Færsluflokkur: Stíll

Diane Kruger

Þýska leikkonan Diane Kruger varð þekktust fyrir fjórum árum m.a. fyrir leik sinn í myndunum Troy og National Treasure. Hún reyndi fyrir sér sem fyrirsæta á unglingsárunum en svo kviknaði áhuginn á leiklist og hefur leiklistarferillinn stigið hátt uppá við síðan. Diane hefur einstaklega flottan og kvenlegan stíl og eru hún og kærastinn hennar, Joshua Jackson, talin ein af best klæddu pörunum í Hollywood í dag.

Diane er innblástur Chanel hönnuðarins Karl Lagerfeld og musið hans, en hún hefur nokkuð franskan stíl enda bjó hún í París og var gift frönskum manni. Hún klæðist mikið svörtu og hvítu, sem eru aðalsmerki Lagerfelds. Þegar hún klæðist aftur á móti litum, er það á mjög svo áberandi og eftirtektarverðan hátt. Hún notar skæra liti og heldur þá aukahlutunum lágstemmdum, þannig að liturinn stendur algjörlega uppúr.

Hún heldur fast í sinn stíl og breytir honum ekki of mikið milli árstíða. Hún sést aðallega í fallegum kjólum og fínni fatnaði, en gerir glamúr á annan hátt en margar aðrar stjörnur og tekur varla feilspor hvað klæðnað og samsetningar varðar. Hún gefur fallegum skóm og clutch töskum mikinn gaum og virðist oft hugsa vel um að aukahlutirnir harmoneri vel saman við restina. Hún heldur stíl sínum klassískum með nútímalegu tvisti.

dianekruger


Fyrirsætan Erin Wasson

Erin Wasson velur sér oft óvenjulega leið hvað stíl sinn varðar. Hún er innblástur fatahönnuðarins Alexander Wang enda hefur hún sjálfstæðan persónuleika og veit hvað hún vill. Fyrir utan að vera sérstakur stílisti Wangs er hún einnig fyrirsæta og hefur birst á forsíðum margra þekkta tímarita auk þess að hafa verið í ýmsum auglýsingum. Aðeins hefur dregist úr fyrirsætustörfum uppá síðkastið eftir að hún hannaði skartgripalínuna LowLuv og nú síðast fatalínu fyrir lífstílsmerkið RVCA sem er vinsælt hjá ýmsu brettafólki.

Wasson er upprunalega frá Texas og segir uppeldið í fylkinu eiga stóran þátt í velgengni sinni ,,þú getur ekki tekið Texas úr stelpunni. Ég hefði ekki komist svona langt í tískuheiminum ef ég hefði ekki haft smá af þessari suðurríkjagestrisni." Hvort uppeldið hafi eitthvað með stíl hennar að gera er spurning, en hann er mjög þægilegur og einfaldur á töff hátt. Hún hefur ekki hikað við að klæðast áhættusömum samsetningum á rauða dreglinum, enda galakjóll ekki alveg hennar stíll.

Djarfleikinn er hennar aðalsmerki og eitt af því sem hefur gert hana vinsæla. Haft hefur verið eftir henni í viðtali að ,,heimilislaust fólk sé töff’’, en hún aðhyllist frekar óklárað lúkk – hárið er alltaf svolítið úfið, hún ber litla förðun, fötin eru stundum viljandi rifin og hún virðist klæðast öllu á svo auðveldan hátt. Það er ljóst að hún hefur ekki þurft að vinna mikið í stílnum, hann er henni eðlislægur og hreinskilinn. Það er hæfileiki að flækja ekki hlutina um of og ná alltaf réttu útkomunni án mikilla pælinga.

erinwasson


Rihanna

Hin fræga söngkona Rihanna er nú þegar búin að sanna sig í tónlistarheiminum en hún hefur einnig verið að láta taka til sín í tískuheiminum. Stjarnan Rihanna veldur ekki vonbrigðum þegar kemur að fötum og aukahlutum, hvort sem er hversdags, á fínum viðburðum eða á sviði. Hún tekur svo sannarlega miklar áhættur og klæðist oft djörfum samsetningum. Hún er mikill aðdándi stórra hönnunarmerkja og hefur mikið klæðst Gucci að undanförnu, enda andlit nýrrar handtöskulínu þeirra til styrktar Unicef.

Rihanna hefur þetta árið fengið verðskuldaða athygli fyrir stíl sinn og hefur m.a. verið valin ein af best klæddu konum ársins af tímaritum. Ekki er hægt að lýsa stílnum í einu orði, en hún er óhrædd við munstur, liti, sérstök snið, óvenjulegt skraut og mikið af skarti. Ekki má svo gleyma skónum en hún velur sér oft mjög framúrstefnulega hannaða skó.

Sviðsútlit hennar er mjög ýkt en búningarnir útpældir og spila vel með tónlist hennar. Utan sviðsins þorir hún að klæðast því sem margar stjörnur af svipaðri frægðargráðu og hún þora ekki vegna ótta við að slúðurblöð setji þær á "verst klædda listann". Almenningur skilur ekki alltaf hönnun tískuhúsa, en þannig er þessu þó ekki háttað með Rihönnu. Hún hefur tónlistina, persónuleikann og flotta hárgreiðslu til að ýta undir fötin.

rihanna2

Margherita Missoni

Margherita Missoni er 25 ára erfingi Missoni tískuveldisins. Margherita er ítölsk, en býr nú í New York og er að reyna fyrir sér í leiklistarbransanum. Hún hefur unnið fyrir Missoni síðustu árin, first sá hún um kynningu á tískuviðburðum en hún hefur einnig verið í auglýsingaherferðum. Þótt hún klæðist mikið fatnaði frá Missoni, er hún þó aldrei lifandi eftirmynd úr sýningunum. Hún blandar líflegum munstrum merkisins við látlausari liti, en oft hefur verið talað um að hún hafi mjög svo evrópskan stíl, sem fólk í Bandaríkjunum þykir eftirsóknarverður. Hún er aldrei leiðindagjörn í klæðaburði, blandar oft saman nokkrum stílum eins og boho hippaáhrifum við rokk og ról. Hún er ávallt elegant og oft fín, t.d. sýnir ekki of mikla húð en nær samt að gera það á þægilegan og látlausan hátt. Hún hefur einnig vakið athygli fyrir fegurð; og gera dökkt hárið, brún húðin og kvenlegi líkaminn það að verkum að hún er ekkert síðri en margar fyrirsætur, enda hefur hún setið fyrir í auglýsingum Missoni með góðum árangri. Það sem er hvað skemmtilegast við hana, er að hún er aldrei of stíliseruð. Að hennar eigin sögn er ekki hægt að lýsa stílnum hennar í einu orði. Hún byrjar á einni flík sem henni langar að klæðast og byggir svo restina af outfitinu á því.

margheritamissoni

Lauren Conrad & Whitney Port

Sjónvarpsstöðin MTV lumar á ýmsum þáttum þar sem ungt fólk er í fararbroddi. Einn af þessum þáttum kallast The Hills og er gríðarlega vinsæll í Bandaríkjunum. Raunveruleikaþátturinn fylgir lífi aðal’persónunnar’ Lauren Conrad, en hún er að reyna fyrir sér í tískubransanum í Los Angeles. Hún varð fræg eftir að hafa verið í öðrum raunveruleikaþætti á MTV, Laguna Beach, þar sem myndavélarnar fylgdu ríksamlegu lífi hennar og nokkra vina hennar úr menntaskóla.

Lauren er 22 ára gömul, nemur nám í einum flottasta tískuskólanum í Kaliforníu, FIDM. Þegar hún flutti til LA hóf hún störf hjá Teen Vogue, eða fékk svokallaða lærlingastöðu þar sem maður fær smá innsýn inní störf fyrirtækisins án þess að vera kannski að sinna einhverjum æðislegum störfum sjálfur. Hún hefur nú hafið störf hjá tískualmannatengslafyrirtækinu People’s Revolution.

Lauren hefur komið sinni eigin fatalínu á markað undir sínu nafni. Haustlínan síðasta var gagnrýnd fyrir að vera of plain og ekki miklir hönnunarhæfileikar sýndir. Fyrir sumarlínuna þetta árið virðist hún þó hafa tekið aðeins meiri áhættur og fékk hún almennt lof fyrir hana. Stíllinn hennar er frekar plain, eins og hönnunin, en hún notar munstur og liti þónokkuð til að gera hlutina meira spennandi. Hún er kvenleg í klæðaburði og klæðist mikið kjólum, pilsum og sætum blússum.

laurenconrad

 

Whitney Port er einn meðlimur þáttana The Hills og góð vinkona Lauren. Þær kynntust upphaflega hjá Teen Vogue, þar sem þær voru báðar með lærlingastöðu þar. Whitney hefur oft verið talin sá meðlimur þáttana sem var hvað heilsteyptust, þ.e.a.s. hún hélt sig út úr öllu dramanu sem var aðalkveikjan. Henni hefur einnig verið hrósað fyrir skemmtilegri fatastíl en vinkonan Lauren, auk þess sem hún virðist hafa meira vit á tísku. Henni var t.d. boðin vinna hjá Teen Vogue á meðan Lauren var enn lærlingur. Eftir nokkra mánaða vinnu skipti hún svo yfir í tískualmannatengslafyrirtækið People’s Revolution og Lauren fylgdi í kjölfarið.

Stíll Whitney er um margt flottari en Lauren. Fyrir það fyrsta virðist hún klæðast því sem hún vill og hvort sem það er á rauða dreglinum eða í hversdagsleikanum er hún alltaf smart. Hún klæðist öðruvísi sniðum og er óhrædd við að leika sér með allskyns munstur, snið og öðruvísi samsetningar. Hún er nú að vinna í fatalínu sem kemur út í haust. Á netinu hefur gengið örlítil forsýning á línunni, en það bíða margir spenntir eftir að líta hana augum. Í vikunni hefur nú verið tilkynnt að Whitney fái sinn eigin þátt á MTV sem á að fylgja lífi hennar í tískubransanum.

whitneyport
 

Tískan í Sex and the City

satctiska2Sex and the City þættirnir hafa óneitanlega haft mikil áhrif á líf kvenna um allan heim og þeirra sjálfsmynd, en tískuáhrifin hafa samt ekki vakið minni athygli. Nú þegar myndin kemur út er náttúrulega enn meira gert úr tískuhliðinni og þar aftur fengin tískudrottning þáttanna, stílistinn Patricia Field, til að klæða vinkonurnar. Sarah Jessica, sem leikur Carrie aðalpersónuna, segir að tískan sé öðruvísi og er það skiljanlegt þar sem persónurnar hafa þroskast og stíllinn breytist með tímanum.

Snilld Patriciu liggur í skilning hennar á persónunum. Það er erfitt starf að skilja karakter hverrar persónu fyrir sig og túlka persónuleika þeirra með fötum. En hún nær því einhvern veginn svo frábærlega að það er erfitt að hugsa hvernig hlutirnir væru ef annar stílisti ætti í hlut. Hún sýnir að persónuleiki er það mikilvægasta þegar föt og tíska eru annars vegar. Hún túlkar hverja persónu á sinn hátt og nær að skila ákveðnum draumaheimi til áhorfenda.

Aðferðir Patriciu er ekki að klæða þær í hönnunarföt beint af sýningarpöllunum. Það væri of einfalt. Hún reynir að opna hugmyndir fyrir öðru eins og vintage fatnaði og antík aukahlutum, og blanda með því dýra og flotta. Þannig nær hún að skapa skemmtilegri klæðnað. Auk þess hefur hún einstaka sýn á föt og er snillingur í að koma með eitthvað óvenjulegt og óvænt – eitthvað sem maður hefði ekki getað hugsað sér.

Í þáttunum, þurftu konurnar aldrei afsökun fyrir því að dressa sig upp. Þær gerðu það einfaldlega af því þeim langaði til þess. Þær voru ekki að reyna að þóknast gildum annarra. Aðalpersónan Carrie Bradshaw, hefur algjörlega sinn eigin stíl og er ekki klædd í tískustrauma. Það er eitthvað dreymandi við fatnað hennar – fjaðrir, pífur, loðfeldir. Hún klæðir sig í það sem hún vill, þegar hún vill. Skóárátta hennar er einnig áberandi út þættina og var merkilegt að sjá tilfinninganæmi hennar þegar skór áttu í hlut – grátur, hlátur og hvaðeina. En ætli tískan sé ekki bara valdamikil og nauðsynleg, eins og sagt er; "A girl needs her shoes".

satctiska3

Carrie: Er óhrædd við tískuna. Ekki hægt að lýsa stílnum með einu orði. Er mikið fyrir hönnuði en blandar fötum oft óvenjulega saman. Skór spila stóra rullu sem og aukahlutir.
Samantha: Fatnaður hennar er kynþokkafullur og skín af sjálfsöryggi. Hún sýnir kvenlegar línur í aðþröngum og áberandi fatnaði. Litir, munstur og glys eru hennar einkennismerki.
Charlotte: Hefur sætan, dömulegan stíl sem ber með sér svolítinn snobbfíling. Hún er alltaf vel til höfð með tilheyrandi útvíðum kjólum og fínum sniðum.
Miranda: Vinnufatnaður hennar samanstendur af drögtum, skyrtum og pencil pilsum. Hreinir litir og beinar, skarpar línur. Klæðnaður hennar í frítíma er þó kvenlegri og meira um liti og þægilegri snið.

satctiska1

 Myndband sem sýnir tískuna í myndinni. Viðtal við Pat Field:

Tískumóment í gegnum tíðina í þáttunum


Stílistar & Stíll Stjarnanna

Til eru tvær tegundir af stílistum; persónulegur stílisti og tískustílisti. Það eru hinn fyrrnefndi hópur sem ég mun fjalla um að þessu sinni. Eins og nafnið bendir til einbeita þessar gerðir stílista sér að því að aðstoða og veita sína þjónustu til einstaklinga. Þeir hjálpa fólki við innkaup á tískuvörum, samsetningu og jafnvel endurskipulagningu fataskápsins til að auðvelda vinnuna við að klæða sig.

Þegar maður hugsar um tískuvarning og auðæfi, leggur saman tvo og tvo, þá gæti maður svo sem alveg ímyndað sér að það væri ekki svo erfitt starf að stílisera sig sjálfur. Ef fólk á á annað borð peningana til að kaupa fullt af dýrum fatnaði sem á að vera það nýjasta og ‘í tísku’ ætti viðkomandi þ.a.l. að líta vel út. En eins og flestir vita geta peningar keypt tísku en ekki stíl. Nema maður sé ríkur. Þá kaupa peningar stílista.

Margar stjörnur sem viðurkenna ekki að nota þjónustu stílista, gera það í raun og veru. Samkvæmt heimildum vel þekkts stjörnustílista treysta u.þ.b. 95 % af helstu Hollywood-stjörnum á stílista. Það eru jafnvel oft kvikmyndaver, sjónvarpsstöðvar og umboðsskrifstofur tónlistarmanna sem taka við reikningum, sem getur verið $5000 dollarar á dag, eða um 400.000 krónur.

Þótt flestar stjörnur kalli einungis til stílista þegar stærri viðburðir liggja fyrir, hafa margar nú orðið stílista reiðubúna allan ársins hring. Þá dressa þeir viðskiptavininn ekki einungis upp fyrir rauða dregilinn heldur einnig fyrir hin daglegu störf og útréttingar. Þá sér hann að mestu eða alfarið um fatainnkaup, tekur fataskápinn í gegn mánaðarlega eða eftir árstíðum og stjarnan sjálf gerir ekkert nema kannski að taka lokaákvarðanir. Þannig næst þegar þú sérð einhverja stjörnuna líta óaðfinnanlega út við matarinnkaupin og hugsar með þér hvað hún hafi nú flottan stíl, eru miklar líkur á að hún hafi fengið hjálp við verkið. Stjörnustílistinn Rob Zangardi segist stanslaust vera að versla og fá lánuð föt fyrir sína kúnna svo þeir eigi alltaf eitthvað til að fara í, hann sýnir þeim svo bestu samsetningarnar svo þær þurfi ekki að hringja í hann áður en þær fara út úr húsi.

Þótt hver stílisti hafi sinn persónulega stíl felast hæfileikar þeirra í því að vinna með líkamsvöxt og lífstíl hvers viðskiptavinar fyrir sig. Þeir þurfa að kunna að fara eftir því hvað stjarnan hefur upp á að bjóða. Þannig er ákveðinn prósess þegar ný stjarna kemur í verk stílista, að móta stílinn og ákveða hvaða leið á að fara. Nicole Chavez sem sér m.a. um stíl Kristen Bell og Rachel Bilson segist nota stílinn sem stjarnan hefur fyrir og betrumbæta hann svo. Hver og einn hefur sinn persónuleika og það er það sem hún reynir að ná fram. Þar sem stjörnurnar eru myndaðar oft af paparazzi ljósmyndum geta þær ekki klæðst sama hlutnum oft og því sýni hún kúnnum sínum leið til að endurtaka hluti á öðruvísi hátt. Stílisti Natalie Portman og Michelle Williams skoðar vel tískuna og tískusýningar til að geta frætt þær um nýjustu trendin. Fyrir stærstu viðburðina eins og Óskarinn, þegar stjörnurnar prýða draumkenndir síðkjólar, hugsar hún útlitið svolítið eins og hún væri að stílisera tískumyndatöku – hún býr til ákveðna mynd og fantasíu í höfðinu af því sem hún vill að útkoman verði.

Ég hef valið 9 frægar konur sem að mínu mati hafa mjög flottan stíl – hvort sem þær hafa stílista eða ekki. Það eru náttúrulega alveg helling af vel klæddum frægum konum en mér finnst þessar standa úr, bæði hvað varðar stíl á rauða dreglinum, sem og í casual fatnaði í daglegu lífi. Ég hef ekki valið ungstirni á borð við Nicole Richie, Rachel Bilson, Olsen systur o.s.frv. ekki af því þær eru ekki með flottan stíl, heldur væri það of mikil upptalning og mér finnst þær svolítið elta trend. Enda myndi mig langa til að fjalla sér um hverja og eina því þær sjást oftar en ekki virkilega smart og hægt að fá góðar hugmyndir frá mörgum af þeim. Þær sem ég hef valið eru allt frá aldrinum 25 til 43 ára og ég valdi frekar þær sem eru eldri þar sem meiri líkur á að þær hafi sett sér sinn stíl og sín trademark.

katebosworth 

siennamiller

katehudson

katieholmes

dianekruger

heidiklum

katemoss

gwynethpaltrow

sarahjessicaparker

 


Ráð til að gera stílinn persónulegri

Það getur verið erfitt að gera stílinn sinn persónulegan þegar maður er undir áhrifum frá svipuðum fjölmiðlum, verslar fjöldaframleiddar flíkur og hefur kannski ekki hugrekki til að sýna sinn eigin stíl. Ég ætla því að gefa nokkur góð ráð, bæði hvernig sé best að fá innblástur, en einnig hvernig sé best að versla í verslunarkeðjum en persónugera stílinn í leiðinni.

Innblástur

- Fyrir það fyrsta, þá er nauðsynlegt til að ætla að hafa sinn eigin stíl, að skoða stílinn hjá öðrum. Fá innblástur frá fólkinu á götunni. Hægt er að fara inn á sérstakar götustíls bloggsíður, þar sem venjulegt fólk sem ljósmyndari telur hafa góðan stíl er myndað. Góðar síður er t.d. frá Stokkhólmi, New York og London.

- Fyrir þá sem hafa mikinn áhuga á tísku er sniðugt að skoða sumar- og haustlínur hönnuða á netinu. Sýningar fyrir sumar næsta árs eru í september/október og sýningar fyrir komandi vetur eru í febrúar/mars. Góðar síður eru Style.com og Elle.com. Hægt er að fá góðar hugmyndir frá hönnuðunum og einnig hefur maður betri sens fyrir komandi trendum.

- Ríka og fræga fólkið hafa góðan aðgang að hönnunarmerkjum og tískusýningum og því oftast með puttan á púlsinum hvað tískuna varðar. Ef stjarnan sjálf hefur ekki nógu mikið tískuvit, er mjög líklegt að hún hafi stílista í vinnu. Hægt er að fá góðar hugmyndir frá fræga fólkinu, ekki endilega bara í sínu fínasta pússi á rauða dreglinum, heldur einnig dagsdaglega og þá geta stjörnubloggsíður komið að góðum notum.

- Fyrir þá sem hafa tíma og áhuga getur verið gott að rífa úr tímaritum myndir af því sem gæti veitt manni innblástur. Hægt er að hagræða því saman í svokallað ‘moodboard’, og skipta reglulega út myndum. Hönnuðir nota þessa aðferð til að skilgreina innblástur sinn fyrir nýja línu, en þetta er einnig góð aðferð til að sjá hverju maður er að leitast eftir í sínum eigin persónulega stíl.

- Ef allt það nýjasta og ferskasta bregst, getur verið gott að fá innblástur úr gömlum bíómyndum sem skarta kvikmyndastjörnum fyrri tíma á borð við Audrey Hepburn, Grace Kelly og Brigitte Bardot. Annað sem tengist ekki tísku en hefur samt ómetanleg áhrif á hana er tónlist. Allt frá tónlistarfólki á borð við Madonnu til Nirvana. Ef það er eitthvað annað sem hægt er að fá innblástur frá eru það önnur lönd og aðrir menningarheimar. Að fylgjast með hvernig fólk klæðist í mismunandi löndum og borgum er nauðsynlegt til að fá annan sens á hlutina. Hvort sem þú tekur það með þér heim eða ekki.

Verslanir

- Mjög gott er að vera búin að skoða hverju maður er að leita af. Þó skal varast að hugsa of mikið um tískustrauma, þeir geta oft verið skammlífir og eina og sama trendið virkar ekki alltaf fyrir alla líkamsvexti.

- Á hálfsárs til árs fresti er gott að fara í gegnum fataskápinn, þá helst áður en maður verslar sumar og vetrarfötin, hverju má henda, hvað á að geyma og hvað vantar.

- Besti tíminn til að versla er fyrir hádegi, en bæði er minnst að gera þá og einnig er fatnaðurinn vel raðaður og aðgengilegur. Þannig er meira næði, minna fólk, starfsfólkið frekar reiðubúið að aðstoða og fötin ekki í hrúgum eða liggjandi á gólfinu. Mestu örtraðirnar eru um helgar, þannig að ef ekki gefst tími til að fara í verslunarleiðangur fyrir hádegi á virkum dögum, virkar seinni parturinn alveg eins ágætlega.

- Flestar stærri verslunarkeðjur fá nýjar sendingar vikulega (stundum nokkrum sinnum í viku). Því er gott að spyrjast fyrir um í sínum uppáhalds verslunum hvenær nýjar sendingar koma inn, þá er hægt að tryggja sér það besta strax. Í vinsælum verslunum er gott rennsli á vörum, þannig ef maður sér eitthvað er oftast best að næla sér í það þá og þar. Taktu líka vel eftir því þegar stórar keðjur fá línur sem koma í fáum eintökum, þá eru minni líkur á að hitta einhvern í eins. Vertu viss um að skoða gæðin og ekki kaupa hluti bara af því þeir eru ódýrir. Þótt oft sé hægt að fá góð kaup á útsölum, er þar oft einungis að finna restar sem enginn hefur viljað.

- Í minni hönnunarverslunum koma sendingarnar ekki eins oft, en samt getur verið gott að hafa á hreinu hvenær stærstu sendingarnar og sumar/vetrarlínurnar koma. Þar sem minna rennsli er á vörum í þessum verslunum er hægt að koma oftar til að skoða og hugsa sig um áður en fjárfest er í dýrri flík. Einnig er gott ráð að grennslast fyrir um helstu merki og hönnuði og skoða línurnar á netinu áður en þær koma í verslunina, til að fá fíling fyrir hverju má búast. Stundum getur verið gott að vingast við starfsfólkið þannig það geti látið mann vita hvenær nýjar vörur koma.

radinnblasturverslanir

Í klukkuátt úr efri röð frá vinstri: Götustílssíður gefa góðar hugmyndir úr raunveruleikanum / Gamlar kvikmyndir sem prýða kvikmyndastjörnur á borð við Audrey Hepburn er góður innblástur / Besti tíminn fyrir verslanaleiðangur er fyrir hádegi á virkum dögum / Nauðsynlegt er að endurskipuleggja fataskápinn reglulega / Í hönnunarverslunum fær maður persónulegri þjónustu og þar sem vanalega er minna rennsli á vörum er hægt að taka sér meiri tíma í að ákveða sig áður en maður fjárfestir í dýrri flík / Að skoða stjörnurnar í casual dagklæðnaði gefur góðan innblástur / Aðrir menningarheimar geta oft gefið hugmyndir og látið mann prófa óvenjulega hluti / Hljómsveitin Nirvana er talin hafa byrjað hið vinsæla 'grunge' trend.


Persónulegur Stíll

Það er nú einu sinni þannig að allt fólk klæðist. Frumtilgangur fatnaðar er fyrst og fremst að hylja líkamann - föt eru samt svo miklu meira en það. Við notum fatnað til að tjá persónuleika okkar utan frá. Það er það fyrsta sem annað fólk sér. Útlitið skiptir svo miklu máli á það hvernig aðrir sjá okkur. Af hverju ekki að sýna hver maður er með fötum og aukahlutum?

Persónulegur stíll er það að maður skapar sinn eigin stíl útfrá sínum persónuleika og lífstíl. Það að gefa hugsun í hverju maður klæðist og hvað klæðir sinn líkama. Allir hafa sinn smekk á því hvað þeim finnst flott og hvað ekki. Það er þó mikilvægt að sækja innblástur fyrir fatnaði frá öðru fólki, hönnuðum, umhverfinu og tískustraumum líðandi stundar.

Það eru nokkur atriði sem maður þarf að hafa í huga þegar maður hugsar um sinn persónulega stíl. Gott er að reyna að finna út hvað maður vill segja með fatnaðinum og hvað einkennir persónaleikann. Hvernig er hægt að sýna persónuleikann í gegnum sinn stíl. Einnig spila inní þættir eins og lífsstíll, misjöfn tilefni og veður. Það sem ber að varast er að reyna að þóknast öðrum í klæðaburði – það sem við höldum að sé réttast fyrir eitthað ákveðið tilefni. Útkoman er að stíllinn er ekki lengur svo persónulegur.

Fólkið sem er með hvað flottasta persónulega stílinn er það sem fylgist með því sem er að gerast, tekur frá tískunni og fólkinu í kringum sig og nýtir sér það til að skapa sinn stíl. Það blandar saman dýrum og ódýrum hlutum og gefur hugsun í útlitið án þess þó að ofhugsa hlutina. Þegar öllu er á botninn hvolft, veit það hvað það vill – það er eitt það mikilvægasta þegar hugsað er um stíl.

Það sem vert er að muna er að allir hafa sinn smekk og sínar skoðanir. Hvort sem öðru fólki finnist smekkur annarra ljótur eða flottur, þá er persónuleg vellíðan mikilvægust – að vera ánægður með fötin og sjálfan sig.

personulegurstill

Klikkið á myndina einu sinni og svo aftur í næsta glugga til að sjá hana í sinni stærstu mynd og til að lesa textann


Ally Hilfiger

Ally Hilfiger, sem heitir í raun Alexandria, er 23 ára partýstelpa sem býr í borginni sem aldrei sefur – New York. Hún er einna þekktust fyrir hlutverk sitt í raunveruleikaþáttum sem sýndir voru á MTV árið 2003, og bar hann heitið ‘Rich Girls’. Ástæðan fyrir titlinum er að Ally er erfingi Hilfiger fyrirtækisins, en faðir hennar Tommy Hilfiger þekkja flestir sem hinn týpíska ameríska fatahönnuð.

Hún snéri baki við raunverukeikaþáttaímyndinni og fór í nám við leiklistarskóla í New York. Í dag hefur hún ýmis verkefni í farteskinu og hefur snúið sér að kvikmyndaframleiðslu. Hvað hönnun snertir, hefur Ally ávallt verið iðin við að hjálpa föður sínum með fyrirtækið og hannaði á tímabili línuna ‘H by Hilfiger’. Hún er listræn og málar myndir. Sögur segja að hún hugi nú að stofnun tískuverslunar í Los Angeles og bíða margir spenntir eftir hvað verður úr því.

Hún hefur vakið athygli fyrir stíl sinn undanfarið og má segja að hún hafi komið sterk á sjónarsviðið eftir fjölmiðlalægð. Eins og við má búast klæðist hún fötum eftir föður sinn, en það verður aldrei áberandi. Hún lítur ekki út eins og auglýsing fyrir merkið. Stíll hennar er unglegur en í senn klæðilegur og jarðbundinn. Bjartir litir, stuttir kjólar og nördaleg gleraugu eru einkennandi fyrir hana. Hún styrkir mikið unga hönnuði en þótt að hún hafi efni á dýrum fötum þá gerir hún þau persónuleg með fallegum aukahlutum. Í heildina litið virðist hún ekki taka föt of alvarlega og er óhrædd við að nota áberandi liti og hafa svolítið gaman af þessu.

allyhilfiger2
 
allyhilfiger1

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband