21.12.2008 | 17:05
Skrautlegar sokkabuxur
Sokkabuxur í hinum ýmsu litum sáust út um allt á sýningarpöllum fyrir haust og vetur. Þar var rauður líklega vinsælastur en ýmsir aðrir skærir og áberandi litir voru einnig sýnilegir. Sokkabuxurnar voru þó ekki aðeins litaðar, heldur voru ýmis munstur áberandi. Þær voru abstrakt innblásnar, röndóttar, með dýramunstri, ýmsum rúmfræðimunstrum, köflóttar, með blúndum í raun komu þær í hinum alla veganna útfærslum. Það verður nóg úrval af sokkabuxum í vetur og því ættu allir að geta lífgað upp á fatnaðinn með öðruvísi pari.
Hvernig á svo að klæðast þessum líflegu sokkabuxum og skipta þeim út fyrir svörtu? Lituðu sokkabuxurnar voru oftast klæddar við svartan fatnað, en skórnir sáust þó stundum í sama lit og buxurnar, sem lét leggi fyrirsætanna líta út fyrir að vera enn lengri. Þær munstruðu voru hinsvegar paraðar saman við önnur munstur, annað hvort andstætt munstri sokkabuxanna eða með svipuðum litum og munstri til að skapa heildarútlit.
Flokkur: Aukahlutir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.