27.7.2008 | 22:52
Bakers Shoes
Ég rakst nýverið á alveg geggjaða skóverslun á netinu. Killer hælar, eftirlíkingar af hátískumerkjum eins og YSL, og nánast eins skór og Sarah Jessica Parker klæddist í Sex and The City myndinni. Og þetta er það besta; þeir eru á viðráðanlegu verði! Við erum að tala um undir 100 dollara fyrir skó sem líta út fyrir að vera margfalt dýrari. Ég ætla ekkert að hafa þetta langt í dag. Allir að kíkja á BakersShoes.com og panta sér eitt stykki súper hæla fyrir veturinn!
Meginflokkur: Verslanir | Aukaflokkur: Skór | Breytt s.d. kl. 22:53 | Facebook
Athugasemdir
Jú skórnir eru flottir en skildu þeir ekki vera erviðir fyrir fótinn á konum það mætti alveg segja mér það ,því þeir eru það mikið háhælaðir og allur þunginn í fætinum er þá bara mest í táberginu.
Jón Reynir Svavarsson (IP-tala skráð) 27.7.2008 kl. 23:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.