Nýliðarnir Cushnie et Ochs

18mNýútskrifaðir nemendur úr Parsons hönnunarskólanum í New York, Carly Cushnie og Michelle Ochs, mynda nýtt hönnunarteymi sem tískuheimurinn fylgist grannt með. Því er haldið fram að merki þeirra, Cushnie et Ochs, sé nýjasta dæmið um dúó úr Parsons sem á eftir að verða stórt. Proenza Schouler teymið eru fyrrverandi nemendur Parsons, og Vena Cava er dæmi um annað teymi úr sama skóla sem eru á hraðri uppleið. Öll þrjú fyrrnefnd merki fengu verðlaun skólans síðasta námsárið sitt sem hönnuðir ársins.

Það er alltaf gaman að fylgjast með nýjum hönnuðum og þær Cushnie og Ochs hafa þegar fengið sjálfkrafa kynningu vegna verðlaunanna. En miðað við þann litla tíma sem þær hafa unnið í hinum harða tískuheimi, dró fyrsta línan þeirra fyrir næsta vor og sumar að sér mjög mikla athygli. Hvað hugmyndirnar af línunni varða, komu þær úr frekar óvenjulegri átt, "við vorum innblásnar af American Psycho og áráttugjörnum aga Christian Bale." En þegar línan er skoðuð nánar má þó sjá hvernig þær samsama persónuleika persónu Christian Bale við fullkomlega sniðna níþrönga kjóla.

Línan var vel gerð frá byrjun til enda og greinilega úthugsuð. Frumraun þeirra er örugg og virkilega góð af byrjendum að vera. Það getur tekið langan tíma að setja sér nafn en þegar tveir hönnuðir sem hafa sömu listrænu stefnu sameina krafta sínu getur útkoman orðið hreint ótrúleg - lítið bara á Proenza Schouler. En það er bókað mál að eitthvað stórt bíður Cushnie et Ochs, og vona ég að þær muni nýta þá góðu dóma sem fyrsta línan hefur fengið og gera næstu línu enn betri.

CushnieetOchs

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband