Fyrirspurn: Síðar hálsfestar

Ég fékk fyrirspurn um skart fyrir helgi og mun ég með glöðu geði svara henni af minni bestu getu. Hún hljómaði svona:

Ertu til í að fjalla um skartgripi? Mér finnst síðar festar mikið í gangi núna. Hvernig festar og við hvað?

Síðar festar geta verið margskonar, allt frá því að vera þykkar og chunky, þunnar og penlegar og svo geta þær einnig verið með ýmsu hangandi skrauti. En pendant festar (með hangandi skrauti) hafa verið svolítið vinsælar en eru frekar á undanhaldi heldur en hitt.

Þær sem ég hef verið að sjá undanfarið og finnst persónulega fallegastar, eru þunnar og mjög síðar hálsfestar, og til að gera þær spennandi er hægt að klæðast nokkrum misstórum í einu. Til að fá enn meiri fjölbreytni getur verið flott að þær séu ekki allar eins, og fá svolítinn mismatch fíling. En haustlína Givenchy innihélt einmitt flotta útgáfu af því útliti, kannski aðeins of ýkt fyrir raunveruleikann, en samt góð fyrirmynd fyrir lúkkið. Þannig er hægt að blanda gulli með silfri og þunnum festum með enn þynnri o.s.frv.

Festarnar geta alveg verið með skrauti, en aðalmálið er samt að þær séu svolítið látlausar. Þannig að smátt skraut sem er á víð og dreif um festina væri ákjósanlegast. Síðastliðin vetur hafa nokkrar stjörnur borið fallegar síðar festar með penu skrauti, en ég tel samt að fyrir næsta haust verði þær enn síðari og meiri ýkt í þeim með því að blanda saman síddum. Katie Holmes bar fallega festi í Costume Institute Gala sem var nýlega og voru það nokkrar festar í svipaðri sídd, en Sarah Jessica Parker fær þó mín stig fyrir sína útgáfu.

Uppfærsla: Ég hef verið að drífa mig í gær en ég gleymdi að svara við hvað hálsfestar af þessu tagi passa. Að mínu mati eru lúxusefni eins og silki og satín það besta. Þau einhvern veginn complimenta gullinu og silfrinu vel, sérstaklega þegar festarnar eru síðar og þunnar. Hvað liti varðar finnast mér ríkir tónar og sterkir litir henta best eða einfaldlega svartur. Allavega ekki of fölur, þar sem maður vill draga athyglina að festunum og þá skiptir 'bakgrunnurinn' máli. Aðalmálið er að hugsa um það sem fer undir festina, þ.e.a.s. efri partinn, frekar en að draga mikla athygli að neðan. Kjólar og fallegar blússur henta því vel.

halsfestar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður G. Malmquist

Skemmtilegar færslurnar hjá þér, kíki alltaf reglulega hér inn og vildi bara kvitta fyrir mig

Sigríður G. Malmquist, 20.5.2008 kl. 21:45

2 identicon

Þú ert æði.

Takk kærlega :)

kbh

Katrín (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband