Færsluflokkur: Verslanir

Topshop endurnýjar samning Kate Moss

katemosstopshopTopshop hafa endurnýjað samning sinn við Kate Moss til þriggja ára. Þeir tilkynntu miðvikudaginn sl. að fyrirsætan hefði skrifað undir nýjan samning um að halda áfram hönnun á eigin línu fyrir tískukeðjuna. Hún mun hanna nokkrar línur á ári og mun að auki hanna aukahluti og undirfatalínu. Samkvæmt áætlun á næsta lína að koma út í mars.

Moss hefur nú þegar hannað átta línur, en hún hóf samstarfið við Topshop í lok árs 2006. "Ég trúi að þetta hafi verið gott samstarf bæði fyrir Topshop og Kate," sagði Sir Philip Green í yfirlýsingu. "Hafandi tveggja ára reynslu, er ég öruggur um að lína Kate hafi möguleika á að verða mikilvægt, alþjóðlegt merki innan Topshop."

Talið er að lína Moss hafi hjálpað Topshop að ná methagnaði þetta árið. Í nóvember, þegar jólalínan kom í verslanir, var ákveðinn kjóll aðeins nokkra klukkutíma að seljast upp. Eins og gefur að skilja er Moss ánægð með árangurinn "Ég hlakka til að vinna með Topshop teyminu að nýjum línum og ég þakka öllum sem nú þegar eiga hlut úr ’Kate Moss fyrir Topshop’" sagði hún eftir að fréttur bárust um nýja samninginn.


Kjólatrendin fyrir jólin

Þegar jólin nálgast fara allir að leita sér að hinu fullkomna jóla- og áramótadressi, sem er oftar en ekki glamúrkjóll. Jólafatakaupin verða samt eflaust með öðru sniði í ár en fáður, það tíma líklega fáir að kaupa sér rándýran hönnunarkjól. Ódýrari verslanir bjóða upp á fína kjóla á oft ágætu verði, en annars er líka hægt að sjá hvað maður á í skápnum. Ef á að nota eitthvað sem fyrir er til, skipta réttu aukahlutirnir öllu máli. En kjólar komu í ýmsum gerðum á sýningarpöllum fyrir veturinn sem er að líða og hér munu verða sýndar hugmyndir að kjólum í sambandi við liti, skraut og snið.

Dökk rómantík

Eitt af því sem var mest áberandi var svartur. Þótt margir leiti eftir kjól í einhverjum lit, getur svartur kjóll verið virkilega áhugaverður og voru þeir það almennt með öllu gothinu og dökku rómantíkinni fyrir veturinn. Það er best að einbeita sér frekar að rómantísku hlið gothsins og leyfa leðri og leðurlíki að eiga sig, allavega yfir jólin – áramótin eru svo annar liður. Svartur kjóll með annaðhvort blúndusmáatriðum eða gegnsæju efni að hluta til er tilvaldið fyrir þetta lúkk. Einnig er hægt að klæðast einföldum svörtum kjól við blúndusokkabuxur. Yfir áramótin er þess vegna hægt að skipta blúndusokkabuxunum út fyrir leðurlíkisleggings. Ef kjóllinn er ermalaus er blazer jakki góður yfir, sérstaklega jakkar með silki eða öðru svipuðu efni í kraganum.

 svart

 

Sterkir litir

Eins og alltaf var þó nokkuð af fallegum og líflegum litum á pöllunum. Litirnir sem eru að gera sig í þetta skiptið eru sterkir bleikir, fjólubláir, grænir og djúpblár, en gulur var einnig áberandi. Því miður getur gulur oft misheppnast svolítið og því fer það algerlega eftir sniðinu hvort það virki. Fjólubláir verða líklegast vinsælastir en flottastir að mínu mati eru dekkri tónar af fjólubláum í stað þess skæra sem er búin að vera vinsæll. Silkikjóll undirstrikar áberandi liti vel, þannig fallegur kjóll úr silki í nánast hvaða lit sem er hentar vel. Sniðið þarf ekkert að vera flókið, kjóll sem er passlegur að ofan en heldur svo áfram beint niður er klæðilegur, þar sem silki hentar ekki alltaf aðsniðið. Annar möguleiki er að láta áhersluna vera á smáatriði á borð við rufflur, rykkingar o.þ.h. í stað efnisins, eitthvað sem gerir kjólinn meira spennandi.

 litir

 

Glamúr

Þriðja trendið hentar líklega betur yfir áramótin en er alveg eins hægt að tóna niður fyrir jólin. Hér eru það pallíettur og glanssteinar sem sýna glamúrinn. Kjóllinn þarf ekkert endilega að vera þakinn pallíettum eða öðru álíka, heldur getur oft verið flott þegar skreytingin er aðeins á hluta kjólsins. Annar möguleiki eru pallíettuleggings við lágstemmdari topp sem nær niður á ofanverð lærin. Persónulega finnst mér navybláar pallíettur miklu flottari en pallíettur í silfri eða gull. Þær geta orðið svolítið 'cheap', en navyblár ber yfir sér einhverja fágun, auk þess sem navybláar pallíettur voru mjög áberandi á sýningarpöllunum. Einnig er flott að klæðast pallíettukjól með blöndu af lituðum glanssteinum. Litaðir steinar gefa ennþá meira líf í glitrið.

glamur 

.

Kíkið í vintage búðir sem eru stútfullar af pallíettukjólum, en verslanakeðjur eins og Warehouse, Topshop, Zara, Oasis, All Saints eru góðar fyrir svipuð trend á góðu verði.

P.S. Ég mun blogga daglega fram að áramótum, þannig verið viss um að kíkja daglega fyrir nýja tískuumfjöllun! Einnig vil ég hvetja alla til að skrifa athugasemdir við færslur og segja sína skoðun, hvort sem hún er með eða á móti en einnig er velkomið að koma með spurningar eða einfaldlega hvað sem er :)


Sumarlína H&M '09

hm

Myndir úr vor- og sumarlínu H&M næsta árs hafa nú verið birtar á netinu, bæði karla og kvenna.

Skoða meira hér.


Matthew Williamson næstur fyrir H&M

00740mMatthew Williamson er næsti hönnuður til að vinna með verslanakeðjunni H&M. Eins og ætti að vera flestum ljóst leita H&M árlega til samstarfs við fræga hönnuði, og fyrir líðandi vetur var það Rei Kawakubo hönnuður Comme des Garcons sem gerði línu fyrir keðjuna. Matthew mun hins vegar hanna línu fyrir næsta vor/sumar og mun hún koma í verslanir 23.apríl á næsta ári.

Matthew segir þetta spennandi tækifæri fyrir sig, og segir hann H&M hafa skapað hálfgert brjálæði í tískuheiminum með því að láta virta hönnuði hanna ódýran fatnað. "Ég er spenntur yfir því að verk mín fyrir H&M verði aðgengileg svo mörgu fólki um allan heim." Hann mun einnig hanna karlmannslínu en hönnunarlínur H&M hafa ekki verið gerðar fyrir menn hingað til.

Ef marka má viðbrögð viðskiptavina H&M við hönnunarlínunum mun þessi valda mikilli eftirspurn, enda Matthew Williamson þekktur fyrir fallega hönnun og hentar hún einkar vel fyrir sumartímann. Hann notar óspart liti og munstur, en auk þess að hanna undir eigin nafni er hann aðalhönnuður ítalska tískuhússins Emilio Pucci. Það er ljóst að hann á marga aðdáendur sem bíða nú spenntir eftir því að komast yfir fatnað hans fyrir H&M.


Jóla- og áramótatrend

Pallíettur og fjaðrir verða eitt það heitasta í jóla- og áramótatískunni í ár, en kögur kemur einnig sterkt inn. Margir eiga eflaust eftir að leita til innlendra hönnuða þegar jólafötin eru keypt þar sem erlendar verslanakeðjur eru farnar að hækka ansi mikið í verði. E-label er með flíkur með pallíettum og þar á meðal eru flottar pallíettuleggings. Hjá Júniform er einnig hægt að finna flotta kjóla með pallíettuefni en líka fjaðraskrauti og kögri. Fyrir þá sem ætla ekki að fjárfesta í nýjum kjól er tilvalið að klæðast svörtum kjól sem til er fyrir og nota svo fjaðrir, pallíettur og annan glamúr í aukahlutunum. Spangirnar hennar Thelmu, sem fást í Trílógíu, eru t.d. mjög sparilegt hárskraut. Á heimasíðu Topshop er að finna ýmsar litlar töskur alskreyttar pellíettum og fjöðrum - spurning hvað af því kemur fyrir jólin í búðirnar hér heima. En ef einhverjir ætla hins vegar að spreða í kjól er litaglaður pallíettukjóll frá KronKron málið í áramótapartýið. Þar er einnig að finna fallega glanskjóla í svörtu, frá Marjan Pejoski og Gaspard Yurkievich. Gott er líka að kíkja í vintage verslanir borgarinnar en þar eru margar flottar pallíettuflíkur. Ef allt bregst er sniðugt að verða sér úti um fjaðrir, pallíettur og smart efni og leifa hugmyndafluginu að reika!

fjadrir

Silkikjóll Proenza Schouler

Rakst á ágæta eftirlíkingu Warehouse fatakeðjunnar af silkikjól úr haust og vetrarlínu Proenza Schouler nýlega. Fallegir litir og sparilegt efni. Einnig er töff hvernig efnið fellur - gerir mikið fyrir kjólinn. Myndirnar eru af vefsíðu Warehouse, en þessi blái fæst hér heima en veit ekki með fjólubláa.

warehouse

Kate Moss elskar Balmain

Það virðist sem Kate Moss hafi tekið ástfóstri við haustlínu Balmain. Línan var rokkuð og innihélt meðal annars þröngar ökklabuxur í allskyns munstrum. Má þar nefna dalmatíu-, zebra- og slöngumunstri ásamt köflóttum. Kate Moss hefur sést í nánast öllum þessum buxum upp á síðkastið, auk þröngra leðurbuxna - einnig frá Balmain. Það sem er skemmtilegast við þetta allt saman er að Topshop hefur gert eftirlíkingar af flestum þessara buxna. Ég fór í Topshop hér heima í vikunni og sá einmitt allavega tvennar af þessum buxum. Það er því auðvelt að næla sér í svipað par, þó að munstrin séu eftirtektarverð og eflaust ekki fyrir alla.

koflottar
Balmain haust/vetur '08; Kate Moss; Zara haust/vetur '08; Topshop
.
snaka
Balmain; Kate Moss; Topshop; Topshop
.
ledur
Balmain; Kate Moss; Topshop

Comme des Garcons fyrir H&M

commedesgarconshm

H&M verslanakeðjan hefur í þetta skiptið leita til Rei Kawakubo, hönnuð Comme des Garcons, til að hanna hönnunarlínu haustsins. H&M hefur áður leitað til Stellu McCartney, Karl Lagerfeld, Viktor & Rolf og Roberto Cavalli um að hanna línu og hafa allar notið gríðarlegra vinsælda - enda enginn sem fúlsar við hönnunarvarning á spottprís. Það verður að segjast að Comme des Garcons var ekki augljós valkostur fyrir verslunarkeðju miðaða að almenningi, en Rei er þekkt fyrir mjög svo framúrstefnulega hönnun og klæðileiki er eflaust ekki til í hennar huga. Þó að línan komi ekki í valdar verslanir fyrr en 13.nóvember, og myndir af línunni komi ekki á heimasíðu H&M fyrr en á fimmtudaginn, eru þó komnar myndir af allavega hluta línunnar á netið. Samkvæmt þeim er línan mikið til svört, þar sem mikið hefur verið lagt í framúrstefnuleg snið á pilsum, jökkum og buxum. Einnig er nokkuð af skyrtum, rauðum og bláum doppóttum og svo hvítum.

Sjá meira hér


Tískuveldi Philip Green

philipgreenAuðjöfurinn Philip Green hefur verið mikið í fréttum bæði hér og í Bretlandi að undanförnu. Green á nú þegar stóran hluta af 'high street' keðjum á borð við Topshop, Topman, Miss Selfridge, Evans og Dorothy Perkins - undir Arcadia Group. Hann er sjöundi ríkasti maður Bretlands og er talinn ráða yfir stórum hluta fatakeðjubransans þar úti. Fjaðrafokið í kringum hann, er vegna áætlana um að tvöfalda veldi sitt, og kaupa Baug. En Baugur á nú þegar stóran hluta af fatakeðjum, þar á meðal Oasis, Warehouse, Whistles, Shoe Studio og All Saints. Áhyggjurnar liggja yfir því að hann gæti, eftir kaupin á Baugi, haft völd yfir miklum meirihluta af breskum tískuvörukeðjum.

Jane Shepherdson vann fyrir Green í mörg ár og átti stóran þátt í að koma Topshop á þann stað sem það er í dag. Árið 2007 sagði hún af sér og var ástæðan talin vera ósamkomulag milli hennar og Green. Hún starfar nú undir Baugi, sem forstjóri Whistles, og eru margir spenntir að sjá hvort hún muni fá gamla yfirmanninn aftur. Það verður allavega gaman að sjá hvernig allt fer ef Green kaupir Baug og veldið hans stækkar til muna.

Heimild


Netið er framtíðin

Það hefur orðið alveg gífurleg aukning í netviðskiptum í tískuheiminum undanfarin ár. Til að mynda hefur hagnaður verslunarinnar ASOS, sem selur vörur sínar aðeins á netinu, hækkað um 90 % og er kominn í 150 milljónir dollara fyrir árið. ASOS var upphaflega stofnað sem verslun þar sem hægt var að fá ódýrar eftirlíkingar af hönnunarvörum sem stjörnurnar klæddust. Nú selur verslunin allan skalann og þar er að finna allt frá ódýrum vörum upp í dýran hönnunarvarning. Það eru til margar svipaðar verslanir og ASOS - þar sem hægt er að dressa sig upp eins og stjörnurnar en á lægra verði - en markaðssetning ASOS hefur spilað stórt hlutverk í velgenginni, ásamt því að vel hefur verið staðið að þróun fyrirtækisins.

Það eru þó ekki aðeins ódýrari netverslanir sem eru að gera það gott, en tískusíðan Net-a-Porter stendur mjög framarlega í netsölu á rándýrum lúxusmerkjum. Fyrir utan að vera verslun býður síðan einnig uppá ýmsar fréttir og nýjustu trendin, svo að viðskiptavinirnir fái allt það heitasta beint í æð - en það er líka liður í markaðsetningunni. Höfuðstöðvar Net-a-Porter eru í New York og var það stofnað fyrir 8 árum síðan. Nýjar vörur koma vikulega, en síðan er skoðuð af 1,25 milljónum kvenna mánaðarlega. Önnur svipuð verslun er matchesfashion.com en þeir eru einnig með 'raunverulega verslun'. Stækkun fyrirtækisins hefur verið um 300 % þetta ár. Forstjóri Matches segir hönnuði hafa verið trega að stökkva útí netverslanir í fyrstu. Það hefur þó sýnt sig að upptekið framafólk vill getað verslað á stað þar sem úrvalið er mikið. Þessi kostur er því bæði þægilegur og hagstæður.


mbl.is Hátískan seld á netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband