Færsluflokkur: Hönnuðir

Fréttir af tískuvikunum í febrúar

Alþjóðlegu tískuvikurnar í New York, London, Mílanó og París byrja eftir rúman mánuð og nú þegar eru farnar að birtast fréttir frá hönnuðum og aðstandendum um gang mála. Vegna efnahagskreppunnar hafa margir hönnuðir þurft að segja sig frá tískuvikunni þar sem mikill kostnaður tilheyrir þeim.

VeraWangVera Wang, sem hefur sýnt í New York í fjölda ára mun ekki sýna í tjöldunum í Bryant Park í febrúar. Hún hefur kosið að halda nánari sýningu í aðalverslun sinni. Hún segir ákvörðunina hafa verið erfiða en samt sem áður viðeigandi á þessum tímum. Hún á eftir að hanna línuna sem hún sýnir í febrúar, en mun eflaust taka efnahagsmálinn inní reikninginn við þá vinnu.

Wang segist aftur á móti ekki hafa ákveðið að sýna ekki í Bryant Park að heild út frá efnahagi, "þegar þú ferð út fyrir tjöldin, færðu ekki fríðindin sem fylgja þeim. Tískuvika New York er besti díllinn sem hægt er að fá peningalega séð. En að sýna í tjöldunum kallar á 25 fyrirsætur, hárgreiðslu og förðun. Þetta er svakaleg framleiðsla."

BetseyJohnsonBetsey Johnson hefur einnig dregið sig út úr tískuvikunni og mun því ekki sýna í Bryant Park líkt og áður. Sýningar hennar hafa ekki verið taldar hógværar þar sem mikið er lagt í umhverfi og heildarútlit þeirra. Hún segist þó ætla að halda sýningu, en bara á einhvern annan hátt. Samkvæmt talsmanni hennar er ekki búið að ákveða endanlega staðsetningu eða hvernig sýningin eigi fara fram.

Carmen Marc Volvo er annar hönnuður til sem sýnir ekki í New York. Hann segir kostnað sýningar vera í það minnsta 100.000 dollarar. Hann hallast að hugmynd um kokkteil boð til að sýna fatnað sinn. Franska merkið Cacharel hafa einnig hætt við sína sýningu sem átti að taka stað í París. Yfirmenn Cacharel hafa ákveðið að haustlína ársins 2009 verði hönnuð af ýmsum innanhúshönnuðum og sjálfstætt starfandi hönnuðum.

Nýjustu fréttir um þá sem halda ekki sýningu í Bryant Park er tískumerkið DKNY. Sýningin mun þess í stað verða haldin í stúdíói og mun Donna Karan Collection sýningin vera haldin á sama stað degi seinna. Talsmaður fyrirtækisins bendir þó á að DKNY hafi áður haldið sýningar á ýmsum öðrum stöðum en í tjöldunum í Bryant Park, "þetta er ekki svo mikil breyting. Við höfum gert alls kyns hluti." Hann bætti svo við, ,,kostnaður er alltaf hugsunarefni. Þetta er árangursríkasta leiðin."

tommyhilfigerÞótt margir hönnuðir séu að hætta við sýningar sínar á tískuvikunum í febrúar, sjá sumir þeirra tækifæri. Einn af þeim er Tommy Hilfiger, sem hefur hugsað sér að sýna í Bryant Park á tískuvikunni í NewYork á ný eftir þriggja ára hlé. Hönnuðurinn fær þar pláss sem átti að tilheyra Veru Wang.


Búist er við að enn fleiri hönnuðir eigi eftir að annað hvort hætta við sýningu, eða kjósa að sýna á ódýrari hátt, t.d. í húsakynnum í eigin eigu. Þeir hönnuðir sem hugsa sig nú um hvort best sé að sýna í Bryant Park eða öðrum stöðum eru m.a. J. Mendel, Monique Lhuillier og Reem Acra. Tískuvikan verður því með öðru sniði en áður.


Pamela Anderson fyrir Vivienne Westwood

pamelaandersonforwestwoodStaðfest hefur verið að Pamela Anderson sé nýtt andlit Vivienne Westwood. Herferðin er mynduð af Jurgen Teller og sýnir Anderson í hjólhýsi í Malibu. Fyrrum Baywatch stjarnan fékk starfið eftir að hafa hitt Vivienne baksviðs á sýningu sinni fyrir sumarið 2009 í tískuvikunni í London í september síðastliðnum.

Þær tvær höfðu ekki hist áður, en þegar Westwood sá Anderson í einum af kjólum sínum vissi hún samstundis hún væri rétta manneskjan fyrir nýju herferðina. Herferðin mun einnig verða gerð að kaffiborðabók sem mun fara í sölu í byrjun næsta árs þegar auglýsingarnar byrja að birtast í tímaritum í febrúar.

Það verður að segjast að Anderson er frekar óvenjulegur kandídat í auglýsingar fyrir tískumerki, en Westwood hefur verið þekkt fyrir að fara óvenjulegar leiðir, hvort sem það er í hönnun eða markaðsetningu á vöru sinni. Það má segja að Marc Jacobs hafi brotið blað með Victoriu Beckham auglýsingum sínum, en það verður engu að síður gaman að sjá hvernig Pamela ber sig í nýju auglýsingunum.

Ný kynslóð breskra hönnuða

Danielle Scutt, House of Holland, Louise Goldin, Mark Fast, Mary Katrantzou, Meadham Kirchhoff, Nasir Mazhar og Peter Pilotto fengu öll all eftirsóknaverðan styrk, Ný kynslóð, á dögunum frá Breska tískuráðinu. Styrkurinn, sem er styrktur af Topshop, mun vera ætlaður til notkunar fyrir tískuvikuna í London í febrúar. Fyrir utan fyrrnefnd nöfn fengu einnig fleiri upprennandi hönnuðir styrki til að sýna á sýningu á tískuvikunni í London.

Styrkurinn Ný kynslóð var settur á stofn árið 1993 og hefur hjálpað stórum nöfnum á borð við Alexander McQueen, Matthew Williamson og Jonathan Saunders að þróa merki sín. Styrkurinn er því virtur og talinn góður stuðningur við hæfileikaríka hönnuða í iðnaðinum.

"Ný kynslóð er einn elsti hlekkur hönnunarstuðnings Breska tískuráðsins. Hann er alþjóðlega þekktur fyrir að styðja bestu hönnuði London og á met fyrir að hjálpa til að stofnsetja merki sumra af virtustu hönnuðum heims," segir formaður tískuráðsins, Hilary Riva. "Ég efa ekki að þessir nýju hönnuðir munu þróa árangursríka ferla í bransanum."

Mary Homer, stjórnandi Topshop bætir við "Á tímum efnahagskreppu er stuðningur við efnilega hönnuði mikilvægari en vanalega og helst því sem forgangur innan stefnu merkisins. Við erum sérstaklega spennt yfir flóru hæfileikanna sem við styrkjum þetta ár sem ásamt öðrum inniheldur hattahönnuði, skóhönnuði og prjónaflíkusérfræðing."

bfc

Móment úr tískuvikum næsta sumars

Í hverjum tískuvikum fyrir nýja árstíð eru alltaf sýningar sem standa uppúr, ekki endilega fyrir fallega hönnun heldur fyrir sérstaka sýningu á einhvern hátt. Það getur verið óvenjulegt umhverfi sýningarpallsins, fatnað sem líkist einhverju öðru en fatnaði, skrýtið hár eða virkilega ýkta förðun. Tískuvikur næsta vors og sumar innihéldu að venju nokkrar svonar sýningar.

1. Rick Owens

Tíska hefur stundum fundið sér leið með pólitík (Vivienne Westwood) og trúarbrögðum (Givenchy haust ’08), en Rick Owens tengdi sýningu sína fyrir sumarið einmitt trúarbrögðum – hann sendi fyrirsætur á sýningarpallana sem nunnur. Sýningin var víst mjög táknræn og áhrifamikil, sérstaklega þegar her af fyrirsætum/nunnum komu út í lokaatriðinu innan um reyk. Rick Owens kann að skapa andrúmsloft í kringum sýningar sínar og þessi var ekki undanskilin. Skuplurnar gáfu annars svörtu og dularfullu fötunum sakleysislegri blæ.

2. Karl Lagerfeld

Íkonið Karl Lagerfeld hefur alltaf verið umdeildur, og talin hálfgjör goðsögn í tískuheiminum. Fyrir utan að hanna fyrir tískurisana Chanel og Fendi, hannar hann undir eigin merki sem heitir í höfuðið á honum. Eitthvað hefur hann þurft að ýta undir ímynd sína enn meira (sbr. bangsann) með því að prenta andlit sitt á tösku sem fyrirsætan Angela Lindvall bar þegar hún þrammaði pallinn. Þótt hugmyndin líti í fyrstu út fyrir að vera einkar hallærisleg og ekkert annað en auglýsing á andliti hans, var handfang veskisins í augastað Karls. Fyrirsætan notaði svo töskuna sem grímu með sínum augum í handfanginu. Það er svo spurning hversu vinsæl Lagerfeld taskan verður.

3. Maison Martin Margiela

Margiela er mikill í heimi óraunveruleikans. Kreppa getur látið hvaða hönnuð sem er einbeita sér að því að selja frekar en að fara eftir sínu listrænu insæi. En sem betur fer var Margiela einn af þeim sem hélt ótrauður áfram á sinni braut, þar sem hann sýnir föt sem ögra mannslíkamanum, fulla af tálmynd. Í þetta skiptið voru fyrirsætur andlistlausar, en andlitin voru hulin bakvið efni sem líktist nylonsokkabuxum og sumar fengu meira að segja stóran lubba af hárkollu fyrir andlitið. Hvort hann hafi verið að reyna að gera fyrirsæturnar ‘nafnlausar’ og viljað hafa alla athygli á hönnun sinni. Það breytir því ekki að hugmyndin var frekar skrýtin og maður hugsar með sér hvort fyrirsæturnar hafi yfir höfuð séð eitthvað.

4. Comme des Garcons

Ásamt Margiela eru Comme des Garcons alltaf á listum sem þessum. Garcons gefa tískunni allt aðra dýpt en hinir almennu hönnuðir. Þeir eru sjaldan taldnir með í trendum, enda ekki hægt að taka þeirra sköpun með annarri hönnun, hún hefur sjálfstæða rödd. Svipað og hjá Margiela, voru fyrirsætur óvenjulegur um höfuðið. En þær virtust bera risastórt kandífloss á hausnum. Fötin voru svört og púffuð í sniðinu, og því var ýkingin í hárinu aðeins að ýta undir ýktina í fötunum.

5. Junya Watanabe

Það er ekkert lát á gígantískum höfuðprýðum, því Watanabe sýndi einhverskonar hárskreytingu í líkingu við þær sem afrískar konur bera. Þessar voru reyndar fylltar með blómum í litríkum klútum og báru svo sannarlega með sér sumarlegan blæ. Með fuglasöng sem undirspil sýningarinnar og alla litadýrðina voru túrbanin einungis punkturinn yfir i-ið og kórónuðu allt hitt. Þótt hönnun Watanabe sé kannski ekki allra smekkur, er ekki hægt annað en að ganga glaður út af svona sýningu.

6. Marni

Marni hafa ekki verið þekktir fyrir of mikla dramatík. Þótt litir séu algengir í þeirra sýningum er vanalegast ekki mikið um virkilega óvenjulega eða áberandi hönnun – fyrir utan aukahlutina. Fyrir nokkrum árstíðum urðu stór hálsmen Marni virkilega vinsæl og nú hafa þeir aftur komið með ekki bara hálsmen heldur einnig eyrnalokka í virkilegri yfirstærð. Virtust þessir hlutir vera úr einhverskonar jarðlegu efni eins og skeljum eða öðru þvíumlíku. Það vantaði ekki litina eins og hjá Marni yfir höfuð, en sumir segja að þeir hafi farið of langt með stærð hlutanna. Öðrum finnst að hálsmenið geti notið sín vel án eyrnalokkanna og öfugt. Skartið eru allavega umdeilt og gaman verður að sjá hversu klæðilegir þeir verða þegar nær dregur sumri.

7. Fendi

Hér er Karl Lagerfeld aftur að verki, en hár fyrirsæta hjá Fendi var í hálfgerri óreiðu. Þetta gerist þegar hárgreiðslumanninum eru gefnir margir brúsar af hárspreyi og sagt að gera ‘big hair’. Útkoman var vægast sagt mögnuð þótt sumum hafi fundist hárið of úfið fyrir svo virt tískuhús og virta hönnun. Suzy Menkes lýsir þessu ágætlega ,,óvenjulegt hárið, blásið fram eins og rafmagnaður stormur hafi gengið yfir’’. Að þessu sögðu, þá var hárið eiginlega bara frekar fyndið en eitthvað annað.

8. Viktor & Rolf

Sýning Viktor og Rolf að þessu sinni var ekki af eins mikilli stærðargráðu og hefur verið og virtust þeir einbeita sér að frekar klæðilegum flíkum – allavega miðað við áður. Kannski kreppan hafi áhrif á þá ákvörðun, en þetta eru samt ekki miklar kreppuflíkur, margar hverjar alskreyttar demöntum. Síðasti klæðnaðurinn sem kom fram var kjóll sem virtist vera innblásinn af kuðungi í sniði. Fyrsta lúkkið sem fór fram var einnig með keim af sama sniði, en lokunarlúkkið var svona til að toppa allt – til að sýna að þeir geta enn komið með eitthvað virkilega öðruvísi.

ssmoments


Madonna fyrir Louis Vuitton

madonna-louis-vuitton-ads-01Birst hafa myndir á netinu úr sumarherferð Louis Vuitton 2009 og er það engin önnur en Madonna sem prýðir myndirnar. Ljósmyndarinn er Steven Meisel og umhverfi myndanna er franskt bístró. Marc Jacobs, yfirhönnuðir Louis Vuitton, ákvað að fá Madonnu til samstarfs eftir að hafa farið á tónleika með henni í París. Hann segist vera ánægður með útkomuna og einnig með orkuna sem Madonna býr yfir.

Athygli vakti þegar hún mætti í fatnaði frá Louis Vuitton í Gucci samkvæmi nýlega og var þá talið ljóst að Madonna væri auglýsingastúlka þeirra fyrir sumarið.

madonna-louis-vuitton-ads-02

Bangsinn Karl Lagerfeld

faar_lagerfeld_vÞú veist þú ert orðinn icon þegar þú færð að búa til eftirmynd þína í bangsa-/brúðulíki. Karl Lagerfeld er einn af þeim heppnu sem hefur hlotnast sá heiður að gera sinn eigin bangsa. Bangsinn sjálfur lýkist meistara Karl í sjálfu sér ekki svo mikið, en aðalsmerki hans - svarthvíta lúkkið og sólgleraugun - láta það ekkert fara á milli máli hver sé fyrirmyndin.

Bangsinn kemur með dýrum verðmiða, 1500 dollarar, og var aðeins framleiddur í 2500 eintökum. Bangsinn er því dýrt leikfang og bara fyrir stóra krakka. En fyrir þá sem hafa kannski ekki alveg efni á bangsanum, er kominn annar valkostur fyrir þá fátæku. Nefnilega fingrabrúða og fæst hún fyrir aðeins 20 dollara. Hún hefur líka meira notagildi en bangsinn sem myndi hvort sem er bara sitja uppí hillu.

,,Bangsar eru mjög góðir, svo lengi sem þú ert góður við þá.“ - Karl Lagerfeld

karl-lagerfeld-x-steiff-03


Nýliðarnir Cushnie et Ochs

18mNýútskrifaðir nemendur úr Parsons hönnunarskólanum í New York, Carly Cushnie og Michelle Ochs, mynda nýtt hönnunarteymi sem tískuheimurinn fylgist grannt með. Því er haldið fram að merki þeirra, Cushnie et Ochs, sé nýjasta dæmið um dúó úr Parsons sem á eftir að verða stórt. Proenza Schouler teymið eru fyrrverandi nemendur Parsons, og Vena Cava er dæmi um annað teymi úr sama skóla sem eru á hraðri uppleið. Öll þrjú fyrrnefnd merki fengu verðlaun skólans síðasta námsárið sitt sem hönnuðir ársins.

Það er alltaf gaman að fylgjast með nýjum hönnuðum og þær Cushnie og Ochs hafa þegar fengið sjálfkrafa kynningu vegna verðlaunanna. En miðað við þann litla tíma sem þær hafa unnið í hinum harða tískuheimi, dró fyrsta línan þeirra fyrir næsta vor og sumar að sér mjög mikla athygli. Hvað hugmyndirnar af línunni varða, komu þær úr frekar óvenjulegri átt, "við vorum innblásnar af American Psycho og áráttugjörnum aga Christian Bale." En þegar línan er skoðuð nánar má þó sjá hvernig þær samsama persónuleika persónu Christian Bale við fullkomlega sniðna níþrönga kjóla.

Línan var vel gerð frá byrjun til enda og greinilega úthugsuð. Frumraun þeirra er örugg og virkilega góð af byrjendum að vera. Það getur tekið langan tíma að setja sér nafn en þegar tveir hönnuðir sem hafa sömu listrænu stefnu sameina krafta sínu getur útkoman orðið hreint ótrúleg - lítið bara á Proenza Schouler. En það er bókað mál að eitthvað stórt bíður Cushnie et Ochs, og vona ég að þær muni nýta þá góðu dóma sem fyrsta línan hefur fengið og gera næstu línu enn betri.

CushnieetOchs

Matthew Williamson næstur fyrir H&M

00740mMatthew Williamson er næsti hönnuður til að vinna með verslanakeðjunni H&M. Eins og ætti að vera flestum ljóst leita H&M árlega til samstarfs við fræga hönnuði, og fyrir líðandi vetur var það Rei Kawakubo hönnuður Comme des Garcons sem gerði línu fyrir keðjuna. Matthew mun hins vegar hanna línu fyrir næsta vor/sumar og mun hún koma í verslanir 23.apríl á næsta ári.

Matthew segir þetta spennandi tækifæri fyrir sig, og segir hann H&M hafa skapað hálfgert brjálæði í tískuheiminum með því að láta virta hönnuði hanna ódýran fatnað. "Ég er spenntur yfir því að verk mín fyrir H&M verði aðgengileg svo mörgu fólki um allan heim." Hann mun einnig hanna karlmannslínu en hönnunarlínur H&M hafa ekki verið gerðar fyrir menn hingað til.

Ef marka má viðbrögð viðskiptavina H&M við hönnunarlínunum mun þessi valda mikilli eftirspurn, enda Matthew Williamson þekktur fyrir fallega hönnun og hentar hún einkar vel fyrir sumartímann. Hann notar óspart liti og munstur, en auk þess að hanna undir eigin nafni er hann aðalhönnuður ítalska tískuhússins Emilio Pucci. Það er ljóst að hann á marga aðdáendur sem bíða nú spenntir eftir því að komast yfir fatnað hans fyrir H&M.


Comme des Garcons fyrir H&M

commedesgarconshm

H&M verslanakeðjan hefur í þetta skiptið leita til Rei Kawakubo, hönnuð Comme des Garcons, til að hanna hönnunarlínu haustsins. H&M hefur áður leitað til Stellu McCartney, Karl Lagerfeld, Viktor & Rolf og Roberto Cavalli um að hanna línu og hafa allar notið gríðarlegra vinsælda - enda enginn sem fúlsar við hönnunarvarning á spottprís. Það verður að segjast að Comme des Garcons var ekki augljós valkostur fyrir verslunarkeðju miðaða að almenningi, en Rei er þekkt fyrir mjög svo framúrstefnulega hönnun og klæðileiki er eflaust ekki til í hennar huga. Þó að línan komi ekki í valdar verslanir fyrr en 13.nóvember, og myndir af línunni komi ekki á heimasíðu H&M fyrr en á fimmtudaginn, eru þó komnar myndir af allavega hluta línunnar á netið. Samkvæmt þeim er línan mikið til svört, þar sem mikið hefur verið lagt í framúrstefnuleg snið á pilsum, jökkum og buxum. Einnig er nokkuð af skyrtum, rauðum og bláum doppóttum og svo hvítum.

Sjá meira hér


Hönnuðurinn Miuccia Prada

miuccia-prada3Miuccia Prada hefur að mínu mati eina áhugaverðustu ferilsögu hönnuðar. Ástæðan fyrir því, er að hún er ekki ein af þessum hönnuðum sem ‘hafa haft áhuga á hönnun síðan þeir fæddust’ og ‘byrjuðu að sauma þegar þeir voru fimm ára’ og þar fram eftir götunum. Að vissu leyti fékk hún starfið eilítið upp í hendurnar þar sem hún var arftaki krúnu Prada fyrirtækisins, en það virðist aldrei hafa verið ætlun hennar að verða heimsfrægur hönnuður.

Hún er ítölsk, fædd í sjálfri tískuborginni Mílanó árið 1949. Hún er yngsta barnabarn stofnanda Prada, Mario Prada. Hún, ásamt eiginmanni sínum Patrizio Bertelli, tók við fjölskyldufyrirtækinu árið 1978 af móður sinni. Þau hjónin hafa átt mikinn þátt í stækkun fyrirtækisins og juku úrvalið með því að koma fyrst með ready-to-wear línu og þar á eftir ódýrari línuna Miu Miu, sem hefur ekki síður átt við mikla velgengni að fagna. Fyrirtækið selur lúxusvörur um allan heim, er virði margra milljarðra og hjónin hafa þ.a.l verið á lista Forbes yfir ríkasta fólk heims.

14_pradaMiuccia er hámenntuð, með doktorsgráðu í stjórnmálafræði, hefur lært látbragðsleik og er mikill listaunnandi. Hún hefur því ekki lært tískuhönnun í listaskóla, en það kemur alls ekki niður á hönnuninni. Hún hefur unnið til verðlauna fyrir fallega og hreina hönnun, gæðaefni og frábær handbrögð. Hún hefur þó sagt að velgenginni eigi hún að mörgu leyti eiginmanni sínum að þakka, sem hún hitti rétt áður en hún tók við fyrirtækinu og hefur staðið á bak við hana öll þessi ár. Hann á mikinn þátt í útrás fyrirtækisins á alþjóðamarkaði og inniheldur þetta valdahús nú merki á borð við Fendi, Helmut Lang og Jil Sander.

Miuccia er trú sínum skoðunum og hugmyndum og er það eitt af því sem hefur gert hana einn leiðandi hönnuð heims. Hún eltir ekki, heldur fer sínar leiðir. Hún hélt því alltaf fram að tískuheimurinn væri heimskur og að það væri til gáfaðri og hógværari greinar, en hún hefur nú afsannað það því tíska er listform. Þótt tíska sé yfirborðskennd og tískuheimurinn geti verið grimmur, þá er hún einnig eitthvað sem er fallegt fyrir augað, eins og málverk eða skúlptúr. Eins og hún segir sjálf: "Það sem þú klæðist er hvernig þú sýnir heiminum þig, sérstaklega í nútímaheimi þar sem mannleg samskipti eru svo snögg. Tíska er tungumál augnabliksins."

miucciaprada1
 
prada-miumiu

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband