Færsluflokkur: Fræga fólkið

Ný Sex and the City mynd?

sarah-jessica-parker-11258-6Þótt Sarah Jessica Parker lifi ekki alltaf undir þeim kröfum sem aðdáendur Sex and the City þáttanna setja á stíl hennar, þá hittir hún samt sem áður naglann á höfuðið endrum og sinnum. Í gær var einmitt eitt af þessum skiptum, en Parker mætti á ballettsýningu í ótrúlega töff Balmain kjól úr sumarlínu næsta árs ásamt skóm úr vetrarlínu Balenciaga. Kjóllinn er hin fullkomna glamúrútgáfa af litla svarta kjólnum, með silfurskreyttum ermum. Kjóllin kostar ekki lítið, en Balmain merkið er gríðarlega vinsælt um þessar mundir fyrir rokkaða hönnun með miklum glamúr og skrauti.

Fyrir utan kjólinn sem vakti athygli í gær, talaði Parker um mynd númer tvö af Sex and the City. Flestir eru sammála um að vel hafi verið staðið að fyrstu myndinni, en skiptar skoðanir eru um hvort gera eigi aðra mynd. Þetta hafði hún að segja, "ég held að tökur næsta sumar sé raunsæ tímaáætlun. Við myndum þurfa að byrja tökur þá, til að myndin komi út 2010. En það þýðir að við þurfum að koma öllu á hreint næstu mánuðina." Hún segir samræðurnar um aðra mynd þó aðeins vera á grunnstigi, en að framleiðslufyrirtækið telji það þó spennandi. Þá er bara að bíða og sjá hvað verður!

 

parkerbalmain

Rihanna

Hin fræga söngkona Rihanna er nú þegar búin að sanna sig í tónlistarheiminum en hún hefur einnig verið að láta taka til sín í tískuheiminum. Stjarnan Rihanna veldur ekki vonbrigðum þegar kemur að fötum og aukahlutum, hvort sem er hversdags, á fínum viðburðum eða á sviði. Hún tekur svo sannarlega miklar áhættur og klæðist oft djörfum samsetningum. Hún er mikill aðdándi stórra hönnunarmerkja og hefur mikið klæðst Gucci að undanförnu, enda andlit nýrrar handtöskulínu þeirra til styrktar Unicef.

Rihanna hefur þetta árið fengið verðskuldaða athygli fyrir stíl sinn og hefur m.a. verið valin ein af best klæddu konum ársins af tímaritum. Ekki er hægt að lýsa stílnum í einu orði, en hún er óhrædd við munstur, liti, sérstök snið, óvenjulegt skraut og mikið af skarti. Ekki má svo gleyma skónum en hún velur sér oft mjög framúrstefnulega hannaða skó.

Sviðsútlit hennar er mjög ýkt en búningarnir útpældir og spila vel með tónlist hennar. Utan sviðsins þorir hún að klæðast því sem margar stjörnur af svipaðri frægðargráðu og hún þora ekki vegna ótta við að slúðurblöð setji þær á "verst klædda listann". Almenningur skilur ekki alltaf hönnun tískuhúsa, en þannig er þessu þó ekki háttað með Rihönnu. Hún hefur tónlistina, persónuleikann og flotta hárgreiðslu til að ýta undir fötin.

rihanna2

Madönna djörf

Madonna mætti í fyrradag í partý á vegum Gucci, en þeir eru að koma með línu af töskum til styrktar Unicef. Það sem vakti athygli var klæðnaður Madonnu. Hún tók greinilega mikla áhættu og líklegt að slúðurblöðin eigi ekki eftir að líka það sem hún valdi að klæðast. Að mínu mati tók hún sig glæsilega út í græna fjaðrakjólnum úr sumarlínu Louis Vuitton. Línan var líka í alla staði mjög flott og framandi - öðruvísi hönnun en áður. Það voru áberandi litir og glamúrinn var ekki sparaður. Skórnir og aukahlutirnir voru sérstaklega flottir.

madonnalouisvuitton

Djúpir litir

litirjohngallianoÞótt mörgum hrylli við tilhugsunina um að skærir litir í augnförðun komi sterkir inn þennan veturinn, þá ber þeim ekki að örvænta. Því djúpir litir í augnskuggum verða fyrst og fremst ferskir, þótt þeir séu áberandi. Augun voru oft máluð á listrænan máta og greinilegt að förðunar-fræðingar notuðu hugmyndaflugið til að skapa framúrstefnulega förðun haust-sýninganna. Litirnir voru ýmist bornir á með augnskuggum eða blýöntum – en eitt er víst, það reynir á förðunarhæfileika kvenna þegar þetta trend er haft til hliðsjónar.

Það má með sönnu segja að litirnir séu djarfir, en það sem gefur þeim ferskleikan eru nýstárlegar hugmyndir um augnförðun. Það er einfaldlega ekki nóg að dreifa ‘einhverjum’ augnskugga um augnlokið, heldur eru notaðir mismunandi tónar af sama litnum, litum blandað saman, notaðir eru skuggar með gljáa og blautir eða þurrir augnblýantir notaðir á nýjan máta.

djupirlitir


Hárbönd

 

haraukahlutir

.
Upp á síðkastið hafa hárbönd í hippastíl verið vinsæl meðal stjarnanna. Bönd sem þessi eru af öllum gerðum, en algengast er að þau séu frekar mjó. Eitt það besta við þau er fjölbreytileikinn en þau er hægt að nota bæði hversdags en einnig fínt, en þá eru þau orðin skreytt með glanssteinum eða með gull- eða silfuráferð. Hversdagsböndin er aftur á móti oft einlit, og geta verið flott tvöföld. Það hefur minna borið á fínni útgáfunum, en þetta er mjög hentugt hárskart þegar maður ætlar að gera sig fínan. Það eina sem þarf er slegið hár, hvort sem það er alveg slétt eða svolítið liðað og svo hárbandinu skellt yfir höfuðið. Einfaldara gæti það ekki orðið.

harbond

Kate Moss elskar Balmain

Það virðist sem Kate Moss hafi tekið ástfóstri við haustlínu Balmain. Línan var rokkuð og innihélt meðal annars þröngar ökklabuxur í allskyns munstrum. Má þar nefna dalmatíu-, zebra- og slöngumunstri ásamt köflóttum. Kate Moss hefur sést í nánast öllum þessum buxum upp á síðkastið, auk þröngra leðurbuxna - einnig frá Balmain. Það sem er skemmtilegast við þetta allt saman er að Topshop hefur gert eftirlíkingar af flestum þessara buxna. Ég fór í Topshop hér heima í vikunni og sá einmitt allavega tvennar af þessum buxum. Það er því auðvelt að næla sér í svipað par, þó að munstrin séu eftirtektarverð og eflaust ekki fyrir alla.

koflottar
Balmain haust/vetur '08; Kate Moss; Zara haust/vetur '08; Topshop
.
snaka
Balmain; Kate Moss; Topshop; Topshop
.
ledur
Balmain; Kate Moss; Topshop

Buxur vinsælar í vetur

Buxur gera svolítið ‘comeback’ þetta haust og eru þær í allskonar sniðum og gerðum. Buxnasniðin eru mörg svolítið nýstárleg, blanda af harem buxum og ökklabuxum. Þær eru svolítið víðar í sér en eru rúmastar um mjaðmirnar og koma svo í bogalínu (bananaformaðar) niður leggina. Þótt þær hafi oft verið sýndar í ljósum litum á sýningarpöllum, fara svartar flestum betur þar sem þær vilja oft gera lærin stærri en þau eru. Það er því nauðsynlegt að vera í einhverju frekar aðsniðnu að ofan og alls ekki stórum og klunnalegum jökkum.

buxur
buxurstill
.

Í þrengri sniði eru níðþröngar teygjubuxur í munstri eða svörtu leðri – sem mætti líkja við leggings. Þetta snið kemur í stað þröngu gulrótagallabuxnanna og getur verið flott að skipta þeim út fyrir öðruvísi niðurmjóar buxur úr flottu efni. Það er allavega bókað mál að þröngar leðurbuxur/leggings verða mjög heitar í vetur og ættu allir sem hafa vaxtarlagið, að klæðast þeim við víðari toppa og stutta kjóla úr léttum efnum, t.d. blúndu.

ledurbuxur
ledurbuxurstill

Nauðsynjar í ferðatöskuna

Þegar pakkað er fyrir ferðalag, hvort sem áfangastaðurinn er framandi hitabeltiseyja, menningarleg stórborg eða ferð um dreymandi sveitahéruð, er grundvallaratriðið skipulagning. Það er margt sem þarf að hugsa um eins og hvert er farið, hve lengi, hvað á að gera og veðurfarið. Það segir sig sjálft að það krefst ólíks fatnaðars þegar farið er í tempraða stórborg heldur en á heita sólarströnd og því ekki úr vegi að hugsa vel um fatnaðinn áður en farið er, til að gera það auðveldara að klæða sig á áfangastaðnum. Ekki vill maður eyða dýrmætum tíma í að ákveða hverju á að klæðast.

Til að taka ekki of mikið með sér er alltaf best að setja saman alklæðnaði (e. outfits). Para saman einu pari af buxum við eins og tvo til þrjá efri parta. Passa að eitt par af skóm passi við fleiri en tvær flíkur og þar fram eftir götunum. Ef að maður hugsar allt í outfitum í stað stakra flíka er öruggt að útkoman verður betri. Minni höfuðverkur að ákveða hvað maður á að fara í og auðveldara að koma fleiru nýju sem maður kaupir á áfangastað í töskuna.

Þegar maður er erlendis getur maður oft fengið hugmyndir frá innfæddum og ef maður fær tendens til að klæða sig eins og þeir, þá er um að gera að fylgja tilfinningunum. Á framandi slóðum er tilvalið að prófa sig áfram, einnig verður skemmtilegra að ferðast í stíl við menningu landsins. En annars er sumt betra en annað þegar farið er til ákveðins áfangastaðs. Hér eru því nokkrar hugmyndir af ferðatöskum fyrir þrjár mismunandi ferðir.

Sólarströnd   Veður: Heitt
Á sólarströndum eru samspil þæginda og smartheita það mikilvægasta. Casual klæðnaður og svolítið ‘laid-back’. Ekki vera að hafa of mikið fyrir hlutunum, þar sem þetta er líklega langþráð frí, hvort sem það er með fjölskyldu eða vinum. Það sem verður að vera í ferðatöskunni eru sundföt til skiptanna, allavega nokkur bikiní eða flottir sundbolir. Bikiníin geta verið mismunandi, eins og eitt í svörtu, hvítu eða öðrum hlutlausum lit, annað í skærum lit og svo þriðja í einhverju flottu, exótísku munstri. Að mínu mati eru þrjú fín tala en fjöldinn fer náttúrulega eftir lengd frísins. Sumir fíla sundboli betur og sem betur fer eru þeir að koma mikið aftur og þá sérstaklega 50’s stílar sem ýta undir kvenlegan vöxt eins og mjaðmir og barm. Kaftan kjólar og aðrir léttir kjólar úr chiffon og öðrum hálfgegnsæjum efnum er ein flottasta leiðin til að hylja yfir sig við sundlaugarbakkann. Þetta er fullkominn tími og staður til að njóta þess að klæðast sterkum, áberandi litum og framandi munstrum – vera svolítið líflegur. Sandalar er það þriðja sem er alveg ómissandi, hvort sem það eru gladiator innblásnir sandalar eða einhverjir klassískari, og geta þeir verið í brúnu, svörtu og hvítu leðri og með allskyns ólum eða skrauti. Endilega setjið á ykkur helling af skarti, en gull fer einstaklega vel við brúna húð. Fallegir skartgripir geta einnig dregið athyglina af stöðum sem við viljum hana síst! Ef maður ætlar að skreppa í dagsferð eru flottar stuttbuxur, frekar stuttar og aðsniðnar við aðeins víðari sumarlegan topp algjörlega málið. Sandalarnir ganga svo við þetta alveg eins og bikiníið. Fyrir heit sumarkvöld ganga léttir kjólar vel, alls ekki of fínir en heldur ekki of casual (ekki fara í hálfgegnsæ cover-up út að borða). Nauðsynlegt er að hafa með sér gollur eða stuttan jakka yfir kjólinn ef hitinn fer að lækka. Annars tekur maður bara með kvölddress sem manni líður vel í og helst frekar plain kjól sem hægt er að breyta með aukahlutum. Það síðasta sem þarf svo að vera í töskunni eru sólgleraugun og flottir klútar.

Borgarferð   Veður: Kalt/Heitt
Misjöfn stemning er í mismunandi borgum og því þarf maður aðeins að finna út hver hún er. Einnig er fatnaður fyrir borgarferð mismunandi eftir tilgangi ferðarinnar, er þetta; menningarferð, verslunarferð, viðskiptaferð eða bara létt skoðunarferð um borgina. Í borgarferðum er maður þó oftast aðeins formal klæddari en á sólarströnd. Fyrir kalt veður er best að halda sig við basic fatnað eins og svartar og gráar fínni buxur við blússur, skyrtur og blazer jakka. Gollur, bæði svolítið víðar og passlegar eru alltaf góðar og tóna niður formlegheit. Annað í fínum prjónaefnum eru t.d. v-hálsmáls peysur í gráu, svörtu eða brúnu. Til að gera knit efnið áhugaverðara er flott að vera í silkibol innan undir í skærum lit og láta læðast undan peysunni. Gallabuxur er annað sem ætti einnig að vera með, fyrir þá sem þær fíla. Dökkar eru ákjósanlegastar, því þær eru klassískari og ganga við fleiri liti. Kápa er nauðsynleg, en alls ekki taka of síða eða þunga þar sem hún bæði þyngir töskuna og tekur dýrmætt pláss. Veljið frekar léttari kápu og klæðist þá þykkari peysu innan undir. Takið einnig með kjóla eða pils til að klæðast þegar farið er á veitingastaði og annað fínt, en þeir sem klæðast líka kjólum ‘ófínt’ taka náttúrulega fleiri til skiptana. Skart ætti að vera statement hlutir sem hægt er að nota við fleiri en eina flík í töskunni. Skótau ætti að vera eitthvað þægilegt sem gott er að ganga í. Fyrir heitari veður eru víðir sumarkjólar- og toppar í bland við þröng pils og stuttbuxur tilvalið. Sandalar og millifínir hælar er skótau sem ætti að vera með ásamt vel völdnu skarti og töskum.

Framandi ferðalag   Veður: Heittemprað
Í framandi ferðalögum veit maður aldrei við hverju má búast. Það getur því bæði verið erfitt, en skemmtilegt að pakka í tösku þegar áfangastaðurinn er framandi. Oft má búast við að ferðast mikið og skoða, hvort sem það er í rútum, lestum, bílum eða fótgangandi. Þannig er algjörlega nauðsynlegt að bæði fatnaður og skór séu þægileg. Best er að halda aukahlutum í sem minnstu magni, en þó taka með sér örugga kosti sem ganga við flestar aðrar flíkur, til að poppa klæðnaðinn upp. Það er ábyggilega betra að taka með sér ökklabuxur og stuttbuxur – í gallaefni eða öðru – í stað kjóla, þótt allavega einn þægilegur sumarkjóll ætti að vera með. Hlýrabolir í plain sniðum en flottum litum taka mjög lítið pláss en eru virkilega þægilegir að grípa í. Lítil vesti með einhverjum smáatriðum eru frábær til að klæðast yfir létta boli, þar sem þau gera lúkkið áhugaverðara. Töskur í stærra lagi eru einnig nauðsynlegar, svo allt komist nú fyrir; en passið samt að þær séu meðfærilegar, t.d. eru þær sem fara yfir aðra öxlina betri en þær sem þarf að halda á. Stráhattur toppar þetta svo allt saman, en hann er flott leið til að hylja sig fyrir sólinni auk sólgleraugna.

Að pakka
Hvernig er svo best að pakka í töskuna? Gott er að byrja á þyngstu hlutunum neðst og raða eftir þyngd, þannig léttur og viðkvæmur fatnaður sé efst. Þannig fara skórnir neðst og hvert par sett í poka til verndar. Taupokar eru ákjósanlegastir, en plastpokar eru í lagi. Til að halda löguninni er gott að fylla þá með sokkum, þunnum bolum eða öðru sem þú tekur með þér. Buxur koma næst og til að forðast of mörg brotför er best að brjóta þær saman til helminga. Næst fara svo bolir og kjólar og reynt er að brjóta þá sem minnst saman. Þunnum hlýrabolum má svo rúlla upp og setja í hliðarnar. Efst fer svo fatnaður sem er úr þunnum efnum eða hefur viðkvæmar tölur, pallíettur eða skraut. Gott er að snúa því sem hefur skraut á rönguna til að verja það. Virkilega fín föt er svo gott að setja í plastpoka eins og fást hjá efnalaugum (eða kaupa veglegri poka sem fást t.d. í Ikea) og auðvitað reyna að brjóta það sem minnst saman svo að ekkert krumpist.
Þegar kemur að förðunarvörum, setjið alla brúsa sem eru líklegir til að leka í plastpoka. Það er alls ekki skemmtilegt að byrja fríið á ónýtum fötum löðrandi í sjampói. Takið með aukapoka fyrir heimferðina. Allar glerumbúðir ættu að vera vel einangraðar, í poka og vafið inní fatnað eða annað mjúkt. Sniðugt er að kaupa litlar tómar túpur og flöskur og fylla á þær úr stórum umbúðum. Þannig tekur maður einungis með sér það sem maður þarf.
Það er mjög mikilvægt að troða ekki í töskuna þar sem það fer illa með hana og hættan á að hún hreinlega ‘springi’ er alltaf til staðar. Það fer heldur ekkert vel með fatnaðinn að vera ofþjappaður saman, hann verður að fá loft til að halda forminu. Ekki pakka heldur of lítið í töskuna, pakkið þá frekar í minni tösku til að forðast of mikla hreyfingu. Einnig er gott að taka alltaf upp úr töskunni um leið og komið er á áfangastað. Það er svo miklu þægilegra að sjá föt og skó á hengjum og hillum en í krumpi ofan í tösku.

Ferðafötin
Þá eru það ferðafötin sjálf, hverju á að klæðast í flugvélinni. Flestir hugsa um þægindi en þægindi þýðir ekki jogginggalli. Sem betur fer eru flestir vel til hafðir í flugum og þannig á það líka að vera þar sem mikið úrval er af fallegum fatnaði í þægilegum efnum. Verið viðbúin veðurbreytingum. Þegar er farið er frá kulda hér á landi til hitabeltiseyju þarf maður að vera klár. Þótt veðurbreytingarnar séu ekki alltaf svo dramatískar, veit maður aldrei við hverju má búast. Þjappaðar flugstöðvar virðast alltaf bera heitt andrúmsloft og inní vélinni er alltaf annað hvort of heitt eða of kalt. Þarna er lagskipting (e. layering) aðalmálið. Að kunna að klæða sig þannig að hægt sé að taka nokkrar flíkur af í hita og fara svo aftur í þær þegar það verður kaldara. Þung kápa er nánast aldrei til góðs. Hlý, þykk peysa og léttur jakki yfir er betri kostur, því það er leiðinlegt að burðast með stóra kápu. Best er að geyma skartið þangað til komið er á áfangastað. Stórir eyrnalokkar eru fyrir manni þegar reynt er að sofna og safn af armböndum, hálsmenum og hringjum gerir fólk í röðinni við öryggishliðið pirrað þegar kemur að því að taka allt af. Háir hælar gera ekkert nema þreyta og meiða fæturnar – flatbotna er viðeigandi hér.

Nauðsynjar í handfarangurinn:
Rúm handtaska   Til að rúma allan handfarangur er best að vera með stóra handtösku.
Seðlaveski   Þægilega stórt til að halda farmiðana, gjaldeyri og jafnvel vegabréfið.
Tímarit & bækur   Það vill engum leyðast í löngu flugi. Verum tilbúin með afþreyingarefni ef flugvélabíómyndin bregst.
iPod   Hafið iPodinn hlaðinn og tilbúinn með öllum uppáhaldslögunum. Gerið mismunandi lista, t.d. með þægilegum lögum meðan maður leggur sig og svo hressilegri lögum.
Mjúkt teppi   Ekki treysta á að nóg sé af teppum í flugvélinni. Þunnt en hlýtt teppi í hentugri stærð þarf ekki að taka mikið pláss, en víð og hlý golla virkar líka vel.
Hlýjir sokkar   Ef þú ert í opnum skóm og engum sokkum er gott að fara í sokka ef það verður kalt í fluginu.
Lyf   Verkjatöflur og önnur nauðsynleg lyf ættu alltaf að vera með í handfarangri.
Rakakrem & varasalva   Þegar þurrt og súrefnislaust loft hefur áhrif á húðina.
Tannbursta/Mintur   Eitthvað til að fríska andardráttinn, hvort sem það er tannbursti, mintur eða tyggjó.
Mini förðunarsett   Til að fríska aðeins upp á útlitið áður en farið er frá borði.

Stjörnurnar á flugvöllum

airport

Lauren Conrad & Whitney Port

Sjónvarpsstöðin MTV lumar á ýmsum þáttum þar sem ungt fólk er í fararbroddi. Einn af þessum þáttum kallast The Hills og er gríðarlega vinsæll í Bandaríkjunum. Raunveruleikaþátturinn fylgir lífi aðal’persónunnar’ Lauren Conrad, en hún er að reyna fyrir sér í tískubransanum í Los Angeles. Hún varð fræg eftir að hafa verið í öðrum raunveruleikaþætti á MTV, Laguna Beach, þar sem myndavélarnar fylgdu ríksamlegu lífi hennar og nokkra vina hennar úr menntaskóla.

Lauren er 22 ára gömul, nemur nám í einum flottasta tískuskólanum í Kaliforníu, FIDM. Þegar hún flutti til LA hóf hún störf hjá Teen Vogue, eða fékk svokallaða lærlingastöðu þar sem maður fær smá innsýn inní störf fyrirtækisins án þess að vera kannski að sinna einhverjum æðislegum störfum sjálfur. Hún hefur nú hafið störf hjá tískualmannatengslafyrirtækinu People’s Revolution.

Lauren hefur komið sinni eigin fatalínu á markað undir sínu nafni. Haustlínan síðasta var gagnrýnd fyrir að vera of plain og ekki miklir hönnunarhæfileikar sýndir. Fyrir sumarlínuna þetta árið virðist hún þó hafa tekið aðeins meiri áhættur og fékk hún almennt lof fyrir hana. Stíllinn hennar er frekar plain, eins og hönnunin, en hún notar munstur og liti þónokkuð til að gera hlutina meira spennandi. Hún er kvenleg í klæðaburði og klæðist mikið kjólum, pilsum og sætum blússum.

laurenconrad

 

Whitney Port er einn meðlimur þáttana The Hills og góð vinkona Lauren. Þær kynntust upphaflega hjá Teen Vogue, þar sem þær voru báðar með lærlingastöðu þar. Whitney hefur oft verið talin sá meðlimur þáttana sem var hvað heilsteyptust, þ.e.a.s. hún hélt sig út úr öllu dramanu sem var aðalkveikjan. Henni hefur einnig verið hrósað fyrir skemmtilegri fatastíl en vinkonan Lauren, auk þess sem hún virðist hafa meira vit á tísku. Henni var t.d. boðin vinna hjá Teen Vogue á meðan Lauren var enn lærlingur. Eftir nokkra mánaða vinnu skipti hún svo yfir í tískualmannatengslafyrirtækið People’s Revolution og Lauren fylgdi í kjölfarið.

Stíll Whitney er um margt flottari en Lauren. Fyrir það fyrsta virðist hún klæðast því sem hún vill og hvort sem það er á rauða dreglinum eða í hversdagsleikanum er hún alltaf smart. Hún klæðist öðruvísi sniðum og er óhrædd við að leika sér með allskyns munstur, snið og öðruvísi samsetningar. Hún er nú að vinna í fatalínu sem kemur út í haust. Á netinu hefur gengið örlítil forsýning á línunni, en það bíða margir spenntir eftir að líta hana augum. Í vikunni hefur nú verið tilkynnt að Whitney fái sinn eigin þátt á MTV sem á að fylgja lífi hennar í tískubransanum.

whitneyport
 

Sex and the City: Myndin

 satcmovie3

 

 

 

 

 

satcmovie1Eins og flestir vita nú, verður Sex and the City myndin frumsýnd á morgun. Myndin er að sögn leikstjórans, Michael Patrick King, dramatísk en auðvitað fá húmorinn og skemmtilegheit sinn skerf líka. Þar sem eftirvæntingin er mikil er möguleiki að myndin lifi ekki upp að væntingum fólks, en það hefur samt mikil vinna og hugsun verið lögð í gerð myndarinnar þannig hún verður vonandi frábær skemmtun og einungis gleði að geta séð meira af lífi kvennana í New York. Það bjóst nefnilega enginn við að sjá þær aftur. Eins og margir hafa séð í fjölmiðlum hefur myndin verið í bígerð lengi, en sagan segir að Kim Cattrall hafi staðið í vegi fyrir því. Um leið og hún samþykkti var hins vegar allt sett á fullt og útkomuna fáum við að sjá á morgun.

Myndin gerist sem sagt fjórum árum eftir síðasta þáttinn. Eins í þáttunum eru það vinkonurnar fjórar, Carrie, Charlotte, Miranda og Samantha ásamt Mr.Big, Steve, Smith, Harry, Stanford og Anthony sem prýða myndina. Meðal nýrra persóna er Louise, leikin af Jennifer Hudson (Dreamgirls) og leikur hún aðstoðarkonu Carrie. Annars er ekki mikið breytt, persónurnar eru þær sömu, nema kannski aðeins þroskaðri en söguþráðurinn tekur aðeins óvænta stefnu. Brúðkaup Carrie og Mr.Big er eitt af því sem við sjáum í trailernum, einnig virðast vera vandamál í hjónabandi Miröndu og Steve’s. Charlotte verður loksins að ósk sinni og verður ófrísk, en hún hafði ættleitt kínverska stúlku og þetta því annað barn hennar og Harry. Að lokum er það svo Samantha sem býr nú í órafjarlægð frá hinum vinkonunum, eða í Los Angeles með Smith. Það verður spennandi að sjá myndina sem allir eru að bíða eftir og segi ég bara góða skemmtun!

Trailer

 satcmovie2

Heiðurinn á tískunni í myndinni á Patricia Field.

carriebradshaw


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband