Færsluflokkur: Fræga fólkið

Fyrirspurn: Síðar hálsfestar

Ég fékk fyrirspurn um skart fyrir helgi og mun ég með glöðu geði svara henni af minni bestu getu. Hún hljómaði svona:

Ertu til í að fjalla um skartgripi? Mér finnst síðar festar mikið í gangi núna. Hvernig festar og við hvað?

Síðar festar geta verið margskonar, allt frá því að vera þykkar og chunky, þunnar og penlegar og svo geta þær einnig verið með ýmsu hangandi skrauti. En pendant festar (með hangandi skrauti) hafa verið svolítið vinsælar en eru frekar á undanhaldi heldur en hitt.

Þær sem ég hef verið að sjá undanfarið og finnst persónulega fallegastar, eru þunnar og mjög síðar hálsfestar, og til að gera þær spennandi er hægt að klæðast nokkrum misstórum í einu. Til að fá enn meiri fjölbreytni getur verið flott að þær séu ekki allar eins, og fá svolítinn mismatch fíling. En haustlína Givenchy innihélt einmitt flotta útgáfu af því útliti, kannski aðeins of ýkt fyrir raunveruleikann, en samt góð fyrirmynd fyrir lúkkið. Þannig er hægt að blanda gulli með silfri og þunnum festum með enn þynnri o.s.frv.

Festarnar geta alveg verið með skrauti, en aðalmálið er samt að þær séu svolítið látlausar. Þannig að smátt skraut sem er á víð og dreif um festina væri ákjósanlegast. Síðastliðin vetur hafa nokkrar stjörnur borið fallegar síðar festar með penu skrauti, en ég tel samt að fyrir næsta haust verði þær enn síðari og meiri ýkt í þeim með því að blanda saman síddum. Katie Holmes bar fallega festi í Costume Institute Gala sem var nýlega og voru það nokkrar festar í svipaðri sídd, en Sarah Jessica Parker fær þó mín stig fyrir sína útgáfu.

Uppfærsla: Ég hef verið að drífa mig í gær en ég gleymdi að svara við hvað hálsfestar af þessu tagi passa. Að mínu mati eru lúxusefni eins og silki og satín það besta. Þau einhvern veginn complimenta gullinu og silfrinu vel, sérstaklega þegar festarnar eru síðar og þunnar. Hvað liti varðar finnast mér ríkir tónar og sterkir litir henta best eða einfaldlega svartur. Allavega ekki of fölur, þar sem maður vill draga athyglina að festunum og þá skiptir 'bakgrunnurinn' máli. Aðalmálið er að hugsa um það sem fer undir festina, þ.e.a.s. efri partinn, frekar en að draga mikla athygli að neðan. Kjólar og fallegar blússur henta því vel.

halsfestar


Stílistar & Stíll Stjarnanna

Til eru tvær tegundir af stílistum; persónulegur stílisti og tískustílisti. Það eru hinn fyrrnefndi hópur sem ég mun fjalla um að þessu sinni. Eins og nafnið bendir til einbeita þessar gerðir stílista sér að því að aðstoða og veita sína þjónustu til einstaklinga. Þeir hjálpa fólki við innkaup á tískuvörum, samsetningu og jafnvel endurskipulagningu fataskápsins til að auðvelda vinnuna við að klæða sig.

Þegar maður hugsar um tískuvarning og auðæfi, leggur saman tvo og tvo, þá gæti maður svo sem alveg ímyndað sér að það væri ekki svo erfitt starf að stílisera sig sjálfur. Ef fólk á á annað borð peningana til að kaupa fullt af dýrum fatnaði sem á að vera það nýjasta og ‘í tísku’ ætti viðkomandi þ.a.l. að líta vel út. En eins og flestir vita geta peningar keypt tísku en ekki stíl. Nema maður sé ríkur. Þá kaupa peningar stílista.

Margar stjörnur sem viðurkenna ekki að nota þjónustu stílista, gera það í raun og veru. Samkvæmt heimildum vel þekkts stjörnustílista treysta u.þ.b. 95 % af helstu Hollywood-stjörnum á stílista. Það eru jafnvel oft kvikmyndaver, sjónvarpsstöðvar og umboðsskrifstofur tónlistarmanna sem taka við reikningum, sem getur verið $5000 dollarar á dag, eða um 400.000 krónur.

Þótt flestar stjörnur kalli einungis til stílista þegar stærri viðburðir liggja fyrir, hafa margar nú orðið stílista reiðubúna allan ársins hring. Þá dressa þeir viðskiptavininn ekki einungis upp fyrir rauða dregilinn heldur einnig fyrir hin daglegu störf og útréttingar. Þá sér hann að mestu eða alfarið um fatainnkaup, tekur fataskápinn í gegn mánaðarlega eða eftir árstíðum og stjarnan sjálf gerir ekkert nema kannski að taka lokaákvarðanir. Þannig næst þegar þú sérð einhverja stjörnuna líta óaðfinnanlega út við matarinnkaupin og hugsar með þér hvað hún hafi nú flottan stíl, eru miklar líkur á að hún hafi fengið hjálp við verkið. Stjörnustílistinn Rob Zangardi segist stanslaust vera að versla og fá lánuð föt fyrir sína kúnna svo þeir eigi alltaf eitthvað til að fara í, hann sýnir þeim svo bestu samsetningarnar svo þær þurfi ekki að hringja í hann áður en þær fara út úr húsi.

Þótt hver stílisti hafi sinn persónulega stíl felast hæfileikar þeirra í því að vinna með líkamsvöxt og lífstíl hvers viðskiptavinar fyrir sig. Þeir þurfa að kunna að fara eftir því hvað stjarnan hefur upp á að bjóða. Þannig er ákveðinn prósess þegar ný stjarna kemur í verk stílista, að móta stílinn og ákveða hvaða leið á að fara. Nicole Chavez sem sér m.a. um stíl Kristen Bell og Rachel Bilson segist nota stílinn sem stjarnan hefur fyrir og betrumbæta hann svo. Hver og einn hefur sinn persónuleika og það er það sem hún reynir að ná fram. Þar sem stjörnurnar eru myndaðar oft af paparazzi ljósmyndum geta þær ekki klæðst sama hlutnum oft og því sýni hún kúnnum sínum leið til að endurtaka hluti á öðruvísi hátt. Stílisti Natalie Portman og Michelle Williams skoðar vel tískuna og tískusýningar til að geta frætt þær um nýjustu trendin. Fyrir stærstu viðburðina eins og Óskarinn, þegar stjörnurnar prýða draumkenndir síðkjólar, hugsar hún útlitið svolítið eins og hún væri að stílisera tískumyndatöku – hún býr til ákveðna mynd og fantasíu í höfðinu af því sem hún vill að útkoman verði.

Ég hef valið 9 frægar konur sem að mínu mati hafa mjög flottan stíl – hvort sem þær hafa stílista eða ekki. Það eru náttúrulega alveg helling af vel klæddum frægum konum en mér finnst þessar standa úr, bæði hvað varðar stíl á rauða dreglinum, sem og í casual fatnaði í daglegu lífi. Ég hef ekki valið ungstirni á borð við Nicole Richie, Rachel Bilson, Olsen systur o.s.frv. ekki af því þær eru ekki með flottan stíl, heldur væri það of mikil upptalning og mér finnst þær svolítið elta trend. Enda myndi mig langa til að fjalla sér um hverja og eina því þær sjást oftar en ekki virkilega smart og hægt að fá góðar hugmyndir frá mörgum af þeim. Þær sem ég hef valið eru allt frá aldrinum 25 til 43 ára og ég valdi frekar þær sem eru eldri þar sem meiri líkur á að þær hafi sett sér sinn stíl og sín trademark.

katebosworth 

siennamiller

katehudson

katieholmes

dianekruger

heidiklum

katemoss

gwynethpaltrow

sarahjessicaparker

 


Maxi kjólar

Maxi kjólar verða áfram vinsælir þetta sumarið. Bæði sýndu hönnuður þá á sumarsýningum fyrir þetta árið og einnig eru stjörnurnar farnar að klæðast flottum og sumarlegum síðum kjólum. Maxi kjólar eru skósíðir kjólar í fljótandi og þægilegum efnum og geta verið bæði með hlýrum eða hlýralausir. Þeir koma oftast í fallegum munstrum allt frá hippalegum blómaefnum til afríska tribal munstra. Einnig eru bjartir litir vinsælir og þá er þeim oft blandað saman.

Þótt flestir halda að maður þurfi að vera í fyrirsætuhæð til að klæðast slíkum kjólum er það ekki raunin. Langt í frá hafa smávaxnar Hollywood stjörnur klæðst þeim eins og Eva Longoria, Mary-Kate Olsen, Rachel Bilson og Nicole Richie, sem hefur sést í þeim oftar en einu sinni bæði síðasta sumar og einnig nú í vor. Þeir hafa einnig verið vinsælir á meðgöngu, en áðurnefnd Nicole klæddist nokkrum meðan hún var ólétt og nú hafa Jessica Alba og Gwen Stefani einnig sést í þægilegum maxi kjólum. Þeir virðast lengja frekar en stytta en það þarf samt að passa að kjóllin ‘gleypi’ ekki þann sem klæðist honum.

Það sem er svo æðislegt við maxi kjólana er hvað þeir eru þægilegur valkostur. Andstæðan við veturnar þegar maður þarf að klæða sig í margar spjarir og hugsa um að allt passi saman, þá getur verið gott að þurfa ekki að hugsa nánar en að fara í kjólinn og skella sér í smart sumarsandala við (eða sky-high hæla til að virðast hærri). Þeir henta einstaklega vel á daginn í sólinni. Málið er að þeir séu ekki of fínir, þ.e.a.s. efnið sé casual og munstrið sé suðrænt og litirnir hressandi. Þá er ekki hægt að klikka á þessum þægilega valkosti.

maxikjolar2

maxikjolar


Skærlita töskur

Það virðist sem töskur í öllum regnboganslitum séu orðnar stórt trend, allavega í Hollywood. Margar stjörnur hafa sést með skærlitaðar töskur á handleggnum upp á síðkastið. Þar virðist gulur vera einn vinsælasti liturinn. Spurning hvort sumarið og sólin hafi þessi áhrif, en sú vinsælasta er gul taska með hringjahandfangi frá Dior. Allt frá ungstirnum á borð við Mary Kate Olsen og Rachel Bilson til stílíkona eins og Söruh Jessicu Parker hafa nælt sér í eintak. Hún er passlega stór og meðfærileg auk þess sem liturinn er frískandi. Katie Holmes hefur hins vegar fengið sér tösku í sama lit frá Louis Vuitton. Listinn endar ekki þar því Eva Longoria og Cameron Diaz sáust nýlega með gular töskur í stærri kantinum.

Gulur er þó ekki eini liturinn sem stjörnurnar skarta á handleggjum sínum því rauður, fjólublár og grænn í öllum tónum litaskalans eru einnig vinsælir. Raunveruleikastjarnan og upprenandi fatahönnuður, Lauren Conrad, skartar hér fyrir neðan skrautlegri tösku í skærrauðum lit við fallegan sumarkjól. Leikkonan Jessica Alba ber sportlega fjólubláa tösku frá Gerard Darel. Rachel Bilson á sægræna tösku frá Chloé og er sniðið öðruvísi en flott. Að lokum er það svo Kate Moss sem er með skærgræna Mulberry handtösku í klassísku sniði.

Þegar taskan er í skærum litum og sérstaklega þegar sniðið er stórt, og taskan sem sagt áberandi, er best að litum í restinni af klæðnaðinum í hófi. Svartir, gráir, hvítir henta vel og aðrir sem tóna vel við litinn á töskunni. Það er því um að gera að leyfa töskunni að njóta sín sem best. Nú er bara spurningin – hver er þinn uppáhalds litur?

skærlitatoskur


Prada töskur

fwprada

Það er eitthvað við töskurnar frá Prada, ég fell alltaf fyrir þeim. Síðasta haustlína innihélt nokkrar útgáfur af fallegum töskum. Þær sem urðu vinsælastar voru bæði í möttu leðri og með lakk áferð í svokölluðu 'colour bleed', þar sem dökkur litur nánast svartur blæddi inní ljósbrúnan. Aðrar töskur voru ýmist úr leðri í grænum og appelsínugulum tónum eða úr loðnu efni.

ssprada

Í sumarlínunni var eins og vanalega úr nógu af taka hvað töskur varðar. Þær voru hafðar í stíl við þemað, sem var m.a. náttúran og allir hennar litir. Þær eru sannkallaður draumur og er litatæknin mikið til 'colour blocking' sem eru margir mismunandi litir saman. Þær eru tilvaldar til að poppa upp svartan klæðnað.

pradafairybag

Ein taska úr sumarlínunni hefur orðið séstaklega vinsæl. Það er 'the fairy bag' eða álfadísartaskan. Á henni er listræn teikning eftir listamanninn James Jean af álfadísum í svörtu og jarðlitum á hvítum bakgrunni. Að hafa svoleiðis tösku á handleggnum er nánast eins og að ganga með listaverk. Sienna Miller og Jennifer Love Hewitt eru meðal þeirra mörgu stjarna sem eiga eintak, en taskan seldist upp á tveimur dögum í Neiman Marcus og nú þegar er um þriggja mánaða biðlisti. Hún er úr skinni af dádýri og kostar um 150.000 krónur. Það er þó hægt að fá minni veskisútgáfu fyrir þriðjung stærri töskunnar.

fw08prada

Töskurnar sem eru væntanlegar fyrir næsta vetur eru ekki alveg eins spennandi að mínu mati en engu að síður mjög flott hönnun. Litirnir eru svartur, brúnn og beige á leðri og í blúndum – en blúndur voru gegnum gangandi í allri línunni. Pífur voru notaðar til að gefa skemmtileg smáatriði.


Ljóst gallaefni

Aðaltrendið í gallaefnum fyrir sumarið virðist vera frekar ljóst. Christopher Kane sýndi gallaefni sem var búið að tæta og var það í mjög fölum lit. Alexander Wang var einnig með ljóst gallaefni en Karen Walker var með óþvegið, en aðeins dekkra efni. Það er spurning hvort þetta verði stórt trend, en enn sem komið er hefur ekki mikið borið á því.

Það er þó tilvalið að lýsa upp á gallefnið fyrir sumarið og fá sér ljósar gallabuxur sem ná rétt fyrir ofan ökklann (í anda Alexander wang) og para saman við þunna blússu í blómamunstri a la Luella, eða gallabuxur í ljósum litum með extra víðum skálmum eins og sést á Sophiu Bush. Persónulega finnst mér fallegra þegar ljóst gallaefni er óþvegið og í frekar fölum tónum og það þarf að passa svolítið hvað fer saman við.

ljostgallefni
sophia_bush

Clutches í slönguskinni

Svokallaðar clutches hafa verið vinsælar undanfarið, en það eru frekar litlar og meðfærilegar töskur. Þær eru hið fullkomna svar við trendinu á töskum í yfirstærðum sem hafa verið helsta töskutrendið síðusta árið. Clutches hafa bæði sést á rauða dreglinum og á götustílsbloggsíðum. Þessar töskur hafa vanalega einungis verið notaðar í fínni tilefnum, en nú eru þær farnar að sjást á stjörnunum á daginn. Flottast þykir að hafa þær svolítið stórar enda þægilegra svo allar nauðsynjar komist ofan í. Töskurnar hafa oftast enga ól og er því haldið á þeim með annarri hendi. Þær voru mjög vinsælar á sýningarpöllum fyrir sumarið og var slöngu- og krókódílaskinn vinsælt efni.

Vintage verslanir hafa ágætt úrval af svipuðum  töskum í slönguskinni, aðallega í svörtu, navy bláu og vínrauðu. Svo hef ég séð nokkrar í tískuverslunum, svo það er um að gera að hafa augun opin fyrir nýjasta trendinu.

clutches
clutches2

Hervé Léger

Hervé Léger er þekktastur fyrir hönnun sína á svokölluðum bandage kjólum, sem eru níðþröngir og falla undir trendið body-con eða lauslega þýtt sem sjálfsmeðvitað. Ekki er þó hægt að vera annað en meðvitaður um líkamann sinn ef klæðast á einum af kjólum hans. Efnin í kjólunum er ríkt af lycra og spandexi til að ýta enn undir kvenlegan vöxt.

Léger var mjög vinsæll á 9.áratugnum og má segja að hátindur ferilsins hafi verið á þeim tíma. Fyrir nokkrum árum, þegar trendið birtist aftur á tískupöllunum, var merkið endurreist. Það var þó ekki hönnuðurinn sjálfur sem kom þar að verki, en nútímaútgáfan af kjólum Léger er byggð á gömlu módelunum.

Í dag eru vintage útgáfurnar ekkert óvinsælli en nýju, og selur vintage verslunin Decades í Los Angeles mikið af gamalli hönnun hans til stjarnanna. Það eru líka mörg nöfn Hollywood stjarna sem hafa klæðst Hervé Léger kjólum, allt frá ungstirnum á borð við Rihanna og Nicole Richie til eldri gyðja eins og Catherine Zeta Jones og Sharon Stone.

herveleger

Victoria Beckham / Sophia Bush / Minka Kelly

Fyrir haustlínuna 2008 var fenginn hönnuðurinn Max Azria til að krydda upp á merkið og tókst það svo sannarlega. Hann setti sitt ’touch’ á fyrri hönnun og bauð auk kjóla upp á kápur og buxur. Línan var mjög fjölbreytt og litapallettan virkilega haustleg og elegant.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband