Færsluflokkur: Fræga fólkið

Pamela Anderson fyrir Vivienne Westwood

pamelaandersonforwestwoodStaðfest hefur verið að Pamela Anderson sé nýtt andlit Vivienne Westwood. Herferðin er mynduð af Jurgen Teller og sýnir Anderson í hjólhýsi í Malibu. Fyrrum Baywatch stjarnan fékk starfið eftir að hafa hitt Vivienne baksviðs á sýningu sinni fyrir sumarið 2009 í tískuvikunni í London í september síðastliðnum.

Þær tvær höfðu ekki hist áður, en þegar Westwood sá Anderson í einum af kjólum sínum vissi hún samstundis hún væri rétta manneskjan fyrir nýju herferðina. Herferðin mun einnig verða gerð að kaffiborðabók sem mun fara í sölu í byrjun næsta árs þegar auglýsingarnar byrja að birtast í tímaritum í febrúar.

Það verður að segjast að Anderson er frekar óvenjulegur kandídat í auglýsingar fyrir tískumerki, en Westwood hefur verið þekkt fyrir að fara óvenjulegar leiðir, hvort sem það er í hönnun eða markaðsetningu á vöru sinni. Það má segja að Marc Jacobs hafi brotið blað með Victoriu Beckham auglýsingum sínum, en það verður engu að síður gaman að sjá hvernig Pamela ber sig í nýju auglýsingunum.

Diane Kruger

Þýska leikkonan Diane Kruger varð þekktust fyrir fjórum árum m.a. fyrir leik sinn í myndunum Troy og National Treasure. Hún reyndi fyrir sér sem fyrirsæta á unglingsárunum en svo kviknaði áhuginn á leiklist og hefur leiklistarferillinn stigið hátt uppá við síðan. Diane hefur einstaklega flottan og kvenlegan stíl og eru hún og kærastinn hennar, Joshua Jackson, talin ein af best klæddu pörunum í Hollywood í dag.

Diane er innblástur Chanel hönnuðarins Karl Lagerfeld og musið hans, en hún hefur nokkuð franskan stíl enda bjó hún í París og var gift frönskum manni. Hún klæðist mikið svörtu og hvítu, sem eru aðalsmerki Lagerfelds. Þegar hún klæðist aftur á móti litum, er það á mjög svo áberandi og eftirtektarverðan hátt. Hún notar skæra liti og heldur þá aukahlutunum lágstemmdum, þannig að liturinn stendur algjörlega uppúr.

Hún heldur fast í sinn stíl og breytir honum ekki of mikið milli árstíða. Hún sést aðallega í fallegum kjólum og fínni fatnaði, en gerir glamúr á annan hátt en margar aðrar stjörnur og tekur varla feilspor hvað klæðnað og samsetningar varðar. Hún gefur fallegum skóm og clutch töskum mikinn gaum og virðist oft hugsa vel um að aukahlutirnir harmoneri vel saman við restina. Hún heldur stíl sínum klassískum með nútímalegu tvisti.

dianekruger


Pallíettur og glanssteinar

Pallíettur eru mjög áberandi núna, þá sérstaklega í kringum hátíðirnar. Þær eru nokkuð áberandi á buxum, enda fá buxur yfir höfuð mikla athygli þessa árstíð, en það er svolítið öðruvísi nálgun á pallíettutrendið. Það var þó einnig mikið um glamúr pallíettukjóla og svo komu jakkar með pallíettum og glyssteinum líka sterkir inn, en þeir eru töff við einfaldan stutterma-/hlýrabol og fínar svartar buxur.

Pallíetturnar komu í allskyns útgáfum. Sumar flíkur voru þaktar meðalstórum pallíettum eða öðrum glitrandi steinum: pallíetturnar voru litlar og hógværar í smáatriðum; og þær sáust líka stórar og áberandi á chiffon efnum. Það var svolítið ferskt að sjá þær svona stórar en Christopher Kane byggði sína línu mikið á þeirri tegund. Pallíettuflíkur eru voða fínar en margar vintage verslanir bjóða uppá mjög gott úrval af skrautlegum pallíettutoppum og kjólum.

palliettur 

palliettur2


Kanye West vill vinna í tískuheiminum

kanyewestKanye West hefur ekki haldið því leyndu að hann vilji feta í fótspor P.Diddy og riðja sér leið í tískuheiminum, og London virðist vera staðurinn fyrir þá tilraun. Hann hefur tilkynnt að hann muni setja tónlistarferilinn á pásu, flytja til Bretlands og byrja á botni tískubransans til að læra undirstöðuatriðin sem hann þarf til að hanna fyrstu tískulínu sína, Pascalle.

"Ég ætla að taka lærlingastöðu og gera eitthvað sem er venjulegt – og rappa svo um helgar eða eitthvað," hefur hann sagt. Heimildir herma að hann ætli að m.a. að sækja um hjá Louis Vuitton og Raf Simons. Þar segir einnig að fólk sé hissa á hversu alvarlega hann tekur þennan tískudraum sinn. Hann er sagður elska London og vill hann fá eins mikla reynslu af tískunni og hann getur.


Stuttar klippingar

Það virðist sem stuttar klippingar séu algjörlega málið í dag. Fyrirsætur hafa klippt langa lokka sína í stórum stíl og stjörnurnar einnig. Nýjasta dæmið er án efa Victoria Beckham, sem lét bob klippinguna víkja fyrir drengjakolli. Fyrirsæturnar Agyness Deyn, Freja Beha Erichsen og Anja Rubik urðu allar mjög vinsælar að hluta til vegna beinskeyttar klippingar sem ýtir undir sjálfstæða persónuleika þeirra. Klippingin er orðin partur af ímyndinni.

Stutt hár þarf að vera vel klippt enda stór yfirlýsing. Það þarf að bera með sjálfstrausti enda eru það oftast sterkar týpur sem leggja í breytingar sem þessar. Mörgum finnst stutt hár elda konur, en ef rétt er farið að og réttar vörur notaðar til að stílisera hárið, getur það frekar yngt og veitt ferskara yfirbragð. Það er líka nauðsynlegt að breyta til öðru hverju, enda verðum við þreytt á því að vera með eins klippingu of lengi. Það er því tilvalið að stytta langa lokka fyrir smart klippingu og muna eftir stoltinu.

stuttarklippingar


Gallabuxur frá strákunum

dknyss09Gallabuxnatrendið sem hefur verið mjög vinsælt í haust og nú áfram fram í veturinn eru kærastagallabuxur (boyfriend jeans). Stjörnurnar hafa verið að klæðast þessu trendi mikið en það er Katie Holmes sem hefur þó verið duglegust að klæðast þeim. Fjölbreytileikinn er allsráðandi því þær stjörnur sem hafa sést í buxum sem þessum eru af öllum aldri og hafa þær bæði klæðst þeim við flatbotna skó sem og flotta hæla. Þar sem buxurnar eru brettar upp frá ökklanum er best að velja skóna vel þar sem þeir verða vel sýnilegir.

Til að vinna þetta trend þurfa nokkrir hlutir að vera á hreinu. Buxurnar þurfa að vera svolítið snjáðar og í víðari kantinum, en þurfa þó að passa vel um mjaðmirnar. Hvort sem buxurnar eru of síðar eða ekki, er svo aðalmálið að bretta aðeins uppá þær að neðan. Þótt sniðið sé oftast beint (eins og t.d. Levis 501), fer ekki öllum að vera í beinum gallabuxum og þá er bara að reyna að finna par sem er aðeins aðsniðara.

bfgallabuxur


Vesti

lindsay-lohan-santa-hat-08Opin vesti eru góð leið til að lífga upp á klæðnaðinn á einfaldan hátt. Vestin geta verið allaveganna; með pallíettum, metalsteinum, kögri, fjöðrum, glans, úr loðfeldi, leðri - eitthvað sem dregur augað að. Þau eru flott við basic föt eins og gallabuxur og hlýra-/langermaboli. Persónulega finnst mér vesti njóta sín mjög vel við útvíðar gallabuxur sem eru háar í mittið og svartan bol girtan ofaní. Lindsay Lohan hefur verið í töff vestum að undanförnu, þótt fatastíllinn hennar hafi farið hrakandi á tímabili. Það er þónokkuð af flottum vestum í verslunum hér á landi, þó sum séu frekar dýr. En hugsið frekar um flott vesti sem aukahlut sem getur gert gæfumunin.

Hárgreiðsla þýskra mjólkurþerna

flettur-heidiÞað virðist sem ekkert lát verði á fléttutrendinu sem hefur verið ríkjandi út árið. Enda eru fléttur meira en bara fléttur, það er hægt að gera ýmislegt skemmtileg með þær eins og sést hefur á fræga fólkinu, bæði á rauða dreglinum sem og í hversdagslegum erindagjörðum. Fléttur eru þægileg hárgreiðsla og svolítið sveitalegar á krúttlegan Heidi hátt. Enda hafa flétturnar verið sagðar líkjast hárstíl þýskra mjólkurþerna.

Flétturnar geta verið útfærðar á ýmsa vegu, en ein þykk stór flétta yfir höfuðið eins og hárband er mjög flott fyrir fínna lúkk. Fyrir aðeins þægilegri útgáfu er sniðugt að miðjuskipta hárinu og flétta meðalþykka lokka fyrir ofan eyrað og spenna aftur á bak. Með því sama er einnig hægt að láta lokkana enda í snúð í stað þess að spenna þá að aftan. Það er allavega nóg hægt að gera með fléttur og það er greinilegt að vinsældir fléttutrendsins á ekki eftir að dvína í bráð.

margarethowell

flettur


Madonna fyrir Louis Vuitton

madonna-louis-vuitton-ads-01Birst hafa myndir á netinu úr sumarherferð Louis Vuitton 2009 og er það engin önnur en Madonna sem prýðir myndirnar. Ljósmyndarinn er Steven Meisel og umhverfi myndanna er franskt bístró. Marc Jacobs, yfirhönnuðir Louis Vuitton, ákvað að fá Madonnu til samstarfs eftir að hafa farið á tónleika með henni í París. Hann segist vera ánægður með útkomuna og einnig með orkuna sem Madonna býr yfir.

Athygli vakti þegar hún mætti í fatnaði frá Louis Vuitton í Gucci samkvæmi nýlega og var þá talið ljóst að Madonna væri auglýsingastúlka þeirra fyrir sumarið.

madonna-louis-vuitton-ads-02

Kate Bosworth umhverfisvæn

Kate Bosworth mætti á græna viðburðinn Gorgeous & Green, haldinn af Global Green USA, á þriðjudaginn. Þar sem hún var kynnir mætti hún að sjálfsögðu í umhverfisvænum fatnaði, en það var svartur kjóll skreyttur opnum rennilásum. Þessi flotta skreyting gerði venjulegan lítinn svartan kjól, djarfan og öðruvísi. Kjóllinn var sérhannaður fyrir Bosworth af hönnuðinum Phillip Lim og notaði hann eingöngu umhverfisvæn efni við gerð hans.

Umhverfisvæn og græn hönnun er alltaf að verða útbreyddari og fólk verður ætíð meðvitaðra um kosti efna sem innihalda engin eiturefni. Svo dæmi sé tekið er talið að eiturefni í níðþröngum gallabuxum geti borist inní húðina. Þannig er betra fyrir húðina að klæðast ‘hreinum’ efnum en einnig fyrir umhverfið, þar sem ekki fara eiturgufur út í andrúmsloftið.

Oft hafa umhverfisvæn föt ekki verið talin tískuvara, en með tilkomu ýmissa nýrra merkja síðustu ár, hefur eftirspurnin og vakningin eftir þessum vörum jukist heilmikið. Dæmi um flott merki eru Linda Loudermilk, Ecoskin og Lara Miller. Verðið á línum sem þessum er í hærra lagi, þar sem gæði efnanna er mikil og oft ekki um fjöldaframleiðslu að ræða. En það er þó létt að verða sér úti um klassískar umhverfisvænar flíkur í formi bómullarvara eins og stutterma- eða hlýrabola, þar sem verslanakeðjur á borð við H&M og Zara hafa boðið uppá vörur af þessu tagi.

katebosworthgreen

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband