30.3.2009 | 14:27
Tískuheimur.is
Nýr tískuvefur hefur opnað. Endilega kíkið.
Á Facebook: www.facebook.com/pages/Tiskuheimuris/62168186970
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.12.2008 | 17:33
Gegnsætt
Gegnsæja trendið síðan í sumar er enn jafnvinsælt nú í vetur, og sást það einnig á sýningarpöllum fyrir næsta sumar. En það birtist þó ekki í alveg sama stíl og í liðnu sumri. Á meðan gegnsæju flíkur sumarsins voru léttar og ljósar eru vetrarflíkurnar dökkar og oft með smá blúndu og öðru skrauti. Það er því allt í svolítið dimmari tón en áður.
Það getur verið gaman að leika sér með útfærslur á gegnsæju efni, en vanda skal valið innan undir. Sumir láta sjást í brjóstahaldari, en það þarf þó að gera það á fágaðan hátt. Fyrir þá sem þora ekki í það getur innanundirflík í skærum lit gert hlutina svolítið spennandi. Einnig er flott að klæðast gegnsæja efninu innan undir og láta það svo koma undan annarri flík. Það eru margir möguleikar í boði og um að gera að prófa mismunandi útgáfur af trendinu.
Trend | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.12.2008 | 17:03
Fréttir af tískuvikunum í febrúar
Alþjóðlegu tískuvikurnar í New York, London, Mílanó og París byrja eftir rúman mánuð og nú þegar eru farnar að birtast fréttir frá hönnuðum og aðstandendum um gang mála. Vegna efnahagskreppunnar hafa margir hönnuðir þurft að segja sig frá tískuvikunni þar sem mikill kostnaður tilheyrir þeim.
Vera Wang, sem hefur sýnt í New York í fjölda ára mun ekki sýna í tjöldunum í Bryant Park í febrúar. Hún hefur kosið að halda nánari sýningu í aðalverslun sinni. Hún segir ákvörðunina hafa verið erfiða en samt sem áður viðeigandi á þessum tímum. Hún á eftir að hanna línuna sem hún sýnir í febrúar, en mun eflaust taka efnahagsmálinn inní reikninginn við þá vinnu.
Wang segist aftur á móti ekki hafa ákveðið að sýna ekki í Bryant Park að heild út frá efnahagi, "þegar þú ferð út fyrir tjöldin, færðu ekki fríðindin sem fylgja þeim. Tískuvika New York er besti díllinn sem hægt er að fá peningalega séð. En að sýna í tjöldunum kallar á 25 fyrirsætur, hárgreiðslu og förðun. Þetta er svakaleg framleiðsla."
Betsey Johnson hefur einnig dregið sig út úr tískuvikunni og mun því ekki sýna í Bryant Park líkt og áður. Sýningar hennar hafa ekki verið taldar hógværar þar sem mikið er lagt í umhverfi og heildarútlit þeirra. Hún segist þó ætla að halda sýningu, en bara á einhvern annan hátt. Samkvæmt talsmanni hennar er ekki búið að ákveða endanlega staðsetningu eða hvernig sýningin eigi fara fram.
Carmen Marc Volvo er annar hönnuður til sem sýnir ekki í New York. Hann segir kostnað sýningar vera í það minnsta 100.000 dollarar. Hann hallast að hugmynd um kokkteil boð til að sýna fatnað sinn. Franska merkið Cacharel hafa einnig hætt við sína sýningu sem átti að taka stað í París. Yfirmenn Cacharel hafa ákveðið að haustlína ársins 2009 verði hönnuð af ýmsum innanhúshönnuðum og sjálfstætt starfandi hönnuðum.
Nýjustu fréttir um þá sem halda ekki sýningu í Bryant Park er tískumerkið DKNY. Sýningin mun þess í stað verða haldin í stúdíói og mun Donna Karan Collection sýningin vera haldin á sama stað degi seinna. Talsmaður fyrirtækisins bendir þó á að DKNY hafi áður haldið sýningar á ýmsum öðrum stöðum en í tjöldunum í Bryant Park, "þetta er ekki svo mikil breyting. Við höfum gert alls kyns hluti." Hann bætti svo við, ,,kostnaður er alltaf hugsunarefni. Þetta er árangursríkasta leiðin."
Þótt margir hönnuðir séu að hætta við sýningar sínar á tískuvikunum í febrúar, sjá sumir þeirra tækifæri. Einn af þeim er Tommy Hilfiger, sem hefur hugsað sér að sýna í Bryant Park á tískuvikunni í NewYork á ný eftir þriggja ára hlé. Hönnuðurinn fær þar pláss sem átti að tilheyra Veru Wang.
Búist er við að enn fleiri hönnuðir eigi eftir að annað hvort hætta við sýningu, eða kjósa að sýna á ódýrari hátt, t.d. í húsakynnum í eigin eigu. Þeir hönnuðir sem hugsa sig nú um hvort best sé að sýna í Bryant Park eða öðrum stöðum eru m.a. J. Mendel, Monique Lhuillier og Reem Acra. Tískuvikan verður því með öðru sniði en áður.
Tískufréttir | Breytt s.d. kl. 17:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.12.2008 | 22:45
Pamela Anderson fyrir Vivienne Westwood
Þær tvær höfðu ekki hist áður, en þegar Westwood sá Anderson í einum af kjólum sínum vissi hún samstundis hún væri rétta manneskjan fyrir nýju herferðina. Herferðin mun einnig verða gerð að kaffiborðabók sem mun fara í sölu í byrjun næsta árs þegar auglýsingarnar byrja að birtast í tímaritum í febrúar.
Það verður að segjast að Anderson er frekar óvenjulegur kandídat í auglýsingar fyrir tískumerki, en Westwood hefur verið þekkt fyrir að fara óvenjulegar leiðir, hvort sem það er í hönnun eða markaðsetningu á vöru sinni. Það má segja að Marc Jacobs hafi brotið blað með Victoriu Beckham auglýsingum sínum, en það verður engu að síður gaman að sjá hvernig Pamela ber sig í nýju auglýsingunum.
Tískufréttir | Breytt s.d. kl. 22:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.12.2008 | 17:05
Skrautlegar sokkabuxur
Sokkabuxur í hinum ýmsu litum sáust út um allt á sýningarpöllum fyrir haust og vetur. Þar var rauður líklega vinsælastur en ýmsir aðrir skærir og áberandi litir voru einnig sýnilegir. Sokkabuxurnar voru þó ekki aðeins litaðar, heldur voru ýmis munstur áberandi. Þær voru abstrakt innblásnar, röndóttar, með dýramunstri, ýmsum rúmfræðimunstrum, köflóttar, með blúndum í raun komu þær í hinum alla veganna útfærslum. Það verður nóg úrval af sokkabuxum í vetur og því ættu allir að geta lífgað upp á fatnaðinn með öðruvísi pari.
Hvernig á svo að klæðast þessum líflegu sokkabuxum og skipta þeim út fyrir svörtu? Lituðu sokkabuxurnar voru oftast klæddar við svartan fatnað, en skórnir sáust þó stundum í sama lit og buxurnar, sem lét leggi fyrirsætanna líta út fyrir að vera enn lengri. Þær munstruðu voru hinsvegar paraðar saman við önnur munstur, annað hvort andstætt munstri sokkabuxanna eða með svipuðum litum og munstri til að skapa heildarútlit.
21.12.2008 | 01:05
Topshop endurnýjar samning Kate Moss
Topshop hafa endurnýjað samning sinn við Kate Moss til þriggja ára. Þeir tilkynntu miðvikudaginn sl. að fyrirsætan hefði skrifað undir nýjan samning um að halda áfram hönnun á eigin línu fyrir tískukeðjuna. Hún mun hanna nokkrar línur á ári og mun að auki hanna aukahluti og undirfatalínu. Samkvæmt áætlun á næsta lína að koma út í mars.
Moss hefur nú þegar hannað átta línur, en hún hóf samstarfið við Topshop í lok árs 2006. "Ég trúi að þetta hafi verið gott samstarf bæði fyrir Topshop og Kate," sagði Sir Philip Green í yfirlýsingu. "Hafandi tveggja ára reynslu, er ég öruggur um að lína Kate hafi möguleika á að verða mikilvægt, alþjóðlegt merki innan Topshop."
Talið er að lína Moss hafi hjálpað Topshop að ná methagnaði þetta árið. Í nóvember, þegar jólalínan kom í verslanir, var ákveðinn kjóll aðeins nokkra klukkutíma að seljast upp. Eins og gefur að skilja er Moss ánægð með árangurinn "Ég hlakka til að vinna með Topshop teyminu að nýjum línum og ég þakka öllum sem nú þegar eiga hlut úr Kate Moss fyrir Topshop" sagði hún eftir að fréttur bárust um nýja samninginn.
Tískufréttir | Breytt s.d. kl. 01:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.12.2008 | 00:58
Louboutin hannar fyrir Barbie
Skópar frá Christian Louboutin er væntanlega ofarlega á lista flestra kvenna yfir bestu afmælisgjafirnar. Barbie er heppin kona, en fimmtugsafmæli dúkkunnar er á næsta ári, og mun hinn dáði skóhönnuður hanna á hana par fyrir sérstaka tískusýningu á tískuvikunni í New York í febrúar. 50 fyrirsætur munu ganga í skónum í klæðnaði innblásnum af Barbie.
"Barbie þarf að klæðast flottum skóm af því allar stelpur þurfa að klæðast flottum skóm," sagði Louboutin í viðtali við Womens Wear Daily. "Ætli ég hafi ekki alltaf haft stelpulega hlið í mér sem líkaði við Barbie"
Tískufréttir | Breytt s.d. kl. 01:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.12.2008 | 19:12
Diane Kruger
Þýska leikkonan Diane Kruger varð þekktust fyrir fjórum árum m.a. fyrir leik sinn í myndunum Troy og National Treasure. Hún reyndi fyrir sér sem fyrirsæta á unglingsárunum en svo kviknaði áhuginn á leiklist og hefur leiklistarferillinn stigið hátt uppá við síðan. Diane hefur einstaklega flottan og kvenlegan stíl og eru hún og kærastinn hennar, Joshua Jackson, talin ein af best klæddu pörunum í Hollywood í dag.
Diane er innblástur Chanel hönnuðarins Karl Lagerfeld og musið hans, en hún hefur nokkuð franskan stíl enda bjó hún í París og var gift frönskum manni. Hún klæðist mikið svörtu og hvítu, sem eru aðalsmerki Lagerfelds. Þegar hún klæðist aftur á móti litum, er það á mjög svo áberandi og eftirtektarverðan hátt. Hún notar skæra liti og heldur þá aukahlutunum lágstemmdum, þannig að liturinn stendur algjörlega uppúr.
Hún heldur fast í sinn stíl og breytir honum ekki of mikið milli árstíða. Hún sést aðallega í fallegum kjólum og fínni fatnaði, en gerir glamúr á annan hátt en margar aðrar stjörnur og tekur varla feilspor hvað klæðnað og samsetningar varðar. Hún gefur fallegum skóm og clutch töskum mikinn gaum og virðist oft hugsa vel um að aukahlutirnir harmoneri vel saman við restina. Hún heldur stíl sínum klassískum með nútímalegu tvisti.
Stíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.12.2008 | 18:32
Þykkar augabrúnir
Sterkar augabrúnir eru hafðar í hávegum þegar augabrúnir í vetrartískunni eru annars vegar. Það er að segja, þær eru áberandi, í þykkara lagi og dökkar. Þótt nokkuð sé síðan þunnar augabrúnir voru í tísku, er augabrúnatrend haustins tekið á næsta stig. Þær eiga að vera fallega mótaðar og oft var búið að ýkja augabrúnir fyrirsæta á sýningarpöllum haustsins. Það var gert með augabrúnablýöntum í bæði brúnu og svörtu. Ýmist var fyllt inní þær jafnt eða gerðar stakar línur innst og svo fyllt út í brýrnar þegar farið var ytrar. Svo mikið var lagt í augabrúnir í sýningu Prada, að eytt var 20 mínútum í förðun brúna á hverri einustu fyrirsætu, það kallar maður viðleitni.
Fegurð | Breytt s.d. kl. 18:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.12.2008 | 15:17
Pallíettur og glanssteinar
Pallíettur eru mjög áberandi núna, þá sérstaklega í kringum hátíðirnar. Þær eru nokkuð áberandi á buxum, enda fá buxur yfir höfuð mikla athygli þessa árstíð, en það er svolítið öðruvísi nálgun á pallíettutrendið. Það var þó einnig mikið um glamúr pallíettukjóla og svo komu jakkar með pallíettum og glyssteinum líka sterkir inn, en þeir eru töff við einfaldan stutterma-/hlýrabol og fínar svartar buxur.
Pallíetturnar komu í allskyns útgáfum. Sumar flíkur voru þaktar meðalstórum pallíettum eða öðrum glitrandi steinum: pallíetturnar voru litlar og hógværar í smáatriðum; og þær sáust líka stórar og áberandi á chiffon efnum. Það var svolítið ferskt að sjá þær svona stórar en Christopher Kane byggði sína línu mikið á þeirri tegund. Pallíettuflíkur eru voða fínar en margar vintage verslanir bjóða uppá mjög gott úrval af skrautlegum pallíettutoppum og kjólum.
Trend | Breytt s.d. kl. 15:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)