Færsluflokkur: Fyrirsætur

Topshop endurnýjar samning Kate Moss

katemosstopshopTopshop hafa endurnýjað samning sinn við Kate Moss til þriggja ára. Þeir tilkynntu miðvikudaginn sl. að fyrirsætan hefði skrifað undir nýjan samning um að halda áfram hönnun á eigin línu fyrir tískukeðjuna. Hún mun hanna nokkrar línur á ári og mun að auki hanna aukahluti og undirfatalínu. Samkvæmt áætlun á næsta lína að koma út í mars.

Moss hefur nú þegar hannað átta línur, en hún hóf samstarfið við Topshop í lok árs 2006. "Ég trúi að þetta hafi verið gott samstarf bæði fyrir Topshop og Kate," sagði Sir Philip Green í yfirlýsingu. "Hafandi tveggja ára reynslu, er ég öruggur um að lína Kate hafi möguleika á að verða mikilvægt, alþjóðlegt merki innan Topshop."

Talið er að lína Moss hafi hjálpað Topshop að ná methagnaði þetta árið. Í nóvember, þegar jólalínan kom í verslanir, var ákveðinn kjóll aðeins nokkra klukkutíma að seljast upp. Eins og gefur að skilja er Moss ánægð með árangurinn "Ég hlakka til að vinna með Topshop teyminu að nýjum línum og ég þakka öllum sem nú þegar eiga hlut úr ’Kate Moss fyrir Topshop’" sagði hún eftir að fréttur bárust um nýja samninginn.


Stuttar klippingar

Það virðist sem stuttar klippingar séu algjörlega málið í dag. Fyrirsætur hafa klippt langa lokka sína í stórum stíl og stjörnurnar einnig. Nýjasta dæmið er án efa Victoria Beckham, sem lét bob klippinguna víkja fyrir drengjakolli. Fyrirsæturnar Agyness Deyn, Freja Beha Erichsen og Anja Rubik urðu allar mjög vinsælar að hluta til vegna beinskeyttar klippingar sem ýtir undir sjálfstæða persónuleika þeirra. Klippingin er orðin partur af ímyndinni.

Stutt hár þarf að vera vel klippt enda stór yfirlýsing. Það þarf að bera með sjálfstrausti enda eru það oftast sterkar týpur sem leggja í breytingar sem þessar. Mörgum finnst stutt hár elda konur, en ef rétt er farið að og réttar vörur notaðar til að stílisera hárið, getur það frekar yngt og veitt ferskara yfirbragð. Það er líka nauðsynlegt að breyta til öðru hverju, enda verðum við þreytt á því að vera með eins klippingu of lengi. Það er því tilvalið að stytta langa lokka fyrir smart klippingu og muna eftir stoltinu.

stuttarklippingar


Fyrirsætan Erin Wasson

Erin Wasson velur sér oft óvenjulega leið hvað stíl sinn varðar. Hún er innblástur fatahönnuðarins Alexander Wang enda hefur hún sjálfstæðan persónuleika og veit hvað hún vill. Fyrir utan að vera sérstakur stílisti Wangs er hún einnig fyrirsæta og hefur birst á forsíðum margra þekkta tímarita auk þess að hafa verið í ýmsum auglýsingum. Aðeins hefur dregist úr fyrirsætustörfum uppá síðkastið eftir að hún hannaði skartgripalínuna LowLuv og nú síðast fatalínu fyrir lífstílsmerkið RVCA sem er vinsælt hjá ýmsu brettafólki.

Wasson er upprunalega frá Texas og segir uppeldið í fylkinu eiga stóran þátt í velgengni sinni ,,þú getur ekki tekið Texas úr stelpunni. Ég hefði ekki komist svona langt í tískuheiminum ef ég hefði ekki haft smá af þessari suðurríkjagestrisni." Hvort uppeldið hafi eitthvað með stíl hennar að gera er spurning, en hann er mjög þægilegur og einfaldur á töff hátt. Hún hefur ekki hikað við að klæðast áhættusömum samsetningum á rauða dreglinum, enda galakjóll ekki alveg hennar stíll.

Djarfleikinn er hennar aðalsmerki og eitt af því sem hefur gert hana vinsæla. Haft hefur verið eftir henni í viðtali að ,,heimilislaust fólk sé töff’’, en hún aðhyllist frekar óklárað lúkk – hárið er alltaf svolítið úfið, hún ber litla förðun, fötin eru stundum viljandi rifin og hún virðist klæðast öllu á svo auðveldan hátt. Það er ljóst að hún hefur ekki þurft að vinna mikið í stílnum, hann er henni eðlislægur og hreinskilinn. Það er hæfileiki að flækja ekki hlutina um of og ná alltaf réttu útkomunni án mikilla pælinga.

erinwasson


Götótt og tætt

Stundum verða ótrúlegustu trend vinsæl. Fyrir nokkrum árum voru snjáðar og götóttar gallabuxur í frekar ljósum þvotti, vinsælar. Þannig buxur hafa ekki sést í tískuheiminum í þónokkurn tíma, en núna með komu grunge tískunnar er götótt orðið heitt. Þó alls ekki í sömu mynd og áður. Það má segja að Alexander Wang og Maison Martin Margiela hafi komið bylgjunni á stað, Wang með götóttum, þunnum sokkabuxum og Margiela (sem er þekktur fyrir spes hönnun) með gallabuxur sem eru tættar að framan.

Trendin eru vinsæl hjá fólki sem aðhyllist frekar hráan stíl og hafa fyrirsætur á borð við Erin Wasson og Agyness Deyn sést í tættum gallabuxum. Sokkabuxur með götum og lykkjufalli að hætti Wang sjást oftar en ekki á tískubloggurum. Útfrá þessum trendum hefur einnig borið á leggings með lárettum útklippum á hliðunum, en fyrirsætan Anja Rubik, hefur m.a. sýnt þá útgáfu.

Það sem er best við allar útgáfurnar; buxurnar, leggingsarnar og sokkabuxurnar, er að allt þetta er hægt að framkvæma heima hjá sér með flíkina og skæri að vopni. Buxurnar eru kannski flóknasta verkefnið, en sokkabuxurnar ættu ekki að vera erfiðar í framkvæmd. Mig grunar að einhverjum finnist götóttar sokkabuxur einfaldlega ekki töff, en með þykkum sokkum, ökklaháhælum skóm og þykkri prjónapeysu/víðri skyrtu er lúkkið tilbúið. Bætið við beanie húfu og biker jakka fyrir aukatöffaraskap, a la Wang.

buxur

 leggings

 sokkabuxur

 


Kate Moss elskar Balmain

Það virðist sem Kate Moss hafi tekið ástfóstri við haustlínu Balmain. Línan var rokkuð og innihélt meðal annars þröngar ökklabuxur í allskyns munstrum. Má þar nefna dalmatíu-, zebra- og slöngumunstri ásamt köflóttum. Kate Moss hefur sést í nánast öllum þessum buxum upp á síðkastið, auk þröngra leðurbuxna - einnig frá Balmain. Það sem er skemmtilegast við þetta allt saman er að Topshop hefur gert eftirlíkingar af flestum þessara buxna. Ég fór í Topshop hér heima í vikunni og sá einmitt allavega tvennar af þessum buxum. Það er því auðvelt að næla sér í svipað par, þó að munstrin séu eftirtektarverð og eflaust ekki fyrir alla.

koflottar
Balmain haust/vetur '08; Kate Moss; Zara haust/vetur '08; Topshop
.
snaka
Balmain; Kate Moss; Topshop; Topshop
.
ledur
Balmain; Kate Moss; Topshop

Óheilbrigðar kröfur

Ég rakst á virkilega áhugavert myndband um líkamsmyndir í tískuheiminum. Bandaríska fyrirsætan Ali Michael átti mikilli velgengi að fagna á síðasta ári. Hún byrjaði að starfa sem fyrirsæta aðeins 15 ára gömul, þá tæp 60 kíló og 1.75 á hæð. Hún var beðin um að létta sig af umboðsskrifstofu sinni og fór niður í 46 kíló. Eftir læknisskoðun sem leiddi í ljós að þyngd hennar væri óheilbrigð, ákvað hún að gera eitthvað í sínum málum. Eftir vinnu með næringafræðingi og lækni náði hún bata, en var hafnað af tískuheiminum. Nokkur kíló réðu því hvort hún væri ein af vinsælustu fyrirsætunum í það að fá ekki að ganga í nema einni sýningu í París. Í myndbandinu er tekið viðtal við Ali, sem er nú 18 ára, og segir hún frá reynslu sinni af þrýstingi tískubransans.


Fyrirsætur baksviðs

Nú eru allar tískuvikurnar fjórar í París, Mílanó, New York og London afstaðnar og þótt það sé alltaf gaman að sjá það sem hönnuðurnir sýna hverju sinni, er einnig skemmtilegt að sjá hverju fræga fólkið í fremstu röðinni klæðist og fyrirsæturnar baksviðs.

Sérstaklega finnst mér stíll fyrirsætna mjög flottur. Þær hafa náttúrulega margar hverjar nánast fullkominn vöxt og því fer þeim nánast allt, en það er samt hægt að fá góðar hugmyndir frá þeim. Klæðnaður þeirra einkennist mikið af casual, basic flíkum sem virðast vera í ódýrari kantinum - því er svo blandað saman við hönnunarvörur (sem þeim er reyndar stundum gefið). Gallabuxur, leggings og sokkabuxum er klæðst við þægilega víða boli, casual kjóla og fínar prjónaflíkur. Yfirhafnir eru oftar en ekki leðurjakkar og blazer jakkar, og stígvél eru vinsælt skótau.

modelstyleny

Efst til vinstri er Sasha Pivovarova baksviðs hjá Anna Sui, gróf stígvélin harmonera vel við mildu litina að ofan. Næst er Behati Prinsloo baksviðs hjá Derek Lam, einnig í nokkuð grófum stígvélum og þröngum kjól innan undir popp/rokk bol. Abbey Lee baksviðs hjá Calvin Klein í síðum, víðum bol og grófri peysu yfir - kósý lúkk en samt töff. Til hægri er svo Sheila Marquez baksviðs hjá Matthew Williamsson, gráar oversized buxur, leðurjakki og peysa.

Í neðri röð til vinstri eru Kasia Struss og Vlada Roslyakova baksviðs hjá Donna Karan, þær eru smart í gallabuxum, peysu og jakka - virkilega 'easy going'. Yfir í aðeins fínna, Agnete Hegelund baksviðs hjá Marc Jacobs í fínum kjól og jakka, þunn peysan yfir kjólinn gefur jarðbundnara útlit. Maryna Linchuk baksviðs hjá Rag&Bone í jakka í skólabúningastíl og hnéháum stígvélum, Prada taskan er náttúrulega bara flott. Coco Rocha til hægri baksviðs hjá Rag&Bone, mjög laid back snið og plain litir.

modelstylemilano

Chanel Iman baksviðs hjá Bottega Veneta er lengst til vinstri í skemmtilegri samsetningu af dökkólívugrænum og vínrauðbleikum. Við hlið Chanel er Mariacarla Boscono baksviðs hjá Missoni í glansandi leggings við lakkskó og flottum jakka. Inguna Butane baksviðs hjá Bottega Veneta í dökkgráum jakka í karlasniði við ljósgrá háhæluð stígvel í snákaskinni. Til hægri, þær Daiane Conterato og Carolina Pantoliani baksviðs hjá Moschino eru flottar í biker leðurjakka og víðum peysujakka.

modelstyleparis

Vlada Roslyakova er í litríkum bol og klút baksviðs hjá Hussein Chalayan. Alana Zimmer baksviðs hjá Karl Lagerfeld í týpískri gallabuxna og blazer jakka samsetningu. Næst er Maryna Linchuk baksviðs hjá Viktor&Rolf í gallabuxum í rosalega flottum bláum lit og loðvesti, aftur með Prada töskuna með glansleðuráferð.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband