25.7.2008 | 22:50
Margherita Missoni
Margherita Missoni er 25 ára erfingi Missoni tískuveldisins. Margherita er ítölsk, en býr nú í New York og er að reyna fyrir sér í leiklistarbransanum. Hún hefur unnið fyrir Missoni síðustu árin, first sá hún um kynningu á tískuviðburðum en hún hefur einnig verið í auglýsingaherferðum. Þótt hún klæðist mikið fatnaði frá Missoni, er hún þó aldrei lifandi eftirmynd úr sýningunum. Hún blandar líflegum munstrum merkisins við látlausari liti, en oft hefur verið talað um að hún hafi mjög svo evrópskan stíl, sem fólk í Bandaríkjunum þykir eftirsóknarverður. Hún er aldrei leiðindagjörn í klæðaburði, blandar oft saman nokkrum stílum eins og boho hippaáhrifum við rokk og ról. Hún er ávallt elegant og oft fín, t.d. sýnir ekki of mikla húð en nær samt að gera það á þægilegan og látlausan hátt. Hún hefur einnig vakið athygli fyrir fegurð; og gera dökkt hárið, brún húðin og kvenlegi líkaminn það að verkum að hún er ekkert síðri en margar fyrirsætur, enda hefur hún setið fyrir í auglýsingum Missoni með góðum árangri. Það sem er hvað skemmtilegast við hana, er að hún er aldrei of stíliseruð. Að hennar eigin sögn er ekki hægt að lýsa stílnum hennar í einu orði. Hún byrjar á einni flík sem henni langar að klæðast og byggir svo restina af outfitinu á því.
Stíll | Breytt 10.10.2008 kl. 16:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.7.2008 | 21:28
Óheilbrigðar kröfur
Ég rakst á virkilega áhugavert myndband um líkamsmyndir í tískuheiminum. Bandaríska fyrirsætan Ali Michael átti mikilli velgengi að fagna á síðasta ári. Hún byrjaði að starfa sem fyrirsæta aðeins 15 ára gömul, þá tæp 60 kíló og 1.75 á hæð. Hún var beðin um að létta sig af umboðsskrifstofu sinni og fór niður í 46 kíló. Eftir læknisskoðun sem leiddi í ljós að þyngd hennar væri óheilbrigð, ákvað hún að gera eitthvað í sínum málum. Eftir vinnu með næringafræðingi og lækni náði hún bata, en var hafnað af tískuheiminum. Nokkur kíló réðu því hvort hún væri ein af vinsælustu fyrirsætunum í það að fá ekki að ganga í nema einni sýningu í París. Í myndbandinu er tekið viðtal við Ali, sem er nú 18 ára, og segir hún frá reynslu sinni af þrýstingi tískubransans.
21.7.2008 | 20:34
Nauðsynjar í ferðatöskuna
Þegar pakkað er fyrir ferðalag, hvort sem áfangastaðurinn er framandi hitabeltiseyja, menningarleg stórborg eða ferð um dreymandi sveitahéruð, er grundvallaratriðið skipulagning. Það er margt sem þarf að hugsa um eins og hvert er farið, hve lengi, hvað á að gera og veðurfarið. Það segir sig sjálft að það krefst ólíks fatnaðars þegar farið er í tempraða stórborg heldur en á heita sólarströnd og því ekki úr vegi að hugsa vel um fatnaðinn áður en farið er, til að gera það auðveldara að klæða sig á áfangastaðnum. Ekki vill maður eyða dýrmætum tíma í að ákveða hverju á að klæðast.
Til að taka ekki of mikið með sér er alltaf best að setja saman alklæðnaði (e. outfits). Para saman einu pari af buxum við eins og tvo til þrjá efri parta. Passa að eitt par af skóm passi við fleiri en tvær flíkur og þar fram eftir götunum. Ef að maður hugsar allt í outfitum í stað stakra flíka er öruggt að útkoman verður betri. Minni höfuðverkur að ákveða hvað maður á að fara í og auðveldara að koma fleiru nýju sem maður kaupir á áfangastað í töskuna.
Þegar maður er erlendis getur maður oft fengið hugmyndir frá innfæddum og ef maður fær tendens til að klæða sig eins og þeir, þá er um að gera að fylgja tilfinningunum. Á framandi slóðum er tilvalið að prófa sig áfram, einnig verður skemmtilegra að ferðast í stíl við menningu landsins. En annars er sumt betra en annað þegar farið er til ákveðins áfangastaðs. Hér eru því nokkrar hugmyndir af ferðatöskum fyrir þrjár mismunandi ferðir.
Sólarströnd Veður: Heitt
Á sólarströndum eru samspil þæginda og smartheita það mikilvægasta. Casual klæðnaður og svolítið laid-back. Ekki vera að hafa of mikið fyrir hlutunum, þar sem þetta er líklega langþráð frí, hvort sem það er með fjölskyldu eða vinum. Það sem verður að vera í ferðatöskunni eru sundföt til skiptanna, allavega nokkur bikiní eða flottir sundbolir. Bikiníin geta verið mismunandi, eins og eitt í svörtu, hvítu eða öðrum hlutlausum lit, annað í skærum lit og svo þriðja í einhverju flottu, exótísku munstri. Að mínu mati eru þrjú fín tala en fjöldinn fer náttúrulega eftir lengd frísins. Sumir fíla sundboli betur og sem betur fer eru þeir að koma mikið aftur og þá sérstaklega 50s stílar sem ýta undir kvenlegan vöxt eins og mjaðmir og barm. Kaftan kjólar og aðrir léttir kjólar úr chiffon og öðrum hálfgegnsæjum efnum er ein flottasta leiðin til að hylja yfir sig við sundlaugarbakkann. Þetta er fullkominn tími og staður til að njóta þess að klæðast sterkum, áberandi litum og framandi munstrum vera svolítið líflegur. Sandalar er það þriðja sem er alveg ómissandi, hvort sem það eru gladiator innblásnir sandalar eða einhverjir klassískari, og geta þeir verið í brúnu, svörtu og hvítu leðri og með allskyns ólum eða skrauti. Endilega setjið á ykkur helling af skarti, en gull fer einstaklega vel við brúna húð. Fallegir skartgripir geta einnig dregið athyglina af stöðum sem við viljum hana síst! Ef maður ætlar að skreppa í dagsferð eru flottar stuttbuxur, frekar stuttar og aðsniðnar við aðeins víðari sumarlegan topp algjörlega málið. Sandalarnir ganga svo við þetta alveg eins og bikiníið. Fyrir heit sumarkvöld ganga léttir kjólar vel, alls ekki of fínir en heldur ekki of casual (ekki fara í hálfgegnsæ cover-up út að borða). Nauðsynlegt er að hafa með sér gollur eða stuttan jakka yfir kjólinn ef hitinn fer að lækka. Annars tekur maður bara með kvölddress sem manni líður vel í og helst frekar plain kjól sem hægt er að breyta með aukahlutum. Það síðasta sem þarf svo að vera í töskunni eru sólgleraugun og flottir klútar.
Borgarferð Veður: Kalt/Heitt
Misjöfn stemning er í mismunandi borgum og því þarf maður aðeins að finna út hver hún er. Einnig er fatnaður fyrir borgarferð mismunandi eftir tilgangi ferðarinnar, er þetta; menningarferð, verslunarferð, viðskiptaferð eða bara létt skoðunarferð um borgina. Í borgarferðum er maður þó oftast aðeins formal klæddari en á sólarströnd. Fyrir kalt veður er best að halda sig við basic fatnað eins og svartar og gráar fínni buxur við blússur, skyrtur og blazer jakka. Gollur, bæði svolítið víðar og passlegar eru alltaf góðar og tóna niður formlegheit. Annað í fínum prjónaefnum eru t.d. v-hálsmáls peysur í gráu, svörtu eða brúnu. Til að gera knit efnið áhugaverðara er flott að vera í silkibol innan undir í skærum lit og láta læðast undan peysunni. Gallabuxur er annað sem ætti einnig að vera með, fyrir þá sem þær fíla. Dökkar eru ákjósanlegastar, því þær eru klassískari og ganga við fleiri liti. Kápa er nauðsynleg, en alls ekki taka of síða eða þunga þar sem hún bæði þyngir töskuna og tekur dýrmætt pláss. Veljið frekar léttari kápu og klæðist þá þykkari peysu innan undir. Takið einnig með kjóla eða pils til að klæðast þegar farið er á veitingastaði og annað fínt, en þeir sem klæðast líka kjólum ófínt taka náttúrulega fleiri til skiptana. Skart ætti að vera statement hlutir sem hægt er að nota við fleiri en eina flík í töskunni. Skótau ætti að vera eitthvað þægilegt sem gott er að ganga í. Fyrir heitari veður eru víðir sumarkjólar- og toppar í bland við þröng pils og stuttbuxur tilvalið. Sandalar og millifínir hælar er skótau sem ætti að vera með ásamt vel völdnu skarti og töskum.
Framandi ferðalag Veður: Heittemprað
Í framandi ferðalögum veit maður aldrei við hverju má búast. Það getur því bæði verið erfitt, en skemmtilegt að pakka í tösku þegar áfangastaðurinn er framandi. Oft má búast við að ferðast mikið og skoða, hvort sem það er í rútum, lestum, bílum eða fótgangandi. Þannig er algjörlega nauðsynlegt að bæði fatnaður og skór séu þægileg. Best er að halda aukahlutum í sem minnstu magni, en þó taka með sér örugga kosti sem ganga við flestar aðrar flíkur, til að poppa klæðnaðinn upp. Það er ábyggilega betra að taka með sér ökklabuxur og stuttbuxur í gallaefni eða öðru í stað kjóla, þótt allavega einn þægilegur sumarkjóll ætti að vera með. Hlýrabolir í plain sniðum en flottum litum taka mjög lítið pláss en eru virkilega þægilegir að grípa í. Lítil vesti með einhverjum smáatriðum eru frábær til að klæðast yfir létta boli, þar sem þau gera lúkkið áhugaverðara. Töskur í stærra lagi eru einnig nauðsynlegar, svo allt komist nú fyrir; en passið samt að þær séu meðfærilegar, t.d. eru þær sem fara yfir aðra öxlina betri en þær sem þarf að halda á. Stráhattur toppar þetta svo allt saman, en hann er flott leið til að hylja sig fyrir sólinni auk sólgleraugna.
Að pakka
Hvernig er svo best að pakka í töskuna? Gott er að byrja á þyngstu hlutunum neðst og raða eftir þyngd, þannig léttur og viðkvæmur fatnaður sé efst. Þannig fara skórnir neðst og hvert par sett í poka til verndar. Taupokar eru ákjósanlegastir, en plastpokar eru í lagi. Til að halda löguninni er gott að fylla þá með sokkum, þunnum bolum eða öðru sem þú tekur með þér. Buxur koma næst og til að forðast of mörg brotför er best að brjóta þær saman til helminga. Næst fara svo bolir og kjólar og reynt er að brjóta þá sem minnst saman. Þunnum hlýrabolum má svo rúlla upp og setja í hliðarnar. Efst fer svo fatnaður sem er úr þunnum efnum eða hefur viðkvæmar tölur, pallíettur eða skraut. Gott er að snúa því sem hefur skraut á rönguna til að verja það. Virkilega fín föt er svo gott að setja í plastpoka eins og fást hjá efnalaugum (eða kaupa veglegri poka sem fást t.d. í Ikea) og auðvitað reyna að brjóta það sem minnst saman svo að ekkert krumpist.
Þegar kemur að förðunarvörum, setjið alla brúsa sem eru líklegir til að leka í plastpoka. Það er alls ekki skemmtilegt að byrja fríið á ónýtum fötum löðrandi í sjampói. Takið með aukapoka fyrir heimferðina. Allar glerumbúðir ættu að vera vel einangraðar, í poka og vafið inní fatnað eða annað mjúkt. Sniðugt er að kaupa litlar tómar túpur og flöskur og fylla á þær úr stórum umbúðum. Þannig tekur maður einungis með sér það sem maður þarf.
Það er mjög mikilvægt að troða ekki í töskuna þar sem það fer illa með hana og hættan á að hún hreinlega springi er alltaf til staðar. Það fer heldur ekkert vel með fatnaðinn að vera ofþjappaður saman, hann verður að fá loft til að halda forminu. Ekki pakka heldur of lítið í töskuna, pakkið þá frekar í minni tösku til að forðast of mikla hreyfingu. Einnig er gott að taka alltaf upp úr töskunni um leið og komið er á áfangastað. Það er svo miklu þægilegra að sjá föt og skó á hengjum og hillum en í krumpi ofan í tösku.
Ferðafötin
Þá eru það ferðafötin sjálf, hverju á að klæðast í flugvélinni. Flestir hugsa um þægindi en þægindi þýðir ekki jogginggalli. Sem betur fer eru flestir vel til hafðir í flugum og þannig á það líka að vera þar sem mikið úrval er af fallegum fatnaði í þægilegum efnum. Verið viðbúin veðurbreytingum. Þegar er farið er frá kulda hér á landi til hitabeltiseyju þarf maður að vera klár. Þótt veðurbreytingarnar séu ekki alltaf svo dramatískar, veit maður aldrei við hverju má búast. Þjappaðar flugstöðvar virðast alltaf bera heitt andrúmsloft og inní vélinni er alltaf annað hvort of heitt eða of kalt. Þarna er lagskipting (e. layering) aðalmálið. Að kunna að klæða sig þannig að hægt sé að taka nokkrar flíkur af í hita og fara svo aftur í þær þegar það verður kaldara. Þung kápa er nánast aldrei til góðs. Hlý, þykk peysa og léttur jakki yfir er betri kostur, því það er leiðinlegt að burðast með stóra kápu. Best er að geyma skartið þangað til komið er á áfangastað. Stórir eyrnalokkar eru fyrir manni þegar reynt er að sofna og safn af armböndum, hálsmenum og hringjum gerir fólk í röðinni við öryggishliðið pirrað þegar kemur að því að taka allt af. Háir hælar gera ekkert nema þreyta og meiða fæturnar flatbotna er viðeigandi hér.
Nauðsynjar í handfarangurinn:
Rúm handtaska Til að rúma allan handfarangur er best að vera með stóra handtösku.
Seðlaveski Þægilega stórt til að halda farmiðana, gjaldeyri og jafnvel vegabréfið.
Tímarit & bækur Það vill engum leyðast í löngu flugi. Verum tilbúin með afþreyingarefni ef flugvélabíómyndin bregst.
iPod Hafið iPodinn hlaðinn og tilbúinn með öllum uppáhaldslögunum. Gerið mismunandi lista, t.d. með þægilegum lögum meðan maður leggur sig og svo hressilegri lögum.
Mjúkt teppi Ekki treysta á að nóg sé af teppum í flugvélinni. Þunnt en hlýtt teppi í hentugri stærð þarf ekki að taka mikið pláss, en víð og hlý golla virkar líka vel.
Hlýjir sokkar Ef þú ert í opnum skóm og engum sokkum er gott að fara í sokka ef það verður kalt í fluginu.
Lyf Verkjatöflur og önnur nauðsynleg lyf ættu alltaf að vera með í handfarangri.
Rakakrem & varasalva Þegar þurrt og súrefnislaust loft hefur áhrif á húðina.
Tannbursta/Mintur Eitthvað til að fríska andardráttinn, hvort sem það er tannbursti, mintur eða tyggjó.
Mini förðunarsett Til að fríska aðeins upp á útlitið áður en farið er frá borði.
Stjörnurnar á flugvöllum
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 20:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.7.2008 | 17:38
Ameríski draumurinn
Síðasta sumartrendið sem ég mun fjalla um eru rockabilly og Ameríku áhrifin. Allt frá indíanastíl til stjarna Ameríska fánans og köflótt munsturs rockabilly tískunnar.
Rockabillyið nær allt aftur til sjötta áratugarins, en hægt er að fá góðan innblástur úr Grease myndinni gömlu. Leðurjakkar, gingham munstur og rokk og ról eru eitt af aðalsmerkjum stílsins, en Frida Giannini hjá Gucci átti einna mesta þáttinn í trendinu þetta sumarið, en það mátti einnig sjá hjá Luella og Peter Jensen.
Stjörnur og rendur hafa verið mikið í sjónarsviðinu eftir sýningu Chanel. Ameríski fáninn var þar einna stærsti áhrifavaldurinn. Karl Lagerfeld sagði sýningu Chanel vera innblásna af Ameríku árin 1920-30. Stefano Pilati, hönnuðir YSL, sem sýndi stjörnur í sinni sýningu var með ýmis tákn og merki í huga.
Önnur ameríkuáhrif gættu í gallefni, en gallabuxur eru eitthvað mjög svo amerískt. Hver man ekki eftir Brooke Shields í Calvin Klein auglýsingunum? Christopher Kane sýndi rifið gallefni í fölbláum lit en gallaefni var einnig stór partur af sýningu Chanel, þó aðeins fágaðra en hjá Kane.
Kúrekar og indíanar voru ekki víðs fjarri, en kögur og Pocahantas munstur sáust bæði hjá Balmain og Emilio Pucci, en Matthew Williamsson sagði sýningu Pucci hafa verið byggða á road trip um Ameríku rykug pastelefni minna á eyðimörkina og metal áhrif og valdamiklar flíkur fundu líkingu með glysborginni Las Vegas.
Trend | Breytt 10.10.2008 kl. 16:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.7.2008 | 19:35
Hippaförðun Prada
Förðunin í sýningu Prada fyrir sumarið var virkilega flott og fersk. Áherslurnar voru vel í stíl við fatnaðinn - hippalúkk með lúxusívafi. Notast var við smooky förðun en svo settir gull og kopar skuggar í augnkróka. Húðinni var svo haldið náttúrulegri og þar sem athyglin er á augunum, var vörunum haldið látlausum með smá gljáa.
Það er alls ekki erfitt að ná þessu lúkki, en allt sem til þarf er svartur augnblýantur, grásvartur smudge skuggi, bronstónaður og gulllitaður augnskuggi og svo að lokum svartur maskari. Fyrir varirnar er hægt að nota nude varalit. Til að hafa húðina sem náttúrulegasta er gott að nota serum sem undirbýr húðina, og svo léttan farða yfir.
Förðunarmeistarinn Pat McGraw sem sá um förðunina hjá Prada notaðist einnig við fuschia bleikfjólubláa tóna í augnskugga. Það getur verið gaman að prófa sig áfram með þessa förðun, en þar sem ekki allir þora að nota skæra tóna á við fuschia litinn, er sniðugt að setja örlítið af bleikum kremkinnalit á kinnarnar til að gefa húðinni örlítið ferskara yfirbragð.
Ég biðst afsökunar á bloggleysi undanfarinna vikna. Það er auðvelt að gleyma sér í sólinni :)
Fegurð | Breytt 10.10.2008 kl. 16:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.6.2008 | 19:07
Boho trendið endalausa
Bohemian trendið hefur verið vinsælt síðustu ár og í hvert skipti sem það virðist vera á leiðinni út, tekur það á sig nýja stefnu. Árið 2005 var 'boho-chic' uppgötvað að nýju af stjörnum eins og Sienna Miller og Kate Moss, þar sem hippalegar samsetningar voru í aðalhlutverki. Boho stíllinn hefur farið í gegnum ýmsar breytingar síðustu ár og nú er talað um nýjan boho straum, það er búið að blanda lúxus og alþjóðlegum áhrifum við hann og útkoman er skemmtileg blanda af ríkmannlegum efnum og litum en sama kæruleysislega lúkkinu.
Þessi mynd af boho stílnum kom fyrst fram á sjónarsviðið í sýningu Balenciaga fyrir síðasta haust, þar sem ýmis þjóðleg áhrif blönduðust óvenjulega saman við tæknilegan skófatnað. Þjóðlegu áhrifin spönnuðu allt frá austur evrópskum þjóðarútsaum til ikat munstra. Sýningin vakti gríðarlega lukku og án efa ein af áhrífaríkustu sýningum vetursins 2007-8. Það hvernig munstrum var blandað saman á þægilegan máta, fatnaðurinn var hippalegur en með lúxus touchi til að mynda voru palestínu klútar skreyttir með gulltjulli.
Í sumarsýningunum voru það hönnuðir á borð við Matthew Williamson sem endurgerðu boho strauminn. Nú bættust við ombre munsturtækni og komu litir skemmtilega út þegar þeim var dýft í aðra. Sumarlúkkið var aðeins tónað niður, þar sem lög af fatnaði og aukahlutum henta ekki eins vel í heitu mánuðunum. Metaláhrifin voru samt á sínum stað til að gefa glys í hippastílinn. Veronica Etro hélt einnig bohemian stílnum í sinni sýningu, en hún fékk innblástur úr litum og munstrum íbúa Tíbet og Indlands. Hún notaðist einnig við minjagripi frá Mexíkó og hugsaði línuna útfrá lífi heimamanna. Roberto Cavalli var undir áhrifum frá Afríku við gerð Just Cavalli línunnar, hvort sem það voru skreytingar á fatnaðinum eða munstur.
Fyrir næsta haust var svo munsturkóngur tískuheimsins til staðar með flott munstur sem tóku á sig tæknilega hlið, en það er aftur hinn eini sanni boho hönnuður Matthew Williamson sem hannar einnig undir merki Emilio Pucci. Það var allt svolítið sett á hærri stall, glamúrinn meiri, munstrin sterkari og áhrifaríkari og meiri tæknileg atriði. Lögin hafa minnkað og það er frekar áhersla á eitt munstur með nóg af aukahlutum.
Eins og sjá má eru hönnuðir undir áhrifum mismunandi heimsálfa til að fá svolítið alþjóðlegt og marglita útlit. En til að ná lúxus-alþjóðlega-boho straumnum, skal blanda saman sterkum litum, munstrum með vott af gulli, metalglingri og kæruleysi. Bætið dökkdumbrauðum nöglum við fyrir aukið drama. Þetta er ekki eins auðvelt og hið gamla boho útlit, heldur krefst þetta meiri fyrirhöfn, en útkoman er líka ólýsanlega flott og ófyrirsjáanleg.
Trend | Breytt 10.10.2008 kl. 16:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.6.2008 | 20:53
Bjartir litir í förðun í sumar
Förðun verður skrautleg þetta sumarið. Eins og vanalega var ekkert til sparað í förðun og hárgreiðslum hjá hönnuðunum, allt gert til að fullkomna lúkkið. Skarpir, bjartir litir voru áberandi á sýningarpöllunum. Það var allur regnboginn í litum og þeir sýndir á vörum og augum. Marni hélt förðuninni ferskri með ísbláum augnblýanti, hjá Dries van Noten var notaður appelsínugulur augnskuggi og í sýningu Alessandro DellAcqua voru varirnar sýndar í fjólubleikum tón. Það var mjög svo frískandi að sjá eitthvað annað en rauðar varir út í eitt, mér hefur líka alltaf fundist rauður vera svolítið dularfullur og tilheyra frekar vetrinum. Þannig geta bjartari litið frískað heilmikið uppá útlitið yfir sumartímann, eins og ferskju, appelsínu og bleikir tónar ásamt ísbláum og sægrænum.
Þótt margir hræðist að nota skæra liti í förðun er það talsvert auðveldara en margir halda. Það eina sem þarf að gera að kaupa liti sem eru skarpari og sterkari en pastel tónar, en samt passa sig að fara ekki alveg út í neon. Þá ættu allir að vera í góðum málum. Auk þess er alltaf góð leið fyrir þá sem finnast óþægilegt að bera liti framan í sér að mála neglurnar í flottum sumarlitum eins og sást hjá Valentino.
Fegurð | Breytt 10.10.2008 kl. 16:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.6.2008 | 21:44
Lauren Conrad & Whitney Port
Sjónvarpsstöðin MTV lumar á ýmsum þáttum þar sem ungt fólk er í fararbroddi. Einn af þessum þáttum kallast The Hills og er gríðarlega vinsæll í Bandaríkjunum. Raunveruleikaþátturinn fylgir lífi aðalpersónunnar Lauren Conrad, en hún er að reyna fyrir sér í tískubransanum í Los Angeles. Hún varð fræg eftir að hafa verið í öðrum raunveruleikaþætti á MTV, Laguna Beach, þar sem myndavélarnar fylgdu ríksamlegu lífi hennar og nokkra vina hennar úr menntaskóla.
Lauren er 22 ára gömul, nemur nám í einum flottasta tískuskólanum í Kaliforníu, FIDM. Þegar hún flutti til LA hóf hún störf hjá Teen Vogue, eða fékk svokallaða lærlingastöðu þar sem maður fær smá innsýn inní störf fyrirtækisins án þess að vera kannski að sinna einhverjum æðislegum störfum sjálfur. Hún hefur nú hafið störf hjá tískualmannatengslafyrirtækinu Peoples Revolution.
Lauren hefur komið sinni eigin fatalínu á markað undir sínu nafni. Haustlínan síðasta var gagnrýnd fyrir að vera of plain og ekki miklir hönnunarhæfileikar sýndir. Fyrir sumarlínuna þetta árið virðist hún þó hafa tekið aðeins meiri áhættur og fékk hún almennt lof fyrir hana. Stíllinn hennar er frekar plain, eins og hönnunin, en hún notar munstur og liti þónokkuð til að gera hlutina meira spennandi. Hún er kvenleg í klæðaburði og klæðist mikið kjólum, pilsum og sætum blússum.
Whitney Port er einn meðlimur þáttana The Hills og góð vinkona Lauren. Þær kynntust upphaflega hjá Teen Vogue, þar sem þær voru báðar með lærlingastöðu þar. Whitney hefur oft verið talin sá meðlimur þáttana sem var hvað heilsteyptust, þ.e.a.s. hún hélt sig út úr öllu dramanu sem var aðalkveikjan. Henni hefur einnig verið hrósað fyrir skemmtilegri fatastíl en vinkonan Lauren, auk þess sem hún virðist hafa meira vit á tísku. Henni var t.d. boðin vinna hjá Teen Vogue á meðan Lauren var enn lærlingur. Eftir nokkra mánaða vinnu skipti hún svo yfir í tískualmannatengslafyrirtækið Peoples Revolution og Lauren fylgdi í kjölfarið.
Stíll Whitney er um margt flottari en Lauren. Fyrir það fyrsta virðist hún klæðast því sem hún vill og hvort sem það er á rauða dreglinum eða í hversdagsleikanum er hún alltaf smart. Hún klæðist öðruvísi sniðum og er óhrædd við að leika sér með allskyns munstur, snið og öðruvísi samsetningar. Hún er nú að vinna í fatalínu sem kemur út í haust. Á netinu hefur gengið örlítil forsýning á línunni, en það bíða margir spenntir eftir að líta hana augum. Í vikunni hefur nú verið tilkynnt að Whitney fái sinn eigin þátt á MTV sem á að fylgja lífi hennar í tískubransanum.
Stíll | Breytt 10.10.2008 kl. 16:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.6.2008 | 23:38
Lúxus smáatriði
Smáatriði eins og fjaðrir, pífur og fleira sem gefur lúxus fíling er eitthvað sem getur alltaf hressað uppá fínni fatnað. Smáatriðin eru allt frá því að vera ofurfín yfir í að vera ýkt. Couture áhrif eru farin að hreiðra um sig í ready-to-wear sýningum.
Fjaðrir minna á glamúrkvikmyndastjörnur gamla tímans en geta þó verið druslulegar. Því þarf að passa að þær séu hreinar í ferskum og frekar ljósum litum. Í því tilfelli er því betra að poppa útlitið upp með rauðum nöglum eða áberandi vörum. Annað sem verður mikið fyrir sumarið eru pífur og rufflur, og getur verið svolítið flott þegar þær eru óhóflega stórar. Eðalhönnuðir eins og Alber Elbaz fyrir Lanvin, Zac Posen og Alexander McQueen voru meðal þeirra sem sýndu þessi lúxus smáatriði, enda ekki öðru að vænta frá þeim.
Hönnuðurinn Giles Deacon sýndi smáatriðin með öðru máti, þar sem efnin voru laser-sniðin í örfín munstur. Hann var innblásin af verkum listamannsins Andreas Kocks, sem gerir klippimyndir úr pappír. Hönnunardúettinn Viktor & Rolf sýndu eins og áður afskaplega sérstök smáatriði þar sem fiðlur og ýktar pífur komu við sögu. Okkur veitti ekki af örlitlum ýktum fjöðrum og pífum hér og þar til að gera lífið skemmtilegra!
Trend | Breytt 10.10.2008 kl. 16:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.6.2008 | 15:18
Punkturinn yfir i-ið
Klassískur klæðnaður og óspennandi basic litir geta oft á tíðum orðið leiðindagjarnt. Þegar ekkert er spennandi við klæðnað og athyglin ekki á neinn ákveðin stað, er kominn tími til að poppa hann upp með áhugaverðum litum, áferðum og smáatriðum.
Litir
Litir eru einfaldasta leiðin til að draga athygli að einhverju og gera svartan klæðnað miklu áhugaverðari. Sterkir litir í djúpum tónum virka best. Einnig falleg munstur með blöndu af litum, en þá ætti frekar að halda sig við færri litatóna heldur en fleiri. Fallegar blússur í léttum efnum eins og chiffon ganga vel undir svartan jakka, svo eru gollur í litum alltaf smart. Sterkir litir henta best þegar þeir fá að njóta sín innan um svartan, hvítan eða gráan og góð regla er að klæðast ekki fleiri en þremur litum í einu, sérsaklega ef þeir eru allir áberandi. Þeir sem eru minna fyrir liti geta reynt að birta yfir fötunum með aukahlutum eins og skóm, klútum, töskum eða varalit.
Áferð
Svart frá toppi til táar þarf ekkert að vera bannað. Það þarf ekkert alltaf að vera dull og sýna vott af hugmyndaleysi og litafælni. Langt í frá getur svartur verið virkilega flottur þegar ólíkar áferðir eru paraðar saman. Þá er ég að tala um leður við kvenleg og flögrandi efni; mjúkt, fínt prjónaefni við háglans lakkskó; og silki við mattara efni. Þegar leikið er með áferðir þarf að passa að tvær er oftast nóg, sérstaklega ef leður er annað þeirra.
Smáatriði
Eitthvað sem tekið er eftir. Eitthvað lítið sem dregur augað að. Það getur verið fallegir skartgripir, öðruvísi tvist á klassískari samsetningu eða skemmtilegt snið. Það að hugsa aðeins út fyrir rammann getur oft veitt skemmtilega útkomu. Að nota öðruvísi aukahluti og spá í sniðum. T.d. að draga inn mittið á ýkt víðum kjól með fínlegu belti og skapa þannig miklar andstæður. Eða nota eitthvað á annan hátt sem maður hefði ekki getað séð fyrir.
Ráð | Breytt 10.10.2008 kl. 16:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)