Vesti

lindsay-lohan-santa-hat-08Opin vesti eru góð leið til að lífga upp á klæðnaðinn á einfaldan hátt. Vestin geta verið allaveganna; með pallíettum, metalsteinum, kögri, fjöðrum, glans, úr loðfeldi, leðri - eitthvað sem dregur augað að. Þau eru flott við basic föt eins og gallabuxur og hlýra-/langermaboli. Persónulega finnst mér vesti njóta sín mjög vel við útvíðar gallabuxur sem eru háar í mittið og svartan bol girtan ofaní. Lindsay Lohan hefur verið í töff vestum að undanförnu, þótt fatastíllinn hennar hafi farið hrakandi á tímabili. Það er þónokkuð af flottum vestum í verslunum hér á landi, þó sum séu frekar dýr. En hugsið frekar um flott vesti sem aukahlut sem getur gert gæfumunin.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband