Færsluflokkur: Tískufréttir

Sumarlína H&M '09

hm

Myndir úr vor- og sumarlínu H&M næsta árs hafa nú verið birtar á netinu, bæði karla og kvenna.

Skoða meira hér.


Ný Sex and the City mynd?

sarah-jessica-parker-11258-6Þótt Sarah Jessica Parker lifi ekki alltaf undir þeim kröfum sem aðdáendur Sex and the City þáttanna setja á stíl hennar, þá hittir hún samt sem áður naglann á höfuðið endrum og sinnum. Í gær var einmitt eitt af þessum skiptum, en Parker mætti á ballettsýningu í ótrúlega töff Balmain kjól úr sumarlínu næsta árs ásamt skóm úr vetrarlínu Balenciaga. Kjóllinn er hin fullkomna glamúrútgáfa af litla svarta kjólnum, með silfurskreyttum ermum. Kjóllin kostar ekki lítið, en Balmain merkið er gríðarlega vinsælt um þessar mundir fyrir rokkaða hönnun með miklum glamúr og skrauti.

Fyrir utan kjólinn sem vakti athygli í gær, talaði Parker um mynd númer tvö af Sex and the City. Flestir eru sammála um að vel hafi verið staðið að fyrstu myndinni, en skiptar skoðanir eru um hvort gera eigi aðra mynd. Þetta hafði hún að segja, "ég held að tökur næsta sumar sé raunsæ tímaáætlun. Við myndum þurfa að byrja tökur þá, til að myndin komi út 2010. En það þýðir að við þurfum að koma öllu á hreint næstu mánuðina." Hún segir samræðurnar um aðra mynd þó aðeins vera á grunnstigi, en að framleiðslufyrirtækið telji það þó spennandi. Þá er bara að bíða og sjá hvað verður!

 

parkerbalmain

Nýliðarnir Cushnie et Ochs

18mNýútskrifaðir nemendur úr Parsons hönnunarskólanum í New York, Carly Cushnie og Michelle Ochs, mynda nýtt hönnunarteymi sem tískuheimurinn fylgist grannt með. Því er haldið fram að merki þeirra, Cushnie et Ochs, sé nýjasta dæmið um dúó úr Parsons sem á eftir að verða stórt. Proenza Schouler teymið eru fyrrverandi nemendur Parsons, og Vena Cava er dæmi um annað teymi úr sama skóla sem eru á hraðri uppleið. Öll þrjú fyrrnefnd merki fengu verðlaun skólans síðasta námsárið sitt sem hönnuðir ársins.

Það er alltaf gaman að fylgjast með nýjum hönnuðum og þær Cushnie og Ochs hafa þegar fengið sjálfkrafa kynningu vegna verðlaunanna. En miðað við þann litla tíma sem þær hafa unnið í hinum harða tískuheimi, dró fyrsta línan þeirra fyrir næsta vor og sumar að sér mjög mikla athygli. Hvað hugmyndirnar af línunni varða, komu þær úr frekar óvenjulegri átt, "við vorum innblásnar af American Psycho og áráttugjörnum aga Christian Bale." En þegar línan er skoðuð nánar má þó sjá hvernig þær samsama persónuleika persónu Christian Bale við fullkomlega sniðna níþrönga kjóla.

Línan var vel gerð frá byrjun til enda og greinilega úthugsuð. Frumraun þeirra er örugg og virkilega góð af byrjendum að vera. Það getur tekið langan tíma að setja sér nafn en þegar tveir hönnuðir sem hafa sömu listrænu stefnu sameina krafta sínu getur útkoman orðið hreint ótrúleg - lítið bara á Proenza Schouler. En það er bókað mál að eitthvað stórt bíður Cushnie et Ochs, og vona ég að þær muni nýta þá góðu dóma sem fyrsta línan hefur fengið og gera næstu línu enn betri.

CushnieetOchs

Matthew Williamson næstur fyrir H&M

00740mMatthew Williamson er næsti hönnuður til að vinna með verslanakeðjunni H&M. Eins og ætti að vera flestum ljóst leita H&M árlega til samstarfs við fræga hönnuði, og fyrir líðandi vetur var það Rei Kawakubo hönnuður Comme des Garcons sem gerði línu fyrir keðjuna. Matthew mun hins vegar hanna línu fyrir næsta vor/sumar og mun hún koma í verslanir 23.apríl á næsta ári.

Matthew segir þetta spennandi tækifæri fyrir sig, og segir hann H&M hafa skapað hálfgert brjálæði í tískuheiminum með því að láta virta hönnuði hanna ódýran fatnað. "Ég er spenntur yfir því að verk mín fyrir H&M verði aðgengileg svo mörgu fólki um allan heim." Hann mun einnig hanna karlmannslínu en hönnunarlínur H&M hafa ekki verið gerðar fyrir menn hingað til.

Ef marka má viðbrögð viðskiptavina H&M við hönnunarlínunum mun þessi valda mikilli eftirspurn, enda Matthew Williamson þekktur fyrir fallega hönnun og hentar hún einkar vel fyrir sumartímann. Hann notar óspart liti og munstur, en auk þess að hanna undir eigin nafni er hann aðalhönnuður ítalska tískuhússins Emilio Pucci. Það er ljóst að hann á marga aðdáendur sem bíða nú spenntir eftir því að komast yfir fatnað hans fyrir H&M.


Madönna djörf

Madonna mætti í fyrradag í partý á vegum Gucci, en þeir eru að koma með línu af töskum til styrktar Unicef. Það sem vakti athygli var klæðnaður Madonnu. Hún tók greinilega mikla áhættu og líklegt að slúðurblöðin eigi ekki eftir að líka það sem hún valdi að klæðast. Að mínu mati tók hún sig glæsilega út í græna fjaðrakjólnum úr sumarlínu Louis Vuitton. Línan var líka í alla staði mjög flott og framandi - öðruvísi hönnun en áður. Það voru áberandi litir og glamúrinn var ekki sparaður. Skórnir og aukahlutirnir voru sérstaklega flottir.

madonnalouisvuitton

Comme des Garcons fyrir H&M

commedesgarconshm

H&M verslanakeðjan hefur í þetta skiptið leita til Rei Kawakubo, hönnuð Comme des Garcons, til að hanna hönnunarlínu haustsins. H&M hefur áður leitað til Stellu McCartney, Karl Lagerfeld, Viktor & Rolf og Roberto Cavalli um að hanna línu og hafa allar notið gríðarlegra vinsælda - enda enginn sem fúlsar við hönnunarvarning á spottprís. Það verður að segjast að Comme des Garcons var ekki augljós valkostur fyrir verslunarkeðju miðaða að almenningi, en Rei er þekkt fyrir mjög svo framúrstefnulega hönnun og klæðileiki er eflaust ekki til í hennar huga. Þó að línan komi ekki í valdar verslanir fyrr en 13.nóvember, og myndir af línunni komi ekki á heimasíðu H&M fyrr en á fimmtudaginn, eru þó komnar myndir af allavega hluta línunnar á netið. Samkvæmt þeim er línan mikið til svört, þar sem mikið hefur verið lagt í framúrstefnuleg snið á pilsum, jökkum og buxum. Einnig er nokkuð af skyrtum, rauðum og bláum doppóttum og svo hvítum.

Sjá meira hér


Tískuveldi Philip Green

philipgreenAuðjöfurinn Philip Green hefur verið mikið í fréttum bæði hér og í Bretlandi að undanförnu. Green á nú þegar stóran hluta af 'high street' keðjum á borð við Topshop, Topman, Miss Selfridge, Evans og Dorothy Perkins - undir Arcadia Group. Hann er sjöundi ríkasti maður Bretlands og er talinn ráða yfir stórum hluta fatakeðjubransans þar úti. Fjaðrafokið í kringum hann, er vegna áætlana um að tvöfalda veldi sitt, og kaupa Baug. En Baugur á nú þegar stóran hluta af fatakeðjum, þar á meðal Oasis, Warehouse, Whistles, Shoe Studio og All Saints. Áhyggjurnar liggja yfir því að hann gæti, eftir kaupin á Baugi, haft völd yfir miklum meirihluta af breskum tískuvörukeðjum.

Jane Shepherdson vann fyrir Green í mörg ár og átti stóran þátt í að koma Topshop á þann stað sem það er í dag. Árið 2007 sagði hún af sér og var ástæðan talin vera ósamkomulag milli hennar og Green. Hún starfar nú undir Baugi, sem forstjóri Whistles, og eru margir spenntir að sjá hvort hún muni fá gamla yfirmanninn aftur. Það verður allavega gaman að sjá hvernig allt fer ef Green kaupir Baug og veldið hans stækkar til muna.

Heimild


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband