Færsluflokkur: Vídeó

Óheilbrigðar kröfur

Ég rakst á virkilega áhugavert myndband um líkamsmyndir í tískuheiminum. Bandaríska fyrirsætan Ali Michael átti mikilli velgengi að fagna á síðasta ári. Hún byrjaði að starfa sem fyrirsæta aðeins 15 ára gömul, þá tæp 60 kíló og 1.75 á hæð. Hún var beðin um að létta sig af umboðsskrifstofu sinni og fór niður í 46 kíló. Eftir læknisskoðun sem leiddi í ljós að þyngd hennar væri óheilbrigð, ákvað hún að gera eitthvað í sínum málum. Eftir vinnu með næringafræðingi og lækni náði hún bata, en var hafnað af tískuheiminum. Nokkur kíló réðu því hvort hún væri ein af vinsælustu fyrirsætunum í það að fá ekki að ganga í nema einni sýningu í París. Í myndbandinu er tekið viðtal við Ali, sem er nú 18 ára, og segir hún frá reynslu sinni af þrýstingi tískubransans.


Sex and the City: Myndin

 satcmovie3

 

 

 

 

 

satcmovie1Eins og flestir vita nú, verður Sex and the City myndin frumsýnd á morgun. Myndin er að sögn leikstjórans, Michael Patrick King, dramatísk en auðvitað fá húmorinn og skemmtilegheit sinn skerf líka. Þar sem eftirvæntingin er mikil er möguleiki að myndin lifi ekki upp að væntingum fólks, en það hefur samt mikil vinna og hugsun verið lögð í gerð myndarinnar þannig hún verður vonandi frábær skemmtun og einungis gleði að geta séð meira af lífi kvennana í New York. Það bjóst nefnilega enginn við að sjá þær aftur. Eins og margir hafa séð í fjölmiðlum hefur myndin verið í bígerð lengi, en sagan segir að Kim Cattrall hafi staðið í vegi fyrir því. Um leið og hún samþykkti var hins vegar allt sett á fullt og útkomuna fáum við að sjá á morgun.

Myndin gerist sem sagt fjórum árum eftir síðasta þáttinn. Eins í þáttunum eru það vinkonurnar fjórar, Carrie, Charlotte, Miranda og Samantha ásamt Mr.Big, Steve, Smith, Harry, Stanford og Anthony sem prýða myndina. Meðal nýrra persóna er Louise, leikin af Jennifer Hudson (Dreamgirls) og leikur hún aðstoðarkonu Carrie. Annars er ekki mikið breytt, persónurnar eru þær sömu, nema kannski aðeins þroskaðri en söguþráðurinn tekur aðeins óvænta stefnu. Brúðkaup Carrie og Mr.Big er eitt af því sem við sjáum í trailernum, einnig virðast vera vandamál í hjónabandi Miröndu og Steve’s. Charlotte verður loksins að ósk sinni og verður ófrísk, en hún hafði ættleitt kínverska stúlku og þetta því annað barn hennar og Harry. Að lokum er það svo Samantha sem býr nú í órafjarlægð frá hinum vinkonunum, eða í Los Angeles með Smith. Það verður spennandi að sjá myndina sem allir eru að bíða eftir og segi ég bara góða skemmtun!

Trailer

 satcmovie2

Heiðurinn á tískunni í myndinni á Patricia Field.

carriebradshaw


Tískan í Sex and the City

satctiska2Sex and the City þættirnir hafa óneitanlega haft mikil áhrif á líf kvenna um allan heim og þeirra sjálfsmynd, en tískuáhrifin hafa samt ekki vakið minni athygli. Nú þegar myndin kemur út er náttúrulega enn meira gert úr tískuhliðinni og þar aftur fengin tískudrottning þáttanna, stílistinn Patricia Field, til að klæða vinkonurnar. Sarah Jessica, sem leikur Carrie aðalpersónuna, segir að tískan sé öðruvísi og er það skiljanlegt þar sem persónurnar hafa þroskast og stíllinn breytist með tímanum.

Snilld Patriciu liggur í skilning hennar á persónunum. Það er erfitt starf að skilja karakter hverrar persónu fyrir sig og túlka persónuleika þeirra með fötum. En hún nær því einhvern veginn svo frábærlega að það er erfitt að hugsa hvernig hlutirnir væru ef annar stílisti ætti í hlut. Hún sýnir að persónuleiki er það mikilvægasta þegar föt og tíska eru annars vegar. Hún túlkar hverja persónu á sinn hátt og nær að skila ákveðnum draumaheimi til áhorfenda.

Aðferðir Patriciu er ekki að klæða þær í hönnunarföt beint af sýningarpöllunum. Það væri of einfalt. Hún reynir að opna hugmyndir fyrir öðru eins og vintage fatnaði og antík aukahlutum, og blanda með því dýra og flotta. Þannig nær hún að skapa skemmtilegri klæðnað. Auk þess hefur hún einstaka sýn á föt og er snillingur í að koma með eitthvað óvenjulegt og óvænt – eitthvað sem maður hefði ekki getað hugsað sér.

Í þáttunum, þurftu konurnar aldrei afsökun fyrir því að dressa sig upp. Þær gerðu það einfaldlega af því þeim langaði til þess. Þær voru ekki að reyna að þóknast gildum annarra. Aðalpersónan Carrie Bradshaw, hefur algjörlega sinn eigin stíl og er ekki klædd í tískustrauma. Það er eitthvað dreymandi við fatnað hennar – fjaðrir, pífur, loðfeldir. Hún klæðir sig í það sem hún vill, þegar hún vill. Skóárátta hennar er einnig áberandi út þættina og var merkilegt að sjá tilfinninganæmi hennar þegar skór áttu í hlut – grátur, hlátur og hvaðeina. En ætli tískan sé ekki bara valdamikil og nauðsynleg, eins og sagt er; "A girl needs her shoes".

satctiska3

Carrie: Er óhrædd við tískuna. Ekki hægt að lýsa stílnum með einu orði. Er mikið fyrir hönnuði en blandar fötum oft óvenjulega saman. Skór spila stóra rullu sem og aukahlutir.
Samantha: Fatnaður hennar er kynþokkafullur og skín af sjálfsöryggi. Hún sýnir kvenlegar línur í aðþröngum og áberandi fatnaði. Litir, munstur og glys eru hennar einkennismerki.
Charlotte: Hefur sætan, dömulegan stíl sem ber með sér svolítinn snobbfíling. Hún er alltaf vel til höfð með tilheyrandi útvíðum kjólum og fínum sniðum.
Miranda: Vinnufatnaður hennar samanstendur af drögtum, skyrtum og pencil pilsum. Hreinir litir og beinar, skarpar línur. Klæðnaður hennar í frítíma er þó kvenlegri og meira um liti og þægilegri snið.

satctiska1

 Myndband sem sýnir tískuna í myndinni. Viðtal við Pat Field:

Tískumóment í gegnum tíðina í þáttunum


Lagerfeld Confidential

Myndin sem allir tískuunnendur hafa beðið eftir er nú komin á DVD. Myndin heitir 'Lagerfeld Confidential' og sýnir ýtarlega frá tískuhönnuðinum Karl Lagerfeld. Karl er þekktur fyrir að vera hönnuður Chanel tískuhússins ásamt því að hanna línu undir eigin nafni. Fylgst er með degi í lífi hans bæði frá vinnu hans og persónulegu lífi. Myndin leyfir fólki að skyggnast inní draumaveröld tískuíkonsins sem allir elska og dá.

Áður hafa verið gerðar tvær myndir um Karl. Myndin 'Karl Lagerfeld Is Never Happy Anyway' var gerð árið 2000. Árið 2006 komu svo út heimildarþættirnir 'Signé Chanel' sem naut mikilla vinsælda. Með því að smella á titlana hér á undan getiði þið horft á myndirnar á YouTube.

Hægt er að kaupa myndina á lagerfeldfilm.com.


Sýning Burberry fyrir haustið

burberryprorsum

Ég féll algjörlega fyrir haustlínu næsta veturs frá Burberry Prorsum. Hún var í alla staði frábær að mínu mati. Hönnuður tískuhússins, Christopher Bailey, tókst að gera lúxuslínu með ólíkum áferðum og efnum og sterkum en fallegum litum.

Línan innihélt kápur í ýmsum sniðum og notaði Bailey stórar kápur jafnvel yfir fallega kokkteilkjóla. Húfur í 'grunge' stíl gáfu óneitanlega sýningunni unglegan blæ og tónaði ríkuleg efnin niður. Töskur, skór og skart voru ekki af verri endanum og fyrirferðamikið skartið sérstaklega, gaf sýningunni skemmtilegt yfirbragð. Í heildina var svolítið rokkívaf í línunni en lúxusinn var þó ekki langt undan. Það má eiginlega segja að Bailey hafi leikið sér svolítið með efni og áferðir - en hélt sig samt innan rammans.


Listrænt ferli Prada

pradass08

Fyrir neðan er myndband af innblæstrinum og listrænu hliðinni við gerð sumarlínu Prada. Það hvernig munstrin þróuðust út frá náttúrunni. Mjög flott gert og gaman að sjá fötin í víðari skilningi.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband