Færsluflokkur: Ráð

Vesti

lindsay-lohan-santa-hat-08Opin vesti eru góð leið til að lífga upp á klæðnaðinn á einfaldan hátt. Vestin geta verið allaveganna; með pallíettum, metalsteinum, kögri, fjöðrum, glans, úr loðfeldi, leðri - eitthvað sem dregur augað að. Þau eru flott við basic föt eins og gallabuxur og hlýra-/langermaboli. Persónulega finnst mér vesti njóta sín mjög vel við útvíðar gallabuxur sem eru háar í mittið og svartan bol girtan ofaní. Lindsay Lohan hefur verið í töff vestum að undanförnu, þótt fatastíllinn hennar hafi farið hrakandi á tímabili. Það er þónokkuð af flottum vestum í verslunum hér á landi, þó sum séu frekar dýr. En hugsið frekar um flott vesti sem aukahlut sem getur gert gæfumunin.

Nauðsynjar í ferðatöskuna

Þegar pakkað er fyrir ferðalag, hvort sem áfangastaðurinn er framandi hitabeltiseyja, menningarleg stórborg eða ferð um dreymandi sveitahéruð, er grundvallaratriðið skipulagning. Það er margt sem þarf að hugsa um eins og hvert er farið, hve lengi, hvað á að gera og veðurfarið. Það segir sig sjálft að það krefst ólíks fatnaðars þegar farið er í tempraða stórborg heldur en á heita sólarströnd og því ekki úr vegi að hugsa vel um fatnaðinn áður en farið er, til að gera það auðveldara að klæða sig á áfangastaðnum. Ekki vill maður eyða dýrmætum tíma í að ákveða hverju á að klæðast.

Til að taka ekki of mikið með sér er alltaf best að setja saman alklæðnaði (e. outfits). Para saman einu pari af buxum við eins og tvo til þrjá efri parta. Passa að eitt par af skóm passi við fleiri en tvær flíkur og þar fram eftir götunum. Ef að maður hugsar allt í outfitum í stað stakra flíka er öruggt að útkoman verður betri. Minni höfuðverkur að ákveða hvað maður á að fara í og auðveldara að koma fleiru nýju sem maður kaupir á áfangastað í töskuna.

Þegar maður er erlendis getur maður oft fengið hugmyndir frá innfæddum og ef maður fær tendens til að klæða sig eins og þeir, þá er um að gera að fylgja tilfinningunum. Á framandi slóðum er tilvalið að prófa sig áfram, einnig verður skemmtilegra að ferðast í stíl við menningu landsins. En annars er sumt betra en annað þegar farið er til ákveðins áfangastaðs. Hér eru því nokkrar hugmyndir af ferðatöskum fyrir þrjár mismunandi ferðir.

Sólarströnd   Veður: Heitt
Á sólarströndum eru samspil þæginda og smartheita það mikilvægasta. Casual klæðnaður og svolítið ‘laid-back’. Ekki vera að hafa of mikið fyrir hlutunum, þar sem þetta er líklega langþráð frí, hvort sem það er með fjölskyldu eða vinum. Það sem verður að vera í ferðatöskunni eru sundföt til skiptanna, allavega nokkur bikiní eða flottir sundbolir. Bikiníin geta verið mismunandi, eins og eitt í svörtu, hvítu eða öðrum hlutlausum lit, annað í skærum lit og svo þriðja í einhverju flottu, exótísku munstri. Að mínu mati eru þrjú fín tala en fjöldinn fer náttúrulega eftir lengd frísins. Sumir fíla sundboli betur og sem betur fer eru þeir að koma mikið aftur og þá sérstaklega 50’s stílar sem ýta undir kvenlegan vöxt eins og mjaðmir og barm. Kaftan kjólar og aðrir léttir kjólar úr chiffon og öðrum hálfgegnsæjum efnum er ein flottasta leiðin til að hylja yfir sig við sundlaugarbakkann. Þetta er fullkominn tími og staður til að njóta þess að klæðast sterkum, áberandi litum og framandi munstrum – vera svolítið líflegur. Sandalar er það þriðja sem er alveg ómissandi, hvort sem það eru gladiator innblásnir sandalar eða einhverjir klassískari, og geta þeir verið í brúnu, svörtu og hvítu leðri og með allskyns ólum eða skrauti. Endilega setjið á ykkur helling af skarti, en gull fer einstaklega vel við brúna húð. Fallegir skartgripir geta einnig dregið athyglina af stöðum sem við viljum hana síst! Ef maður ætlar að skreppa í dagsferð eru flottar stuttbuxur, frekar stuttar og aðsniðnar við aðeins víðari sumarlegan topp algjörlega málið. Sandalarnir ganga svo við þetta alveg eins og bikiníið. Fyrir heit sumarkvöld ganga léttir kjólar vel, alls ekki of fínir en heldur ekki of casual (ekki fara í hálfgegnsæ cover-up út að borða). Nauðsynlegt er að hafa með sér gollur eða stuttan jakka yfir kjólinn ef hitinn fer að lækka. Annars tekur maður bara með kvölddress sem manni líður vel í og helst frekar plain kjól sem hægt er að breyta með aukahlutum. Það síðasta sem þarf svo að vera í töskunni eru sólgleraugun og flottir klútar.

Borgarferð   Veður: Kalt/Heitt
Misjöfn stemning er í mismunandi borgum og því þarf maður aðeins að finna út hver hún er. Einnig er fatnaður fyrir borgarferð mismunandi eftir tilgangi ferðarinnar, er þetta; menningarferð, verslunarferð, viðskiptaferð eða bara létt skoðunarferð um borgina. Í borgarferðum er maður þó oftast aðeins formal klæddari en á sólarströnd. Fyrir kalt veður er best að halda sig við basic fatnað eins og svartar og gráar fínni buxur við blússur, skyrtur og blazer jakka. Gollur, bæði svolítið víðar og passlegar eru alltaf góðar og tóna niður formlegheit. Annað í fínum prjónaefnum eru t.d. v-hálsmáls peysur í gráu, svörtu eða brúnu. Til að gera knit efnið áhugaverðara er flott að vera í silkibol innan undir í skærum lit og láta læðast undan peysunni. Gallabuxur er annað sem ætti einnig að vera með, fyrir þá sem þær fíla. Dökkar eru ákjósanlegastar, því þær eru klassískari og ganga við fleiri liti. Kápa er nauðsynleg, en alls ekki taka of síða eða þunga þar sem hún bæði þyngir töskuna og tekur dýrmætt pláss. Veljið frekar léttari kápu og klæðist þá þykkari peysu innan undir. Takið einnig með kjóla eða pils til að klæðast þegar farið er á veitingastaði og annað fínt, en þeir sem klæðast líka kjólum ‘ófínt’ taka náttúrulega fleiri til skiptana. Skart ætti að vera statement hlutir sem hægt er að nota við fleiri en eina flík í töskunni. Skótau ætti að vera eitthvað þægilegt sem gott er að ganga í. Fyrir heitari veður eru víðir sumarkjólar- og toppar í bland við þröng pils og stuttbuxur tilvalið. Sandalar og millifínir hælar er skótau sem ætti að vera með ásamt vel völdnu skarti og töskum.

Framandi ferðalag   Veður: Heittemprað
Í framandi ferðalögum veit maður aldrei við hverju má búast. Það getur því bæði verið erfitt, en skemmtilegt að pakka í tösku þegar áfangastaðurinn er framandi. Oft má búast við að ferðast mikið og skoða, hvort sem það er í rútum, lestum, bílum eða fótgangandi. Þannig er algjörlega nauðsynlegt að bæði fatnaður og skór séu þægileg. Best er að halda aukahlutum í sem minnstu magni, en þó taka með sér örugga kosti sem ganga við flestar aðrar flíkur, til að poppa klæðnaðinn upp. Það er ábyggilega betra að taka með sér ökklabuxur og stuttbuxur – í gallaefni eða öðru – í stað kjóla, þótt allavega einn þægilegur sumarkjóll ætti að vera með. Hlýrabolir í plain sniðum en flottum litum taka mjög lítið pláss en eru virkilega þægilegir að grípa í. Lítil vesti með einhverjum smáatriðum eru frábær til að klæðast yfir létta boli, þar sem þau gera lúkkið áhugaverðara. Töskur í stærra lagi eru einnig nauðsynlegar, svo allt komist nú fyrir; en passið samt að þær séu meðfærilegar, t.d. eru þær sem fara yfir aðra öxlina betri en þær sem þarf að halda á. Stráhattur toppar þetta svo allt saman, en hann er flott leið til að hylja sig fyrir sólinni auk sólgleraugna.

Að pakka
Hvernig er svo best að pakka í töskuna? Gott er að byrja á þyngstu hlutunum neðst og raða eftir þyngd, þannig léttur og viðkvæmur fatnaður sé efst. Þannig fara skórnir neðst og hvert par sett í poka til verndar. Taupokar eru ákjósanlegastir, en plastpokar eru í lagi. Til að halda löguninni er gott að fylla þá með sokkum, þunnum bolum eða öðru sem þú tekur með þér. Buxur koma næst og til að forðast of mörg brotför er best að brjóta þær saman til helminga. Næst fara svo bolir og kjólar og reynt er að brjóta þá sem minnst saman. Þunnum hlýrabolum má svo rúlla upp og setja í hliðarnar. Efst fer svo fatnaður sem er úr þunnum efnum eða hefur viðkvæmar tölur, pallíettur eða skraut. Gott er að snúa því sem hefur skraut á rönguna til að verja það. Virkilega fín föt er svo gott að setja í plastpoka eins og fást hjá efnalaugum (eða kaupa veglegri poka sem fást t.d. í Ikea) og auðvitað reyna að brjóta það sem minnst saman svo að ekkert krumpist.
Þegar kemur að förðunarvörum, setjið alla brúsa sem eru líklegir til að leka í plastpoka. Það er alls ekki skemmtilegt að byrja fríið á ónýtum fötum löðrandi í sjampói. Takið með aukapoka fyrir heimferðina. Allar glerumbúðir ættu að vera vel einangraðar, í poka og vafið inní fatnað eða annað mjúkt. Sniðugt er að kaupa litlar tómar túpur og flöskur og fylla á þær úr stórum umbúðum. Þannig tekur maður einungis með sér það sem maður þarf.
Það er mjög mikilvægt að troða ekki í töskuna þar sem það fer illa með hana og hættan á að hún hreinlega ‘springi’ er alltaf til staðar. Það fer heldur ekkert vel með fatnaðinn að vera ofþjappaður saman, hann verður að fá loft til að halda forminu. Ekki pakka heldur of lítið í töskuna, pakkið þá frekar í minni tösku til að forðast of mikla hreyfingu. Einnig er gott að taka alltaf upp úr töskunni um leið og komið er á áfangastað. Það er svo miklu þægilegra að sjá föt og skó á hengjum og hillum en í krumpi ofan í tösku.

Ferðafötin
Þá eru það ferðafötin sjálf, hverju á að klæðast í flugvélinni. Flestir hugsa um þægindi en þægindi þýðir ekki jogginggalli. Sem betur fer eru flestir vel til hafðir í flugum og þannig á það líka að vera þar sem mikið úrval er af fallegum fatnaði í þægilegum efnum. Verið viðbúin veðurbreytingum. Þegar er farið er frá kulda hér á landi til hitabeltiseyju þarf maður að vera klár. Þótt veðurbreytingarnar séu ekki alltaf svo dramatískar, veit maður aldrei við hverju má búast. Þjappaðar flugstöðvar virðast alltaf bera heitt andrúmsloft og inní vélinni er alltaf annað hvort of heitt eða of kalt. Þarna er lagskipting (e. layering) aðalmálið. Að kunna að klæða sig þannig að hægt sé að taka nokkrar flíkur af í hita og fara svo aftur í þær þegar það verður kaldara. Þung kápa er nánast aldrei til góðs. Hlý, þykk peysa og léttur jakki yfir er betri kostur, því það er leiðinlegt að burðast með stóra kápu. Best er að geyma skartið þangað til komið er á áfangastað. Stórir eyrnalokkar eru fyrir manni þegar reynt er að sofna og safn af armböndum, hálsmenum og hringjum gerir fólk í röðinni við öryggishliðið pirrað þegar kemur að því að taka allt af. Háir hælar gera ekkert nema þreyta og meiða fæturnar – flatbotna er viðeigandi hér.

Nauðsynjar í handfarangurinn:
Rúm handtaska   Til að rúma allan handfarangur er best að vera með stóra handtösku.
Seðlaveski   Þægilega stórt til að halda farmiðana, gjaldeyri og jafnvel vegabréfið.
Tímarit & bækur   Það vill engum leyðast í löngu flugi. Verum tilbúin með afþreyingarefni ef flugvélabíómyndin bregst.
iPod   Hafið iPodinn hlaðinn og tilbúinn með öllum uppáhaldslögunum. Gerið mismunandi lista, t.d. með þægilegum lögum meðan maður leggur sig og svo hressilegri lögum.
Mjúkt teppi   Ekki treysta á að nóg sé af teppum í flugvélinni. Þunnt en hlýtt teppi í hentugri stærð þarf ekki að taka mikið pláss, en víð og hlý golla virkar líka vel.
Hlýjir sokkar   Ef þú ert í opnum skóm og engum sokkum er gott að fara í sokka ef það verður kalt í fluginu.
Lyf   Verkjatöflur og önnur nauðsynleg lyf ættu alltaf að vera með í handfarangri.
Rakakrem & varasalva   Þegar þurrt og súrefnislaust loft hefur áhrif á húðina.
Tannbursta/Mintur   Eitthvað til að fríska andardráttinn, hvort sem það er tannbursti, mintur eða tyggjó.
Mini förðunarsett   Til að fríska aðeins upp á útlitið áður en farið er frá borði.

Stjörnurnar á flugvöllum

airport

Punkturinn yfir i-ið

Klassískur klæðnaður og óspennandi basic litir geta oft á tíðum orðið leiðindagjarnt. Þegar ekkert er spennandi við klæðnað og athyglin ekki á neinn ákveðin stað, er kominn tími til að poppa hann upp með áhugaverðum litum, áferðum og smáatriðum.

Litir

Litir eru einfaldasta leiðin til að draga athygli að einhverju og gera svartan klæðnað miklu áhugaverðari. Sterkir litir í djúpum tónum virka best. Einnig falleg munstur með blöndu af litum, en þá ætti frekar að halda sig við færri litatóna heldur en fleiri. Fallegar blússur í léttum efnum eins og chiffon ganga vel undir svartan jakka, svo eru gollur í litum alltaf smart. Sterkir litir henta best þegar þeir fá að njóta sín innan um svartan, hvítan eða gráan og góð regla er að klæðast ekki fleiri en þremur litum í einu, sérsaklega ef þeir eru allir áberandi. Þeir sem eru minna fyrir liti geta reynt að birta yfir fötunum með aukahlutum eins og skóm, klútum, töskum eða varalit.

Áferð

Svart frá toppi til táar þarf ekkert að vera bannað. Það þarf ekkert alltaf að vera dull og sýna vott af hugmyndaleysi og litafælni. Langt í frá getur svartur verið virkilega flottur þegar ólíkar áferðir eru paraðar saman. Þá er ég að tala um leður við kvenleg og flögrandi efni; mjúkt, fínt prjónaefni við háglans lakkskó; og silki við mattara efni. Þegar leikið er með áferðir þarf að passa að tvær er oftast nóg, sérstaklega ef leður er annað þeirra.

Smáatriði

Eitthvað sem tekið er eftir. Eitthvað lítið sem dregur augað að. Það getur verið fallegir skartgripir, öðruvísi tvist á klassískari samsetningu eða skemmtilegt snið. Það að hugsa aðeins út fyrir rammann getur oft veitt skemmtilega útkomu. Að nota öðruvísi aukahluti og spá í sniðum. T.d. að draga inn mittið á ýkt víðum kjól með fínlegu belti og skapa þannig miklar andstæður. Eða nota eitthvað á annan hátt sem maður hefði ekki getað séð fyrir.

pnktyfiri

Fyrirspurn: Síðar hálsfestar

Ég fékk fyrirspurn um skart fyrir helgi og mun ég með glöðu geði svara henni af minni bestu getu. Hún hljómaði svona:

Ertu til í að fjalla um skartgripi? Mér finnst síðar festar mikið í gangi núna. Hvernig festar og við hvað?

Síðar festar geta verið margskonar, allt frá því að vera þykkar og chunky, þunnar og penlegar og svo geta þær einnig verið með ýmsu hangandi skrauti. En pendant festar (með hangandi skrauti) hafa verið svolítið vinsælar en eru frekar á undanhaldi heldur en hitt.

Þær sem ég hef verið að sjá undanfarið og finnst persónulega fallegastar, eru þunnar og mjög síðar hálsfestar, og til að gera þær spennandi er hægt að klæðast nokkrum misstórum í einu. Til að fá enn meiri fjölbreytni getur verið flott að þær séu ekki allar eins, og fá svolítinn mismatch fíling. En haustlína Givenchy innihélt einmitt flotta útgáfu af því útliti, kannski aðeins of ýkt fyrir raunveruleikann, en samt góð fyrirmynd fyrir lúkkið. Þannig er hægt að blanda gulli með silfri og þunnum festum með enn þynnri o.s.frv.

Festarnar geta alveg verið með skrauti, en aðalmálið er samt að þær séu svolítið látlausar. Þannig að smátt skraut sem er á víð og dreif um festina væri ákjósanlegast. Síðastliðin vetur hafa nokkrar stjörnur borið fallegar síðar festar með penu skrauti, en ég tel samt að fyrir næsta haust verði þær enn síðari og meiri ýkt í þeim með því að blanda saman síddum. Katie Holmes bar fallega festi í Costume Institute Gala sem var nýlega og voru það nokkrar festar í svipaðri sídd, en Sarah Jessica Parker fær þó mín stig fyrir sína útgáfu.

Uppfærsla: Ég hef verið að drífa mig í gær en ég gleymdi að svara við hvað hálsfestar af þessu tagi passa. Að mínu mati eru lúxusefni eins og silki og satín það besta. Þau einhvern veginn complimenta gullinu og silfrinu vel, sérstaklega þegar festarnar eru síðar og þunnar. Hvað liti varðar finnast mér ríkir tónar og sterkir litir henta best eða einfaldlega svartur. Allavega ekki of fölur, þar sem maður vill draga athyglina að festunum og þá skiptir 'bakgrunnurinn' máli. Aðalmálið er að hugsa um það sem fer undir festina, þ.e.a.s. efri partinn, frekar en að draga mikla athygli að neðan. Kjólar og fallegar blússur henta því vel.

halsfestar


Fín Tilefni

Eitt það erfiðasta við fínni tilefni er að finna út hvað á klæðast hvenær og við hvað. Það ættu ekki að vera ákveðnar reglur, þar sem maður á fyrst og fremst að klæðast því sem maður er ánægður í, en það er samt alltaf gott að huga svolítið að tilefninu. Það er óþægilegt að mæta bæði of fínn og ófínn. Þess vegna er gott að skoða boðskortið (ef það er) og leita eftir upplýsingum um klæðnað. Oftast er hægt að geta sér um stig klæðnaðsins útfrá því sem er að gerast, en ef maður er ekki viss er alltaf best að hringja í gestgjafann eða skipuleggjanda og spyrjast fyrir. Bara til að hafa allt á hreinu.

Galaboð (Black Tie)

Síðkjóll er algengastur við þessi tilefni, þótt það sé ekkert möst. Hvort sem þetta er árshátíð eða fínt stórafmæli er þetta tilefni til að hafa fyrir útlitinu og kjóllinn ætti að vera mjög fínn. Boð af þessu tagi býður upp á tilefni til að láta dekra aðeins við sig og fara í greiðslu og förðun, eyða pening í fallegan kjól – eða klæðast plain svörtum kjól og láta athyglina vera á fallegt skart og skó.

Kokkteilboð

Þessi eru ekki eins fín og galaboð en krefjast samt að þú klæðist annaðhvort kjól eða einhverju öðru fínu eins og pilsi. Hér má aðeins leika sér með liti og munstur. Þar sem kjóllinn er frekar stuttur, allt frá rétt fyrir neðan hné og rétt fyrir ofan hné, er best að skórnir séu háir og svolítið flottari en plain svartir. Skartgripir mega vera áberandi á borð við kokkteilhringi og fína eyrnalokka. Taskan ætti alls ekki að vera stór, og þar sem oftast hentar ekki að vera með tösku á öxlunum í svona boðum, er clutch taska passleg.

Brúðkaup

Fyrst af öllu skaltu forðast að klæðast hvítu. Ég er í raun ekki sammála þessu, en fólk verður stundum mjög tilfinningasamt með það. Það er því best að halda sig frá hvítu til að draga sem minnsta athygli frá brúðinni. Einnig er allt sem er of háð tísku og trendum frekar óviðeigandi, best að sleppa himinháum skóm og of mikið af skarti. Hér þarf að skoða boðskortið vel. Er þetta fín kvöldveisla (sem myndi þýða klæðnað á borð við kokkteilboð eða jafnvel galaboð), er þetta sólrík sumarveisla (fallegur, léttur sumarkjóll), eða sveitabrúðkaup undir berum himni (hér myndi millifínn klæðnaður hæfa).

Millifín tilefni

Sum tilefni kalla á klæðnað sem má hvorki vera of fínn en heldur ekki of casual. Mataboð, lítil afmælisveisla eða annað tilefni sem kallar á eitthvað milli gallabuxna og kjóls. Þá þarf að fara milliveginn og það er ýmislegt í boði þar. Pils virka vel, ef það er vídd í því er aðsniðin toppur betri en ef það er í þrengra laginu hentar frjálsegt efni betur að ofan. Svartar jakkafatabuxur við smart blússu er einnig flott, jakkinn er í raun óþarfur. Gallabuxur geta alveg gengið, en þá er líka best að þær séu frekar klassískar og í dökkum lit. Eins og flestir vita hentar nánast hvað sem er við gallabuxur þannig að það er ekkert endilega eitthvað eitt betra en annað þar. Kjóll er alveg inní myndinni, en vertu viss um að tóna hann niður og passa að sniðið sé frekar örlítið vítt heldur en hitt. Hrár leðurjakki virkar vel við ef kjóllinn er aðeins of fínn, eða casual golla.
Í raun er best að hugsa þetta þannig að þú villt vera fínni en þú ert vanalega og eyða smá tíma í undirbúning en ekki uppstríluð í förðun og hári með glitrandi skart og allann pakkann.

Þemapartý

Það eru til nokkrar útgáfur af þemapartýum. Það er til hið klassíska grímuball þar sem gestir mega líklegast velja búning að eigin vali og ef til vill er það örlítið í frjálslegri kantinum; svo eru það þemapartý með ýmsum þemum og þau geta verið misfín. Fyrir fínni boð ættirðu að halda þig við kvenlegri hlutverk. Það þarf að gefa góða hugsun í þemað og reyna að gera sitt besta í að túlka það. Annað er einungis móðgun fyrir gestgjafa sem er af öllum líkindum búin að hafa fyrir öllu saman. Þegar vikið er að frjálslegri boðum má alveg fara aðeins út fyrir rammann, en best er þó að huga að því að þema eru oft túlkuð best með aukahlutum, förðun og öðrum smáatriðum. Fyrirferðamiklir búningar minna aðeins á öskudaginn.

kjolar
Allt kjólar frá ShopBop

10 Klassískar Flíkur

Klassískar flíkur sem eru áreiðanlegur er eitthvað sem allir ættu að eiga í fataskápnum. Hugsaðu þær sem beinagrindina og svo byggirðu í kringum hana. Það er ekkert gaman við klæðnað sem er það klassískur að hann verður leiðinlegur, það er að segja þegar fólk klæðist engu öðru en öruggum valkostum. Það er hinsvegar nauðsynlegt að eiga grunnhlutina til að geta klæðst með því sem er eftirtektarvert. Klassískar flíkur eru eitthvað sem standa af sér tískustrauma og árafjölda. Þær ganga frá degi til kvölds, milli árstíða og í hvaða heimshluta sem er.

Casual

1. Stuttermabolir: Persónulega finns mér V-hálsmen klassískara, en U-laga er einnig í lagi svo lengi sem það er í fallegum boga. Gott er að eiga boli í nokkrum stærðum, þ.e.a.s. bæði passlega stóra og svo aðeins víðari og einnig í nokkrum litum. Sjálf held ég mig við svartan, hvítan og gráan þar sem þeir passa við nánast allt. En svo er hægt að bæta við litum eftir árstíðum og litatrendum hverju sinni.

2. Einfaldar gollur: Prjónapeysur úr mjög fínu efni eða gollur eiga flestir í skápnum. Þær er hægt að fá í allmörgum útgáfum, allt frá stuttum og aðsniðnum til víðra sniða í svokölluðu ‘afa-sniði’. Það sem er best við gollur er hvað hægt er að nota þær við ólík tilefni. Þær virka vel við gallabuxur á casual degi, við vinnufatnað og svo sem ‘cover up’ við kjóla. Þess vegna er best að eiga nokkra liti og útgáfur. Það er algjör óþarfi að eyða miklum peningum í gollur en þar sem fjöldaframleitt fínt prjónaefni getur hnökrað, er best að borga aðeins meira fyrir allavega eina til að nota fínt.

3. Gallabuxur: Klassískt par af gallabuxum sem henta þínum vexti fullkomlega. Til að þær gangi sem lengst er dökkt óþvegið efni best. Það er ekkert endilega eitt snið betra en annað, það er svo misjafnt hvað klæðir hverjum og einum, en mjög útvíðar skálmar og níðþröngar buxur ætti að varast þegar maður leitar að klassísku pari. Ef gallabuxur eru eitt af þínum uppáhaldsflíkum og þú ert ekki nýjungagjörn í þeim efnum, er best að kaupa tvennar þegar þú finnur hið fullkomna par. Margar verslunarkeðjur framleiða hinar bestu gallabuxur, en það ætti þó alltaf að pæla í gæði efnisins.

4. Dagkjólar: Kjólar í þægilegum efnum, sem virka kannski í vinnu en ekkert fínna en það. Við erum að tala um mjúk efni og basic liti eins og svartan og gráan. Það eru ýmis snið sem geta verið klassísk, en ‘shift’ kjólarnir eru hentugastir. Þeir eru beinir í sniðinu og ná allt frá miðjum lærum til hnjáa í sídd. Þeir geta verið stutterma eða ermalausir og ættu að ganga óháð árstíð.

Fínni tilefni

5. Svartur kjóll: Orðið ‘Little Black Dress’ (LBD) kannast flestir við sem lesa erlend tískutímarit, en hann er talinn vera eitthvað sem allar konur ættu að eiga í skápnum. Svartur kjóll í klassísku sniði sem alltaf er hægt að grípa í. Hann er öruggt val og virkar vel við hin ýmsu tilefni. Það besta er að þar sem kjóllinn er ekki aðalatriðið, er hægt að leika sér meira með skó, aukahluti og skart. Það segir sig sjálft að ef kjóllinn á að vera nothæfur og flottur í fleiri ár er best að gefa sér tíma í að finna hið besta snið sem hentar sínum vexti. Svo er alltaf hægt að bæta við ódýrari í öðrum útgáfum.

6. Svartar sokkabuxur: Húðlitaðar sokkabuxur ganga nánast aldrei. Þær eru einfaldlega ekki smart. Eins og allir vita hafa leggings verið vinsælur síðustu tvö ár eða svo og búið að vera mikið trend. Það er spurning hvenær sá straumur fer að dvína og hafa þær nú þegar náð sínu hámarki. Svartar sokkabuxur, hinsvegar, eru og verða alltaf klassískar. Síðasta haust sáust sokkabuxur í allskyns útgáfum og urðu mikið trend, en svartar eru samt alltaf bestar.

7. Svartar/Gráar buxur: Ganga vel sem vinnufatnaður, en einnig í fínni tilefni og þá með kvenlegri blússu, hugsanlega í fallegum lit. Þröng snið eru ekki klassísk og heldur ekki mjög víðar. Millivegurinn er bestur þar sem sniðið er örlítið vítt en þær eru samt passlegar á mjöðmunum.

8. Blazer jakki: Klassískur blazer jakki er svartur, þótt hann komi alltaf í fleiri litum hvert ár er það svartur sem heldur sér í tímans tönn. Hann virkar við gallabuxur, við svartar buxur sem dragt, við kjóla og pils. Sem sagt við nánast allt.

9. Hvít skyrta: Mun alltaf vera klassísk. Hún skal vera svolítið innblásin af karlmannsniði, til að vera sem tímalausust, en samt halda kvenleika og þynþokka.

10. Trench kápa: Þessi tegund af kápu hefur verið dýrkuð í meira en 70 ár af bæði konum og körlum. Hún er algjörlega tímalaus og hentar nánast hvaða vexti sem er. Þótt hún sé klassísk skortir hana ekki fágun og glamúr. Hinn klassíski litur á trench kápum, beige, er að mínu mati flottastur.

Hvað aukahluti varðar, finnst mér ekki endilega einhverjir einir klassískari en aðrir. Það er náttúrulega alltaf svarta taskan sem er passlega stór til að geyma allt nauðsynlegt – og ónauðsynlegt. Flatbotna ballerínuskór og plain svartir háhæla skór eru einnig eign sem flestir ættu að eiga. Það segir sig samt sjálft hvað aukahlutatíska breytist hratt, að aukahlutir á borð við skó og töskur er það sem meirihluta stórra tískuhúsa er að fá inn helstu tekjurnar. Fólk einfaldlega kaupir sér miklu oftar nýjar töskur, skó og skart til að krydda fatnaðinn.

Athugið að þetta er einungis viðmiðun og hugmyndir. Það fer eftir atvinnu, lífstíl og stíl hvað þú álítur vera klassískar flíkur.


Ráð til að gera stílinn persónulegri

Það getur verið erfitt að gera stílinn sinn persónulegan þegar maður er undir áhrifum frá svipuðum fjölmiðlum, verslar fjöldaframleiddar flíkur og hefur kannski ekki hugrekki til að sýna sinn eigin stíl. Ég ætla því að gefa nokkur góð ráð, bæði hvernig sé best að fá innblástur, en einnig hvernig sé best að versla í verslunarkeðjum en persónugera stílinn í leiðinni.

Innblástur

- Fyrir það fyrsta, þá er nauðsynlegt til að ætla að hafa sinn eigin stíl, að skoða stílinn hjá öðrum. Fá innblástur frá fólkinu á götunni. Hægt er að fara inn á sérstakar götustíls bloggsíður, þar sem venjulegt fólk sem ljósmyndari telur hafa góðan stíl er myndað. Góðar síður er t.d. frá Stokkhólmi, New York og London.

- Fyrir þá sem hafa mikinn áhuga á tísku er sniðugt að skoða sumar- og haustlínur hönnuða á netinu. Sýningar fyrir sumar næsta árs eru í september/október og sýningar fyrir komandi vetur eru í febrúar/mars. Góðar síður eru Style.com og Elle.com. Hægt er að fá góðar hugmyndir frá hönnuðunum og einnig hefur maður betri sens fyrir komandi trendum.

- Ríka og fræga fólkið hafa góðan aðgang að hönnunarmerkjum og tískusýningum og því oftast með puttan á púlsinum hvað tískuna varðar. Ef stjarnan sjálf hefur ekki nógu mikið tískuvit, er mjög líklegt að hún hafi stílista í vinnu. Hægt er að fá góðar hugmyndir frá fræga fólkinu, ekki endilega bara í sínu fínasta pússi á rauða dreglinum, heldur einnig dagsdaglega og þá geta stjörnubloggsíður komið að góðum notum.

- Fyrir þá sem hafa tíma og áhuga getur verið gott að rífa úr tímaritum myndir af því sem gæti veitt manni innblástur. Hægt er að hagræða því saman í svokallað ‘moodboard’, og skipta reglulega út myndum. Hönnuðir nota þessa aðferð til að skilgreina innblástur sinn fyrir nýja línu, en þetta er einnig góð aðferð til að sjá hverju maður er að leitast eftir í sínum eigin persónulega stíl.

- Ef allt það nýjasta og ferskasta bregst, getur verið gott að fá innblástur úr gömlum bíómyndum sem skarta kvikmyndastjörnum fyrri tíma á borð við Audrey Hepburn, Grace Kelly og Brigitte Bardot. Annað sem tengist ekki tísku en hefur samt ómetanleg áhrif á hana er tónlist. Allt frá tónlistarfólki á borð við Madonnu til Nirvana. Ef það er eitthvað annað sem hægt er að fá innblástur frá eru það önnur lönd og aðrir menningarheimar. Að fylgjast með hvernig fólk klæðist í mismunandi löndum og borgum er nauðsynlegt til að fá annan sens á hlutina. Hvort sem þú tekur það með þér heim eða ekki.

Verslanir

- Mjög gott er að vera búin að skoða hverju maður er að leita af. Þó skal varast að hugsa of mikið um tískustrauma, þeir geta oft verið skammlífir og eina og sama trendið virkar ekki alltaf fyrir alla líkamsvexti.

- Á hálfsárs til árs fresti er gott að fara í gegnum fataskápinn, þá helst áður en maður verslar sumar og vetrarfötin, hverju má henda, hvað á að geyma og hvað vantar.

- Besti tíminn til að versla er fyrir hádegi, en bæði er minnst að gera þá og einnig er fatnaðurinn vel raðaður og aðgengilegur. Þannig er meira næði, minna fólk, starfsfólkið frekar reiðubúið að aðstoða og fötin ekki í hrúgum eða liggjandi á gólfinu. Mestu örtraðirnar eru um helgar, þannig að ef ekki gefst tími til að fara í verslunarleiðangur fyrir hádegi á virkum dögum, virkar seinni parturinn alveg eins ágætlega.

- Flestar stærri verslunarkeðjur fá nýjar sendingar vikulega (stundum nokkrum sinnum í viku). Því er gott að spyrjast fyrir um í sínum uppáhalds verslunum hvenær nýjar sendingar koma inn, þá er hægt að tryggja sér það besta strax. Í vinsælum verslunum er gott rennsli á vörum, þannig ef maður sér eitthvað er oftast best að næla sér í það þá og þar. Taktu líka vel eftir því þegar stórar keðjur fá línur sem koma í fáum eintökum, þá eru minni líkur á að hitta einhvern í eins. Vertu viss um að skoða gæðin og ekki kaupa hluti bara af því þeir eru ódýrir. Þótt oft sé hægt að fá góð kaup á útsölum, er þar oft einungis að finna restar sem enginn hefur viljað.

- Í minni hönnunarverslunum koma sendingarnar ekki eins oft, en samt getur verið gott að hafa á hreinu hvenær stærstu sendingarnar og sumar/vetrarlínurnar koma. Þar sem minna rennsli er á vörum í þessum verslunum er hægt að koma oftar til að skoða og hugsa sig um áður en fjárfest er í dýrri flík. Einnig er gott ráð að grennslast fyrir um helstu merki og hönnuði og skoða línurnar á netinu áður en þær koma í verslunina, til að fá fíling fyrir hverju má búast. Stundum getur verið gott að vingast við starfsfólkið þannig það geti látið mann vita hvenær nýjar vörur koma.

radinnblasturverslanir

Í klukkuátt úr efri röð frá vinstri: Götustílssíður gefa góðar hugmyndir úr raunveruleikanum / Gamlar kvikmyndir sem prýða kvikmyndastjörnur á borð við Audrey Hepburn er góður innblástur / Besti tíminn fyrir verslanaleiðangur er fyrir hádegi á virkum dögum / Nauðsynlegt er að endurskipuleggja fataskápinn reglulega / Í hönnunarverslunum fær maður persónulegri þjónustu og þar sem vanalega er minna rennsli á vörum er hægt að taka sér meiri tíma í að ákveða sig áður en maður fjárfestir í dýrri flík / Að skoða stjörnurnar í casual dagklæðnaði gefur góðan innblástur / Aðrir menningarheimar geta oft gefið hugmyndir og látið mann prófa óvenjulega hluti / Hljómsveitin Nirvana er talin hafa byrjað hið vinsæla 'grunge' trend.


Frá vetri til sumars

Þegar ný árstíð er að koma hér á Íslandi, með tilheyrandi veðurbreytingum þá getur verið erfitt að nota það sem maður á í fataskápnum. Það fyrsta sem maður byrjar á er að hreinsa aðeins út í skápnum, sumt má kannski henda, annað fer í geymslu og að lokum eru það svo vetrarfötin sem fara aftast og sumarfötin eru dregin fremst.

Þar sem vetrinum tilheyra þung efni og dökkir litir má alveg byrja á því að pakka því niður. Það eina sem er best að halda (af efnismiklum/hlýjum flíkum) eru algjörar basic flíkur sem hægt er að nota við eitthvað efnisminna. Þá er ég að tala um klassískar flíkur eins og gallabuxur, stuttermaboli og annað sem maður notar mikið og er ekki einungis bundið við frost og kulda. Leðurstígvél og annað heftandi skótau er augljóslega ekki heldur góður kostur. Eins og veðrið er nú óútreiknanlegt á Íslandi er best að halda ýmsum yfirhöfnum, eins og stuttum jökkum og léttri kápu. Það er þó óþarfi að hafa þykkar kápur og úlpur fremst í skápnum.

Á sumrin er aðalklæðnaðurinn ökklabuxur, casual hlýra- og stuttermabolir, þægilegir sumarkjólar og flottir sumarsandalar. Flestir eiga klassísk sumarföt sem þeir geyma frá ári til árs eins og fallega sumarkjóla sem virðast ganga óháð trendum. En það er þó alltaf tilefni til að skoða hvort maður geti nú ekki bætt einhverju við. Þar sem sumarið hér er nú ekki það besta sem gerist er kannski óþarfi að byrgja sig upp af léttum og efnislitlum flíkum, en það er best að byrja að kaupa sumarfötin um leið og það er veður til, svo það sé nú hægt að nýta þau.

Þetta árið verða blómamunstur vinsæl, eins og flestir hafa nú tekið eftir. Það er aftur á móti ekki víst að það verði svo vinsælt næsta sumar, þannig að ekki eyða of miklum peningum þar. Það jafnast samt ekkert á við fallegan chiffon blómakjól. Gladiator sandalar eru einnig möst, en þeir eru ekki eins trend-háðir, þ.e.a.s. þeir hafa núna verið vinsælir nokkur sumur í röð. Best er að kaupa ekki of ýktar týpur, heldur halda sig við nokkur bönd og ólar. Þannig eru meiri líkur á að þeir gangi á næsta ári. Í raun er þó algjör óþarfi að fjárfesta í mikið af flíkum, sérstaklega ef þú átt nokkra létta sumarkjóla, buxur í ökklasídd eða sem eru á miðjum kálfum, smart sumarsandala og nóg af bolum af ýmsum gerðum til að nota lag á lag. Það sem gefur þessu öllu saman lit og líf er skart og aukahlutir. Hálsmen, sólgleraugu og stór strandtaska er allt sem þarf!

sumar

Mynd af sýningarpalli Stella McCartney; blómkjóll & sandalar Topshop.


Vinnufatnaður útfrá tískustraumum sumarsins

Nú þegar sumarið er að koma með nýjum straumum þá er ekki úr vegi að endurskoða fataskápinn og gera pláss fyrir ný sumarföt. Vinnufatnaður er eitthvað sem þarf einnig að skoða í þessu samhengi. Þar sem skápurinn fyllist oft af léttum sumarkjólum og pilsum á sumrin getur stundum verið snúið að finna vinnufatnað sem er léttur en einnig fagmannlegur.

Vinnustaðir eru jafn misjafnir og þeir eru margir og því mismunandi hvaða fatnaður er við hæfi í hverri stöðu. Ég mun gefa ýmsar hugmyndir og reyna að sýna ólíkar samsetningar svo allir geti fengið einhvern innblástur.

Það er þrennt sem er vert að fjárfesta í fyrir sumarið af nýju trendunum sem geta vel gengið sem vinnufatnaður. Það fyrsta eru þægilega víðar buxur, helst ökklabuxur, en þær eru algjört möst. Það er smart að þær séu svolítið ‘slouchy’, þ.e.a.s. liggja ekki þröngt að líkamanum, heldur leika um hann. Þótt að sniðið eigi að vera nokkuð vítt þarf að passa að þær sitji vel á mjöðmunum. Litirnir skulu frekar vera plain heldur en hitt – svartur, navy blár, grár og beige koma þar sterkir inn. Buxur af þessu tagi eru fyrst og fremst þægilegar en bera samt sem áður með sér klassískan og fágaðan stíl. Bæði er hægt að vera í fallegum gladiator söndulum eða háum hælum við þessar buxur.

buxur
.

Annað sem mun vera heitt í sumar eru útvíð pils. Þau verða í nokkrum síddum, en hnésíð hæfa best hér. Ekkert of stutt og alls ekki of mikla vídd og rykkingar. Við viljum forðast of mikinn volume og leitumst frekar eftir pilsum sem bera fallega vídd. Þau koma best út ef þau sitja í mittinu til að gefa sem mestan kvenleika. Ef pilsið er dökkt ættu svartar sokkabuxur að vera í lagi við, en berir leggir eru samt alltaf flottastir við þessa tegund af pilsum. Til að jafna út hlutföllin passa aðsniðnir jakkar, hugsanlega frekar stuttir, vel við. Ef pilsið er of kvenlegt getur stuttur, hrár biker leðurjakki verið smart. Það skiptir ekki öllu hvað er klæðst að ofan, ef það er haft að leiðarljósi að það sé frekar þröngt til að spila á móti víddinni. Fyrir plain útgáfu, getur gengið ágætlega að girða hvítan hlýrabol ofan í svart pils og vera svo í stuttum, svörtum jakka sem er aðeins tekin í mittið. Háir hælar eru besti kosturinn hér, þar sem það verður athygli á skóna.

pils
.

Þá er komið að efri partinum og því þriðja sem er vert að eigna sér fyrir sumarmánuðina er vesti. Þá er ég ekki að meina vestin sem hafa verið vinsæl hér á landi undanfarið, heldur eru þessi aðeins efnismeiri og mætti meira líkja við ermalausa jakka. Það getur verið mjög flott að nota þunnt belti í mittið eins og margir hönnuður gerðu, en einnig er í lagi að láta það vera aflíðandi svo það sýni ekki of miklar línur. Hlýrabolir ganga vel undir, en þar sem berir handleggir gætu verið of mikið af sýnilegu skinni þá er afbragðshugmynd að klæðast fallegum stuttermabol innan undir. Þá er annað hvort hægt að setja belti í mittið, hneppa eða hafa vestið opið. Engir sérstakir litir eru betri en aðrir, frekar þarf að huga að sniðinu.

vesti
.

Annað sem flestir ættu að eiga í skápnum eru léttar gollur, bæði síðar og styttri, sem passa sérstaklega vel við ökklabuxurnar. Plain hlýrabolir í ýmsum pastellitum eru einnig nauðsynlegir í skápinn ásamt stuttermabolum – flott er að nota hlýrabolina lag yfir lag (layered). Hvað stuttermaboli varðar finnst mér persónulega allaf v-hálsmál smekklegast, það lengir hálsinn og gefur stílhreinna yfirbragð. Þeir eru tilvaldir undir fína jakka og passa nánast við hvað sem er. Veglegir sumarsandalar eitthvað sem allir ættu að eiga. Sandalar eiga það oft til að vera lélegir og því skiptir máli að velja þá vel. Gladiator sandalar verða vinsælir í sumar og er því sniðugt að fjárfesta í einu pari.

Aukahlutir skipta miklu máli þegar hugsað er um vinnufatnað. Þar sem skærir litir og framúrstefnuleg snið eru ekki vænlegur kostur fyrir skrifstofuna, þá geta statement aukahlutir gert gæfumuninn og poppað upp á klæðnaðinn. Dæmi um flotta aukahluti sem eru smart við plain liti og klassísk snið, eru gladiator hælar eða aðrir edgy skór. Töskur í skemmtilegum áferðum og litum koma einnig stórlega til greina. Penir skartgripir eru oft betri kostur en eitthvað áberandi og það hæfir betur á vinnutíma. Hins vegar er tilvalið að hafa ávallt eins og eitt stykki cuff armband og kokkteil hring tilbúið í töskunni fyrir drykki eftir vinnu eða önnur fínni tilefni.
Annað sem skiptir einnig miklu máli eru smáatriði á flíkunum og gæði þeirra. Falleg smáatriði og vel unnin handbrögð er eitthvað sem alltaf er tekið eftir.

annad

Hvernig er best að klæðast sumartrendunum

Ég vil benda á að allar færslurnar hér fyrir neðan eru af hinu blogginu mínu - tiska.blog.is - ég hef fært þær yfir af því, en mun einungis blogga hér í framtíðinni. Vonandi fylgjast sem flestir með og ég vil þakka fyrir öllu góðu kommentin enn og aftur :)

- - -

Oft getur verið erfitt að átta sig á hvernig sé best að klæðast hinum ýmsu tískustraumum líðandi stundar. Sérstaklega þar sem fæstir hafa líkamsvöxt á við fyrirsætur, og þær því ekki besta fyrirmyndin. Ég ætla að útskýra og koma með hugmyndir um hvernig hægt er að klæðast 8 helstu sumartrendunum (sem ég setti á bloggið fyrir svolitlu). Hvað einkennir þau, hvað ber að varast o.s.frv. Það ætti að koma sér vel núna þegar sumarvörur eru í óða önn að birtast í verslunum.  

1.  Rómantík
Það sem einkennir rómantíska trendið eru fjaðrir, pífur, létt efni og fölir litir. Pífur og rufflur (ruffles) verða sérstaklega vinsælar. Hvað fjaðrir varða, þá getur verið erfitt að klæðast þeim án þess að þær séu örlítið búningalegar. Það eru því frekar smáatriðin sem gilda þar og einnig aukahlutir. Fjaðraður kjóll getur þó verið flottur ef hann er látinn vera aðalatriðið og öðru í útlitinu haldið minimalísku og nútímalegu. Chiffon efni koma sterk inn og litirnir eru frekar hreinir og ljósir.  

2.  Blómamunstur
Þetta er trend sem hefur náð miklum vinsældum nú þegar. Það sem einkennir það eru blómamunstur af ýmsum gerðum og stærðum. Flottast er þegar munstrin eru á léttum sumarkjólum, pilsum og þunnum blússum. Rufflur henta vel hér og svolítill hippafílingur er bara af hinu góða. Gladiator sandalar henta vel við þetta munstur, þar sem þeir gefa því aðeins hrárra lúkk. Best er að leita eftir örsmáum blómum eða frekar stórum, meðalvegurinn getur haft með sér of mikinn fortíðarfíling.  

3.  Gegnsæ efni
Eftir harða útlit vetrartískunnar kemur meira sakleysi. Þetta trend einkennist af mismunandi lituðum efnum sem hafa það sameiginlegt að vera þunn og gegnsæ. Það er best að hugsa vel um hverju maður klæðist undir og varast skal að hafa þau þröng. Gegnsæu efnin koma best út ef þau eru frekar litlaus og því fallegra að klæðast sterkari litum undir.   

4.  Útvíð pils
Pilsatrendið einkennist af mikilli vídd og kvenleika. Þau geta verið í ýmsum síddum en forðast skal að þau séu síðari en hnén, sérstaklega ef víddin er mikil. Mismiklar rykkingar eru í pilsunum og best að þær séu meiri í stuttum pilsum heldur en síðum. Þau þurfa að vera há í mittið og draga það inn til að fá athyglina þangað. Hvað efri partinn varðar, þá henta aðsniðnir bolir, jakkar og blússur best ef tekið er tillit til hlutfalla. Leggirnir skulu vera helst vera berir, leggings eru allavega bannaðar.  

5.  Innblástur frá Afríku
Afríkutrendin einkennast af klæðnaði í safarístíl og munstrum innblásin frá ættbálkum Afríku. Safarístíllinn hefur verið vinsæll síðastliðin sumur, en nú er hann fágaðri og litirnir frekar í beige tónum heldur en mosagrænum. Ermalaus skyrtukjóll er gott dæmi um hvernig má ná þessu lúkki. Hvað munstrin varðar koma batík og ikat hvað sterkust inn.  

6.  Mjó belti
Beltin hafa frekar verið í breiðari kantinum undanfarið, en með sumrinu koma mjó belti. Stíllinn er frekar grófur og brúnir tónar eru vinsælir. Það þykir smart að hafa þau svolítið löng og beygja það svo inn og láta endann hanga aðeins niður – eða setja hnút. Flottast er að nota þau til að draga inn mittið á víðum og síðum kjólum í fyrirferðamiklum efnum.    

7.  Ökklabuxur
Aðalbuxnatrend sumarsins er án efa ökklabuxur. Þær einkennast af sídd sem er rétt fyrir ofan ökklann og eru þægilega víðar. Hægt er að nota buxur í venjulegri sídd og bretta svo upp á faldinn, hönnuður sýndu það í flestum tilfellum. Fallegir sumarsandalar henta einstaklega vel við buxurnar, sem og léttir jakkar. 

8.  Listræn áhrif
Munstur eru stór partur af sumartískunni og mátti gæta ýmissa listræna áhrifa. Þar sem kjólar í þessum munstrum eru oftast frekar fínir er best að klæðast þeim við aðeins fínni tilefni. Hér þarf að passa upp á hlutföllin, þar sem kjóllinn er áberandi skal varast að annað taki ekki athyglina af honum, eða geri útlitið flóknara.

sumartrend


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband