10.11.2008 | 17:47
Djúpir litir
Þótt mörgum hrylli við tilhugsunina um að skærir litir í augnförðun komi sterkir inn þennan veturinn, þá ber þeim ekki að örvænta. Því djúpir litir í augnskuggum verða fyrst og fremst ferskir, þótt þeir séu áberandi. Augun voru oft máluð á listrænan máta og greinilegt að förðunar-fræðingar notuðu hugmyndaflugið til að skapa framúrstefnulega förðun haust-sýninganna. Litirnir voru ýmist bornir á með augnskuggum eða blýöntum en eitt er víst, það reynir á förðunarhæfileika kvenna þegar þetta trend er haft til hliðsjónar.
Það má með sönnu segja að litirnir séu djarfir, en það sem gefur þeim ferskleikan eru nýstárlegar hugmyndir um augnförðun. Það er einfaldlega ekki nóg að dreifa einhverjum augnskugga um augnlokið, heldur eru notaðir mismunandi tónar af sama litnum, litum blandað saman, notaðir eru skuggar með gljáa og blautir eða þurrir augnblýantir notaðir á nýjan máta.
Meginflokkur: Fegurð | Aukaflokkur: Fræga fólkið | Breytt s.d. kl. 17:49 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.