Pamela Anderson fyrir Vivienne Westwood

pamelaandersonforwestwoodStaðfest hefur verið að Pamela Anderson sé nýtt andlit Vivienne Westwood. Herferðin er mynduð af Jurgen Teller og sýnir Anderson í hjólhýsi í Malibu. Fyrrum Baywatch stjarnan fékk starfið eftir að hafa hitt Vivienne baksviðs á sýningu sinni fyrir sumarið 2009 í tískuvikunni í London í september síðastliðnum.

Þær tvær höfðu ekki hist áður, en þegar Westwood sá Anderson í einum af kjólum sínum vissi hún samstundis hún væri rétta manneskjan fyrir nýju herferðina. Herferðin mun einnig verða gerð að kaffiborðabók sem mun fara í sölu í byrjun næsta árs þegar auglýsingarnar byrja að birtast í tímaritum í febrúar.

Það verður að segjast að Anderson er frekar óvenjulegur kandídat í auglýsingar fyrir tískumerki, en Westwood hefur verið þekkt fyrir að fara óvenjulegar leiðir, hvort sem það er í hönnun eða markaðsetningu á vöru sinni. Það má segja að Marc Jacobs hafi brotið blað með Victoriu Beckham auglýsingum sínum, en það verður engu að síður gaman að sjá hvernig Pamela ber sig í nýju auglýsingunum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband