Ökklastígvél

Þetta blogg hefur verið alvarlega vanrækt uppá síðkastið og biðst ég afsökunar á því! Maður er alltof upptekinn, því miður. Ég ætla þó að reyna mitt besta að koma inn nokkrum bloggum í viku. Ég mun verða með minna af löngum færslum og reyna frekar að hafa þetta styttra og skemmtilegt. Síðan langar mig að koma með meira íslenskt, segja frá einhverju flottu í búðunum o.s.frv.

Ég hef verið að leita að flottum ökklastígvélum, í hærra laginu, s.s. ná aðeins fyrir ofan ökklann. Skóhönnuðurinn Christian Louboutin, kom með flotta rússkins ökklaskó fyrir einhverju síðan sem stjörnurnar sáust mikið í. Ég fann einmitt svipaða skó í Kaupfélaginu, skóbúð í Kringlunni og Smáralind nýlega. Verðið er nokkuð raunsætt, 6.995 kr. Skórnir eru með smá platform, og eru þeir með stabílum hæl - alls ekki of mjóum eða háum. Þeir eru úr rússkinni og eru allavega til í svörtu og að mínu mati passa þeir einstaklega vel við svartar sokkabuxur (eða blúndusokkabuxur en blúndan er mjög heit um þessar mundir).

christian-louboutin-boots

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband