29.11.2008 | 21:31
Bleklitir
Það verður þónokkuð um sterka liti í blektónum í vetur. Það eru litir eins og blár og fjólublár í ýmsum litbrigðum en allir sterkir og líflegir. Þeir sáust mest á fínni klæðnaði úr efnum eins og silki, enda undirstrikar silkið sterka liti á borð við þessa einkar vel. Litirnir bera yfir sér ríkmannlegan lúxusfíling, enda blár löngum verið talin litur konunga. Þegar þessir litir eru klæddir við svart, getur útkoman verið mjög flott þótt sumum finnist svartir og bláir litir ekki eiga saman. Bleklitir eru annars alveg tilvaldir fyrir jóladressið enda mjög sparilegir.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.