Færsluflokkur: Tískufréttir

Fréttir af tískuvikunum í febrúar

Alþjóðlegu tískuvikurnar í New York, London, Mílanó og París byrja eftir rúman mánuð og nú þegar eru farnar að birtast fréttir frá hönnuðum og aðstandendum um gang mála. Vegna efnahagskreppunnar hafa margir hönnuðir þurft að segja sig frá tískuvikunni þar sem mikill kostnaður tilheyrir þeim.

VeraWangVera Wang, sem hefur sýnt í New York í fjölda ára mun ekki sýna í tjöldunum í Bryant Park í febrúar. Hún hefur kosið að halda nánari sýningu í aðalverslun sinni. Hún segir ákvörðunina hafa verið erfiða en samt sem áður viðeigandi á þessum tímum. Hún á eftir að hanna línuna sem hún sýnir í febrúar, en mun eflaust taka efnahagsmálinn inní reikninginn við þá vinnu.

Wang segist aftur á móti ekki hafa ákveðið að sýna ekki í Bryant Park að heild út frá efnahagi, "þegar þú ferð út fyrir tjöldin, færðu ekki fríðindin sem fylgja þeim. Tískuvika New York er besti díllinn sem hægt er að fá peningalega séð. En að sýna í tjöldunum kallar á 25 fyrirsætur, hárgreiðslu og förðun. Þetta er svakaleg framleiðsla."

BetseyJohnsonBetsey Johnson hefur einnig dregið sig út úr tískuvikunni og mun því ekki sýna í Bryant Park líkt og áður. Sýningar hennar hafa ekki verið taldar hógværar þar sem mikið er lagt í umhverfi og heildarútlit þeirra. Hún segist þó ætla að halda sýningu, en bara á einhvern annan hátt. Samkvæmt talsmanni hennar er ekki búið að ákveða endanlega staðsetningu eða hvernig sýningin eigi fara fram.

Carmen Marc Volvo er annar hönnuður til sem sýnir ekki í New York. Hann segir kostnað sýningar vera í það minnsta 100.000 dollarar. Hann hallast að hugmynd um kokkteil boð til að sýna fatnað sinn. Franska merkið Cacharel hafa einnig hætt við sína sýningu sem átti að taka stað í París. Yfirmenn Cacharel hafa ákveðið að haustlína ársins 2009 verði hönnuð af ýmsum innanhúshönnuðum og sjálfstætt starfandi hönnuðum.

Nýjustu fréttir um þá sem halda ekki sýningu í Bryant Park er tískumerkið DKNY. Sýningin mun þess í stað verða haldin í stúdíói og mun Donna Karan Collection sýningin vera haldin á sama stað degi seinna. Talsmaður fyrirtækisins bendir þó á að DKNY hafi áður haldið sýningar á ýmsum öðrum stöðum en í tjöldunum í Bryant Park, "þetta er ekki svo mikil breyting. Við höfum gert alls kyns hluti." Hann bætti svo við, ,,kostnaður er alltaf hugsunarefni. Þetta er árangursríkasta leiðin."

tommyhilfigerÞótt margir hönnuðir séu að hætta við sýningar sínar á tískuvikunum í febrúar, sjá sumir þeirra tækifæri. Einn af þeim er Tommy Hilfiger, sem hefur hugsað sér að sýna í Bryant Park á tískuvikunni í NewYork á ný eftir þriggja ára hlé. Hönnuðurinn fær þar pláss sem átti að tilheyra Veru Wang.


Búist er við að enn fleiri hönnuðir eigi eftir að annað hvort hætta við sýningu, eða kjósa að sýna á ódýrari hátt, t.d. í húsakynnum í eigin eigu. Þeir hönnuðir sem hugsa sig nú um hvort best sé að sýna í Bryant Park eða öðrum stöðum eru m.a. J. Mendel, Monique Lhuillier og Reem Acra. Tískuvikan verður því með öðru sniði en áður.


Pamela Anderson fyrir Vivienne Westwood

pamelaandersonforwestwoodStaðfest hefur verið að Pamela Anderson sé nýtt andlit Vivienne Westwood. Herferðin er mynduð af Jurgen Teller og sýnir Anderson í hjólhýsi í Malibu. Fyrrum Baywatch stjarnan fékk starfið eftir að hafa hitt Vivienne baksviðs á sýningu sinni fyrir sumarið 2009 í tískuvikunni í London í september síðastliðnum.

Þær tvær höfðu ekki hist áður, en þegar Westwood sá Anderson í einum af kjólum sínum vissi hún samstundis hún væri rétta manneskjan fyrir nýju herferðina. Herferðin mun einnig verða gerð að kaffiborðabók sem mun fara í sölu í byrjun næsta árs þegar auglýsingarnar byrja að birtast í tímaritum í febrúar.

Það verður að segjast að Anderson er frekar óvenjulegur kandídat í auglýsingar fyrir tískumerki, en Westwood hefur verið þekkt fyrir að fara óvenjulegar leiðir, hvort sem það er í hönnun eða markaðsetningu á vöru sinni. Það má segja að Marc Jacobs hafi brotið blað með Victoriu Beckham auglýsingum sínum, en það verður engu að síður gaman að sjá hvernig Pamela ber sig í nýju auglýsingunum.

Topshop endurnýjar samning Kate Moss

katemosstopshopTopshop hafa endurnýjað samning sinn við Kate Moss til þriggja ára. Þeir tilkynntu miðvikudaginn sl. að fyrirsætan hefði skrifað undir nýjan samning um að halda áfram hönnun á eigin línu fyrir tískukeðjuna. Hún mun hanna nokkrar línur á ári og mun að auki hanna aukahluti og undirfatalínu. Samkvæmt áætlun á næsta lína að koma út í mars.

Moss hefur nú þegar hannað átta línur, en hún hóf samstarfið við Topshop í lok árs 2006. "Ég trúi að þetta hafi verið gott samstarf bæði fyrir Topshop og Kate," sagði Sir Philip Green í yfirlýsingu. "Hafandi tveggja ára reynslu, er ég öruggur um að lína Kate hafi möguleika á að verða mikilvægt, alþjóðlegt merki innan Topshop."

Talið er að lína Moss hafi hjálpað Topshop að ná methagnaði þetta árið. Í nóvember, þegar jólalínan kom í verslanir, var ákveðinn kjóll aðeins nokkra klukkutíma að seljast upp. Eins og gefur að skilja er Moss ánægð með árangurinn "Ég hlakka til að vinna með Topshop teyminu að nýjum línum og ég þakka öllum sem nú þegar eiga hlut úr ’Kate Moss fyrir Topshop’" sagði hún eftir að fréttur bárust um nýja samninginn.


Louboutin hannar fyrir Barbie

christianlouboutinSkópar frá Christian Louboutin er væntanlega ofarlega á lista flestra kvenna yfir bestu afmælisgjafirnar. Barbie er heppin kona, en fimmtugsafmæli dúkkunnar er á næsta ári, og mun hinn dáði skóhönnuður hanna á hana par fyrir sérstaka tískusýningu á tískuvikunni í New York í febrúar. 50 fyrirsætur munu ganga í skónum í klæðnaði innblásnum af Barbie.

"Barbie þarf að klæðast flottum skóm af því allar stelpur þurfa að klæðast flottum skóm," sagði Louboutin í viðtali við Women’s Wear Daily. "Ætli ég hafi ekki alltaf haft ‘stelpulega’ hlið í mér sem líkaði við Barbie"


Ný kynslóð breskra hönnuða

Danielle Scutt, House of Holland, Louise Goldin, Mark Fast, Mary Katrantzou, Meadham Kirchhoff, Nasir Mazhar og Peter Pilotto fengu öll all eftirsóknaverðan styrk, Ný kynslóð, á dögunum frá Breska tískuráðinu. Styrkurinn, sem er styrktur af Topshop, mun vera ætlaður til notkunar fyrir tískuvikuna í London í febrúar. Fyrir utan fyrrnefnd nöfn fengu einnig fleiri upprennandi hönnuðir styrki til að sýna á sýningu á tískuvikunni í London.

Styrkurinn Ný kynslóð var settur á stofn árið 1993 og hefur hjálpað stórum nöfnum á borð við Alexander McQueen, Matthew Williamson og Jonathan Saunders að þróa merki sín. Styrkurinn er því virtur og talinn góður stuðningur við hæfileikaríka hönnuða í iðnaðinum.

"Ný kynslóð er einn elsti hlekkur hönnunarstuðnings Breska tískuráðsins. Hann er alþjóðlega þekktur fyrir að styðja bestu hönnuði London og á met fyrir að hjálpa til að stofnsetja merki sumra af virtustu hönnuðum heims," segir formaður tískuráðsins, Hilary Riva. "Ég efa ekki að þessir nýju hönnuðir munu þróa árangursríka ferla í bransanum."

Mary Homer, stjórnandi Topshop bætir við "Á tímum efnahagskreppu er stuðningur við efnilega hönnuði mikilvægari en vanalega og helst því sem forgangur innan stefnu merkisins. Við erum sérstaklega spennt yfir flóru hæfileikanna sem við styrkjum þetta ár sem ásamt öðrum inniheldur hattahönnuði, skóhönnuði og prjónaflíkusérfræðing."

bfc

Kanye West vill vinna í tískuheiminum

kanyewestKanye West hefur ekki haldið því leyndu að hann vilji feta í fótspor P.Diddy og riðja sér leið í tískuheiminum, og London virðist vera staðurinn fyrir þá tilraun. Hann hefur tilkynnt að hann muni setja tónlistarferilinn á pásu, flytja til Bretlands og byrja á botni tískubransans til að læra undirstöðuatriðin sem hann þarf til að hanna fyrstu tískulínu sína, Pascalle.

"Ég ætla að taka lærlingastöðu og gera eitthvað sem er venjulegt – og rappa svo um helgar eða eitthvað," hefur hann sagt. Heimildir herma að hann ætli að m.a. að sækja um hjá Louis Vuitton og Raf Simons. Þar segir einnig að fólk sé hissa á hversu alvarlega hann tekur þennan tískudraum sinn. Hann er sagður elska London og vill hann fá eins mikla reynslu af tískunni og hann getur.


Current/Elliot

Current/Elliot er eitt heitasta gallabuxnamerki í Bandaríkjunum um þessar mundir. Þeir eru með puttann á púlsinum hvað alla heitustu tískustrauma í gallabuxum varðar og inniheldur línan flottar gallabuxur með þægilegu yfirbragði. Merkið er í eigu stílistanna Emily Current og Meritt Elliot. Það kom til vegna óánægju þeirra yfir gallabuxum sem voru á markaðnum. Þær fóru að breyta vintage gallabuxum eftir sínu höfði og eitt leiddi af öðru og gallabuxurnar urðu sífellt vinsælli. Stjarnan Nicole Richie hefur t.d. sést oftar en einu sinni í gallabuxum frá Current/Elliot.

Eitt það besta við gallabuxurnar er að þær eru í vintage stíl og því ber hvert par yfir sér sitt sérkenni. Buxurnar eiga hverjar sitt heiti og ártal og vísar það í upprunann. Þótt buxurnar séu heitar í dag og passi fullkomlega inní trend nútímans, eru margar þeirra klassískar og það er víst að þetta eru flíkur sem endast vel og lengi. Gallabuxurnar eru vinsælasti hlutinn af Current/Elliot, en þær gera einnig aðrar gerðir af flíkum eins og gallavesti og kjóla.

currentelliot
Current/Elliot fæst m.a. í Barney’s, eLuxury & Singer22.

Madonna fyrir Louis Vuitton

madonna-louis-vuitton-ads-01Birst hafa myndir á netinu úr sumarherferð Louis Vuitton 2009 og er það engin önnur en Madonna sem prýðir myndirnar. Ljósmyndarinn er Steven Meisel og umhverfi myndanna er franskt bístró. Marc Jacobs, yfirhönnuðir Louis Vuitton, ákvað að fá Madonnu til samstarfs eftir að hafa farið á tónleika með henni í París. Hann segist vera ánægður með útkomuna og einnig með orkuna sem Madonna býr yfir.

Athygli vakti þegar hún mætti í fatnaði frá Louis Vuitton í Gucci samkvæmi nýlega og var þá talið ljóst að Madonna væri auglýsingastúlka þeirra fyrir sumarið.

madonna-louis-vuitton-ads-02

Kate Bosworth umhverfisvæn

Kate Bosworth mætti á græna viðburðinn Gorgeous & Green, haldinn af Global Green USA, á þriðjudaginn. Þar sem hún var kynnir mætti hún að sjálfsögðu í umhverfisvænum fatnaði, en það var svartur kjóll skreyttur opnum rennilásum. Þessi flotta skreyting gerði venjulegan lítinn svartan kjól, djarfan og öðruvísi. Kjóllinn var sérhannaður fyrir Bosworth af hönnuðinum Phillip Lim og notaði hann eingöngu umhverfisvæn efni við gerð hans.

Umhverfisvæn og græn hönnun er alltaf að verða útbreyddari og fólk verður ætíð meðvitaðra um kosti efna sem innihalda engin eiturefni. Svo dæmi sé tekið er talið að eiturefni í níðþröngum gallabuxum geti borist inní húðina. Þannig er betra fyrir húðina að klæðast ‘hreinum’ efnum en einnig fyrir umhverfið, þar sem ekki fara eiturgufur út í andrúmsloftið.

Oft hafa umhverfisvæn föt ekki verið talin tískuvara, en með tilkomu ýmissa nýrra merkja síðustu ár, hefur eftirspurnin og vakningin eftir þessum vörum jukist heilmikið. Dæmi um flott merki eru Linda Loudermilk, Ecoskin og Lara Miller. Verðið á línum sem þessum er í hærra lagi, þar sem gæði efnanna er mikil og oft ekki um fjöldaframleiðslu að ræða. En það er þó létt að verða sér úti um klassískar umhverfisvænar flíkur í formi bómullarvara eins og stutterma- eða hlýrabola, þar sem verslanakeðjur á borð við H&M og Zara hafa boðið uppá vörur af þessu tagi.

katebosworthgreen

Bangsinn Karl Lagerfeld

faar_lagerfeld_vÞú veist þú ert orðinn icon þegar þú færð að búa til eftirmynd þína í bangsa-/brúðulíki. Karl Lagerfeld er einn af þeim heppnu sem hefur hlotnast sá heiður að gera sinn eigin bangsa. Bangsinn sjálfur lýkist meistara Karl í sjálfu sér ekki svo mikið, en aðalsmerki hans - svarthvíta lúkkið og sólgleraugun - láta það ekkert fara á milli máli hver sé fyrirmyndin.

Bangsinn kemur með dýrum verðmiða, 1500 dollarar, og var aðeins framleiddur í 2500 eintökum. Bangsinn er því dýrt leikfang og bara fyrir stóra krakka. En fyrir þá sem hafa kannski ekki alveg efni á bangsanum, er kominn annar valkostur fyrir þá fátæku. Nefnilega fingrabrúða og fæst hún fyrir aðeins 20 dollara. Hún hefur líka meira notagildi en bangsinn sem myndi hvort sem er bara sitja uppí hillu.

,,Bangsar eru mjög góðir, svo lengi sem þú ert góður við þá.“ - Karl Lagerfeld

karl-lagerfeld-x-steiff-03


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband