Kate Bosworth umhverfisvæn

Kate Bosworth mætti á græna viðburðinn Gorgeous & Green, haldinn af Global Green USA, á þriðjudaginn. Þar sem hún var kynnir mætti hún að sjálfsögðu í umhverfisvænum fatnaði, en það var svartur kjóll skreyttur opnum rennilásum. Þessi flotta skreyting gerði venjulegan lítinn svartan kjól, djarfan og öðruvísi. Kjóllinn var sérhannaður fyrir Bosworth af hönnuðinum Phillip Lim og notaði hann eingöngu umhverfisvæn efni við gerð hans.

Umhverfisvæn og græn hönnun er alltaf að verða útbreyddari og fólk verður ætíð meðvitaðra um kosti efna sem innihalda engin eiturefni. Svo dæmi sé tekið er talið að eiturefni í níðþröngum gallabuxum geti borist inní húðina. Þannig er betra fyrir húðina að klæðast ‘hreinum’ efnum en einnig fyrir umhverfið, þar sem ekki fara eiturgufur út í andrúmsloftið.

Oft hafa umhverfisvæn föt ekki verið talin tískuvara, en með tilkomu ýmissa nýrra merkja síðustu ár, hefur eftirspurnin og vakningin eftir þessum vörum jukist heilmikið. Dæmi um flott merki eru Linda Loudermilk, Ecoskin og Lara Miller. Verðið á línum sem þessum er í hærra lagi, þar sem gæði efnanna er mikil og oft ekki um fjöldaframleiðslu að ræða. En það er þó létt að verða sér úti um klassískar umhverfisvænar flíkur í formi bómullarvara eins og stutterma- eða hlýrabola, þar sem verslanakeðjur á borð við H&M og Zara hafa boðið uppá vörur af þessu tagi.

katebosworthgreen

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband