7.4.2008 | 21:57
Lisaplace
Það sem er kannski áhugaverðast við hana er að hún er fædd '94, sem sagt á 14.ári. Hún hefur þegar myndað virkilega flottan stíl þar sem hún blandar skemmtilega saman fötum frá stórum keðjum eins og H&M og Mango við vintage aukahluti eins og skó, töskur og klúta. Það er gaman að sjá svona unga stelpu sem tekur svolitla áhættu í fatavali og er greinilega ekki að reyna að falla inní hópinn.
Fyrir utan að setja inn myndir af fötum hvers dags má sjá virkilega flottar og listrænar ljósmyndir eftir hana. En hér á eftir koma svo myndir af flottum outfitum að mínu mati. Hún gæti ábyggilega veitt mörgum innblástur.
Stíll | Breytt 10.10.2008 kl. 16:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.4.2008 | 21:54
Innblástur frá tískufólkinu
Eins og þið hafið eflaust tekið eftir af fyrri bloggum, þá var tískuvikan í New York í síðustu viku. Eins og það getur nú verið gaman að sjá hverju fræga fólkið klæðist á sýningunum, þá jafnast ekkert við myndir af alvöru tískufólkinu. Sem sagt fólkið sem vinnur á tískutímaritunum, innkaupstjórar tískufatnaðar og almenna tísku 'insiders'. Því þetta er fólkið sem lifir og hrærist í tískuheiminum og getur verið virkilega gaman að fá innblástur frá þeim.
Scott Schuman er eigandi bloggsíðunnar The Sartorialist, sem er svokallað 'street style' blogg eða blogg um götutískuna. Hann hefur undanfarnar tískuvikur í New York myndað tískufólkið fyrir Style.com, auk þess að mynda sjálfur venjulegt fólk á götum New York, fyrir sitt eigið blogg þess á milli.Hér á eftir koma myndir sem Scott tók í síðustu viku og hef ég safnað þeim saman og sett í nokkur trend.
Buxur þurfa alls ekki að vera bara svartar. Mustard gulu buxurnar til vinstri hafa akkúrat þá sídd sem sást mikið á sýningunum fyrir sumarið og verður ábyggilega flott trend. Þessi litur fer mjög vel með navy bláum og ljósbrúnum, en þó skal varast að para svona erfiðan lit við mikið af sterkum litum. Buxurnar í miðjunni eru í einhvers konar beige lit og fara afar vel við gráan. Þær eru virkilega smart sniðnar, ekkert of þröngar en heldur ekki það víðar að þær séu sniðlausar. Lúkkið til hægri er svo frekar plain, en það sem er kannski smartast eru skórnir.
Skór, skór, skór. Hvar værum við án þeirra? Eitt það flottasta sem um getur þegar kemur að því að setja statement eru litríkir sky-high skór. Ef skórnir eiga að vera aðalatriðið þá er best að vera ekkert með fötin of busy, ekkert sem gæti tekið athyglina af skónum. Það getur líka verið mjög flott að vera í háum opnum skóm við buxur á daginn eins og stelpan til hægri í staðinn fyrir að vera alltaf í þeim við sparitilefni.
Stór og grófur trefill er algjörlega málið í vetur. Kannski aðeins of seint að fara að kaupa hann núna, þar sem fer vonandi að hitna bráðum (vonandi). Mér finnst flottastur þessi í miðjunni, hlýr og góður. Ekki sakar líka að vera í hlýrri peysu þegar maður er nánast berleggjaður í mínípilsi. Einnig er hann smart þessi til hægri, hann er kannski aðeins þynnri, en þá er bara um að gera að vefja hann aðeins meira um hálsinn.
Sterkir litir geta svo sannarlega birt upp á svartan klæðnað, hvort sem það er í formi tösku, pils eða klúts. Þessi fjólublái er mjög flottur og einnig þessi fagurblái. Mér finnst alltaf aukahlutir í litum eins og klútar algjörlega nauðsynlegir fyrir svartklæddar dömur.
Leðurjakkar eru náttúrulega mjög töffaralegir og passa við nánast allt. Mér finnst þeir persónulega flottastir þegar þeir eru í svona 'biker' sniði, þ.e. frekar stuttir, án stroffs og oft með rennilásinn aðeins til hliðar. Þeir eru flottir við dömulega kjóla, til að gera lúkkið meira hrárra í stað ofur kvenlegs. Þessi til vinstri er reyndar úr rússkinni sýnist mér, en hafði hann engu að síður með þar sem hann er í týpísku biker sniði.
Loðfeldur er hálfgjört must á veturna. Hann er náttúrulega rosalega hlýr auk þess að vera smart. Hvort sem það er vesti, jakki eða loðkragi þá heldur hann góðum hita, sérstaklega ef maður er berleggjaður eða í þunnum sokkabuxum í nokkra stiga frosti. Og hann er klárlega flottari en dúnúlpa. Loðfeldi er hægt að fá í mörgum vintage verslunum, en þó skal forðast síðar loðkápur og í raun er allt styttra en að mjöðmum best.
Stíll | Breytt 10.10.2008 kl. 16:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.4.2008 | 21:44
Hervé Léger
Léger var mjög vinsæll á 9.áratugnum og má segja að hátindur ferilsins hafi verið á þeim tíma. Fyrir nokkrum árum, þegar trendið birtist aftur á tískupöllunum, var merkið endurreist. Það var þó ekki hönnuðurinn sjálfur sem kom þar að verki, en nútímaútgáfan af kjólum Léger er byggð á gömlu módelunum.
Í dag eru vintage útgáfurnar ekkert óvinsælli en nýju, og selur vintage verslunin Decades í Los Angeles mikið af gamalli hönnun hans til stjarnanna. Það eru líka mörg nöfn Hollywood stjarna sem hafa klæðst Hervé Léger kjólum, allt frá ungstirnum á borð við Rihanna og Nicole Richie til eldri gyðja eins og Catherine Zeta Jones og Sharon Stone.
Victoria Beckham / Sophia Bush / Minka Kelly
Fyrir haustlínuna 2008 var fenginn hönnuðurinn Max Azria til að krydda upp á merkið og tókst það svo sannarlega. Hann setti sitt touch á fyrri hönnun og bauð auk kjóla upp á kápur og buxur. Línan var mjög fjölbreytt og litapallettan virkilega haustleg og elegant.
Hönnuðir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.4.2008 | 21:41
Tískuvikan í New York
Núna er tískuvikan í New York fyrir næsta haust og vetur afstaðin og að venju var nokkuð um flotta hönnun. Ég ætla að taka nokkrar sýningar fyrir sem mér fannst eitthvað varið í.
Sýning Alexander Wang var dökk og dularfull. Fatnaðurinn var töffaralegur með rifnum sokkabuxum, víðum buxum og stórum jökkum. Það voru þó þröng pils sem gáfu kvenlega tóninn. Leður var notað til að gefa enn harðara útlit.
Max Azria hafði kvenleika í fyrirrúmi við gerð BCBG Max Azria línunnar. Leðurbelti voru notuð til að sýna mittið og gefa lokapunktinn. Litirnir voru mildir með svörtu inn á milli. "BCBG er alltaf að breytast. Þessi stefna er klæðileg með hreinum línum." sagði Lubov Azria, listrænn stjórnandi tískuhússins, fyrir sýninguna.
Litirnir hjá Behnaz Sarafpour voru fallegir; fjólublár, ljósgulur og navy blár í bland við svartan, hvítan og gráan. Falleg munstur og smá glamúr í formi pallíetta og glitrandi steina gáfu líf í sýninguna. Virkilega smart.
Jeremy Laing sýndi bæði víða kjóla sem hreyfðust fallega á fyrirsætunum og svo aðþrönga body-con kjóla sem voru oftar en ekki með rennilás að framan til að gefa hrátt útlit. Það var eins með buxurnar sem voru annars vegar stuttar og þröngar, og hins vegar mjög víðar. Línan samanstóð af frekar einfaldri hönnun en engu að síður áhugaverðri.
Karen Walker er alltaf með skemmtilega hönnun sem heldur manni við efnið allan tímann. Litirnir voru bjartir með gamaldags munstrum inná milli. Það vantaði þó ákveðna stefnu í línuna, þar sem það var mikið í gangi í einu. Walker er samt sem áður meistari í að láta mismunandi lúkk ganga og var þessi lína engin undantekning. Innblásturinn, barnafatnaður frá viktoríu- og edwardian tímabilinu í bland við götufatnað nútímans komst vel til skila.
Gene Kang, annar hönnuða Y & Kei, lýsti línunni fyrir haustið sem rómantískri en þó voru sniðin klassísk. Munstrin voru ekki týpisk blómamunstur, heldur með nútímalegum blæ. Hönnuðirnir náðuað setja fram rómantíska línu án allrar væmni.
Næst er það svo London og mikið af upprennandi hönnuðum þar á ferð, ásamt reyndari. Sjálf er ég spenntust fyrir Luella Bartley, Marios Schwab, Christopher Kane, Jens Laugesen og Armand Basi.
Tískusýningar | Breytt 10.10.2008 kl. 16:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.4.2008 | 20:49
Ný útgáfa af fyrra bloggi
Ég hef ákveðið af ýmsum ástæðum að skipta um nafn á bloggsíðunni minni. Þetta er sem sagt ný útgáfa af tiska.blog.is. Ég mun færa eitthvað af efni yfir á þetta blogg og mun svo eyða hinu eftir um mánuð eða svo. Ég vona samt að þetta verði ekki of mikið vesen.
Annars vil ég þakka fyrir öll kommentin sem ég fékk á hitt bloggið. Það er yndislegt að vita að það er einhvers metið sem maður er að gera.
Ég vona að þið munið njóta efni bloggsins og auðvitað mun ég halda áfram á sömu braut og á hinu blogginu :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)