9.11.2008 | 16:50
Lúxus bohemian
Hippatrendið í lúxusbúningnum heldur áfram þennan veturinn. Munstrin eru þjóðleg, helst innblásin af Austur-Evrópulöndum og sniðin í 70s áhrifum hippaáranna. Með þessu trendi koma svo rússkinskögur skór- og töskur, loðfeldar af ýmsu tagi og svo metalskreytt belti.
Gucci línan var heltekin af öllu þessu, en þar er lúxusinn mikill til að lúkkið verði ekki of sveitalegt. Gucci er þekkt fyrir kynþokkafulla hönnun og því kom línan mörgum á óvart, en fyrirsæturnar klæddust þó töff ökklaskóm með metalhnöppum (studs) og náðu þeir að gera hippalúkkið rokkaðra.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.