Kanye West vill vinna í tískuheiminum

kanyewestKanye West hefur ekki haldið því leyndu að hann vilji feta í fótspor P.Diddy og riðja sér leið í tískuheiminum, og London virðist vera staðurinn fyrir þá tilraun. Hann hefur tilkynnt að hann muni setja tónlistarferilinn á pásu, flytja til Bretlands og byrja á botni tískubransans til að læra undirstöðuatriðin sem hann þarf til að hanna fyrstu tískulínu sína, Pascalle.

"Ég ætla að taka lærlingastöðu og gera eitthvað sem er venjulegt – og rappa svo um helgar eða eitthvað," hefur hann sagt. Heimildir herma að hann ætli að m.a. að sækja um hjá Louis Vuitton og Raf Simons. Þar segir einnig að fólk sé hissa á hversu alvarlega hann tekur þennan tískudraum sinn. Hann er sagður elska London og vill hann fá eins mikla reynslu af tískunni og hann getur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband