15.12.2008 | 16:27
Beanie húfur
Á eins köldu landi og Íslandi, er alltaf gott þegar hlýr fatnaður kemur í tísku. Loðfeldir hafa sem betur fer fengið auknar vinsældir upp a síðkastið, en það nýjasta í vetur eru beanie húfur. Þær eru svolítið töffaralegar og fara því betur við hversdagsfatnað heldur en fínni föt, þó það sé alveg hægt að nota húfuna til að spila niður fínheit.
Húfurnar koma misstórar og úr mismunandi efni og því hægt að finna ýmsar útgáfur. Burberry Prorsum sýndu t.d. lúxusútgáfu sem komu í skemmtilegum áferðum. Alexander Wang hélt hlutunum einföldum með svörtum og gráum bómullarhúfum, en hann sýndi þó líka nokkrar úr dásemdar angóruull sem hafa nú þegar orðið vinsælar.
Flokkur: Aukahlutir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.