Innblástur frá tískufólkinu

Eins og þið hafið eflaust tekið eftir af fyrri bloggum, þá var tískuvikan í New York í síðustu viku. Eins og það getur nú verið gaman að sjá hverju fræga fólkið klæðist á sýningunum, þá jafnast ekkert við myndir af alvöru tískufólkinu. Sem sagt fólkið sem vinnur á tískutímaritunum, innkaupstjórar tískufatnaðar og almenna tísku 'insiders'. Því þetta er fólkið sem lifir og hrærist í tískuheiminum og getur verið virkilega gaman að fá innblástur frá þeim.

Scott Schuman er eigandi bloggsíðunnar The Sartorialist, sem er svokallað 'street style' blogg eða blogg um götutískuna. Hann hefur undanfarnar tískuvikur í New York myndað tískufólkið fyrir Style.com, auk þess að mynda sjálfur venjulegt fólk á götum New York, fyrir sitt eigið blogg þess á milli.

Hér á eftir koma myndir sem Scott tók í síðustu viku og hef ég safnað þeim saman og sett í nokkur trend.

streetstyle1

Buxur þurfa alls ekki að vera bara svartar. Mustard gulu buxurnar til vinstri hafa akkúrat þá sídd sem sást mikið á sýningunum fyrir sumarið og verður ábyggilega flott trend. Þessi litur fer mjög vel með navy bláum og ljósbrúnum, en þó skal varast að para svona erfiðan lit við mikið af sterkum litum. Buxurnar í miðjunni eru í einhvers konar beige lit og fara afar vel við gráan. Þær eru virkilega smart sniðnar, ekkert of þröngar en heldur ekki það víðar að þær séu sniðlausar. Lúkkið til hægri er svo frekar plain, en það sem er kannski smartast eru skórnir.

c_documents_and_settings_birgir_my_documents_my_pictures_streetstyle2_435698

Skór, skór, skór. Hvar værum við án þeirra? Eitt það flottasta sem um getur þegar kemur að því að setja statement eru litríkir sky-high skór. Ef skórnir eiga að vera aðalatriðið þá er best að vera ekkert með fötin of busy, ekkert sem gæti tekið athyglina af skónum. Það getur líka verið mjög flott að vera í háum opnum skóm við buxur á daginn eins og stelpan til hægri í staðinn fyrir að vera alltaf í þeim við sparitilefni.

streetstyle3

Stór og grófur trefill er algjörlega málið í vetur. Kannski aðeins of seint að fara að kaupa hann núna, þar sem fer vonandi að hitna bráðum (vonandi). Mér finnst flottastur þessi í miðjunni, hlýr og góður. Ekki sakar líka að vera í hlýrri peysu þegar maður er nánast berleggjaður í mínípilsi. Einnig er hann smart þessi til hægri, hann er kannski aðeins þynnri, en þá er bara um að gera að vefja hann aðeins meira um hálsinn.

streetstyle4

Sterkir litir geta svo sannarlega birt upp á svartan klæðnað, hvort sem það er í formi tösku, pils eða klúts. Þessi fjólublái er mjög flottur og einnig þessi fagurblái. Mér finnst alltaf aukahlutir í litum eins og klútar algjörlega nauðsynlegir fyrir svartklæddar dömur.

streetstyle5

Leðurjakkar eru náttúrulega mjög töffaralegir og passa við nánast allt. Mér finnst þeir persónulega flottastir þegar þeir eru í svona 'biker' sniði, þ.e. frekar stuttir, án stroffs og oft með rennilásinn aðeins til hliðar. Þeir eru flottir við dömulega kjóla, til að gera lúkkið meira hrárra í stað ofur kvenlegs. Þessi til vinstri er reyndar úr rússkinni sýnist mér, en hafði hann engu að síður með þar sem hann er í týpísku biker sniði.

streetstyle6

Loðfeldur er hálfgjört must á veturna. Hann er náttúrulega rosalega hlýr auk þess að vera smart. Hvort sem það er vesti, jakki eða loðkragi þá heldur hann góðum hita, sérstaklega ef maður er berleggjaður eða í þunnum sokkabuxum í nokkra stiga frosti. Og hann er klárlega flottari en dúnúlpa. Loðfeldi er hægt að fá í mörgum vintage verslunum, en þó skal forðast síðar loðkápur og í raun er allt styttra en að mjöðmum best.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband