Skór sem skúlptúr

Skóhönnun hefur orðið djarfari og djarfari með árunum. Hælar eru ekki lengur bara hælar, þeir minna nánast á skúlptúr. Mikið hefur verið pælt í formum og skapandi hugsun notuð við hönnun skótísku sumarsins. Hælarnir koma í ýmsum stærðum og gerðum. Formin voru margvísleg og voru þeir ýmist bogadregnir eða teknir í keilulagaform; hællinn færður til og notaður sem sóli (Marc Jacobs); eða myndaðir tveir hælar (Alexander McQueen). Þar sem lína Prada hafði náttúruna í hávegum, voru skórnir í stíl og mynduðu blóm. Hjá Fendi var hællinn sívalningur úr járnhringjum og Viktor & Rolf léku sér með munstur.

Það má með sanni segja að skótauið sé óvenjulegt en um leið er framtíðarbragur yfir því. Það er þróun í skóm eins og öðru, og fyrst þegar hælar komu á skó þótti það vissulega mjög framandi. Maður myndi samt halda að skór af þessu tagi myndu ekki vera mjög hentugir í hversdagsleikanum, en langt í frá hafa þeir orðið virkilega vinsælir. Þeir ótrúlegustu og óraunverulegustu á hönnuðurinn Antonio Berardi heiðurinn af. En þar vantar hreinlega hælinn á. Þeir sáust meðal annarra á fótum tískukvenna í París á tískusýningum næsta hausts. Þannig að ekkert er því nógu framúrstefnulegt þegar kemur að hönnun hæla.

 skulpturskor

 skulpturskor2

Sjá meira frá skótísku sumarsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband