Hárbönd

 

haraukahlutir

.
Upp á síðkastið hafa hárbönd í hippastíl verið vinsæl meðal stjarnanna. Bönd sem þessi eru af öllum gerðum, en algengast er að þau séu frekar mjó. Eitt það besta við þau er fjölbreytileikinn en þau er hægt að nota bæði hversdags en einnig fínt, en þá eru þau orðin skreytt með glanssteinum eða með gull- eða silfuráferð. Hversdagsböndin er aftur á móti oft einlit, og geta verið flott tvöföld. Það hefur minna borið á fínni útgáfunum, en þetta er mjög hentugt hárskart þegar maður ætlar að gera sig fínan. Það eina sem þarf er slegið hár, hvort sem það er alveg slétt eða svolítið liðað og svo hárbandinu skellt yfir höfuðið. Einfaldara gæti það ekki orðið.

harbond

Silkikjóll Proenza Schouler

Rakst á ágæta eftirlíkingu Warehouse fatakeðjunnar af silkikjól úr haust og vetrarlínu Proenza Schouler nýlega. Fallegir litir og sparilegt efni. Einnig er töff hvernig efnið fellur - gerir mikið fyrir kjólinn. Myndirnar eru af vefsíðu Warehouse, en þessi blái fæst hér heima en veit ekki með fjólubláa.

warehouse

Köflótt

Köflótt er að tröllríða öllu um þessar mundir og er það eitt af aðaltrendum komandi vetrar. Það kom í öllum útgáfum sem hugsast getur; munstrið var bæði lítið og stórt, það minnti ýmist á skosk hálönd eða rokktímabil Nirvana og sást á kápum og skyrtum sem og buxum og pilsum. Það er allavega ekki erfitt að verða sér úti um eins og eitt stykki köflótta flík í vetrarinnkaupunum.

Þegar kemur að köflóttum skyrtum ber að forðast þröngum útgáfum í kántrý/kúrekastíl, mér finnst allavega flottast þegar skyrtur koma við sögu að þær séu svolítið víðar og að munstrið sé svolítið stórt. Ég kýs frekar dekkri köflótt munstur í stað æpandi lita, og finnst mér flottara þegar þetta trend er í svolitlum grunge stíl. Það er samt svo mikið úrval að það er um að gera að finna réttu köflóttu flíkina til að lúkka vel í vetur.

koflott

Kate Moss elskar Balmain

Það virðist sem Kate Moss hafi tekið ástfóstri við haustlínu Balmain. Línan var rokkuð og innihélt meðal annars þröngar ökklabuxur í allskyns munstrum. Má þar nefna dalmatíu-, zebra- og slöngumunstri ásamt köflóttum. Kate Moss hefur sést í nánast öllum þessum buxum upp á síðkastið, auk þröngra leðurbuxna - einnig frá Balmain. Það sem er skemmtilegast við þetta allt saman er að Topshop hefur gert eftirlíkingar af flestum þessara buxna. Ég fór í Topshop hér heima í vikunni og sá einmitt allavega tvennar af þessum buxum. Það er því auðvelt að næla sér í svipað par, þó að munstrin séu eftirtektarverð og eflaust ekki fyrir alla.

koflottar
Balmain haust/vetur '08; Kate Moss; Zara haust/vetur '08; Topshop
.
snaka
Balmain; Kate Moss; Topshop; Topshop
.
ledur
Balmain; Kate Moss; Topshop

Comme des Garcons fyrir H&M

commedesgarconshm

H&M verslanakeðjan hefur í þetta skiptið leita til Rei Kawakubo, hönnuð Comme des Garcons, til að hanna hönnunarlínu haustsins. H&M hefur áður leitað til Stellu McCartney, Karl Lagerfeld, Viktor & Rolf og Roberto Cavalli um að hanna línu og hafa allar notið gríðarlegra vinsælda - enda enginn sem fúlsar við hönnunarvarning á spottprís. Það verður að segjast að Comme des Garcons var ekki augljós valkostur fyrir verslunarkeðju miðaða að almenningi, en Rei er þekkt fyrir mjög svo framúrstefnulega hönnun og klæðileiki er eflaust ekki til í hennar huga. Þó að línan komi ekki í valdar verslanir fyrr en 13.nóvember, og myndir af línunni komi ekki á heimasíðu H&M fyrr en á fimmtudaginn, eru þó komnar myndir af allavega hluta línunnar á netið. Samkvæmt þeim er línan mikið til svört, þar sem mikið hefur verið lagt í framúrstefnuleg snið á pilsum, jökkum og buxum. Einnig er nokkuð af skyrtum, rauðum og bláum doppóttum og svo hvítum.

Sjá meira hér


Tískuveldi Philip Green

philipgreenAuðjöfurinn Philip Green hefur verið mikið í fréttum bæði hér og í Bretlandi að undanförnu. Green á nú þegar stóran hluta af 'high street' keðjum á borð við Topshop, Topman, Miss Selfridge, Evans og Dorothy Perkins - undir Arcadia Group. Hann er sjöundi ríkasti maður Bretlands og er talinn ráða yfir stórum hluta fatakeðjubransans þar úti. Fjaðrafokið í kringum hann, er vegna áætlana um að tvöfalda veldi sitt, og kaupa Baug. En Baugur á nú þegar stóran hluta af fatakeðjum, þar á meðal Oasis, Warehouse, Whistles, Shoe Studio og All Saints. Áhyggjurnar liggja yfir því að hann gæti, eftir kaupin á Baugi, haft völd yfir miklum meirihluta af breskum tískuvörukeðjum.

Jane Shepherdson vann fyrir Green í mörg ár og átti stóran þátt í að koma Topshop á þann stað sem það er í dag. Árið 2007 sagði hún af sér og var ástæðan talin vera ósamkomulag milli hennar og Green. Hún starfar nú undir Baugi, sem forstjóri Whistles, og eru margir spenntir að sjá hvort hún muni fá gamla yfirmanninn aftur. Það verður allavega gaman að sjá hvernig allt fer ef Green kaupir Baug og veldið hans stækkar til muna.

Heimild


Tískuvika Mílanó vor/sumar '09

Tískuvikan í Mílanó var að mínu mati ekki eins spennandi og hún hefur verið. Ýmis stór nöfn stóðu ekki undir kröfum, en það voru þó fjórar sýningar sem mér þótti standa uppúr. Fyrir það fyrsta hélt Christopher Bailey, hönnuður Burberry Prorsum, svolítið áfram með svipuð look og fyrir haustið. Trench kápur, þröngar buxur með útvíðum skálmum og stór og stæðileg hálsmen voru þar á meðal. Efnin voru oft með litlum krumpum, sem sást einnig hjá Prada í stífara efni. Efnin hjá Burberry litu út fyrir að vera mjög þægileg og maður fékk frekar á tilfinninguna að hann hefði verið að hanna föt fyrir kósý rigningardaga heldur en heita sumardaga. Litirnir voru mjög skemmtilegir og báru flíkurnar oft dýfitækni (ombre) sem sást mikið á sýningarpöllum fyrir síðasta sumar. Að sögn Bailey var hann innblásinn af garðinum heima hjá sér, og má útskýra brúnu og mosagrænu litina þaðan. En að sýningu Derercuny, sem bar yfir sér nokkuð unglegan blæ. Stíllin var svolítil blanda af hippaáhrifum (chiffonkjólar) við glamúr (leður, svart glansefni og túrkíslitað silki). Saklausir hvítir kjólar og vesti með fjöðrum, sem hreinskilnislega minntu helst á engla, voru skreyddir með stórum speglapallíettum. Hönnuðurinn Mina Lee blandaði saman saklausu með djörfu; hvítum fjöðrum við svart leður. Tommaso Aquilano og Roberto Rimondi hava nýtekið við yfirhönnun hjá tískuhúsinu Gianfranco Ferré. Það getur verið erfitt verk að taka við virðulegri tískulínu en hönnuðirnir leituðust við að halda uppi sama stíl og áður hefur verið en einnig horfa til framtíðar og það sem nútímakonan vill. Sýningin var einungis í svarthvítu, gráu og beislituðu og var mesta áherslan lögð á sniðin sem voru úthugsuð (rúmfræðiform á borð við hring, ferning og þríhyrning) og mörg hver arkitektúrlega skúlptúruð. Þrátt fyrir sterk snið voru flíkurnar ekki stífar, heldur voru línurnar mjúkar og mikið um inndregin mitti með mjóum beltum á víðum sniðum. Lína Iceberg var ekki svo ólík Ferré. Það var nokkuð um svartan, hvítan og gráan og sterk snið – en á móti komu líka litir, munstur og teygjuefni. Níundi áratugurinn var greinileg fyrirmynd þó með breyttum áherslum, þar má nefna axlir í yfirstærðum, samfestingar, stuttir jakkar, metal- og glansefni og teygjuleggings.

burberryprorsum
derercuny
gianfrancoferre
iceberg

Berjalitaðar varir

Haustútgáfan af rauðu vörunum er með aðeins öðru sniði en hefur verið. Í stað skærrauðra lita eru þeir í berjatónum; allt frá djúpum og dökkum vínrauðum til fallega bjartra lita. Þessir litir eru auðveldari en rauðu, þar sem þeir eru ekki alveg eins áberandi og þurfa þeir ekki að vera bornir fullkomlega á. Förðunarfræðingur sem sá um förðun hjá Daks segir best að bera varalitinn á miðju varanna og svo blanda litnum í átt að munnvikunum. Áferðin er flottust svolítið mött, en það er samt nauðsynlegt að varirnar séu undirbúnar með varasalva til að ná fram smá gljáa og raka.

Fyrir þær sem eru hræddar við of dökka liti er best velja tón sem er einum til tvemur dekkri en varirnar, en mjúkir hindberjatónar er góður meðalvegur – ekki of dökkur en varirnar eru samt sem áður eftirtektarverðar. Það er hentugt að nota puttana til að bera á, eða bursta svo að liturinn verði ekki of fullkominn. Þar sem varirnar eru svona þægilega kæruleysislegar þurfa augun ekkert að vera of látlaus og er því tilvalið að ramma þau aðeins inn með mjórri línu. Haldið húðinni líka hreinni og feskri með farða og léttu púðri – þannig njóta varirnar sér best.

berjavarir

Buxur vinsælar í vetur

Buxur gera svolítið ‘comeback’ þetta haust og eru þær í allskonar sniðum og gerðum. Buxnasniðin eru mörg svolítið nýstárleg, blanda af harem buxum og ökklabuxum. Þær eru svolítið víðar í sér en eru rúmastar um mjaðmirnar og koma svo í bogalínu (bananaformaðar) niður leggina. Þótt þær hafi oft verið sýndar í ljósum litum á sýningarpöllum, fara svartar flestum betur þar sem þær vilja oft gera lærin stærri en þau eru. Það er því nauðsynlegt að vera í einhverju frekar aðsniðnu að ofan og alls ekki stórum og klunnalegum jökkum.

buxur
buxurstill
.

Í þrengri sniði eru níðþröngar teygjubuxur í munstri eða svörtu leðri – sem mætti líkja við leggings. Þetta snið kemur í stað þröngu gulrótagallabuxnanna og getur verið flott að skipta þeim út fyrir öðruvísi niðurmjóar buxur úr flottu efni. Það er allavega bókað mál að þröngar leðurbuxur/leggings verða mjög heitar í vetur og ættu allir sem hafa vaxtarlagið, að klæðast þeim við víðari toppa og stutta kjóla úr léttum efnum, t.d. blúndu.

ledurbuxur
ledurbuxurstill

Stór demantshálsmen

Sviðsljósið verður á hálsinn í vetur og eru allskyns hálsmenatrend í gangi. Mér finnst stór og svolítið klunnaleg demantshálsmen vera mjög flott, en þau sáust hjá mörgum stórum tískuhúsum. Steinarnir geta verið misstórir og mislita, eða sami liturinn en misjafnir tónar - það eru allaveganna útgáfur til. Steinarnir eru í yfirstærð og gefa þeir aukið drama, akkúrat það sem einfaldur svartur kjóll þarf – eitthvað eitt flott skart sem segir allt.

Margar ódýrar verslanakeðjur selja svipuð men en bara gervisteina, sem eru oft mjög flott þótt það sé ekki ekta og verðið náttúrulega hlægilegt miðað við rándýra demantsskartgripi. Það er einnig hægt að kíkja í vintage verslanir og sjá hvort þar sé eitthvað finna af fallegum  hálsmenum með lituðum, glitrandi steinum.

chunkyhalsmen
chunkyhalsmen2

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband