hafi verið áberandi. Aðspurður um innblástur segir hann gamlar kvikmyndastjörnur á borð við Audrey Hepburn, hönnun Georg Jensen og allt við Marie Antoinette hafa áhrif á sig.

Stine Goya

Stine Goya byrjaði ferilinn sem fyrirsæta og stílisti en útskrifaðist úr Central St. Martins í London árið 2005. Sem hluti af náminu vann hún hjá hönnuðunum Jonathan Saunders, Eley Kishimoto og Hussein Chalayan. Hönnun hennar hefur nú vakið umtal innanlands sem erlendis og birst í tímaritum á borð við Nylon, Glamour og Elle. Stíll hönnunarinnar er litríkur þar sem áhugaverð blanda af litum og munstrum spila stóran sess ásamt sniðum sem kalla fram óvenjuleg hlutföll. Vetrarlínan síðasta var mikið innblásin af jazzáhrifum þriðja áratugarins og 70’s grafískum munstrum. Sumarlínan bar þó með sér léttari keim og aðeins nútímalegri hönnun, þótt litir og munstur hafi áfram verið aðalmálið.

danskirhonnudir

Fyrir meiri danska hönnun, kíkið á dönsku tískuvikuna fyrir haust/vetur 08.


Skór sem skúlptúr

Skóhönnun hefur orðið djarfari og djarfari með árunum. Hælar eru ekki lengur bara hælar, þeir minna nánast á skúlptúr. Mikið hefur verið pælt í formum og skapandi hugsun notuð við hönnun skótísku sumarsins. Hælarnir koma í ýmsum stærðum og gerðum. Formin voru margvísleg og voru þeir ýmist bogadregnir eða teknir í keilulagaform; hællinn færður til og notaður sem sóli (Marc Jacobs); eða myndaðir tveir hælar (Alexander McQueen). Þar sem lína Prada hafði náttúruna í hávegum, voru skórnir í stíl og mynduðu blóm. Hjá Fendi var hællinn sívalningur úr járnhringjum og Viktor & Rolf léku sér með munstur.

Það má með sanni segja að skótauið sé óvenjulegt en um leið er framtíðarbragur yfir því. Það er þróun í skóm eins og öðru, og fyrst þegar hælar komu á skó þótti það vissulega mjög framandi. Maður myndi samt halda að skór af þessu tagi myndu ekki vera mjög hentugir í hversdagsleikanum, en langt í frá hafa þeir orðið virkilega vinsælir. Þeir ótrúlegustu og óraunverulegustu á hönnuðurinn Antonio Berardi heiðurinn af. En þar vantar hreinlega hælinn á. Þeir sáust meðal annarra á fótum tískukvenna í París á tískusýningum næsta hausts. Þannig að ekkert er því nógu framúrstefnulegt þegar kemur að hönnun hæla.

 skulpturskor

 skulpturskor2

Sjá meira frá skótísku sumarsins.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband