10.12.2008 | 17:08
Pönkað drama
Það var tekinn nýr póll á hæðina í aukahlutum; skóm og skarti, fyrir haust og vetur. Grófar keðjur, gaddar, metal, leður og götóttar sokkabuxur verða í forgrunni pönk tískunnar. Þetta eru mjög dramatískir aukahlutir og ættu að klæðast við svart til að leyfa þeim að vera algjör miðpunktur. Skórnir voru sérstaklega grófir; úr leðri með sylgjum, grófum rennilásum, keðjum og hvaðeina aðskotahlutum.
Gaddar eru ein vinsælasta skreytingin af þessu trendi og eru þeir allskonar. Oftast með gull eða silfur áferð en þeir eru ýmist oddhvassir eins og armbandið frá Burberry Prorsum eða hálfhringalaga líkt og frá Gucci. Gullgaddar eru aðeins meiri lúxusútgáfa af þeim silfruðu sem eru hrárri. Auðveldast er að verða sér úti um mjótt leðurbelti með gylltum göddum, eða silfurgadda armbandi (Rokk og rósir eru t.d. með ódýra útgáfu).
Meginflokkur: Aukahlutir | Aukaflokkur: Skór | Breytt s.d. kl. 19:21 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.