Færsluflokkur: Aukahlutir

Skrautlegar sokkabuxur

Sokkabuxur í hinum ýmsu litum sáust út um allt á sýningarpöllum fyrir haust og vetur. Þar var rauður líklega vinsælastur en ýmsir aðrir skærir og áberandi litir voru einnig sýnilegir. Sokkabuxurnar voru þó ekki aðeins litaðar, heldur voru ýmis munstur áberandi. Þær voru abstrakt innblásnar, röndóttar, með dýramunstri, ýmsum rúmfræðimunstrum, köflóttar, með blúndum – í raun komu þær í hinum alla veganna útfærslum. Það verður nóg úrval af sokkabuxum í vetur og því ættu allir að geta lífgað upp á fatnaðinn með öðruvísi pari.

Hvernig á svo að klæðast þessum líflegu sokkabuxum og skipta þeim út fyrir svörtu? Lituðu sokkabuxurnar voru oftast klæddar við svartan fatnað, en skórnir sáust þó stundum í sama lit og buxurnar, sem lét leggi fyrirsætanna líta út fyrir að vera enn lengri. Þær munstruðu voru hinsvegar paraðar saman við önnur munstur, annað hvort andstætt munstri sokkabuxanna eða með svipuðum litum og munstri til að skapa heildarútlit.

sokkabuxur


Beanie húfur

Á eins köldu landi og Íslandi, er alltaf gott þegar hlýr fatnaður kemur í tísku. Loðfeldir hafa sem betur fer fengið auknar vinsældir upp a síðkastið, en það nýjasta í vetur eru ‘beanie’ húfur. Þær eru svolítið töffaralegar og fara því betur við hversdagsfatnað heldur en fínni föt, þó það sé alveg hægt að nota húfuna til að spila niður fínheit.

Húfurnar koma misstórar og úr mismunandi efni og því hægt að finna ýmsar útgáfur. Burberry Prorsum sýndu t.d. lúxusútgáfu sem komu í skemmtilegum áferðum. Alexander Wang hélt hlutunum einföldum með svörtum og gráum bómullarhúfum, en hann sýndi þó líka nokkrar úr dásemdar angóruull sem hafa nú þegar orðið vinsælar.

beaniehufur

beaniehufur2


Pönkað drama

punkrihannaÞað var tekinn nýr póll á hæðina í aukahlutum; skóm og skarti, fyrir haust og vetur. Grófar keðjur, gaddar, metal, leður og götóttar sokkabuxur verða í forgrunni pönk tískunnar. Þetta eru mjög dramatískir aukahlutir og ættu að klæðast við svart til að leyfa þeim að vera algjör miðpunktur. Skórnir voru sérstaklega grófir; úr leðri með sylgjum, grófum rennilásum, keðjum og hvaðeina aðskotahlutum.

Gaddar eru ein vinsælasta skreytingin af þessu trendi og eru þeir allskonar. Oftast með gull eða silfur áferð en þeir eru ýmist oddhvassir eins og armbandið frá Burberry Prorsum eða hálfhringalaga líkt og frá Gucci. Gullgaddar eru aðeins meiri lúxusútgáfa af þeim silfruðu sem eru hrárri. Auðveldast er að verða sér úti um mjótt leðurbelti með gylltum göddum, eða silfurgadda armbandi (Rokk og rósir eru t.d. með ódýra útgáfu).

punk1

punk2


Stór demantshálsmen

Sviðsljósið verður á hálsinn í vetur og eru allskyns hálsmenatrend í gangi. Mér finnst stór og svolítið klunnaleg demantshálsmen vera mjög flott, en þau sáust hjá mörgum stórum tískuhúsum. Steinarnir geta verið misstórir og mislita, eða sami liturinn en misjafnir tónar - það eru allaveganna útgáfur til. Steinarnir eru í yfirstærð og gefa þeir aukið drama, akkúrat það sem einfaldur svartur kjóll þarf – eitthvað eitt flott skart sem segir allt.

Margar ódýrar verslanakeðjur selja svipuð men en bara gervisteina, sem eru oft mjög flott þótt það sé ekki ekta og verðið náttúrulega hlægilegt miðað við rándýra demantsskartgripi. Það er einnig hægt að kíkja í vintage verslanir og sjá hvort þar sé eitthvað finna af fallegum  hálsmenum með lituðum, glitrandi steinum.

chunkyhalsmen
chunkyhalsmen2

Flottar festar

Mig langaði aðeins að halda áfram með festarnar. En ég hef verið að skoða aðeins á netinu áhugaverðar síður og hef fundið nokkrar flottar hálsfestar sem eru í stíl pistilsins fyrir neðan.

halsfestar2
 

1. Látlaust með smá skrauti. Filigree Bird Layering Necklace $18 frá UrbanOutfitters. 76 cm

2. Tvöfalt með skrauti. Jewel Box Necklace $18 frá UrbanOutfitters. 86 cm

3. Svipað og Katie Holmes bar. Gara Danielle Chain Necklace $103.5 frá ShopBop. 76 cm

4. Í stíl Söruh Jessicu. Tiered Snake Chain Necklace $24 frá UrbanOutfitters. 96 cm

5. Misþykkar keðjur gefa flott touch. Dirty Librarian Chains Renewal Necklace $189 frá RevolveClothing.

6. Hófstillt útgáfa af missíðum hálsfestum. Bing Bang Long Chain Tag Necklace $254 frá ShopBop. 106 cm


Fyrirspurn: Síðar hálsfestar

Ég fékk fyrirspurn um skart fyrir helgi og mun ég með glöðu geði svara henni af minni bestu getu. Hún hljómaði svona:

Ertu til í að fjalla um skartgripi? Mér finnst síðar festar mikið í gangi núna. Hvernig festar og við hvað?

Síðar festar geta verið margskonar, allt frá því að vera þykkar og chunky, þunnar og penlegar og svo geta þær einnig verið með ýmsu hangandi skrauti. En pendant festar (með hangandi skrauti) hafa verið svolítið vinsælar en eru frekar á undanhaldi heldur en hitt.

Þær sem ég hef verið að sjá undanfarið og finnst persónulega fallegastar, eru þunnar og mjög síðar hálsfestar, og til að gera þær spennandi er hægt að klæðast nokkrum misstórum í einu. Til að fá enn meiri fjölbreytni getur verið flott að þær séu ekki allar eins, og fá svolítinn mismatch fíling. En haustlína Givenchy innihélt einmitt flotta útgáfu af því útliti, kannski aðeins of ýkt fyrir raunveruleikann, en samt góð fyrirmynd fyrir lúkkið. Þannig er hægt að blanda gulli með silfri og þunnum festum með enn þynnri o.s.frv.

Festarnar geta alveg verið með skrauti, en aðalmálið er samt að þær séu svolítið látlausar. Þannig að smátt skraut sem er á víð og dreif um festina væri ákjósanlegast. Síðastliðin vetur hafa nokkrar stjörnur borið fallegar síðar festar með penu skrauti, en ég tel samt að fyrir næsta haust verði þær enn síðari og meiri ýkt í þeim með því að blanda saman síddum. Katie Holmes bar fallega festi í Costume Institute Gala sem var nýlega og voru það nokkrar festar í svipaðri sídd, en Sarah Jessica Parker fær þó mín stig fyrir sína útgáfu.

Uppfærsla: Ég hef verið að drífa mig í gær en ég gleymdi að svara við hvað hálsfestar af þessu tagi passa. Að mínu mati eru lúxusefni eins og silki og satín það besta. Þau einhvern veginn complimenta gullinu og silfrinu vel, sérstaklega þegar festarnar eru síðar og þunnar. Hvað liti varðar finnast mér ríkir tónar og sterkir litir henta best eða einfaldlega svartur. Allavega ekki of fölur, þar sem maður vill draga athyglina að festunum og þá skiptir 'bakgrunnurinn' máli. Aðalmálið er að hugsa um það sem fer undir festina, þ.e.a.s. efri partinn, frekar en að draga mikla athygli að neðan. Kjólar og fallegar blússur henta því vel.

halsfestar


Skærlita töskur

Það virðist sem töskur í öllum regnboganslitum séu orðnar stórt trend, allavega í Hollywood. Margar stjörnur hafa sést með skærlitaðar töskur á handleggnum upp á síðkastið. Þar virðist gulur vera einn vinsælasti liturinn. Spurning hvort sumarið og sólin hafi þessi áhrif, en sú vinsælasta er gul taska með hringjahandfangi frá Dior. Allt frá ungstirnum á borð við Mary Kate Olsen og Rachel Bilson til stílíkona eins og Söruh Jessicu Parker hafa nælt sér í eintak. Hún er passlega stór og meðfærileg auk þess sem liturinn er frískandi. Katie Holmes hefur hins vegar fengið sér tösku í sama lit frá Louis Vuitton. Listinn endar ekki þar því Eva Longoria og Cameron Diaz sáust nýlega með gular töskur í stærri kantinum.

Gulur er þó ekki eini liturinn sem stjörnurnar skarta á handleggjum sínum því rauður, fjólublár og grænn í öllum tónum litaskalans eru einnig vinsælir. Raunveruleikastjarnan og upprenandi fatahönnuður, Lauren Conrad, skartar hér fyrir neðan skrautlegri tösku í skærrauðum lit við fallegan sumarkjól. Leikkonan Jessica Alba ber sportlega fjólubláa tösku frá Gerard Darel. Rachel Bilson á sægræna tösku frá Chloé og er sniðið öðruvísi en flott. Að lokum er það svo Kate Moss sem er með skærgræna Mulberry handtösku í klassísku sniði.

Þegar taskan er í skærum litum og sérstaklega þegar sniðið er stórt, og taskan sem sagt áberandi, er best að litum í restinni af klæðnaðinum í hófi. Svartir, gráir, hvítir henta vel og aðrir sem tóna vel við litinn á töskunni. Það er því um að gera að leyfa töskunni að njóta sín sem best. Nú er bara spurningin – hver er þinn uppáhalds litur?

skærlitatoskur


Prada töskur

fwprada

Það er eitthvað við töskurnar frá Prada, ég fell alltaf fyrir þeim. Síðasta haustlína innihélt nokkrar útgáfur af fallegum töskum. Þær sem urðu vinsælastar voru bæði í möttu leðri og með lakk áferð í svokölluðu 'colour bleed', þar sem dökkur litur nánast svartur blæddi inní ljósbrúnan. Aðrar töskur voru ýmist úr leðri í grænum og appelsínugulum tónum eða úr loðnu efni.

ssprada

Í sumarlínunni var eins og vanalega úr nógu af taka hvað töskur varðar. Þær voru hafðar í stíl við þemað, sem var m.a. náttúran og allir hennar litir. Þær eru sannkallaður draumur og er litatæknin mikið til 'colour blocking' sem eru margir mismunandi litir saman. Þær eru tilvaldar til að poppa upp svartan klæðnað.

pradafairybag

Ein taska úr sumarlínunni hefur orðið séstaklega vinsæl. Það er 'the fairy bag' eða álfadísartaskan. Á henni er listræn teikning eftir listamanninn James Jean af álfadísum í svörtu og jarðlitum á hvítum bakgrunni. Að hafa svoleiðis tösku á handleggnum er nánast eins og að ganga með listaverk. Sienna Miller og Jennifer Love Hewitt eru meðal þeirra mörgu stjarna sem eiga eintak, en taskan seldist upp á tveimur dögum í Neiman Marcus og nú þegar er um þriggja mánaða biðlisti. Hún er úr skinni af dádýri og kostar um 150.000 krónur. Það er þó hægt að fá minni veskisútgáfu fyrir þriðjung stærri töskunnar.

fw08prada

Töskurnar sem eru væntanlegar fyrir næsta vetur eru ekki alveg eins spennandi að mínu mati en engu að síður mjög flott hönnun. Litirnir eru svartur, brúnn og beige á leðri og í blúndum – en blúndur voru gegnum gangandi í allri línunni. Pífur voru notaðar til að gefa skemmtileg smáatriði.


Clutches í slönguskinni

Svokallaðar clutches hafa verið vinsælar undanfarið, en það eru frekar litlar og meðfærilegar töskur. Þær eru hið fullkomna svar við trendinu á töskum í yfirstærðum sem hafa verið helsta töskutrendið síðusta árið. Clutches hafa bæði sést á rauða dreglinum og á götustílsbloggsíðum. Þessar töskur hafa vanalega einungis verið notaðar í fínni tilefnum, en nú eru þær farnar að sjást á stjörnunum á daginn. Flottast þykir að hafa þær svolítið stórar enda þægilegra svo allar nauðsynjar komist ofan í. Töskurnar hafa oftast enga ól og er því haldið á þeim með annarri hendi. Þær voru mjög vinsælar á sýningarpöllum fyrir sumarið og var slöngu- og krókódílaskinn vinsælt efni.

Vintage verslanir hafa ágætt úrval af svipuðum  töskum í slönguskinni, aðallega í svörtu, navy bláu og vínrauðu. Svo hef ég séð nokkrar í tískuverslunum, svo það er um að gera að hafa augun opin fyrir nýjasta trendinu.

clutches
clutches2

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband