Færsluflokkur: Verslanir

Ökklastígvél

Þetta blogg hefur verið alvarlega vanrækt uppá síðkastið og biðst ég afsökunar á því! Maður er alltof upptekinn, því miður. Ég ætla þó að reyna mitt besta að koma inn nokkrum bloggum í viku. Ég mun verða með minna af löngum færslum og reyna frekar að hafa þetta styttra og skemmtilegt. Síðan langar mig að koma með meira íslenskt, segja frá einhverju flottu í búðunum o.s.frv.

Ég hef verið að leita að flottum ökklastígvélum, í hærra laginu, s.s. ná aðeins fyrir ofan ökklann. Skóhönnuðurinn Christian Louboutin, kom með flotta rússkins ökklaskó fyrir einhverju síðan sem stjörnurnar sáust mikið í. Ég fann einmitt svipaða skó í Kaupfélaginu, skóbúð í Kringlunni og Smáralind nýlega. Verðið er nokkuð raunsætt, 6.995 kr. Skórnir eru með smá platform, og eru þeir með stabílum hæl - alls ekki of mjóum eða háum. Þeir eru úr rússkinni og eru allavega til í svörtu og að mínu mati passa þeir einstaklega vel við svartar sokkabuxur (eða blúndusokkabuxur en blúndan er mjög heit um þessar mundir).

christian-louboutin-boots

Designer vs Topshop

Topshop er að mínu mati (og margra annarra býst ég við), ein besta ódýra verslunarkeðja sem hefur litið dagsins ljós síðustu árin. Þeir eru ávallt skrefi á undan mörgum öðrum keðjum og ná að koma með eftirlíkingar af hönnunarflíkum en samt sem áður með sínu ívafi. Ég hef verið að skoða síðuna þeirra mikið nýlega þar sem mér finnst spennandi að sjá hvað þeir koma með fyrir haustið. Enda er ég að fara í verslunarferð erlendis í vikunni og ágætt að undirbúa sig fyrir úrvalið. Ég hef hér tekið saman tíu flíkur sem eru keimlíkar hönnunarflíkum af sýningarpöllum.

designervstopshop

Frá efsta til neðsta   Yves Saint Laurent > Bandeau Dress by Boutique; Viktor&Rolf > PEPE Premium Pom Pom Sandal; Lanvin > One Shoulder Dress by Boutique; Luella > Ditsy Sheer Dress; Lanvin > Zip Trim Dress by Boutique; Maison Martin Margiela > Fantasy Horse Tee by Boutique; Proenza Schouler > Short Cotton Prom Skirt; Prada > Lace Bolero; Marni > SIGGY Layered Mule; 3.1 Phillip Lim > Jersey Fan Dress.


Bakers Shoes

Ég rakst nýverið á alveg geggjaða skóverslun á netinu. Killer hælar, eftirlíkingar af hátískumerkjum eins og YSL, og nánast eins skór og Sarah Jessica Parker klæddist í Sex and The City myndinni. Og þetta er það besta; þeir eru á viðráðanlegu verði! Við erum að tala um undir 100 dollara fyrir skó sem líta út fyrir að vera margfalt dýrari. Ég ætla ekkert að hafa þetta langt í dag. Allir að kíkja á BakersShoes.com og panta sér eitt stykki súper hæla fyrir veturinn!

bakers

Ráð til að gera stílinn persónulegri

Það getur verið erfitt að gera stílinn sinn persónulegan þegar maður er undir áhrifum frá svipuðum fjölmiðlum, verslar fjöldaframleiddar flíkur og hefur kannski ekki hugrekki til að sýna sinn eigin stíl. Ég ætla því að gefa nokkur góð ráð, bæði hvernig sé best að fá innblástur, en einnig hvernig sé best að versla í verslunarkeðjum en persónugera stílinn í leiðinni.

Innblástur

- Fyrir það fyrsta, þá er nauðsynlegt til að ætla að hafa sinn eigin stíl, að skoða stílinn hjá öðrum. Fá innblástur frá fólkinu á götunni. Hægt er að fara inn á sérstakar götustíls bloggsíður, þar sem venjulegt fólk sem ljósmyndari telur hafa góðan stíl er myndað. Góðar síður er t.d. frá Stokkhólmi, New York og London.

- Fyrir þá sem hafa mikinn áhuga á tísku er sniðugt að skoða sumar- og haustlínur hönnuða á netinu. Sýningar fyrir sumar næsta árs eru í september/október og sýningar fyrir komandi vetur eru í febrúar/mars. Góðar síður eru Style.com og Elle.com. Hægt er að fá góðar hugmyndir frá hönnuðunum og einnig hefur maður betri sens fyrir komandi trendum.

- Ríka og fræga fólkið hafa góðan aðgang að hönnunarmerkjum og tískusýningum og því oftast með puttan á púlsinum hvað tískuna varðar. Ef stjarnan sjálf hefur ekki nógu mikið tískuvit, er mjög líklegt að hún hafi stílista í vinnu. Hægt er að fá góðar hugmyndir frá fræga fólkinu, ekki endilega bara í sínu fínasta pússi á rauða dreglinum, heldur einnig dagsdaglega og þá geta stjörnubloggsíður komið að góðum notum.

- Fyrir þá sem hafa tíma og áhuga getur verið gott að rífa úr tímaritum myndir af því sem gæti veitt manni innblástur. Hægt er að hagræða því saman í svokallað ‘moodboard’, og skipta reglulega út myndum. Hönnuðir nota þessa aðferð til að skilgreina innblástur sinn fyrir nýja línu, en þetta er einnig góð aðferð til að sjá hverju maður er að leitast eftir í sínum eigin persónulega stíl.

- Ef allt það nýjasta og ferskasta bregst, getur verið gott að fá innblástur úr gömlum bíómyndum sem skarta kvikmyndastjörnum fyrri tíma á borð við Audrey Hepburn, Grace Kelly og Brigitte Bardot. Annað sem tengist ekki tísku en hefur samt ómetanleg áhrif á hana er tónlist. Allt frá tónlistarfólki á borð við Madonnu til Nirvana. Ef það er eitthvað annað sem hægt er að fá innblástur frá eru það önnur lönd og aðrir menningarheimar. Að fylgjast með hvernig fólk klæðist í mismunandi löndum og borgum er nauðsynlegt til að fá annan sens á hlutina. Hvort sem þú tekur það með þér heim eða ekki.

Verslanir

- Mjög gott er að vera búin að skoða hverju maður er að leita af. Þó skal varast að hugsa of mikið um tískustrauma, þeir geta oft verið skammlífir og eina og sama trendið virkar ekki alltaf fyrir alla líkamsvexti.

- Á hálfsárs til árs fresti er gott að fara í gegnum fataskápinn, þá helst áður en maður verslar sumar og vetrarfötin, hverju má henda, hvað á að geyma og hvað vantar.

- Besti tíminn til að versla er fyrir hádegi, en bæði er minnst að gera þá og einnig er fatnaðurinn vel raðaður og aðgengilegur. Þannig er meira næði, minna fólk, starfsfólkið frekar reiðubúið að aðstoða og fötin ekki í hrúgum eða liggjandi á gólfinu. Mestu örtraðirnar eru um helgar, þannig að ef ekki gefst tími til að fara í verslunarleiðangur fyrir hádegi á virkum dögum, virkar seinni parturinn alveg eins ágætlega.

- Flestar stærri verslunarkeðjur fá nýjar sendingar vikulega (stundum nokkrum sinnum í viku). Því er gott að spyrjast fyrir um í sínum uppáhalds verslunum hvenær nýjar sendingar koma inn, þá er hægt að tryggja sér það besta strax. Í vinsælum verslunum er gott rennsli á vörum, þannig ef maður sér eitthvað er oftast best að næla sér í það þá og þar. Taktu líka vel eftir því þegar stórar keðjur fá línur sem koma í fáum eintökum, þá eru minni líkur á að hitta einhvern í eins. Vertu viss um að skoða gæðin og ekki kaupa hluti bara af því þeir eru ódýrir. Þótt oft sé hægt að fá góð kaup á útsölum, er þar oft einungis að finna restar sem enginn hefur viljað.

- Í minni hönnunarverslunum koma sendingarnar ekki eins oft, en samt getur verið gott að hafa á hreinu hvenær stærstu sendingarnar og sumar/vetrarlínurnar koma. Þar sem minna rennsli er á vörum í þessum verslunum er hægt að koma oftar til að skoða og hugsa sig um áður en fjárfest er í dýrri flík. Einnig er gott ráð að grennslast fyrir um helstu merki og hönnuði og skoða línurnar á netinu áður en þær koma í verslunina, til að fá fíling fyrir hverju má búast. Stundum getur verið gott að vingast við starfsfólkið þannig það geti látið mann vita hvenær nýjar vörur koma.

radinnblasturverslanir

Í klukkuátt úr efri röð frá vinstri: Götustílssíður gefa góðar hugmyndir úr raunveruleikanum / Gamlar kvikmyndir sem prýða kvikmyndastjörnur á borð við Audrey Hepburn er góður innblástur / Besti tíminn fyrir verslanaleiðangur er fyrir hádegi á virkum dögum / Nauðsynlegt er að endurskipuleggja fataskápinn reglulega / Í hönnunarverslunum fær maður persónulegri þjónustu og þar sem vanalega er minna rennsli á vörum er hægt að taka sér meiri tíma í að ákveða sig áður en maður fjárfestir í dýrri flík / Að skoða stjörnurnar í casual dagklæðnaði gefur góðan innblástur / Aðrir menningarheimar geta oft gefið hugmyndir og látið mann prófa óvenjulega hluti / Hljómsveitin Nirvana er talin hafa byrjað hið vinsæla 'grunge' trend.


Sumarlína H&M

hm1
hm2
hm3

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband