18.12.2008 | 15:17
Pallíettur og glanssteinar
Pallíettur eru mjög áberandi núna, þá sérstaklega í kringum hátíðirnar. Þær eru nokkuð áberandi á buxum, enda fá buxur yfir höfuð mikla athygli þessa árstíð, en það er svolítið öðruvísi nálgun á pallíettutrendið. Það var þó einnig mikið um glamúr pallíettukjóla og svo komu jakkar með pallíettum og glyssteinum líka sterkir inn, en þeir eru töff við einfaldan stutterma-/hlýrabol og fínar svartar buxur.
Pallíetturnar komu í allskyns útgáfum. Sumar flíkur voru þaktar meðalstórum pallíettum eða öðrum glitrandi steinum: pallíetturnar voru litlar og hógværar í smáatriðum; og þær sáust líka stórar og áberandi á chiffon efnum. Það var svolítið ferskt að sjá þær svona stórar en Christopher Kane byggði sína línu mikið á þeirri tegund. Pallíettuflíkur eru voða fínar en margar vintage verslanir bjóða uppá mjög gott úrval af skrautlegum pallíettutoppum og kjólum.
Meginflokkur: Trend | Aukaflokkur: Fræga fólkið | Breytt s.d. kl. 15:21 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.