8.6.2008 | 23:38
Lúxus smáatriði
Smáatriði eins og fjaðrir, pífur og fleira sem gefur lúxus fíling er eitthvað sem getur alltaf hressað uppá fínni fatnað. Smáatriðin eru allt frá því að vera ofurfín yfir í að vera ýkt. Couture áhrif eru farin að hreiðra um sig í ready-to-wear sýningum.
Fjaðrir minna á glamúrkvikmyndastjörnur gamla tímans en geta þó verið druslulegar. Því þarf að passa að þær séu hreinar í ferskum og frekar ljósum litum. Í því tilfelli er því betra að poppa útlitið upp með rauðum nöglum eða áberandi vörum. Annað sem verður mikið fyrir sumarið eru pífur og rufflur, og getur verið svolítið flott þegar þær eru óhóflega stórar. Eðalhönnuðir eins og Alber Elbaz fyrir Lanvin, Zac Posen og Alexander McQueen voru meðal þeirra sem sýndu þessi lúxus smáatriði, enda ekki öðru að vænta frá þeim.
Hönnuðurinn Giles Deacon sýndi smáatriðin með öðru máti, þar sem efnin voru laser-sniðin í örfín munstur. Hann var innblásin af verkum listamannsins Andreas Kocks, sem gerir klippimyndir úr pappír. Hönnunardúettinn Viktor & Rolf sýndu eins og áður afskaplega sérstök smáatriði þar sem fiðlur og ýktar pífur komu við sögu. Okkur veitti ekki af örlitlum ýktum fjöðrum og pífum hér og þar til að gera lífið skemmtilegra!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.