Færsluflokkur: Fegurð

Þykkar augabrúnir

augabrunir-brookeshieldsSterkar augabrúnir eru hafðar í hávegum þegar augabrúnir í vetrartískunni eru annars vegar. Það er að segja, þær eru áberandi, í þykkara lagi og dökkar. Þótt nokkuð sé síðan þunnar augabrúnir voru í tísku, er augabrúnatrend haustins tekið á næsta stig. Þær eiga að vera fallega mótaðar og oft var búið að ýkja augabrúnir fyrirsæta á sýningarpöllum haustsins. Það var gert með augabrúnablýöntum í bæði brúnu og svörtu. Ýmist var fyllt inní þær jafnt eða gerðar stakar línur innst og svo fyllt út í brýrnar þegar farið var ytrar. Svo mikið var lagt í augabrúnir í sýningu Prada, að eytt var 20 mínútum í förðun brúna á hverri einustu fyrirsætu, það kallar maður viðleitni.

augabrunir


Stuttar klippingar

Það virðist sem stuttar klippingar séu algjörlega málið í dag. Fyrirsætur hafa klippt langa lokka sína í stórum stíl og stjörnurnar einnig. Nýjasta dæmið er án efa Victoria Beckham, sem lét bob klippinguna víkja fyrir drengjakolli. Fyrirsæturnar Agyness Deyn, Freja Beha Erichsen og Anja Rubik urðu allar mjög vinsælar að hluta til vegna beinskeyttar klippingar sem ýtir undir sjálfstæða persónuleika þeirra. Klippingin er orðin partur af ímyndinni.

Stutt hár þarf að vera vel klippt enda stór yfirlýsing. Það þarf að bera með sjálfstrausti enda eru það oftast sterkar týpur sem leggja í breytingar sem þessar. Mörgum finnst stutt hár elda konur, en ef rétt er farið að og réttar vörur notaðar til að stílisera hárið, getur það frekar yngt og veitt ferskara yfirbragð. Það er líka nauðsynlegt að breyta til öðru hverju, enda verðum við þreytt á því að vera með eins klippingu of lengi. Það er því tilvalið að stytta langa lokka fyrir smart klippingu og muna eftir stoltinu.

stuttarklippingar


Dökkar varir

dokkarvarirzoeDökkar varir fullkomna goth tísku vetrarins. Þótt varirnar í sýningu Yves Saint Laurent hafi verið kolsvartar með háglansáferð, þarf maður alls ekki svo mikla dramatík í raunveruleikanum. Undir dökkar varir falla allir dumbrauðir og dökkfjólubláir litir, sem og fjólusvartir. Með rétt viðhorf getur dökkur varalitur verið elegant en í senn svolítið framtíðarlegur, og það þarf auðvitað sjálfstraust til að bera svo djarfa liti. Ríkir plómulitir geta gefið svolítið dularfullan og rokkaðan fíling og því er um að gera að nota þessa dökku liti til að undirstrika fatnað í sama tón.

dokkarvarir


Hárgreiðsla þýskra mjólkurþerna

flettur-heidiÞað virðist sem ekkert lát verði á fléttutrendinu sem hefur verið ríkjandi út árið. Enda eru fléttur meira en bara fléttur, það er hægt að gera ýmislegt skemmtileg með þær eins og sést hefur á fræga fólkinu, bæði á rauða dreglinum sem og í hversdagslegum erindagjörðum. Fléttur eru þægileg hárgreiðsla og svolítið sveitalegar á krúttlegan Heidi hátt. Enda hafa flétturnar verið sagðar líkjast hárstíl þýskra mjólkurþerna.

Flétturnar geta verið útfærðar á ýmsa vegu, en ein þykk stór flétta yfir höfuðið eins og hárband er mjög flott fyrir fínna lúkk. Fyrir aðeins þægilegri útgáfu er sniðugt að miðjuskipta hárinu og flétta meðalþykka lokka fyrir ofan eyrað og spenna aftur á bak. Með því sama er einnig hægt að láta lokkana enda í snúð í stað þess að spenna þá að aftan. Það er allavega nóg hægt að gera með fléttur og það er greinilegt að vinsældir fléttutrendsins á ekki eftir að dvína í bráð.

margarethowell

flettur


Djúpir litir

litirjohngallianoÞótt mörgum hrylli við tilhugsunina um að skærir litir í augnförðun komi sterkir inn þennan veturinn, þá ber þeim ekki að örvænta. Því djúpir litir í augnskuggum verða fyrst og fremst ferskir, þótt þeir séu áberandi. Augun voru oft máluð á listrænan máta og greinilegt að förðunar-fræðingar notuðu hugmyndaflugið til að skapa framúrstefnulega förðun haust-sýninganna. Litirnir voru ýmist bornir á með augnskuggum eða blýöntum – en eitt er víst, það reynir á förðunarhæfileika kvenna þegar þetta trend er haft til hliðsjónar.

Það má með sönnu segja að litirnir séu djarfir, en það sem gefur þeim ferskleikan eru nýstárlegar hugmyndir um augnförðun. Það er einfaldlega ekki nóg að dreifa ‘einhverjum’ augnskugga um augnlokið, heldur eru notaðir mismunandi tónar af sama litnum, litum blandað saman, notaðir eru skuggar með gljáa og blautir eða þurrir augnblýantir notaðir á nýjan máta.

djupirlitir


Hárbönd

 

haraukahlutir

.
Upp á síðkastið hafa hárbönd í hippastíl verið vinsæl meðal stjarnanna. Bönd sem þessi eru af öllum gerðum, en algengast er að þau séu frekar mjó. Eitt það besta við þau er fjölbreytileikinn en þau er hægt að nota bæði hversdags en einnig fínt, en þá eru þau orðin skreytt með glanssteinum eða með gull- eða silfuráferð. Hversdagsböndin er aftur á móti oft einlit, og geta verið flott tvöföld. Það hefur minna borið á fínni útgáfunum, en þetta er mjög hentugt hárskart þegar maður ætlar að gera sig fínan. Það eina sem þarf er slegið hár, hvort sem það er alveg slétt eða svolítið liðað og svo hárbandinu skellt yfir höfuðið. Einfaldara gæti það ekki orðið.

harbond

Berjalitaðar varir

Haustútgáfan af rauðu vörunum er með aðeins öðru sniði en hefur verið. Í stað skærrauðra lita eru þeir í berjatónum; allt frá djúpum og dökkum vínrauðum til fallega bjartra lita. Þessir litir eru auðveldari en rauðu, þar sem þeir eru ekki alveg eins áberandi og þurfa þeir ekki að vera bornir fullkomlega á. Förðunarfræðingur sem sá um förðun hjá Daks segir best að bera varalitinn á miðju varanna og svo blanda litnum í átt að munnvikunum. Áferðin er flottust svolítið mött, en það er samt nauðsynlegt að varirnar séu undirbúnar með varasalva til að ná fram smá gljáa og raka.

Fyrir þær sem eru hræddar við of dökka liti er best velja tón sem er einum til tvemur dekkri en varirnar, en mjúkir hindberjatónar er góður meðalvegur – ekki of dökkur en varirnar eru samt sem áður eftirtektarverðar. Það er hentugt að nota puttana til að bera á, eða bursta svo að liturinn verði ekki of fullkominn. Þar sem varirnar eru svona þægilega kæruleysislegar þurfa augun ekkert að vera of látlaus og er því tilvalið að ramma þau aðeins inn með mjórri línu. Haldið húðinni líka hreinni og feskri með farða og léttu púðri – þannig njóta varirnar sér best.

berjavarir

Panda augu

Augnförðunin var dökk í sýningum fyrir haust og vetur, og voru svokölluð panda augu nokkuð áberandi. Þar voru augun máluð kolsvört yfir stórt svæði, en þessi förðun er líklega best geymd fyrir kvöldið. Augun voru ýmist förðuð með dökkgráum og silfruðum tónum á augnlokin í að vera þakin svörtu allan hringinn – þaðan sem pandanafnið kemur. Pat McGrath, einn færasti förðunarmeistarinn í dag, notaði svartan kremaugnskugga þegar hún farðaði fyrir Lanvin og sleppti maskaranum.

Smoky förðun hefur verið mjög vinsæl upp á síðkastið og má segja að þessi förðun sé ýktari útgáfa af því. Hægt er að ná útlitinu með því að nota nóg af eye-liner og dökkum augnskugga í gráum og svörtum. Þótt förðunarfræðingar segi almennt að þegar augun eru máluð áberandi á þennan hátt eigi restin af andlitinu að vera hlutlaust, sáust eldrauðar varir hjá Viktor&Rolf, sem kom mjög vel út og undirstrikaði aðeins myrkrið í kringum augun.

panda

Hippaförðun Prada

Förðunin í sýningu Prada fyrir sumarið var virkilega flott og fersk. Áherslurnar voru vel í stíl við fatnaðinn - hippalúkk með lúxusívafi. Notast var við smooky förðun en svo settir gull og kopar skuggar í augnkróka. Húðinni var svo haldið náttúrulegri og þar sem athyglin er á augunum, var vörunum haldið látlausum með smá gljáa.

Það er alls ekki erfitt að ná þessu lúkki, en allt sem til þarf er svartur augnblýantur, grásvartur smudge skuggi, bronstónaður og gulllitaður augnskuggi og svo að lokum svartur maskari. Fyrir varirnar er hægt að nota nude varalit. Til að hafa húðina sem náttúrulegasta er gott að nota serum sem undirbýr húðina, og svo léttan farða yfir.

Förðunarmeistarinn Pat McGraw sem sá um förðunina hjá Prada notaðist einnig við fuschia bleikfjólubláa tóna í augnskugga. Það getur verið gaman að prófa sig áfram með þessa förðun, en þar sem ekki allir þora að nota skæra tóna á við fuschia litinn, er sniðugt að setja örlítið af bleikum kremkinnalit á kinnarnar til að gefa húðinni örlítið ferskara yfirbragð.

pradabeauty

Ég biðst afsökunar á bloggleysi undanfarinna vikna. Það er auðvelt að gleyma sér í sólinni :)


Bjartir litir í förðun í sumar

Förðun verður skrautleg þetta sumarið. Eins og vanalega var ekkert til sparað í förðun og hárgreiðslum hjá hönnuðunum, allt gert til að fullkomna lúkkið. Skarpir, bjartir litir voru áberandi á sýningarpöllunum. Það var allur regnboginn í litum og þeir sýndir á vörum og augum. Marni hélt förðuninni ferskri með ísbláum augnblýanti, hjá Dries van Noten var notaður appelsínugulur augnskuggi og í sýningu Alessandro Dell’Acqua voru varirnar sýndar í fjólubleikum tón. Það var mjög svo frískandi að sjá eitthvað annað en rauðar varir út í eitt, mér hefur líka alltaf fundist rauður vera svolítið dularfullur og tilheyra frekar vetrinum. Þannig geta bjartari litið frískað heilmikið uppá útlitið yfir sumartímann, eins og ferskju, appelsínu og bleikir tónar ásamt ísbláum og sægrænum.

Þótt margir hræðist að nota skæra liti í förðun er það talsvert auðveldara en margir halda. Það eina sem þarf að gera að kaupa liti sem eru skarpari og sterkari en pastel tónar, en samt passa sig að fara ekki alveg út í neon. Þá ættu allir að vera í góðum málum. Auk þess er alltaf góð leið fyrir þá sem finnast óþægilegt að bera liti framan í sér að mála neglurnar í flottum sumarlitum eins og sást hjá Valentino.

bjartirlitir

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband