Stílistar & Stíll Stjarnanna

Til eru tvær tegundir af stílistum; persónulegur stílisti og tískustílisti. Það eru hinn fyrrnefndi hópur sem ég mun fjalla um að þessu sinni. Eins og nafnið bendir til einbeita þessar gerðir stílista sér að því að aðstoða og veita sína þjónustu til einstaklinga. Þeir hjálpa fólki við innkaup á tískuvörum, samsetningu og jafnvel endurskipulagningu fataskápsins til að auðvelda vinnuna við að klæða sig.

Þegar maður hugsar um tískuvarning og auðæfi, leggur saman tvo og tvo, þá gæti maður svo sem alveg ímyndað sér að það væri ekki svo erfitt starf að stílisera sig sjálfur. Ef fólk á á annað borð peningana til að kaupa fullt af dýrum fatnaði sem á að vera það nýjasta og ‘í tísku’ ætti viðkomandi þ.a.l. að líta vel út. En eins og flestir vita geta peningar keypt tísku en ekki stíl. Nema maður sé ríkur. Þá kaupa peningar stílista.

Margar stjörnur sem viðurkenna ekki að nota þjónustu stílista, gera það í raun og veru. Samkvæmt heimildum vel þekkts stjörnustílista treysta u.þ.b. 95 % af helstu Hollywood-stjörnum á stílista. Það eru jafnvel oft kvikmyndaver, sjónvarpsstöðvar og umboðsskrifstofur tónlistarmanna sem taka við reikningum, sem getur verið $5000 dollarar á dag, eða um 400.000 krónur.

Þótt flestar stjörnur kalli einungis til stílista þegar stærri viðburðir liggja fyrir, hafa margar nú orðið stílista reiðubúna allan ársins hring. Þá dressa þeir viðskiptavininn ekki einungis upp fyrir rauða dregilinn heldur einnig fyrir hin daglegu störf og útréttingar. Þá sér hann að mestu eða alfarið um fatainnkaup, tekur fataskápinn í gegn mánaðarlega eða eftir árstíðum og stjarnan sjálf gerir ekkert nema kannski að taka lokaákvarðanir. Þannig næst þegar þú sérð einhverja stjörnuna líta óaðfinnanlega út við matarinnkaupin og hugsar með þér hvað hún hafi nú flottan stíl, eru miklar líkur á að hún hafi fengið hjálp við verkið. Stjörnustílistinn Rob Zangardi segist stanslaust vera að versla og fá lánuð föt fyrir sína kúnna svo þeir eigi alltaf eitthvað til að fara í, hann sýnir þeim svo bestu samsetningarnar svo þær þurfi ekki að hringja í hann áður en þær fara út úr húsi.

Þótt hver stílisti hafi sinn persónulega stíl felast hæfileikar þeirra í því að vinna með líkamsvöxt og lífstíl hvers viðskiptavinar fyrir sig. Þeir þurfa að kunna að fara eftir því hvað stjarnan hefur upp á að bjóða. Þannig er ákveðinn prósess þegar ný stjarna kemur í verk stílista, að móta stílinn og ákveða hvaða leið á að fara. Nicole Chavez sem sér m.a. um stíl Kristen Bell og Rachel Bilson segist nota stílinn sem stjarnan hefur fyrir og betrumbæta hann svo. Hver og einn hefur sinn persónuleika og það er það sem hún reynir að ná fram. Þar sem stjörnurnar eru myndaðar oft af paparazzi ljósmyndum geta þær ekki klæðst sama hlutnum oft og því sýni hún kúnnum sínum leið til að endurtaka hluti á öðruvísi hátt. Stílisti Natalie Portman og Michelle Williams skoðar vel tískuna og tískusýningar til að geta frætt þær um nýjustu trendin. Fyrir stærstu viðburðina eins og Óskarinn, þegar stjörnurnar prýða draumkenndir síðkjólar, hugsar hún útlitið svolítið eins og hún væri að stílisera tískumyndatöku – hún býr til ákveðna mynd og fantasíu í höfðinu af því sem hún vill að útkoman verði.

Ég hef valið 9 frægar konur sem að mínu mati hafa mjög flottan stíl – hvort sem þær hafa stílista eða ekki. Það eru náttúrulega alveg helling af vel klæddum frægum konum en mér finnst þessar standa úr, bæði hvað varðar stíl á rauða dreglinum, sem og í casual fatnaði í daglegu lífi. Ég hef ekki valið ungstirni á borð við Nicole Richie, Rachel Bilson, Olsen systur o.s.frv. ekki af því þær eru ekki með flottan stíl, heldur væri það of mikil upptalning og mér finnst þær svolítið elta trend. Enda myndi mig langa til að fjalla sér um hverja og eina því þær sjást oftar en ekki virkilega smart og hægt að fá góðar hugmyndir frá mörgum af þeim. Þær sem ég hef valið eru allt frá aldrinum 25 til 43 ára og ég valdi frekar þær sem eru eldri þar sem meiri líkur á að þær hafi sett sér sinn stíl og sín trademark.

katebosworth 

siennamiller

katehudson

katieholmes

dianekruger

heidiklum

katemoss

gwynethpaltrow

sarahjessicaparker

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband