23.11.2008 | 16:45
Rihanna
Hin fræga söngkona Rihanna er nú þegar búin að sanna sig í tónlistarheiminum en hún hefur einnig verið að láta taka til sín í tískuheiminum. Stjarnan Rihanna veldur ekki vonbrigðum þegar kemur að fötum og aukahlutum, hvort sem er hversdags, á fínum viðburðum eða á sviði. Hún tekur svo sannarlega miklar áhættur og klæðist oft djörfum samsetningum. Hún er mikill aðdándi stórra hönnunarmerkja og hefur mikið klæðst Gucci að undanförnu, enda andlit nýrrar handtöskulínu þeirra til styrktar Unicef.
Rihanna hefur þetta árið fengið verðskuldaða athygli fyrir stíl sinn og hefur m.a. verið valin ein af best klæddu konum ársins af tímaritum. Ekki er hægt að lýsa stílnum í einu orði, en hún er óhrædd við munstur, liti, sérstök snið, óvenjulegt skraut og mikið af skarti. Ekki má svo gleyma skónum en hún velur sér oft mjög framúrstefnulega hannaða skó.
Sviðsútlit hennar er mjög ýkt en búningarnir útpældir og spila vel með tónlist hennar. Utan sviðsins þorir hún að klæðast því sem margar stjörnur af svipaðri frægðargráðu og hún þora ekki vegna ótta við að slúðurblöð setji þær á "verst klædda listann". Almenningur skilur ekki alltaf hönnun tískuhúsa, en þannig er þessu þó ekki háttað með Rihönnu. Hún hefur tónlistina, persónuleikann og flotta hárgreiðslu til að ýta undir fötin.
Meginflokkur: Stíll | Aukaflokkur: Fræga fólkið | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.