Kate Moss elskar Balmain

Það virðist sem Kate Moss hafi tekið ástfóstri við haustlínu Balmain. Línan var rokkuð og innihélt meðal annars þröngar ökklabuxur í allskyns munstrum. Má þar nefna dalmatíu-, zebra- og slöngumunstri ásamt köflóttum. Kate Moss hefur sést í nánast öllum þessum buxum upp á síðkastið, auk þröngra leðurbuxna - einnig frá Balmain. Það sem er skemmtilegast við þetta allt saman er að Topshop hefur gert eftirlíkingar af flestum þessara buxna. Ég fór í Topshop hér heima í vikunni og sá einmitt allavega tvennar af þessum buxum. Það er því auðvelt að næla sér í svipað par, þó að munstrin séu eftirtektarverð og eflaust ekki fyrir alla.

koflottar
Balmain haust/vetur '08; Kate Moss; Zara haust/vetur '08; Topshop
.
snaka
Balmain; Kate Moss; Topshop; Topshop
.
ledur
Balmain; Kate Moss; Topshop

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband