Sumarlína H&M '09

hm

Myndir úr vor- og sumarlínu H&M næsta árs hafa nú verið birtar á netinu, bæði karla og kvenna.

Skoða meira hér.


Ný Sex and the City mynd?

sarah-jessica-parker-11258-6Þótt Sarah Jessica Parker lifi ekki alltaf undir þeim kröfum sem aðdáendur Sex and the City þáttanna setja á stíl hennar, þá hittir hún samt sem áður naglann á höfuðið endrum og sinnum. Í gær var einmitt eitt af þessum skiptum, en Parker mætti á ballettsýningu í ótrúlega töff Balmain kjól úr sumarlínu næsta árs ásamt skóm úr vetrarlínu Balenciaga. Kjóllinn er hin fullkomna glamúrútgáfa af litla svarta kjólnum, með silfurskreyttum ermum. Kjóllin kostar ekki lítið, en Balmain merkið er gríðarlega vinsælt um þessar mundir fyrir rokkaða hönnun með miklum glamúr og skrauti.

Fyrir utan kjólinn sem vakti athygli í gær, talaði Parker um mynd númer tvö af Sex and the City. Flestir eru sammála um að vel hafi verið staðið að fyrstu myndinni, en skiptar skoðanir eru um hvort gera eigi aðra mynd. Þetta hafði hún að segja, "ég held að tökur næsta sumar sé raunsæ tímaáætlun. Við myndum þurfa að byrja tökur þá, til að myndin komi út 2010. En það þýðir að við þurfum að koma öllu á hreint næstu mánuðina." Hún segir samræðurnar um aðra mynd þó aðeins vera á grunnstigi, en að framleiðslufyrirtækið telji það þó spennandi. Þá er bara að bíða og sjá hvað verður!

 

parkerbalmain

Nýliðarnir Cushnie et Ochs

18mNýútskrifaðir nemendur úr Parsons hönnunarskólanum í New York, Carly Cushnie og Michelle Ochs, mynda nýtt hönnunarteymi sem tískuheimurinn fylgist grannt með. Því er haldið fram að merki þeirra, Cushnie et Ochs, sé nýjasta dæmið um dúó úr Parsons sem á eftir að verða stórt. Proenza Schouler teymið eru fyrrverandi nemendur Parsons, og Vena Cava er dæmi um annað teymi úr sama skóla sem eru á hraðri uppleið. Öll þrjú fyrrnefnd merki fengu verðlaun skólans síðasta námsárið sitt sem hönnuðir ársins.

Það er alltaf gaman að fylgjast með nýjum hönnuðum og þær Cushnie og Ochs hafa þegar fengið sjálfkrafa kynningu vegna verðlaunanna. En miðað við þann litla tíma sem þær hafa unnið í hinum harða tískuheimi, dró fyrsta línan þeirra fyrir næsta vor og sumar að sér mjög mikla athygli. Hvað hugmyndirnar af línunni varða, komu þær úr frekar óvenjulegri átt, "við vorum innblásnar af American Psycho og áráttugjörnum aga Christian Bale." En þegar línan er skoðuð nánar má þó sjá hvernig þær samsama persónuleika persónu Christian Bale við fullkomlega sniðna níþrönga kjóla.

Línan var vel gerð frá byrjun til enda og greinilega úthugsuð. Frumraun þeirra er örugg og virkilega góð af byrjendum að vera. Það getur tekið langan tíma að setja sér nafn en þegar tveir hönnuðir sem hafa sömu listrænu stefnu sameina krafta sínu getur útkoman orðið hreint ótrúleg - lítið bara á Proenza Schouler. En það er bókað mál að eitthvað stórt bíður Cushnie et Ochs, og vona ég að þær muni nýta þá góðu dóma sem fyrsta línan hefur fengið og gera næstu línu enn betri.

CushnieetOchs

Matthew Williamson næstur fyrir H&M

00740mMatthew Williamson er næsti hönnuður til að vinna með verslanakeðjunni H&M. Eins og ætti að vera flestum ljóst leita H&M árlega til samstarfs við fræga hönnuði, og fyrir líðandi vetur var það Rei Kawakubo hönnuður Comme des Garcons sem gerði línu fyrir keðjuna. Matthew mun hins vegar hanna línu fyrir næsta vor/sumar og mun hún koma í verslanir 23.apríl á næsta ári.

Matthew segir þetta spennandi tækifæri fyrir sig, og segir hann H&M hafa skapað hálfgert brjálæði í tískuheiminum með því að láta virta hönnuði hanna ódýran fatnað. "Ég er spenntur yfir því að verk mín fyrir H&M verði aðgengileg svo mörgu fólki um allan heim." Hann mun einnig hanna karlmannslínu en hönnunarlínur H&M hafa ekki verið gerðar fyrir menn hingað til.

Ef marka má viðbrögð viðskiptavina H&M við hönnunarlínunum mun þessi valda mikilli eftirspurn, enda Matthew Williamson þekktur fyrir fallega hönnun og hentar hún einkar vel fyrir sumartímann. Hann notar óspart liti og munstur, en auk þess að hanna undir eigin nafni er hann aðalhönnuður ítalska tískuhússins Emilio Pucci. Það er ljóst að hann á marga aðdáendur sem bíða nú spenntir eftir því að komast yfir fatnað hans fyrir H&M.


Rihanna

Hin fræga söngkona Rihanna er nú þegar búin að sanna sig í tónlistarheiminum en hún hefur einnig verið að láta taka til sín í tískuheiminum. Stjarnan Rihanna veldur ekki vonbrigðum þegar kemur að fötum og aukahlutum, hvort sem er hversdags, á fínum viðburðum eða á sviði. Hún tekur svo sannarlega miklar áhættur og klæðist oft djörfum samsetningum. Hún er mikill aðdándi stórra hönnunarmerkja og hefur mikið klæðst Gucci að undanförnu, enda andlit nýrrar handtöskulínu þeirra til styrktar Unicef.

Rihanna hefur þetta árið fengið verðskuldaða athygli fyrir stíl sinn og hefur m.a. verið valin ein af best klæddu konum ársins af tímaritum. Ekki er hægt að lýsa stílnum í einu orði, en hún er óhrædd við munstur, liti, sérstök snið, óvenjulegt skraut og mikið af skarti. Ekki má svo gleyma skónum en hún velur sér oft mjög framúrstefnulega hannaða skó.

Sviðsútlit hennar er mjög ýkt en búningarnir útpældir og spila vel með tónlist hennar. Utan sviðsins þorir hún að klæðast því sem margar stjörnur af svipaðri frægðargráðu og hún þora ekki vegna ótta við að slúðurblöð setji þær á "verst klædda listann". Almenningur skilur ekki alltaf hönnun tískuhúsa, en þannig er þessu þó ekki háttað með Rihönnu. Hún hefur tónlistina, persónuleikann og flotta hárgreiðslu til að ýta undir fötin.

rihanna2

Tískubækur

Nú þegar jólin nálgast fer fólk að huga að jólagjöfum og velta fyrir sér hvað á að gefa hverjum. Það getur stundum reynst erfitt að finna hina fullkomnu gjöf. Eitthvað sem verður samt pottþétt á mínum óskalista verða tískubækur af ýmsu tagi. Bækurnar fjalla m.a. um persónulegan stíl, tískuheiminn og hönnuði; sumar eru hugsaðar í þeim tilangi að fræða fólk en aðrar eru kaffiborðabækur sem gaman er að glugga í.

Ashley og Mary-Kate Olsen gáfu nýverið út bókina Influence. Bókin er skreydd myndum og viðtölum við fólk sem þær systur verða fyrir áhrifum frá. Bókin hefur fengið verðskuldaða athygli og er mjög áhugaverð.

Nina Garcia, fyrrverandi tískustjóri Elle tímaritsins og dómari Project Runway, hefur gert tvær bækur um persónulegan stíl. Í fyrri bókin, The Little Black Book of Style, fjallar hún um ýmsa hluti sem eiga þátt í að móta persónulegan stíl og má nefna tengsl tísku við tónlist og kvikmyndir, hún tekur fyrir grunninn í fataskápinn og tískueinkenni áratuga úr fortíðinni. Seinni bókin, sem kom nýverið út og kallast The One Hundred. Þar tekur hún fyrir þá hundrað hluti sem allar konur ættu að eiga og hafa staðið tímans tönn.

Ein af mínum uppáhalds stílbókum er eftir stílistann Rachel Zoe og kallast Style A to Zoe. Ég er mikill aðdáandi Rachel og finnst hún hafa flottan stíl. Bókin er svolítið egó-boost fyrir hana enda fjallar hún mikið um sjálfa sig, sitt starf og sinn stíl. Það er þó akkúrat það sem ég vildi - fá að skyggnast aðeins inní hennar heim. Hún fer ekki aðeins í fatnað og skart, heldur glamúrlífið í heild. Ég fann mörg góð ráð og fannst bókin góð lesning og ættu allir Zoe aðdáendur að næla sér í eintak.

baekur

Sumar bókanna fást í bókabúðum hérlendis, m.a. Eymundsson - en einnig er hægt að panta þær frá Amazon.com.


Madönna djörf

Madonna mætti í fyrradag í partý á vegum Gucci, en þeir eru að koma með línu af töskum til styrktar Unicef. Það sem vakti athygli var klæðnaður Madonnu. Hún tók greinilega mikla áhættu og líklegt að slúðurblöðin eigi ekki eftir að líka það sem hún valdi að klæðast. Að mínu mati tók hún sig glæsilega út í græna fjaðrakjólnum úr sumarlínu Louis Vuitton. Línan var líka í alla staði mjög flott og framandi - öðruvísi hönnun en áður. Það voru áberandi litir og glamúrinn var ekki sparaður. Skórnir og aukahlutirnir voru sérstaklega flottir.

madonnalouisvuitton

Jóla- og áramótatrend

Pallíettur og fjaðrir verða eitt það heitasta í jóla- og áramótatískunni í ár, en kögur kemur einnig sterkt inn. Margir eiga eflaust eftir að leita til innlendra hönnuða þegar jólafötin eru keypt þar sem erlendar verslanakeðjur eru farnar að hækka ansi mikið í verði. E-label er með flíkur með pallíettum og þar á meðal eru flottar pallíettuleggings. Hjá Júniform er einnig hægt að finna flotta kjóla með pallíettuefni en líka fjaðraskrauti og kögri. Fyrir þá sem ætla ekki að fjárfesta í nýjum kjól er tilvalið að klæðast svörtum kjól sem til er fyrir og nota svo fjaðrir, pallíettur og annan glamúr í aukahlutunum. Spangirnar hennar Thelmu, sem fást í Trílógíu, eru t.d. mjög sparilegt hárskraut. Á heimasíðu Topshop er að finna ýmsar litlar töskur alskreyttar pellíettum og fjöðrum - spurning hvað af því kemur fyrir jólin í búðirnar hér heima. En ef einhverjir ætla hins vegar að spreða í kjól er litaglaður pallíettukjóll frá KronKron málið í áramótapartýið. Þar er einnig að finna fallega glanskjóla í svörtu, frá Marjan Pejoski og Gaspard Yurkievich. Gott er líka að kíkja í vintage verslanir borgarinnar en þar eru margar flottar pallíettuflíkur. Ef allt bregst er sniðugt að verða sér úti um fjaðrir, pallíettur og smart efni og leifa hugmyndafluginu að reika!

fjadrir

Djúpir litir

litirjohngallianoÞótt mörgum hrylli við tilhugsunina um að skærir litir í augnförðun komi sterkir inn þennan veturinn, þá ber þeim ekki að örvænta. Því djúpir litir í augnskuggum verða fyrst og fremst ferskir, þótt þeir séu áberandi. Augun voru oft máluð á listrænan máta og greinilegt að förðunar-fræðingar notuðu hugmyndaflugið til að skapa framúrstefnulega förðun haust-sýninganna. Litirnir voru ýmist bornir á með augnskuggum eða blýöntum – en eitt er víst, það reynir á förðunarhæfileika kvenna þegar þetta trend er haft til hliðsjónar.

Það má með sönnu segja að litirnir séu djarfir, en það sem gefur þeim ferskleikan eru nýstárlegar hugmyndir um augnförðun. Það er einfaldlega ekki nóg að dreifa ‘einhverjum’ augnskugga um augnlokið, heldur eru notaðir mismunandi tónar af sama litnum, litum blandað saman, notaðir eru skuggar með gljáa og blautir eða þurrir augnblýantir notaðir á nýjan máta.

djupirlitir


Lúxus bohemian

Hippatrendið í lúxusbúningnum heldur áfram þennan veturinn. Munstrin eru þjóðleg, helst innblásin af Austur-Evrópulöndum og sniðin í 70’s áhrifum hippaáranna. Með þessu trendi koma svo rússkinskögur skór- og töskur, loðfeldar af ýmsu tagi og svo metalskreytt belti.

Gucci línan var heltekin af öllu þessu, en þar er lúxusinn mikill til að lúkkið verði ekki of sveitalegt. Gucci er þekkt fyrir kynþokkafulla hönnun og því kom línan mörgum á óvart, en fyrirsæturnar klæddust þó töff ökklaskóm með metalhnöppum (studs) og náðu þeir að gera hippalúkkið rokkaðra.

boholuxus
boholuxus2

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband