19.12.2008 | 18:32
Þykkar augabrúnir
Sterkar augabrúnir eru hafðar í hávegum þegar augabrúnir í vetrartískunni eru annars vegar. Það er að segja, þær eru áberandi, í þykkara lagi og dökkar. Þótt nokkuð sé síðan þunnar augabrúnir voru í tísku, er augabrúnatrend haustins tekið á næsta stig. Þær eiga að vera fallega mótaðar og oft var búið að ýkja augabrúnir fyrirsæta á sýningarpöllum haustsins. Það var gert með augabrúnablýöntum í bæði brúnu og svörtu. Ýmist var fyllt inní þær jafnt eða gerðar stakar línur innst og svo fyllt út í brýrnar þegar farið var ytrar. Svo mikið var lagt í augabrúnir í sýningu Prada, að eytt var 20 mínútum í förðun brúna á hverri einustu fyrirsætu, það kallar maður viðleitni.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.