26.11.2008 | 17:25
Ný Sex and the City mynd?
Þótt Sarah Jessica Parker lifi ekki alltaf undir þeim kröfum sem aðdáendur Sex and the City þáttanna setja á stíl hennar, þá hittir hún samt sem áður naglann á höfuðið endrum og sinnum. Í gær var einmitt eitt af þessum skiptum, en Parker mætti á ballettsýningu í ótrúlega töff Balmain kjól úr sumarlínu næsta árs ásamt skóm úr vetrarlínu Balenciaga. Kjóllinn er hin fullkomna glamúrútgáfa af litla svarta kjólnum, með silfurskreyttum ermum. Kjóllin kostar ekki lítið, en Balmain merkið er gríðarlega vinsælt um þessar mundir fyrir rokkaða hönnun með miklum glamúr og skrauti.
Fyrir utan kjólinn sem vakti athygli í gær, talaði Parker um mynd númer tvö af Sex and the City. Flestir eru sammála um að vel hafi verið staðið að fyrstu myndinni, en skiptar skoðanir eru um hvort gera eigi aðra mynd. Þetta hafði hún að segja, "ég held að tökur næsta sumar sé raunsæ tímaáætlun. Við myndum þurfa að byrja tökur þá, til að myndin komi út 2010. En það þýðir að við þurfum að koma öllu á hreint næstu mánuðina." Hún segir samræðurnar um aðra mynd þó aðeins vera á grunnstigi, en að framleiðslufyrirtækið telji það þó spennandi. Þá er bara að bíða og sjá hvað verður!
Meginflokkur: Fræga fólkið | Aukaflokkur: Tískufréttir | Breytt 10.12.2008 kl. 18:17 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.