Pönkað drama

punkrihannaÞað var tekinn nýr póll á hæðina í aukahlutum; skóm og skarti, fyrir haust og vetur. Grófar keðjur, gaddar, metal, leður og götóttar sokkabuxur verða í forgrunni pönk tískunnar. Þetta eru mjög dramatískir aukahlutir og ættu að klæðast við svart til að leyfa þeim að vera algjör miðpunktur. Skórnir voru sérstaklega grófir; úr leðri með sylgjum, grófum rennilásum, keðjum og hvaðeina aðskotahlutum.

Gaddar eru ein vinsælasta skreytingin af þessu trendi og eru þeir allskonar. Oftast með gull eða silfur áferð en þeir eru ýmist oddhvassir eins og armbandið frá Burberry Prorsum eða hálfhringalaga líkt og frá Gucci. Gullgaddar eru aðeins meiri lúxusútgáfa af þeim silfruðu sem eru hrárri. Auðveldast er að verða sér úti um mjótt leðurbelti með gylltum göddum, eða silfurgadda armbandi (Rokk og rósir eru t.d. með ódýra útgáfu).

punk1

punk2


Current/Elliot

Current/Elliot er eitt heitasta gallabuxnamerki í Bandaríkjunum um þessar mundir. Þeir eru með puttann á púlsinum hvað alla heitustu tískustrauma í gallabuxum varðar og inniheldur línan flottar gallabuxur með þægilegu yfirbragði. Merkið er í eigu stílistanna Emily Current og Meritt Elliot. Það kom til vegna óánægju þeirra yfir gallabuxum sem voru á markaðnum. Þær fóru að breyta vintage gallabuxum eftir sínu höfði og eitt leiddi af öðru og gallabuxurnar urðu sífellt vinsælli. Stjarnan Nicole Richie hefur t.d. sést oftar en einu sinni í gallabuxum frá Current/Elliot.

Eitt það besta við gallabuxurnar er að þær eru í vintage stíl og því ber hvert par yfir sér sitt sérkenni. Buxurnar eiga hverjar sitt heiti og ártal og vísar það í upprunann. Þótt buxurnar séu heitar í dag og passi fullkomlega inní trend nútímans, eru margar þeirra klassískar og það er víst að þetta eru flíkur sem endast vel og lengi. Gallabuxurnar eru vinsælasti hlutinn af Current/Elliot, en þær gera einnig aðrar gerðir af flíkum eins og gallavesti og kjóla.

currentelliot
Current/Elliot fæst m.a. í Barney’s, eLuxury & Singer22.

Vesti

lindsay-lohan-santa-hat-08Opin vesti eru góð leið til að lífga upp á klæðnaðinn á einfaldan hátt. Vestin geta verið allaveganna; með pallíettum, metalsteinum, kögri, fjöðrum, glans, úr loðfeldi, leðri - eitthvað sem dregur augað að. Þau eru flott við basic föt eins og gallabuxur og hlýra-/langermaboli. Persónulega finnst mér vesti njóta sín mjög vel við útvíðar gallabuxur sem eru háar í mittið og svartan bol girtan ofaní. Lindsay Lohan hefur verið í töff vestum að undanförnu, þótt fatastíllinn hennar hafi farið hrakandi á tímabili. Það er þónokkuð af flottum vestum í verslunum hér á landi, þó sum séu frekar dýr. En hugsið frekar um flott vesti sem aukahlut sem getur gert gæfumunin.

Götótt og tætt

Stundum verða ótrúlegustu trend vinsæl. Fyrir nokkrum árum voru snjáðar og götóttar gallabuxur í frekar ljósum þvotti, vinsælar. Þannig buxur hafa ekki sést í tískuheiminum í þónokkurn tíma, en núna með komu grunge tískunnar er götótt orðið heitt. Þó alls ekki í sömu mynd og áður. Það má segja að Alexander Wang og Maison Martin Margiela hafi komið bylgjunni á stað, Wang með götóttum, þunnum sokkabuxum og Margiela (sem er þekktur fyrir spes hönnun) með gallabuxur sem eru tættar að framan.

Trendin eru vinsæl hjá fólki sem aðhyllist frekar hráan stíl og hafa fyrirsætur á borð við Erin Wasson og Agyness Deyn sést í tættum gallabuxum. Sokkabuxur með götum og lykkjufalli að hætti Wang sjást oftar en ekki á tískubloggurum. Útfrá þessum trendum hefur einnig borið á leggings með lárettum útklippum á hliðunum, en fyrirsætan Anja Rubik, hefur m.a. sýnt þá útgáfu.

Það sem er best við allar útgáfurnar; buxurnar, leggingsarnar og sokkabuxurnar, er að allt þetta er hægt að framkvæma heima hjá sér með flíkina og skæri að vopni. Buxurnar eru kannski flóknasta verkefnið, en sokkabuxurnar ættu ekki að vera erfiðar í framkvæmd. Mig grunar að einhverjum finnist götóttar sokkabuxur einfaldlega ekki töff, en með þykkum sokkum, ökklaháhælum skóm og þykkri prjónapeysu/víðri skyrtu er lúkkið tilbúið. Bætið við beanie húfu og biker jakka fyrir aukatöffaraskap, a la Wang.

buxur

 leggings

 sokkabuxur

 


Ef maður ætti peninga...

Flottur óskalisti frá Vanilla Scented

oskalisti


Hárgreiðsla þýskra mjólkurþerna

flettur-heidiÞað virðist sem ekkert lát verði á fléttutrendinu sem hefur verið ríkjandi út árið. Enda eru fléttur meira en bara fléttur, það er hægt að gera ýmislegt skemmtileg með þær eins og sést hefur á fræga fólkinu, bæði á rauða dreglinum sem og í hversdagslegum erindagjörðum. Fléttur eru þægileg hárgreiðsla og svolítið sveitalegar á krúttlegan Heidi hátt. Enda hafa flétturnar verið sagðar líkjast hárstíl þýskra mjólkurþerna.

Flétturnar geta verið útfærðar á ýmsa vegu, en ein þykk stór flétta yfir höfuðið eins og hárband er mjög flott fyrir fínna lúkk. Fyrir aðeins þægilegri útgáfu er sniðugt að miðjuskipta hárinu og flétta meðalþykka lokka fyrir ofan eyrað og spenna aftur á bak. Með því sama er einnig hægt að láta lokkana enda í snúð í stað þess að spenna þá að aftan. Það er allavega nóg hægt að gera með fléttur og það er greinilegt að vinsældir fléttutrendsins á ekki eftir að dvína í bráð.

margarethowell

flettur


Madonna fyrir Louis Vuitton

madonna-louis-vuitton-ads-01Birst hafa myndir á netinu úr sumarherferð Louis Vuitton 2009 og er það engin önnur en Madonna sem prýðir myndirnar. Ljósmyndarinn er Steven Meisel og umhverfi myndanna er franskt bístró. Marc Jacobs, yfirhönnuðir Louis Vuitton, ákvað að fá Madonnu til samstarfs eftir að hafa farið á tónleika með henni í París. Hann segist vera ánægður með útkomuna og einnig með orkuna sem Madonna býr yfir.

Athygli vakti þegar hún mætti í fatnaði frá Louis Vuitton í Gucci samkvæmi nýlega og var þá talið ljóst að Madonna væri auglýsingastúlka þeirra fyrir sumarið.

madonna-louis-vuitton-ads-02

Kate Bosworth umhverfisvæn

Kate Bosworth mætti á græna viðburðinn Gorgeous & Green, haldinn af Global Green USA, á þriðjudaginn. Þar sem hún var kynnir mætti hún að sjálfsögðu í umhverfisvænum fatnaði, en það var svartur kjóll skreyttur opnum rennilásum. Þessi flotta skreyting gerði venjulegan lítinn svartan kjól, djarfan og öðruvísi. Kjóllinn var sérhannaður fyrir Bosworth af hönnuðinum Phillip Lim og notaði hann eingöngu umhverfisvæn efni við gerð hans.

Umhverfisvæn og græn hönnun er alltaf að verða útbreyddari og fólk verður ætíð meðvitaðra um kosti efna sem innihalda engin eiturefni. Svo dæmi sé tekið er talið að eiturefni í níðþröngum gallabuxum geti borist inní húðina. Þannig er betra fyrir húðina að klæðast ‘hreinum’ efnum en einnig fyrir umhverfið, þar sem ekki fara eiturgufur út í andrúmsloftið.

Oft hafa umhverfisvæn föt ekki verið talin tískuvara, en með tilkomu ýmissa nýrra merkja síðustu ár, hefur eftirspurnin og vakningin eftir þessum vörum jukist heilmikið. Dæmi um flott merki eru Linda Loudermilk, Ecoskin og Lara Miller. Verðið á línum sem þessum er í hærra lagi, þar sem gæði efnanna er mikil og oft ekki um fjöldaframleiðslu að ræða. En það er þó létt að verða sér úti um klassískar umhverfisvænar flíkur í formi bómullarvara eins og stutterma- eða hlýrabola, þar sem verslanakeðjur á borð við H&M og Zara hafa boðið uppá vörur af þessu tagi.

katebosworthgreen

Bleklitir

Það verður þónokkuð um sterka liti í blektónum í vetur. Það eru litir eins og blár og fjólublár í ýmsum litbrigðum en allir sterkir og líflegir. Þeir sáust mest á fínni klæðnaði úr efnum eins og silki, enda undirstrikar silkið sterka liti á borð við þessa einkar vel. Litirnir bera yfir sér ríkmannlegan lúxusfíling, enda blár löngum verið talin litur konunga. Þegar þessir litir eru klæddir við svart, getur útkoman verið mjög flott þótt sumum finnist svartir og bláir litir ekki eiga saman. Bleklitir eru annars alveg tilvaldir fyrir jóladressið enda mjög sparilegir.

bleklitir

Bangsinn Karl Lagerfeld

faar_lagerfeld_vÞú veist þú ert orðinn icon þegar þú færð að búa til eftirmynd þína í bangsa-/brúðulíki. Karl Lagerfeld er einn af þeim heppnu sem hefur hlotnast sá heiður að gera sinn eigin bangsa. Bangsinn sjálfur lýkist meistara Karl í sjálfu sér ekki svo mikið, en aðalsmerki hans - svarthvíta lúkkið og sólgleraugun - láta það ekkert fara á milli máli hver sé fyrirmyndin.

Bangsinn kemur með dýrum verðmiða, 1500 dollarar, og var aðeins framleiddur í 2500 eintökum. Bangsinn er því dýrt leikfang og bara fyrir stóra krakka. En fyrir þá sem hafa kannski ekki alveg efni á bangsanum, er kominn annar valkostur fyrir þá fátæku. Nefnilega fingrabrúða og fæst hún fyrir aðeins 20 dollara. Hún hefur líka meira notagildi en bangsinn sem myndi hvort sem er bara sitja uppí hillu.

,,Bangsar eru mjög góðir, svo lengi sem þú ert góður við þá.“ - Karl Lagerfeld

karl-lagerfeld-x-steiff-03


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband