20.11.2008 | 17:30
Jóla- og áramótatrend
Pallíettur og fjaðrir verða eitt það heitasta í jóla- og áramótatískunni í ár, en kögur kemur einnig sterkt inn. Margir eiga eflaust eftir að leita til innlendra hönnuða þegar jólafötin eru keypt þar sem erlendar verslanakeðjur eru farnar að hækka ansi mikið í verði. E-label er með flíkur með pallíettum og þar á meðal eru flottar pallíettuleggings. Hjá Júniform er einnig hægt að finna flotta kjóla með pallíettuefni en líka fjaðraskrauti og kögri. Fyrir þá sem ætla ekki að fjárfesta í nýjum kjól er tilvalið að klæðast svörtum kjól sem til er fyrir og nota svo fjaðrir, pallíettur og annan glamúr í aukahlutunum. Spangirnar hennar Thelmu, sem fást í Trílógíu, eru t.d. mjög sparilegt hárskraut. Á heimasíðu Topshop er að finna ýmsar litlar töskur alskreyttar pellíettum og fjöðrum - spurning hvað af því kemur fyrir jólin í búðirnar hér heima. En ef einhverjir ætla hins vegar að spreða í kjól er litaglaður pallíettukjóll frá KronKron málið í áramótapartýið. Þar er einnig að finna fallega glanskjóla í svörtu, frá Marjan Pejoski og Gaspard Yurkievich. Gott er líka að kíkja í vintage verslanir borgarinnar en þar eru margar flottar pallíettuflíkur. Ef allt bregst er sniðugt að verða sér úti um fjaðrir, pallíettur og smart efni og leifa hugmyndafluginu að reika!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.