Tískuvika London vor/sumar '09

Meirihlutinn af sýningu Armand Basi One var svört – og þar af leiðandi mjög frábrugðin öðrum sumarlínum. En þetta er það sem London er þekkt fyrir; að vera öðruvísi og áhættusamari. Á tískuvikunni í London er miklu meira af ungum og upprennandi hönnuðunum en í hinum borgunum, og þeir eru margir hverjir óháðir og listrænni fyrir vikið. En þótt sýning Armand Basi hafi verið svört (með smá af gráu og beige) var hún langt frá því að vera leiðinleg. Gegnsæ efni voru mikið notuð og voru sniðin sérstök – buxurnar víðar í bananaformi og pilsin há í mittið og mynduðu hringlaga form um mjaðmirnar. Þótt sýningin hafi verið djarfari en margar aðrar var þó fulltaf klæðilegum flíkum. Meadham Kirchhoff voru í svipuðum hugleiðingum, en það var einnig mikið af svörtu og gegnsæu þar. Blár spilaði einnig inní í formi gallaefnis en gallabuxurnar voru ólíkar því sem við höfum séð upp á síðkastið. Þær voru ýmist rifnar, með hnéhlífum eða krosssaumi og var þvotturinn nokkuð sérstakur. Þeir sýndu líka blúndusíðkjóla, sem sýndi kannski vott af hugmyndaleysi en buxurnar voru þó þar sem aðalathyglin lá. Ef við förum útí aðeins liðaglaðari sýningu, þá var Christopher Kane með nokkuð af skærappelsínugulum flíkum; þó að svartur, grár og hvítur hafi ekki verið langt undan. Hann fékk innblásturinn af sniðunum frá öpum úr myndinni Planet of The Apes. Leður og organza voru skorin í þrívíddarsnið sem kom ótrúlega vel út þótt það sé nokkuð áhættusöm ákvörðun að láta línunni byggjast í kringum það. Línan þótti einstaklega vel heppnuð og nútímaleg. Richard Nicoll var annar hönnuður sem notaði mikið af appelsínugulu en hann var einnig með bleikan, og blandaði þeim gjarnan saman. Hann var sem áður með framúrskarandi sníðagerð og voru buxurnar og jakkarnir á sínum stað. Það var samt létt yfir sýningunni og mikið af flíkum sem henta vel í heitu loftslagi, eins og stuttermablússur og hlýrakjólar. Þótt sýningin hafi byrjað í algjörri litasprengju færðist hún svo meira útí hlutlausara í hvítu og sæbláu.

 

london

Panda augu

Augnförðunin var dökk í sýningum fyrir haust og vetur, og voru svokölluð panda augu nokkuð áberandi. Þar voru augun máluð kolsvört yfir stórt svæði, en þessi förðun er líklega best geymd fyrir kvöldið. Augun voru ýmist förðuð með dökkgráum og silfruðum tónum á augnlokin í að vera þakin svörtu allan hringinn – þaðan sem pandanafnið kemur. Pat McGrath, einn færasti förðunarmeistarinn í dag, notaði svartan kremaugnskugga þegar hún farðaði fyrir Lanvin og sleppti maskaranum.

Smoky förðun hefur verið mjög vinsæl upp á síðkastið og má segja að þessi förðun sé ýktari útgáfa af því. Hægt er að ná útlitinu með því að nota nóg af eye-liner og dökkum augnskugga í gráum og svörtum. Þótt förðunarfræðingar segi almennt að þegar augun eru máluð áberandi á þennan hátt eigi restin af andlitinu að vera hlutlaust, sáust eldrauðar varir hjá Viktor&Rolf, sem kom mjög vel út og undirstrikaði aðeins myrkrið í kringum augun.

panda

Blúnda

Miuccia Prada setti hreinar línur fyrir komandi vetur þegar hún sendi út fyrirsætur í hverri blúnduflíkinni á fætur annarri. Það er ekki einu sinni hægt að ýminda sér hversu mikið efni af blúndu verði notað í Prada flíkurnar en það verður ekki lítið. Blúndan verður stórt trend en hún verður aðeins öðruvísi en við höfum þekkt hana. Burt með dúllulegar og ræfilslegar blúndur, því þær sem verða heitastar eru svartar og er blúndumunstrið stórt og áberandi.

Prada sagði um sýninguna að henni hafi í raun aldrei líkað vel við blúndur, en henni fannst þær mikilvægar konunni og ákvað að sjá hvort hún gæti gert þær nútímalegar. Aðrir hönnuðir fylgdu einmitt fast á hæla hennar, þó þeir hafi ekki tekið það eins bókstaflega. Blúndan birtist mest á kjólum og oft bara á ermunum eða efri partinum. Þeir sem vilja rétt svo dífa tánni ofan í geta svo fengið sér svartar blúndusokkabuxur, sem mega þó ekki vera með of litlum blúndum, við svartan minikjól og stóra chunky ‘demants’hálsfesti.

blunda

Tískuvika NY vor/sumar '09

Það má segja að sýningarnar í New York hafi allar haft það sameiginlegt að vera innblástnar meira og minna af íþróttafatnaði og voru þær ófáar flíkurnar sem voru sportlegar. Hönnuðir hafa verið að hugsa óvenju mikið um þægindi og notagildi, eitthvað sem gerist ekki oft í tískuheiminum. Efnin voru ýmis teygju og glansefni sem maður þekkir best frá flottum íþróttamerkjum en jersey, bómull, nylon og silki voru mikið notuð. Litirnir voru ýmist mildir eða sterkir en voru samt alltaf líflegir. Bleikur, grænn og blár voru mest áberandi. Alexander Wang, sem er vanalega þekktur fyrir svart og hrátt lúkk, kom með ferska og litaglaða sýningu fyrir næsta sumar. Flíkurnar voru sumar mjög aðþröngar og sýndu línur líkamans vel. Innblásturinn að línunni var ferð til Miami en borgin er þekkt fyrir afslappaðan strandarfíling. Þrátt fyrir léttari línu en vanalega voru hans vanalegu hörðu hönnunarstaðlar til staðar í formi leðurs og keðja á skóm fyrirsætanna. Lubov Azria, hönnuður BCBG Max Azria, sýndi flíkur úr jersey og voru þau í víðari kantinum en fóru samt líkamanum vel. Derek Lam sýndi svo ekta amerískan frístundafatnað en hann fékk meðal annars innblástur frá ströndinni í Venice og vildi hann ná svolítið náttúrulegu lúkki bæði í litum og sniðum. Þægindin voru allsráðandi og var fínni fatnaður einnig svolítið inná þægilegu línunni. Undirstaðan í línu Doo.Ri var grár en sterkir áberandi litir gerðu sitt til að blása lífi í sniðlausar flíkurnar. Litapallettan var lífleg og í stað mildra lita voru þeir neon. Karen Walker hélt áfram með köflótta trend vetrarins og tók einnig inn ljósbláan á flíkum sem voru frekar í karlasniði en kvenna. Það var þó aðalatriðið, línan var mjög ófín og casual, algjör frítímafatnaður þegar maður vill ekki vera að pæla mikið í hlutunum en er samt smart. Útí aðeins meiri glamúr og ýkt, en hönnunarteymið Proenza Schouler voru í miklum 80’s pælingum. Ýktar axlir, hátt mitti, samfestingar og yfir höfuð víð snið var það sem þeir buðu uppá fyrir sumarið. Hárgreiðslan var meira að segja íburðarmikil og minnti óneitanlega á níunda áratuginn. Þeir tóku meiri áhættur í hönnunninni en áður og er spurning hvort konur eigi eftir að klæðist leðurmagabolum á komandi vori, maður veit aldrei!

alexanderwangss09
bcbgmaxazriass09
dereklamss09
doo.riss09
karenwalkerss09
proenzaschoulerss09

Valdakonan

Einkunnarorð þessa trends eru völd og hálfgerð grimmd. Sniðin eru sterk og formin skúlptúruð, einfaldleikinn ræður ríkjum en samt á svo áhugaverðan hátt. Standardinn er nútímakonan – hún er valdamikil, djörf og kynþokkafull. Liturinn er svartur með öðrum hlutlausum litum inná milli. Loðfeldur kemur sterkur inn og undirstrikar völdin og veitir lúxusáhrif. Efnin eru frekar þung, sem hæfa þó sniðunum fullkomlega. Það var ekkert of þröngt eða vítt – einfaldlega fullkomlega sniðið.

Þessi stefna kemur svo sterk inn eftir þægilegan klæðnað sumarsins og má segja að sé algjör andstæða. Laus snið, munstur, litir og hippa og bóhemáhrif er skipt út fyrir skarpara heildarútlit – sem er klassískum konum eflaust kærkomið. En þetta er bara hluti af árstíðunum; sól, hiti og sumarfrí kalla á þægilegra og kærileysislegra útlit en kuldi og framatími bera með sér fagmannlegra og dekkra útlit.

vold

Netið er framtíðin

Það hefur orðið alveg gífurleg aukning í netviðskiptum í tískuheiminum undanfarin ár. Til að mynda hefur hagnaður verslunarinnar ASOS, sem selur vörur sínar aðeins á netinu, hækkað um 90 % og er kominn í 150 milljónir dollara fyrir árið. ASOS var upphaflega stofnað sem verslun þar sem hægt var að fá ódýrar eftirlíkingar af hönnunarvörum sem stjörnurnar klæddust. Nú selur verslunin allan skalann og þar er að finna allt frá ódýrum vörum upp í dýran hönnunarvarning. Það eru til margar svipaðar verslanir og ASOS - þar sem hægt er að dressa sig upp eins og stjörnurnar en á lægra verði - en markaðssetning ASOS hefur spilað stórt hlutverk í velgenginni, ásamt því að vel hefur verið staðið að þróun fyrirtækisins.

Það eru þó ekki aðeins ódýrari netverslanir sem eru að gera það gott, en tískusíðan Net-a-Porter stendur mjög framarlega í netsölu á rándýrum lúxusmerkjum. Fyrir utan að vera verslun býður síðan einnig uppá ýmsar fréttir og nýjustu trendin, svo að viðskiptavinirnir fái allt það heitasta beint í æð - en það er líka liður í markaðsetningunni. Höfuðstöðvar Net-a-Porter eru í New York og var það stofnað fyrir 8 árum síðan. Nýjar vörur koma vikulega, en síðan er skoðuð af 1,25 milljónum kvenna mánaðarlega. Önnur svipuð verslun er matchesfashion.com en þeir eru einnig með 'raunverulega verslun'. Stækkun fyrirtækisins hefur verið um 300 % þetta ár. Forstjóri Matches segir hönnuði hafa verið trega að stökkva útí netverslanir í fyrstu. Það hefur þó sýnt sig að upptekið framafólk vill getað verslað á stað þar sem úrvalið er mikið. Þessi kostur er því bæði þægilegur og hagstæður.


mbl.is Hátískan seld á netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grunge. Pönk. Dökkt. Dularfullt

Það sem heillaði mig mest við hausttískuna voru grunge áhrifin. Ég hef alltaf verið hrifin af frekar hráu og ófullkomnu lúkki. Trendin sem eru í uppáhaldi hjá mér eru grófir rennilásar, leðurleggings, köflótt og svartar blúndur. Svolítið dimmt og dularfullt; goth í bland við grunge með svolitlu pönki.

Alexander Wang er einn af mínum uppáhaldshönnuðum og einkenndist haustlína hans af hráu lúkki, leðri og þunnum prjónaflíkum. Götóttar sokkabuxur, pokalegar húfur og rennilásar var það sem gaf því fyrrnefnda flott smáatriði. Jakkarnir voru víðir og karlmannlegir á meðan pils voru aðþröng.

fw08al.wang


Hjá Balmain var þemað rokk og ról og var pönkið einnig sjáanlegt. Glansflíkur með pallíetturm og steinum; einnar erma kjólar; slöngu-/zebra-/blettatígraflíkur – glysið og glamúrinn var svo sannarlega til staðar þar.

fw08.balm


Givenchy tískuhúsið var með virkilega dularfulla sýningu þar sem leður og svarti liturinn spiluðu stórt hlutverk ásamt kristilegum táknum og keðjum. Rómantík kom aðeins inn í sýninguna í formi kremaðra og hvítra blússa, margar hverjar með pífum.

fw08.giv


Preen sýningin varð fljótt vinsæl af köflóttu flíkunum. Mér finnst köflótt flottast þegar það er svolítið vítt og grunge-legt í bæði frekar þykkum efnum eða hálfgegnsætt; en báðar útgáfurnar sáust hjá Preen.

fw08.preen

Ökklastígvél

Þetta blogg hefur verið alvarlega vanrækt uppá síðkastið og biðst ég afsökunar á því! Maður er alltof upptekinn, því miður. Ég ætla þó að reyna mitt besta að koma inn nokkrum bloggum í viku. Ég mun verða með minna af löngum færslum og reyna frekar að hafa þetta styttra og skemmtilegt. Síðan langar mig að koma með meira íslenskt, segja frá einhverju flottu í búðunum o.s.frv.

Ég hef verið að leita að flottum ökklastígvélum, í hærra laginu, s.s. ná aðeins fyrir ofan ökklann. Skóhönnuðurinn Christian Louboutin, kom með flotta rússkins ökklaskó fyrir einhverju síðan sem stjörnurnar sáust mikið í. Ég fann einmitt svipaða skó í Kaupfélaginu, skóbúð í Kringlunni og Smáralind nýlega. Verðið er nokkuð raunsætt, 6.995 kr. Skórnir eru með smá platform, og eru þeir með stabílum hæl - alls ekki of mjóum eða háum. Þeir eru úr rússkinni og eru allavega til í svörtu og að mínu mati passa þeir einstaklega vel við svartar sokkabuxur (eða blúndusokkabuxur en blúndan er mjög heit um þessar mundir).

christian-louboutin-boots

Designer vs Topshop

Topshop er að mínu mati (og margra annarra býst ég við), ein besta ódýra verslunarkeðja sem hefur litið dagsins ljós síðustu árin. Þeir eru ávallt skrefi á undan mörgum öðrum keðjum og ná að koma með eftirlíkingar af hönnunarflíkum en samt sem áður með sínu ívafi. Ég hef verið að skoða síðuna þeirra mikið nýlega þar sem mér finnst spennandi að sjá hvað þeir koma með fyrir haustið. Enda er ég að fara í verslunarferð erlendis í vikunni og ágætt að undirbúa sig fyrir úrvalið. Ég hef hér tekið saman tíu flíkur sem eru keimlíkar hönnunarflíkum af sýningarpöllum.

designervstopshop

Frá efsta til neðsta   Yves Saint Laurent > Bandeau Dress by Boutique; Viktor&Rolf > PEPE Premium Pom Pom Sandal; Lanvin > One Shoulder Dress by Boutique; Luella > Ditsy Sheer Dress; Lanvin > Zip Trim Dress by Boutique; Maison Martin Margiela > Fantasy Horse Tee by Boutique; Proenza Schouler > Short Cotton Prom Skirt; Prada > Lace Bolero; Marni > SIGGY Layered Mule; 3.1 Phillip Lim > Jersey Fan Dress.


Bakers Shoes

Ég rakst nýverið á alveg geggjaða skóverslun á netinu. Killer hælar, eftirlíkingar af hátískumerkjum eins og YSL, og nánast eins skór og Sarah Jessica Parker klæddist í Sex and The City myndinni. Og þetta er það besta; þeir eru á viðráðanlegu verði! Við erum að tala um undir 100 dollara fyrir skó sem líta út fyrir að vera margfalt dýrari. Ég ætla ekkert að hafa þetta langt í dag. Allir að kíkja á BakersShoes.com og panta sér eitt stykki súper hæla fyrir veturinn!

bakers

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband