Dökkar varir

dokkarvarirzoeDökkar varir fullkomna goth tísku vetrarins. Þótt varirnar í sýningu Yves Saint Laurent hafi verið kolsvartar með háglansáferð, þarf maður alls ekki svo mikla dramatík í raunveruleikanum. Undir dökkar varir falla allir dumbrauðir og dökkfjólubláir litir, sem og fjólusvartir. Með rétt viðhorf getur dökkur varalitur verið elegant en í senn svolítið framtíðarlegur, og það þarf auðvitað sjálfstraust til að bera svo djarfa liti. Ríkir plómulitir geta gefið svolítið dularfullan og rokkaðan fíling og því er um að gera að nota þessa dökku liti til að undirstrika fatnað í sama tón.

dokkarvarir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband