Lauren Conrad & Whitney Port

Sjónvarpsstöðin MTV lumar á ýmsum þáttum þar sem ungt fólk er í fararbroddi. Einn af þessum þáttum kallast The Hills og er gríðarlega vinsæll í Bandaríkjunum. Raunveruleikaþátturinn fylgir lífi aðal’persónunnar’ Lauren Conrad, en hún er að reyna fyrir sér í tískubransanum í Los Angeles. Hún varð fræg eftir að hafa verið í öðrum raunveruleikaþætti á MTV, Laguna Beach, þar sem myndavélarnar fylgdu ríksamlegu lífi hennar og nokkra vina hennar úr menntaskóla.

Lauren er 22 ára gömul, nemur nám í einum flottasta tískuskólanum í Kaliforníu, FIDM. Þegar hún flutti til LA hóf hún störf hjá Teen Vogue, eða fékk svokallaða lærlingastöðu þar sem maður fær smá innsýn inní störf fyrirtækisins án þess að vera kannski að sinna einhverjum æðislegum störfum sjálfur. Hún hefur nú hafið störf hjá tískualmannatengslafyrirtækinu People’s Revolution.

Lauren hefur komið sinni eigin fatalínu á markað undir sínu nafni. Haustlínan síðasta var gagnrýnd fyrir að vera of plain og ekki miklir hönnunarhæfileikar sýndir. Fyrir sumarlínuna þetta árið virðist hún þó hafa tekið aðeins meiri áhættur og fékk hún almennt lof fyrir hana. Stíllinn hennar er frekar plain, eins og hönnunin, en hún notar munstur og liti þónokkuð til að gera hlutina meira spennandi. Hún er kvenleg í klæðaburði og klæðist mikið kjólum, pilsum og sætum blússum.

laurenconrad

 

Whitney Port er einn meðlimur þáttana The Hills og góð vinkona Lauren. Þær kynntust upphaflega hjá Teen Vogue, þar sem þær voru báðar með lærlingastöðu þar. Whitney hefur oft verið talin sá meðlimur þáttana sem var hvað heilsteyptust, þ.e.a.s. hún hélt sig út úr öllu dramanu sem var aðalkveikjan. Henni hefur einnig verið hrósað fyrir skemmtilegri fatastíl en vinkonan Lauren, auk þess sem hún virðist hafa meira vit á tísku. Henni var t.d. boðin vinna hjá Teen Vogue á meðan Lauren var enn lærlingur. Eftir nokkra mánaða vinnu skipti hún svo yfir í tískualmannatengslafyrirtækið People’s Revolution og Lauren fylgdi í kjölfarið.

Stíll Whitney er um margt flottari en Lauren. Fyrir það fyrsta virðist hún klæðast því sem hún vill og hvort sem það er á rauða dreglinum eða í hversdagsleikanum er hún alltaf smart. Hún klæðist öðruvísi sniðum og er óhrædd við að leika sér með allskyns munstur, snið og öðruvísi samsetningar. Hún er nú að vinna í fatalínu sem kemur út í haust. Á netinu hefur gengið örlítil forsýning á línunni, en það bíða margir spenntir eftir að líta hana augum. Í vikunni hefur nú verið tilkynnt að Whitney fái sinn eigin þátt á MTV sem á að fylgja lífi hennar í tískubransanum.

whitneyport
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband