14.12.2008 | 19:16
Fyrirsætan Erin Wasson
Erin Wasson velur sér oft óvenjulega leið hvað stíl sinn varðar. Hún er innblástur fatahönnuðarins Alexander Wang enda hefur hún sjálfstæðan persónuleika og veit hvað hún vill. Fyrir utan að vera sérstakur stílisti Wangs er hún einnig fyrirsæta og hefur birst á forsíðum margra þekkta tímarita auk þess að hafa verið í ýmsum auglýsingum. Aðeins hefur dregist úr fyrirsætustörfum uppá síðkastið eftir að hún hannaði skartgripalínuna LowLuv og nú síðast fatalínu fyrir lífstílsmerkið RVCA sem er vinsælt hjá ýmsu brettafólki.
Wasson er upprunalega frá Texas og segir uppeldið í fylkinu eiga stóran þátt í velgengni sinni ,,þú getur ekki tekið Texas úr stelpunni. Ég hefði ekki komist svona langt í tískuheiminum ef ég hefði ekki haft smá af þessari suðurríkjagestrisni." Hvort uppeldið hafi eitthvað með stíl hennar að gera er spurning, en hann er mjög þægilegur og einfaldur á töff hátt. Hún hefur ekki hikað við að klæðast áhættusömum samsetningum á rauða dreglinum, enda galakjóll ekki alveg hennar stíll.
Djarfleikinn er hennar aðalsmerki og eitt af því sem hefur gert hana vinsæla. Haft hefur verið eftir henni í viðtali að ,,heimilislaust fólk sé töff, en hún aðhyllist frekar óklárað lúkk hárið er alltaf svolítið úfið, hún ber litla förðun, fötin eru stundum viljandi rifin og hún virðist klæðast öllu á svo auðveldan hátt. Það er ljóst að hún hefur ekki þurft að vinna mikið í stílnum, hann er henni eðlislægur og hreinskilinn. Það er hæfileiki að flækja ekki hlutina um of og ná alltaf réttu útkomunni án mikilla pælinga.
Meginflokkur: Stíll | Aukaflokkur: Fyrirsætur | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.